Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Margar gerðir af innihurðum Viðskiptaráð hef- ur ráðið til sín Björn Brynjúlf Björnsson hag- fræðing. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að meg- inverkefni Björns verði að hafa um- sjón með málefna- starfi ráðsins, taka þátt í stefnumót- un, sinna samskiptum við stjórn og félagsmenn og annast aðra daglega starfsemi. Hefur Björn þegar hafið störf. Áður starfaði Björn sem ráðgjafi á skrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company í Kaupmanna- höfn. Þá starfaði hann hjá greining- ardeild Credit Suisse í Lundúnum. Björn útskrifaðist með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá HÍ og lauk meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Oxford-háskóla. ai@mbl.is Björn Brynj- úlfur til Við- skiptaráðs Björn Brynjúlfur Björnsson Smáríkið Singapúr hefur lengi verið þekkt fyrir mjög hóflega skattlagn- ingu og lagaumhverfi sem laðar að bæði auðmenn og fyrirtæki. Stjórn- völdum var því vandi á höndum þegar kom að því að fjármagna loforð um aukin félagsleg útgjöld. Á undanförnum árum hefur mátt greina undiröldu óánægju í singa- púrsku samfélagi, ekki síst vegna ójöfnuðar. Tekjur á íbúa í Singapúr eru með því hæsta sem þekkist og var landið t.d. nr. 9 á nýlegum lista AGS yfir tekjuhæstu þjóðir. Á sama lista var Ísland í 19. sæti. Mælist ójöfn- uður í Singapúr um leið einhver sá mesti sem þekkist meðal þróaðra hagkerfa heims, svo ljóst er að auðn- um er mjög misskipt hjá þessari ríku þjóð. Aðgerðir stjórnvalda hjálpa von- andi til við að draga úr óróa en eink- um á að beina auknum fjármunum til heilbrigðisþjónustu og menntunar, s.s. með því að auka þátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði og veita fjölskyldum sérstakan styrk ef þær þurfa að ann- ast aldraðan fjölskyldumeðlim. Tóbak og vín CNBC segir að reiknað hafi verið með að áætlun ríkisstjórnarinnar yrði fjármögnuð með hækkuðum sköttum á hátekjufók, en nú hafa ný fjárlög verið birt og ljóst að þess í stað verða skattar hækkaðir á ýmsa „lesti“. Mun skattur á tóbak hækka um 10%, skattar á áfengi hækka um 25% og skattar á spilavíti hækka upp í 25- 30%. Taka hækkanirnar strax gildi. Hið almenna atvinnulíf sleppur ekki alveg við hækkanir því ákveðið hefur verið að auka framlög vinnu- veitenda í sjúkrasjóði starfsmanna. Heilbrigðiskerfi Singapúr er fjár- magnað með blöndu slíkra sjúkra- sjóða, greiðslna úr ríkissjóði og svo þjónustu- og komugjöldum sem sjúk- lingar greiða sjálfir. Stjórnvöld ætla að taka á sig hluta hækkunarinnar fyrsta árið til að auðvelda fyrirtækj- um að laga sig að nýjum viðmiðum. Þetta hækkaða sjúkrasjóðsframlag, sem í reynd jafngildir hærri fyrirtæk- jasköttum, er ekki talið raska sam- keppnishæfni Singapúr gagnvart fjármála- og viðskiptamiðstöðinni Hong Kong, sem stundað hefur sam- bærilega lágskattastefnu. ai@mbl.is Singapúr hækkar skatta EPA Samkeppni Fjármálahverfið í Singapúr. Lágir skattar gera borg- ríkið að miðstöð viðskipta.  Hækkuðu álögur á „lesti“ frekar en að skattleggja auðmenn enn frekar  Framlög vinnuveitenda í sjúkrasjóði starfsmanna koma til með að hækka Hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggst lækka verðið á Windows 8.1 stýrikerfinu um 70%. Lækk- unin nær til framleiðenda ódýrra borð- og spjaldtölva og er þessu útspili ætlað að halda í skefjum keppinautum á borð við Google, sem reynt hefur að olnboga sig inn á tölvumarkaðinn með ódýru Chromebook-fartölvunni. Fréttastofa Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum að fyrir tölvur sem kosta minna en 250 bandaríkjadali muni Microsoft rukka 15 dali fyrir stýrikerfið. Venjulegt verð er 50 dalir á hverja tölvu en talið er að stærstu al- þjóðlegu framleiðendur borgi um 30 dali á hverja tölvu eftir að búið er að draga frá greiðslur frá Microsoft á borð við auglýs- ingastyrki. Færri vilja einkatölvu Harðnandi samkeppni frá Apple og Google varð til þess að tekjur Microsoft drógust saman á síðasta fjórðungi. Með verðbreytingunni er talið að Microsoft veiti fram- leiðendum sterkan hvata til að leggja aukna áherslu á framleiðslu ódýrra einkatölva, þá ekki síst spjaldtölva, og styrkja stöðu Microsoft á þeim markaði. Á síðasta ári drógust pantanir á nýjum einkatölvum saman um 10% á heimsvísu. Er samdrátturinn tal- inn stafa af því að fleiri neytendur velja að nota spjaldtölvur og snjallsíma í stað hefðbundinna borð- og fartölva. ai@mbl.is Microsoft lækkar verðið  Finna fyrir vin- sældum spjaldtölva og snjallsíma AFP Tölvur Tekjur Microsoft drógust sam- an í fyrra og keppinautar á borð við Google og Apple draga hvergi af sér. Stjórnvöldum í Mexíkó þykir ekki ganga nógu hratt að nútímavæða sjónvarpsmarkaðinn þar í landi. Til að bæta þar úr stendur til að gefa tekjulágum heimilum splunkunýtt háskerpusjónvarp. Hefst gjafmildin í héraðinu Ta- maulipas í norðausturhluta lands- ins þar sem á að útdeila 120.000 sjónvarpstækjum. Samskipta- og samgönguráðuneytið tilkynnti þetta undir lok síðustu viku, að því er frétt Bloomberg greinir frá. Sjónvörpin koma frá framleið- endunum Foxconn Technology Group og Diamond Electronics. Þau eiga að vera ákaflega háþróuð, fara sparlega með rafmagn og vera með öllum innstungum og raufum til að tengjast netinu. Úthlutun sjónvarpstækjanna mun taka mið af skrám félagsmálaráðuneytisins. Markmiðið með þessum rausn- arskap ríkisins er þó ekki að gera heimamönnum kleift að horfa á „telenovelas“ í meiri myndgæðum, heldur er ætlunin að rýma til í loft- bylgjurófinu. Með stafrænum sjón- varpsútsendingum má hætta loft- nets-útsendingum með gamla laginu og þar með losna bylgju- lengdir sem ríkið getur selt sam- skiptafyrirtækjum sem vilja bjóða t.d. upp á þráðlaust net. ai@mbl.is AFP Háskerpa Par virðir fyrir sér útsýnið frá turni í miðborg Mexíkóborgar. Því fyrr sem hætta má hefðbundnum sjón- varpsútsendingum með loftneti, því fyrr má úthluta tíðnisviðinu til betri nota s.s. fyrir þráðlaust net. Mexíkó gefur íbúum háskerpu- sjónvörp til að losa bandvíddir  Gefur orðinu „ríkissjónvarp“ nýja merkingu  120.000 tæki í fyrstu atrennu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.