Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 EGILSHÖLLÁLFABAKKA LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:40-8-10:20 LÍFSLEIKNIGILLZVIP KL.5:40-8-10:20 GRUDGEMATCH KL.5:30-8-10:30 JACKRYAN KL.8-10:30 LASTVEGAS KL.5:40-8-10:20 AMERICANHUSTLE KL.8 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 5:40 KRINGLUNNI LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:40-8-10:20 12YEARSASLAVE KL. 6 -9 WOLFOFWALL STREET KL. 5:40 -9:10 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:40-8-10:20 GRUDGEMATCH KL. 8 -10:25 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 5:40 JACK RYAN KL. 8 12 YEARS A SLAVE KL. 5:15 LAST VEGAS KL. 8 - 10:20 AMERICAN HUSTLE KL. 5:15 NÚMERUÐ SÆTI ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:45-8-10:20 GRUDGEMATCH KL. 10:20 LASTVEGAS KL. 8 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 SKÝJAÐMEÐ KJÖTBOLLUM Á KÖFLUM ÍSLTAL3D KL. 5:50 KEFLAVÍK AKUREYRI LÍFSLEIKNIGILLZ KL.5:45-8-10:20 GRUDGEMATCH KL. 10:20 LAST VEGAS KL. 8 JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6 FRÁBÆR GRÍNMYND MEÐ ROBERTDENIROOGSYLVESTERSTALLONE Í AÐALHLUTVERKUM 24 Ó SK A RS TI LN EF N IN G A R DREPFYNDIN GAMANMYND MEÐ BESTU GRÍNLEIKURUM LANDSINS FRÁBÆR SKEMMTUN FRÁ FYRSTU MÍNÚTU ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞR IÐJU DAGS TILBO Ð ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ 12 12 12 L 7 Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um! 31.000 GESTIR ÍSL TAL 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun Sýnd í 3D 48 ramma 16 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Hún er hjúkrunarfræðingur á daginn, en kaldrifjaður morðingi á kvöldin! ÓTEXTUÐ Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar NURSE 3D Sýnd kl. 8 - 10 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8-10:20 47 RONIN 3D Sýnd kl. 10:30 THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 5 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 6 LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 8 TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is Bíólistinn 7.-9. febrúar 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Lífsleikni Gillz Cloudy with a Chance of Meatballs 2 Justin and the Knights of Valour Secret Life of Walter Mitty Last Vegas Dallas Buyers Club Frozen Hobbit: Desolation of Smaug American Hustle TheWolf Of Wall Street Ný 1 2 3 4 11 6 7 12 10 1 4 2 6 3 2 9 7 5 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Lífsleikni Gillz, fjórir sjónvarps- þættir Egils Einarssonar, eða Gillz, sem splæst var saman í eina mynd, naut mikillar aðsóknar um helgina og er tekjuhæst þeirra kvikmynda sem sýndar voru í kvikmynda- húsum landsins. Alls voru seldir um 4.400 miðar á myndina en næst- tekjuhæst er teiknimyndin Skýjað með kjötbollum á köflum 2. Sú þriðja tekjuhæsta er einnig teikni- mynd, Jónsi og riddarareglan, og ljóst að foreldrar hafa fjölmennt með börn sín í bíó um helgina. Nýj- asta kvikmynd Coen-bræðra, Inside Llewyn Davis, nær ekki í efstu tíu sæti og situr í 14. sæti listans en hún er sýnd í fjórum bíósölum. Bíóaðsókn helgarinnar Gillz trekkir að Frumsýningarteiti Egill Einarsson með unnustu sinni, Guðríði Jónsdóttur. Nýstofnað Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar heldur sinn fyrsta viðburð á sunnudaginn, 16. febrúar, í Bæjarbíói en þá fara fram tvennir tónleikar, kl. 16 og 20, með færeysku tónlistarkonunni Eivöru Pálsdóttur og félögum hennar færeyskum. Tón- leikarnir eru liður í menningarfyr- irbærinu Færeyskur febrúar sem nú dynur yfir landsmenn, eins og því er lýst í tilkynningu frá félaginu sem var stofnað í vetur. Í stjórn þess sitja Hafnfirðingarnir Erla S. Ragn- arsdóttir, kennari í Flensborg, einn eigenda gaflari.is og Dúkkulísa, Ingvar Björn Þorsteinsson mynd- listarmaður, Kristinn Sæmundsson, athafnaskáld og fyrrverandi kaup- maður í Hljómalind og tónleikahald- ari, jafnan kallaður Kiddi kanína og Fjallabræðurnir Ólafur Páll Gunn- arsson, tónlistarstjóri á Rás 2 og Tómas Axel Ragnarsson, rafvirki og tónlistarmaður. Félagið mun standa fyrir ýmsum viðburðum auk þess að vera vettvangur upplýsinga og ráð- gjafar til að auðvelda listamönnum að koma með viðburði til bæjarins og er markmiðið að sem flestir við- burðir verði sjálfbærir og þurfi því ekki beinna fjárstyrkja við. „Þetta menningarfélag spratt upp svolítið af sjálfu sér. Við erum öll bú- sett í Hafnarfirði og viljum gera eitt- hvað skemmtilegt, nýta húsin í bæn- um til þess og það er nú kveikjan að þessu,“ segir Ólafur Páll. „Þetta byrjaði í raun á síðustu Airwaves- hátíð, þá kom Kiddi með mér að sjá Yo La Tengo og þar hitti hann Jón Tyril, vin sinn frá Færeyjum og skipuleggjanda G! Festival sem var í hljómsveitinni Clickhaze. Jón bauð Kidda til Færeyja helgina eftir á litla hátíð, Heima, sem haldin er í 20 heimahúsum í Götu. Í framhaldi af því fórum við að tala saman um að gera Heima í Hafnarfirði og það stendur til. Svo kom fleira fólk inn í þetta og við enduðum með þennan fimm manna hóp,“ segir Ólafur Páll og á þar við stjórn hins nýja félags. Félagið vill m.a. blása lífi í Bæj- arbíó, nýta það undir fleiri viðburði en nú er gert en Ólafur Páll bendir á að fleiri hús í bænum séu hentug fyr- ir menningarviðburði, m.a. kirkjur, Kaplakriki og Hafnarborg. „Mark- miðið er að gera Hafnarfjörð skemmtilegri,“ segir Ólafur Páll. Auk tónleikanna með Eivöru hyggst félagið blása til vestnorr- ænnar listahátíðar með fjölþjóðlegu ívafi í bænum í sumar og fyrrnefnd Heima-hátíð fer fram um páskana. Von er á fjölda færeyskra lista- manna til landsins á komandi mán- uðum og vonast félagsmenn til þess að þeir komi sem flestir við í Hafn- arfirði. helgisnaer@mbl.is Heima í Hafnarfirði að færeyskri fyrirmynd  Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar hefur göngu sína Morgunblaðið/Eggert Fyrst Eivör Pálsdóttir og félagar hennar halda tónleika í Bæjarbíói 16. feb. og verða þeir fyrsti viðburður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Vefsíða félagsins: mlh.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.