Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 6
Erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn Afturköllun ESB-aðildarumsókn- arinnar á eftir að reynast Sjálf- stæðisflokknum þyngri í skauti en Framsóknarflokknum en fyrr- nefndi flokkurinn sendi kjósendum misvísandi skilaboð um hvort efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er mat tveggja stjórnmála- fræðinga. „Þó að það séu ákveðnir minni- hlutar Evrópusinna í báðum stjórnarflokkunum er sá minni- hluti miklu stærri í Sjálfstæðis- flokknum en Framsóknarflokkn- um. Þess vegnar er þetta erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sérstak- lega fyrir formanninn í ljósi þess að það eru áhrifamiklir sjálfstæð- ismenn sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun,“ segir Birgir Guð- mundsson, dósent við félagsvís- indadeild Háskólans á Akureyri. Stefanía Óskarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Ís- lands, segir óheppilegt að misvís- andi skilaboð hafi komið frá Sjálf- stæðisflokknum fyrir kosningar. Annars vegar hafi verið tiltölulega skýr landsfundarályktun en hins vegar séu til margar upptökur af Bjarna Benediktssyni og fleiri for- ystumönnum flokksins þar sem þeir segja stefnt að þjóðarat- kvæðagreiðslu á fyrrihluta kjör- tímabilsins. „Það er ekki nema von að kjós- endur séu svolítið ruglaðir. Það er mjög óheppilegt og það kemur nið- ur á trúverðugleika Sjálfstæðis- flokksins,“ segir hún. Gæti styrkt Evrópuflokka Mögulegt er að ákvörðun rík- isstjórnarinnar gefi Samfylking- unni og Bjartri framtíð sem hafa haft Evrópusambandsaðild á dag- skránni einhvern fylgisauka til skemmri tíma litið að mati Stef- aníu. Lengi hefur verið rætt um nýtt Evrópusinnað hægra framboð en Birgir segist ekki trúaður á að slíkt framboð gæti klofnað út úr Sjálfstæðisflokknum á næstunni. „Það má reikna með að aðildin verði ekki áherslan á næstunni og því ekki brennipunktur um að stofna hægriflokk sem hefur eins sterka sýn á Evrópu og Samfylk- ingin hefur haft. Þó svo að það sé að mörgu leyti grundvöllur fyrir nýjan frjálslyndan Evrópusinnað- an hægriflokk þá finnst mér frekar ótrúlegt að það gerist á næstunni út af breyttu umhverfi,“ segir Birgir. Stefanía segir að fylgismenn ESB innan Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega fámennur hópur en áhrifamikill, meðal annars innan atvinnulífsins. Formaðurinn muni eflaust finna fyrir svipuhöggum þeirra sem telji sig svikna á næstu misserum.  Ekki líklegt að nýtt Evrópusinnað hægra framboð líti dags- ins ljós  Kjósendur ruglaðir um stefnu Sjálfstæðisflokksins Birgir Guðmundsson Stefanía Óskarsdóttir Auk þess að kveða á um að um- sóknin um aðild að Evrópusam- bandinu verði dregin til baka, segir í þingsályktunartillögu utanríkis- ráðherra að ekki verði sótt um að- ild að ESB á nýjan leik nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Stefanía telur tillöguna, verði hún samþykkt, þó ekki binda hend- ur nýrrar ríkisstjórnar ef aðrir flokkar kæmust til valda sem vildu sækja um aðild aftur án þess að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um það. „Það er bara þessi þingmeiri- hluti sem samþykkir þetta. Annar meirihluti getur haft aðra stefnu,“ segir hún. Birgir telur þó að þingsályktun- artillagan hafi ákveðið gildi hvað þetta varðar og að nýr þingmeiri- hluti þyrfti að samþykkja nýja þingsályktunartillögu sem tæki við af þeirri sem nú liggur fyrir þinginu. „Alveg eins og það var sótt um með þingsályktun þá er núna hætt við með þingsályktun. Þetta er vilji Alþingis og hann stendur þar til honum hefur verið breytt. Enda yrði það sjálfsagt aldrei reynt að sækja aftur um nema að fá það samþykkt í þinginu,“ segir hann. Bindur ekki hendur annarra ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM AÐ SÆKJA UM AÐ NÝJU Alþingi Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra í ræðustól. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Í kjölfar þess að þingflokkar ríkis- stjórnarflokkanna samþykktu þings- ályktunartillögu um að draga aðild- arumsóknina að Evrópusambandinu til baka á föstudag hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar og ýmissa hagsmunasamtaka sakað flokkana, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokkinn, um að svíkja kosningaloforð með því að boða ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, sem Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu á Laugarvatni 22. maí í fyrra, sagði að ekki yrði haldið lengra í að- ildarviðræðunum nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Orðalagið ekki ótvírætt Þetta er í samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir kosning- arnar en þar sagði einnig að ekki yrði haldið lengra í aðildarviðræðunum við ESB nema að undangenginni þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins sem fór fram í febrúar í fyrra er á sömu leið en þar er áréttað að viðræðunum verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema eftir þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þá ályktuðu fund- armenn að hagsmunum Íslands væri betur borgið með því að standa utan við ESB. Orðalagið í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar og stefnu flokkanna gefur ekki til kynna að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari ótvírætt fram um framhald viðræðnanna heldur aðeins að slík atkvæðagreiðsla verði haldin ef haldið verði áfram með þær. Engu að síður gáfu orð formanna ríkisstjórnarflokkanna fyrir og eftir kosningar ástæðu til að ætla að þjóð- aratkvæðagreiðsla færi fram á kjör- tímabilinu. Í umræðuþætti á Stöð 2 hinn 25. apríl 2013, tveimur dögum fyrir þing- kosningarnar, sagði Bjarni til dæmis: „Við viljum ekki ganga inn í Evr- ópusambandið. Við höfum opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég tel rétt að stefna að henni á fyrrihluta kjörtíma- bilsins. Ég er opinn fyrir því að nýta þjóðaratkvæði til að leiða fram þjóð- arviljann í þessu máli en mér finnst engar forsendur vera til staðar til að halda viðræðunum áfram.“ Bjarni vísaði í Morgunblaðinu á laugardag í ályktun landsfundar, sig- ur ríkisstjórnarflokkanna í þingkosn- ingunum og skoðanakannanir sem sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri andsnúinn ESB-aðild þegar hann var spurður hvort verið væri að svíkja kosningaloforð. Sagði hann „ekki framkvæmanlegt“ að fylgja eftir nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda áfram viðræðum í þessu póli- tíska landslagi. „Að sjálfsögðu“ Þegar þeir forsætisráðherra kynntu svo stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar sinnar á Laugarvatni var Sigmundur Davíð spurður að því hvort hlé yrði gert á aðildarviðræð- unum án þess að þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram um það. Hann svaraði því með að segja að fyrri ríkisstjórn hefði í raun þegar gert hlé á viðræðunum og að í stjórn- arsáttmálanum væri skýrt að viðræð- unum yrði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá var hann spurður hvort menn gætu treyst því að þjóðarat- kvæðagreiðsla yrði haldin um áfram- haldandi viðræður. „Að sjálfsögðu kemur til þjóðarat- kvæðagreiðslu en menn hljóta við ákvörðun tímasetningar slíks að taka inn í reikninginn aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að byrja á því að leggja mat á aðstæðurnar, bæði hvað varðar umsókn Íslands en líka varð- andi þróun Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur Davíð en hann tók fram að ekki hefði verið neitt rætt um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Í ræðu á þingi um miðjan janúar sagði forsætisráðherra báða stjórnar- flokkana andvíga aðild. ESB hefði ítrekað gert Íslendingum grein fyrir því að umsóknarríki þyrfti að vilja ganga í sambandið og það þyrfti að vera skýr forysta stjórnvalda sem leiddu viðræðurnar með það að mark- miði að koma landinu inn í sambandið. Töluðu um þjóðaratkvæði  Afturköllun umsóknar ekki í ósamræmi við samþykktir stjórnarflokkanna eða stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar  Bjarni Benediktsson talaði um þjóðaratkvæði á „fyrri hluta“ kjörtímabils Sáttmáli Sigmundur Davíð og Bjarni þegar þeir kynntu stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar á Laugarvatni í maí. Morgunblaðið/Eggert Samþykki Alþingi þingsályktun- artillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka lýkur málinu formlega með því að ráðherrann sendi sambandinu bréf þar sem niðurstöðu Alþingis er lýst. Þetta segir Birgir Ár- mannsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis. „Það hefur ekki áður gerst að ríki í aðlögunarferli afturkalli um- sókn en ég geri ráð fyrir því að málinu geti þannig séð lokið með sama hætti og það byrjaði. Í upp- hafi var sótt um aðild með stuttu bréfi utanríkisráðherra til sam- bandsins,“ segir Birgir. Ekki væri þörf á neinum tækni- legum breytingum í kjölfar slíkrar ákvörðunar enda voru viðræð- það sama og verið hefur til þessa. Fram að þessu hefur það ekki verið forsenda EES-samstarfsins eða Schengen að við værum í um- sóknarferli,“ segir hann. Birgir bendir jafnframt á að Norð- menn séu til dæmis þátttakendur á báðum þessum vígstöðvum og þeir hafi þó fellt aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munu þessar málalyktir ekki hafa áhrif á samband Íslands við Evrópuríki. „Ég held að í því tilviki hafi sam- skipti Noregs og Evrópusam- bandsins eða Evrópusambands- ríkja ekki beðið neitt tjón. Ég á ekki von á því að það verði heldur í okkar tilviki. Menn munu áfram starfa saman á þeim vettvangi þar sem hagsmunir liggja sam- an,“ segir hann. urnar þegar komnar á ís og búið að leysa upp samninga- nefndirnar. „Það eina sem vantar upp á er að umsóknin sé formlega dregin til baka. Það sýnist mér að hljóti að nægi að gera með einu bréfi,“ segir Birgir. EES heldur gildi sínu Birgir telur að afturköllun um- sóknarinnar hafi ekki áhrif á EES- samninginn. „Ég held að það sé alveg ljóst að hann heldur gildi sínu og um framkvæmd hans mun eiga við Nóg að utanríkisráðherra sendi ESB bréf FORMAÐUR UTANRÍKISMÁLANEFNDAR UM SAMSKIPTIN VIÐ EVRÓPU Birgir Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.