Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 4
VIÐTAL
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er dapurlegt hvað það er mikið
alvöruleysi í þessum skipulagsmálum
hjá okkur Íslendingum. Þetta fer út
og suður og eins og
menn gleymi því
hér á landi að
skipulag er mjög
flókið og mikið al-
vörumál og kemur
inn á mjög mörg
svið mannlífsins,“
segir Gestur Ólafs-
son, arkitekt og
skipulagsfræðing-
ur, en hann hefur m.a. áhyggjur af
þróun skipulagsmála í Reykjavík.
„Við þurfum að nota bestu tiltæka
þekkingu til þess að ráða fram úr
skipulagsmálunum og leita þekking-
ar hjá fólki sem veit um hvað málið
snýst, ef við gerum það ekki súpum
við bara seyðið af því seinna.“
Fær pólitíkin að ráða of miklu?
„Það er ekki bara pólitík sem er
hluti af þessu heldur að það halda all-
ir, jafnvel bara fólk sem kann að
teikna, að þeir geti búið til skipulag
sem er þokkalegt. Þá á ég ekki síst við
kollega mína arkitekta og aðra sem
geta búið til fallegar myndir. Arki-
tektúr er líka allt annað en skipulags-
fræði, hann fjallar fyrst og fremst um
hús og byggingar en faglega unnið
skipulag er miklu flóknara, það fjallar
m.a. um æskilega og framkvæman-
lega framtíðarþróun, hagfræði, fé-
lagsfræði og verkfræði. Það eru
ákveðin kerfi í borgum sem þurfa að
virka eins og t.d samgöngu- og frá-
veitukerfi. Það er grundvallaratriði
að vita hvernig borg virkar og hvaða
afleiðingar ákveðnar ákvarðanir
hafa,“ segir Gestur.
Ekki gerbreyta yfirbragði
Hann er ekki sérstaklega hrifinn af
þeim turnum sem á að fara að byggja
bráðlega við Skúlagötuna. „Það er
löngu vitað hvaða áhrif átján hæða
turnar hafa á lágreista aðliggjandi
byggð. Samt gerum við þetta og hvað
á svo að gera fyrir fólkið sem á fast-
eignir þarna allt í kring sem falla í
verði út af þessu? Hver fermetri á
fyrirhuguðum þéttingasvæðum borg-
arinnar á svo að kosta á milli 400.000
kr. til 500.000 kr. Hverjir hafa efni á
þessu? Það er ekki ungt fólk sem sár-
vantar íbúðir sem fyrsta á þokkalegu
verði. Þetta er það sem sveitarstjórn-
ir eiga að taka á.“
Gestur segir yfirbragð byggðar-
innar skipta miklu máli og það eigi
ekki að víkja mjög mikið frá því yf-
irbragði sem fyrir er. „Það eru marg-
ir sem halda því fram að endurnýjun
gamalla miðbæja með miklu stærri
byggingum en voru þar fyrir sé af
hinu vonda, vegna þess að við erum
oft í dag að vinna með miklu stærri
mannvirki en þar eru fyrir. Þess
vegna er mjög góð stefna að fara var-
lega í að troða þessum stóru eining-
um inn í gömul hverfi. Það er betra að
vera með þessar stóru einingar úti í
kantinum í byggðinni heldur en að
setja þær niður í gömul hverfi með
öllu því sem þeim fylgir.“
Gestur gagnrýnir að nú eigi ekkert
að byggja austan Elliðaáa, aðeins fyr-
ir vestan þar sem mikið dýrara er að
byggja. „Þetta getur hjálpað til að
halda uppi fasteigna- og lóðaverði
vestan Elliðaá en eykur varla fram-
boð á ódýrum íbúðum. Maður hefði
heldur búist við því af vinstrimönnum
að þeir væru að leita að ódýrum lóð-
um og ódýrum byggingamöguleikum
fyrir fólk í staðinn fyrir að vera að
halda þessu takmarkaða framboði.“
Stjórnlaus hótelþróun
Þá finnst Gesti skipulag varðandi
gistirými í borginni allt að því stjórn-
laust, það megi nánast opna hótel
hvar sem er sem bjóði upp á allskonar
vandamál m.a. varðandi aðkomu
stórra flutningabíla eða rúta sem
teppa umferð um miðbæinn. „Það er
ansi mikið alvörumál ef þú býrð í ró-
legu íbúðarhverfi og það er allt í einu
komið veitingahús eða hótel í næsta
hús. Skipulag á ekki að vera til þess
að hlutirnir gangi svona einhvern
veginn áfram heldur að fólk hafi
ákveðna vissu fyrir hvernig þess
næsta umhverfi verður. Þeir sem eru
að skipuleggja eiga að hugsa fyrst og
fremst um almennan rétt fólks á við-
komandi svæði, um hag íbúanna og
skynsamlega stefnu til framtíðar.“
Morgunblaðið/Ómar
Gamli og nýi tíminn Gestur segir að háir turnar í lágri byggð geti lækkað fasteignaverð húsanna sem voru þar fyrir.
Dapurlegt alvöruleysi
í skipulagsmálum
Fasteignir í kringum háa turna í miðbænum falla í verði
Gestur Ólafsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
TENERIFE
Skelltu þér í sólina til
4. eða 18. mars
Frá kr. 152.900 m/allt innifalið
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Kr. 169.900
Netverð á mann frá kr. 169.900 á
Villa Adeje Beach m.v. 2 fullorðna
í stúdíó með allt innifalið.
4. mars í 14 nætur.
Kr. 152.900
Netverð á mann frá kr. 152.900 á
Adonis Isla Bonita m.v. 2 fullorðna
í herbergi með allt innifalið.
18. mars í 10 nætur.
Síðustu sætin til Tenerife í mars
Frábært sértilboð í sólina
Ekki kemur til þess fyrsta kastið að
draga þurfi úr framleiðslu í járn-
blendiverksmiðju Elkem á Grundar-
tanga, þrátt fyrir að starfsmenn þar
sem aðild eiga að Verkalýðsfélagi
Akraness séu farnir í yfirvinnubann.
„Auðvitað getur komið til þess að við
þurfum eitthvað að hægja ferðina en
svo verður ekki fyrsta kastið,“ segir
Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem
á Íslandi.
Yfirvinnubann starfsmanna Elkem
tók gildi á hádegi í gær. Aðgerðirnar
koma í framhaldi af því að Verkalýðs-
félag Akraness felldi á dögunum ný-
gerðan kjarasamning á almenna
markaðnum eins og fleiri félög gerðu.
Samningar í milli nokkurra þeirra og
SA náðust í sl. viku á grundvelli inn-
anhústillögu Ríkissáttasemjara. Ak-
urnesingar gengu hins vegar ekki að
henni.
Rösklega 130 manns sem aðild eiga
að VLA starfa hjá Elkem á Grund-
artanga.Vilhjálmur Birgisson, for-
maður Verkalýðsfélags Akraness,
telur að yfirvinnubannið muni fljótt
segja til sín. „Þetta veltur á því
hvernig veikindi og annað slíkt sem
mætt er með yfirvinnu þróast. Því
mun fljótt á bannið reyna,“ segir Vil-
hjálmur. Um hugsanlega lausn deild-
unnar segir Vilhjálmur að málið sé
hjá Ríkissáttasemjara og gerir hann
ráð fyrir því að samningsaðilar verði
boðaðir að borðinu síðar í vikunni.
Samningsréttur tekinn af
Vilhjálmur segir að meðal sinna
manna hjá Elkem sé einhugur í þessu
máli. Afstaða starfsmanna Norðuráls
sé svipuð, en kjarasamningar þeirra
eru lausir í lok þessa árs. Deiluefnið
segir hann í grunninn vera að sér-
samningar gildi um stóriðjuna. „ASÍ
og SA gerðu samræmda launastefnu
sem kvað á um að allir skyldu taka
sömu launahækkunum óháð getu
hverrar greinar fyrir sig og með því
er verið að taka samningsrétt af þess-
um aðilum,“ segir formaður VLA.
sbs@mbl.is
Telja að fljótt muni á
yfirvinnubannið reyna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grundartangi Verkamenn í járn-
blendinu eru í kjaraaðgerðum.
Framleiðsla
Elkem er óbreytt
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Líflegar umræður urðu um gjald-
töku á ferðamannastöðum á mál-
þingi Landssamtaka landeigenda á
Íslandi. Málþingið var haldið í kjöl-
far aðalfundar landssamtakanna 20.
febrúar sl. á Hótel Sögu. Góð mæt-
ing var á fundinn og eins málþingið.
„Við erum ekkert á móti náttúru-
passa,“ sagði Örn Bergsson frá Hofi
í Öræfum, formaður Landssamtaka
landeigenda. „Við höfum bent á
aðra leið. Hún er sú að strax verði
farið í að innheimta gjald á þessum
stóru fjölsóttu ferðamannastöðum.
Svo væri hugsanlegt að taka eitt-
hvert komugjald til landsins eða
hækka flugvallaskatt, fara einfalda
leið til að fjármagna minni staði. Við
útilokum ekki eitt eða neitt í þessu.“
Fulltrúar landssamtakanna fóru á
fund Ragnheiðar Elínar Árnadótt-
ur, ráðherra ferðamála, og gerðu
henni grein fyrir því að ýmsir fjöl-
sóttir ferðamannastaðir væru í
einkaeigu. Ríkið gæti ekki selt að-
gang að einkalöndum í gegnum
náttúrupassa nema með sam-
komulagi við viðkomandi eigendur.
Í framhaldi af því fengu lands-
samtökin að tilnefna fulltrúa í sam-
ráðshóp um gjaldtöku af ferða-
mönnum.
Endurskoðun þjóðlendulaga
Landssamtök landeigenda á Ís-
landi eru nú að hefja sitt áttunda
starfsár. Örn sagði það verða helsta
baráttumál samtakanna á þessu ári
að fá endur-
skoðunar-
ákvæði tekið
inn í þjóð-
lendulögin.
Ákvæðið heim-
ilaði endur-
upptöku mála
ef ný gögn
kæmu fram
sem sönnuðu
eignarrétt á
landi sem
dæmt hefði verið sem þjóðlenda.
Örn sagði í ræðu sinni á aðalfund-
inum að kröfugerð fjármálaráð-
herra í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu ylli miklum vonbrigðum. Hún
gengi lengra en kröfugerð ríkisins í
Skagafirði og í Húnavatnssýslum.
„Farið er langt inn á eignarlönd
jarða þrátt fyrir að heimildir um
eignarrétt megi rekja um margra
alda skeið og úrlausnir dómstóla um
eignarrétt að engu hafðar,“ sagði
Örn.
Landssamtökin munu fylgjast
grannt með vinnu við nýju náttúru-
verndarlögin, að sögn Arnar. Sem
kunnugt er hefur gildistöku þeirra
verið frestað til 1. júlí á næsta ári. Í
millitíðinni á að fara fram vinna við
endurskoðun laganna og bindur Örn
miklar vonir við hana. Landssam-
tökin mótmæltu lagasetningunni
harðlega á sínum tíma, líkt og mörg
önnur félagasamtök. „Frumvarpið
var sérsmíðað fyrir þann hóp
manna sem telur sig hafa einkarétt
á skoðunum á náttúruvernd á Ís-
landi,“ sagði Örn á aðalfundinum.
Hafa þarf samráð
við landeigendur
Ríkið geti ekki selt aðgang
að einkalandi í gegnum náttúrupassa
Morgunblaðið/Kristinn
Geysir í Haukadal Laðar sannarlega að margan ferðamanninn.
Örn Bergsson