Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver vandamál skjóta upp koll- inum í vinnunni og geta leitt til einhverrar valdabaráttu. Farðu samt varlega því einhver reynir viljandi að villa þér sýn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt allt virðist ganga þér í haginn skaltu hafa það bak við eyrað hversu fljótt veður skipast í lofti. Þú tekur engu sem sjálfsögðum hlut og þannig dafnar ástin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er upplagt að ferðast eða gera ferðaáætlanir. Þú verð gildismat þitt með kjafti og klóm en ferð varlega í að deila þín- um innstu hugrenningum með öðrum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekki hugfallast þótt þér sýnist mörg ljón á veginum. Hugsaðu því vandlega það sem þú vilt segja; aðeins þannig kemstu hjá því að missa eitthvað ógætilegt út úr þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ástin og tilfinningalífið verður með betra móti í dag og næstu vikur. Nú er kom- ið að þér að leggja í púkk mannlegrar þekk- ingar. Góð blanda af há- og lágmenningu gerir lífið skemmtilegt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hættu að mikla fyrir þér eigin vanda. Brynjaðu þig fyrir umhverfinu og skoðaðu vandlega hvað er þér fyrir bestu í stöðunni. Reyndu að komast að niðurstöðu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þig þyrstir í betra skipulag, láttu það eftir þér. Nýjar upplýsingar á næstum hvaða sviði sem er vekja áhuga þinn. Fólk vill vera í návist þinni núna og á næstunni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er rétt að snúa sér að alvöru lífsins og ljúka mikilvægum verkefnum. Ann- ars áttu bara eftir að sjá eftir því. Gefðu með opnum hug og hjarta því þá er tekið eins á móti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Afköst þín vekja undrun og að- dáun samstarfsmanna þinna. Mundu að það kostar ekkert að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að það er ekki sjálfgefið að aðrir vilji endilega heyra það sem þú hef- ur til málanna að leggja. Leystu málin og þá geturðu um frjálst höfuð strokið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Horfur í atvinnumálum eru frá- bærar. Vertu róleg/ur því þú munt njóta ár- angurs erfiðis þíns í fyllingu tímans. 19. feb. - 20. mars Fiskar Í dag er einn af þessum dögum. Njóttu þess og notaðu tækifærið um leið til þess að búa þig sem best undir ný verkefni. Guðmundur Arnfinnsson skrifarmér: „Limrur eru mér hug- leiknar, en hafði á þeim hálfgerða skömm í byrjun og gerði í fljótræði þessa limru: Ferskeytlu fagra ég prísa. Sem falleg og heillandi skvísa hreint afbragð hún er, en aftur finnst mér, að limran sé vansköpuð vísa. En ég sé nú, að limran er ágæt til síns brúks og viðhorf mitt er breytt til batnaðar: Ég limruna lofa og prísa. Sem lokkandi fögur skvísa á íslenskum búning hún oft fær sér snúning, en öldungar öndverðir rísa.“ Ekki fer hjá því, að rímorðin kalla fram í hugann þessa klassísku limru eftir Kristján Karlsson: „Skammist þér yðar, ó, skvísa,“ mælti skakki turninn í Písa. „Ég er einungis bákn og alls ekkert tákn um eitthvað sem vildi ekki rísa.“ Pétur Blöndal orti, – og ekki að tilefnislausu: Ég kann illa kuldahretinu, kúldrast því lengur í fletinu. Enga ég les bók en ligg bara á fésbók og njósna um aðra á Netinu. Það hefur mikið verið í fréttum undanfarið, að öndum fari fækk- andi við Tjörnina og sum eintök séu jafnvel alveg að hverfa. Þetta barst í tal þegar ég hitti karlinn á Lauga- veginum við Fríkirkjuna og kvaðst hann vera í fuglaskoðun að telja endurnar, – og hafði ýmislegt um það að segja Snimmendis morguns, – í mélið á meðan oss gekk yfir élið ég rauðhöfða sá voru Ráðhúsi hjá. Hann reisti bratt upp á sér stélið Talið barst að vargfuglunum og karlinn bætti við: Múkki í sig slafraði slorinu. Slægur finnst krumma í gorinu. Svo leit hann yfirum til Ráðhúss- ins, velti vöngum og sagði í spurn- artón: – Hvort það fækki um einn eða alls ekki neinn andarstegg núna með vorinu? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skvísum, femínistum og andarsteggjum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER NÚ EKKI VANUR AÐ MÁLA PASSAMYNDIR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa einhvern til að faðma hvenær sem þú vilt. ÚFF, DÆMIGERT FYRIR MÍNA HEPPNI. HELGA, ÞAÐ ER ÁTAKANLEGT AÐ SJÁ ÞIG ERFIÐA SVONA Í MORGUNSÁRIÐ. SVO ÉG ÆTLA BARA AÐ FÁ MÉR MORGUNMAT Á KRÁNNI. Ó, EN INDÆLT. KATTAHÁR Í SÚPUNNI MINNI! ER TIL EITT- HVAÐ VERRA? HÁRNETIÐ MITT? Reykvíkingar kveðja í vor einhvernóvenjulegasta borgarstjóra sem sögur fara af, þegar Jón Gnarr lætur af embætti. Kosningabarátta Besta flokksins var óvenjuleg á sínum tíma, ekki síst þau loforð sem flokkurinn gaf kjós- endum; ísbjörn í Húsdýragarðinn, allskonar fyrir aumingja og þar fram eftir götunum. Í kynningu sem Jón Gnarr, þá borgarstjóraefni, setti á netið í upp- hafi kosningabaráttunnar tók hann meðal annars fram að hann væri með aukin ökuréttindi og mætti því keyra vörubíl. Víkverji minnist þess ekki að hafa heyrt um aðra borgarstjóra Reykjavíkur sem geta státað af því. Það er reyndar mögulegt að þeir hafi bara ekki séð ástæðu til að nefna það. x x x Já, Víkverja finnst margt óvenju-legt við Jón Gnarr, sem borgar- stjóra. Hvort hann er góður eða slæmur borgarstjóri er sjálfsagt matsatriði en hann virðist alla vega ekki vera umdeildari en aðrir sem gegnt hafa því starfi. Það sem Víkverja finnst hins vegar merkilegast við Jón Gnarr er per- sóna hans, og hversu mikið hann hef- ur látið uppi um einkalíf sitt í emb- ætti. Í fyrrakvöld skrifaði hann til að mynda færslu á facebook þar sem hann sagði frá því að hann hefði tvisvar reynt að fyrirfara sér á ung- lingsárum sínum vegna fordóma í sinn garð. Ekki man Víkverji í svipinn eftir öðrum stjórnmálamanni sem hefur boðið álíka upplýsingar um sjálfan sig. Og það án þess að vera á hött- unum eftir endurkjöri eða standa í „rústabjörgun“ eftir útspil andstæð- ings. Fyrir það, og margt fleira, hefur Jón Gnarr unnið sér inn virðingu Víkverja. Ekki endilega sem borgar- stjóri, heldur sem manneskja. Í aug- um Víkverja er það mun mikilvæg- ara, og hann grunar jafnvel að fráfarandi borgarstjóri sé sama sinn- is. Ef Jón Gnarr skilur eftir sig ein- hverja arfleifð er það líklega sá lær- dómur að það er hægt að vera bæði – stjórnmálamaður og manneskja. víkverji@mbl.is Víkverji Því að það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig er hann tilreiknaði mönnum ekki afbrot þeirra og fól mér að boða orð sáttargjörðarinnar. (Síðara Korintubréf 5:19) Svarið við spurningu dagsins Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur) Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is - svarið við spurningu dagsins SESAM BLEIKJA Eldunaraðferð: Á pönnu: 1,5 mínúta á hvorri hlið. Í ofni: 12 mínútur við 200°C í forhituðum ofni. Góð með sætu chilli sósunni okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.