Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi flísar Blíðskaparveðrið í höfuðborginni í gær rak marga út úr húsum sínum til að njóta kærkomins sólskins. Þessi fjölskylda stillti sér fremur létt- klædd upp á ísnum á Reykjavíkurtjörn til að láta taka mynd af sér. Berir fætur í sandölum leiða hugann sannarlega að vorinu sem brátt kemur. Bros í vetrarsól Morgunblaðið/Ómar Fjölskyldumyndataka úti á ísnum Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í breytingartillögu um lög um stjórn fiskveiða og lög um veiðigjöld, sem send hefur verið hagsmunaaðilum til umsóknar, er gert ráð fyrir því að al- mennt og sérstakt veiðigjald falli nið- ur að öllu leyti eða hluta á einstökum tegundum. Þá er einnig lagt til að Byggðastofnun hafi til ráðstöfunar 8,54 prósent af heildaraflahlutdeild í úthafsrækju og rækju á miðum við Snæfellsnes til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. „Byggðastofnun situr á ákveðnum heimildum sem hafa komist til henn- ar vegna gjaldþrota. Hér er verið að liðka fyrir því að stofnunin geti átt þessar heimildir og deilt þeim út í byggðalegum tilgangi,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis. Einnig er lögð til sérstök veiði- skylda á úthafsrækju og er með því verið að leitast við að koma í veg fyrir að útgerðir sitji á aflaheimildunum án þess að nýta þær. „Með þessu von- umst við til þess að aflaheimildirnar leiti til þeirra sem eru í vinnslu og vilja og geta nýtt þær,“ segir Jón. Betri nýting auðlindarinnar Almennt og sérstakt veiðigjald verður afnumið á þorsk og meðafla hans í rússneskri og norskri lögsögu, á úthafskarfa í Síldarsmugunni, á Dhornbanka-rækju, úthafsrækju og rækju á miðum við Snæfellsnes og á sæbjúgum, vegna fiskveiðiársins 2013/2014. Þá fellur helmingur veiði- gjalds af kolmunna niður á sama tíma. „Útgerðir sjá ekki hag í því að veiða sumar tegundir því bæði getur verið dýrt að sækja á mið eins og Smuguna og Barentshafið og verð- mæti í öðrum tegundum standa ekki undir veiðigjaldinu sem leggst ofan á allan annan kostnað útgerða,“ segir Jón og bendir á að Íslendingar verði af nærri því 3 þúsund tonnum af þorski vegna samninga við Rússland þar sem það borgi sig ekki að sækja hann með veiðigjaldinu. „Til að halda veiðireynslu okkar bæði í Smugunni og Barentshafi verður veiðigjaldið af- numið tímabundið þar.“ Jens Garðar Helgason, markaðsstjóri Eskju á Eskifirði, vonast til þess að veiði- gjaldið verði einnig lagt niður að fullu á kolmunna en ekki bara lækkað um helming. „Að frádregnum olíu- og launakostnaði sitja eftir þrjár til fimm milljónir eftir níu daga kolmun- natúr en þá á eftir að greiða átta til níu milljóna króna veiðigjald. Ég hef ekki séð frumvarpið en mér finnst skjóta skökku við að ganga ekki alla leið með kolmunnann eins og hinar tegundirnar,“ segir Jens. Veiðigjaldið dregur úr veiðum  Stefnt að betri nýtingu sjávarauðlinda með tímabundnu afnámi veiðigjalds á einstaka tegundir  Byggðastofnun fær heimild úthlutunar rækjukvóta sem gekk til hennar við gjaldþrot fyrirtækja Jón Gunnarsson Jens Garðar Helgason Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sonurinn er líkur mér og ég sæki margt til móður minnar. Eftir það fara einkenni og ættarsvipur að þynnast út,“ segir Ragnar Þór Baldursson sem býr í Garðinum suður með sjó. Langamma Ragn- ars, Guðrún Guðmundsdóttir sem býr á Álftanesi, varð 85 ára á laugardaginn og af því tilefni var fimm ættliðum hóað saman í myndatöku. Saman voru komin Ragnar og óskírður sonur þeirra Erlu Óskar Ingibjörnsdóttur, Ragnheiður Ragnarsdóttir amma hans, þá Shirley Anna Felton sem er amma hins nýbakaða föður og loks Guðrún sem er langa- langamma drengsins unga. Guðrún og maður hennar, langa- langafinn Reynir Guðbjörnsson, búa á Álftanesi. „Þau hafa átt far- sælt líf og afkomendurnir eru alls 23,“ segir Ragnar. Hann bætir við að sonurinn dafni vel og almennt þyki sér föðurhlutverkið spennandi. sbs@mbl.is Ættarsvipurinn þynnist út  Fimm ættliðir hittust  Þriggja vikna og 85 ára Fimmfalt Frá vinstri talið; Ragnar Þór Baldursson með soninn, þá Ragn- heiður Ragnarsdóttir, Shirley Anna Felton og Guðrún Guðmundsdóttir. Maðurinn sem var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi eftir bílslys á Sæbraut aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild er mað- urinn úr lífshættu. Hann verður þó áfram undir eftirliti á deildinni. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, ók bifreið sinni eftir Sæbraut í Reykjavík þegar hann missti skyndilega stjórn á henni skammt frá Snorrabraut með þeim afleið- ingum að hún skall á kyrrstæðri gröfu sem var við veginn. Slysið varð á þriðja tímanum í fyrrinótt. Farþegi í bílnum, kona á þrítugs- aldri, slasaðist einnig en meiðsl hennar voru ekki jafnalvarleg. Lögreglan segir að maðurinn sé grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan Grunur leikur á ölvun við akstur. Úr lífshættu eftir árekstur á Sæbraut á sunnudagsnótt Íslenskar útgerðir hafa stundað veiðar á kolmunna um alllangt árabil. Stærstur hluti aflans er veiddur í færeyskri lögsögu sem þýðir að sóknarkostnaður er mjög mikill. Kolmunnaaflinn hefur verið frá 150 til 250 þús- und tonn en var einungis 5.882 tonn árið 2012 og 63.056 tonn árið 2013. Útgefið magn í ár er 150 þúsund tonn. Langt að sækja aflann KOLMUNNAVEIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.