Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 7. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  64. tölublað  102. árgangur  TEKST Á VIÐ ÖGRANDI VERK- EFNI Í HÖNNUN HJÓN OPNA SÝNINGU ÖRLÖG ALÞÝÐU- KVENNA Á ÍS- LANDI HUGLEIKIN FORM 28 GUÐNÝ HALLGRÍMSDÓTTIR 26STARFAR Í BARCELONA 10 Sími: 661-7000 3. HÆÐ Í KRINGLUNNI kaupumgull.is Staðgreiðumallt gull, silfur demanta ogvönduðúr! Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á tíunda tímanum í gærkvöld lá fyrir að verkfall Félags framhaldsskóla- kennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hæfist á miðnætti. Um 1.900 kennarar og stjórnendur í framhaldsskólum og um 20.000 nem- endur munu því sitja heima í dag. Enn ber mikið í milli, en aðilar eru sammála um að halda viðræðum áfram. Viðræður hafa staðið yfir síðan í byrjun desember og snúast um meira en laun, því einnig hefur verið rætt um viðamiklar skipulagsbreyt- ingar í skólastarfinu sem kveðið var á um í lögum um framhaldsskóla frá 2008 en hafa ekki enn komið til fram- kvæmda. Þær snúa einkum að leng- ingu skólaársins um fimm daga og að fella niður skil milli kennslu- og prófatíma. Buðu meira en 2,8% í gærkvöld Framhaldsskólakennarar hafa farið fram á 17% launahækkun, sem þeir segja að sé sá munur sem er á launum þeirra og sambærilegra stétta hjá ríkinu. Þar til í gærkvöld hljóðaði tilboð ríkisins upp á 2,8%, en í gærkvöldi lagði ríkissáttasemjari fram drög að samningum. Í þeim drögum felst m.a. talsvert meiri hækkun en áður hefur verið boðin og breytt vinnufyrirkomulag kennara. Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, sagðist ekki geta tjáð sig um efni samningsdraganna, kennarar þurfi tíma til að fara yfir þau. „Nú er það okkar verkefni að fara yfir þessi drög,“ sagði hún. „Við höldum viðræðum áfram, það er ekki búið að slíta þeim þó að svona hafi farið.“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að í drögunum fælist talsvert meiri launahækkun en áður hefur verið boðin. „En við erum líka að fara fram á verulegar kerfisbreytingar,“ sagði hann. Í þeim felst m.a. lenging kennslutímans og stytting náms til stúdentsprófs. „Núna höldum við viðræðum áfram af fullum krafti, hér verður ekkert slakað á,“ sagði Gunnar. Verkfall kennara hafið  Viðræðum verður haldið áfram í dag  Ríkið lagði fram samningsdrög í gær- kvöld  1.900 kennarar og stjórnendur og um 20.000 nemendur sitja heima í dag MVerkfall hafið en viðræður … »4 14 ár frá síðasta verkfalli » Framhaldsskólakennarar fóru síðast í verkfall árið 2000. Það stóð í átta vikur. » Þar áður var verkfall í fram- haldsskólum landsins árið 1995, það varði í sex vikur. » Verkfallið sem nú er hafið nær til allra framhaldsskóla landsins, nema Verzlunar- skólans. Kennarar þar eru með sérstakan kjarasamning sem rennur út 31. maí. Morgunblaðið/Golli Setið við samninga Samninganefndir kennara og ríkisins ásamt ríkissáttasemjara við samningaborðið í gærkvöld eftir að ljóst varð að af verkfalli yrði.  Barack Obama Bandaríkja- forseti sagði Vladímír Pútín, forseta Rúss- lands, í gærkvöld að Bandaríkin væru reiðubúin að grípa til frek- ari refsiaðgerða gegn Rússum í kjölfar atkvæðagreiðslu, sem fór fram á Krímskaga í gær. Íbúar þar samþykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða að segja sig úr lögum við Úkraínu og sameinast Rússlandi. Pútín sagði Obama hins vegar, að atkvæðagreiðslan hefði verið full- komlega lögleg. »14 Refsiaðgerðir und- irbúnar vegna Krím Fagnandi íbúar Krím í gærkvöld.  Flest ung- menni eru far- in að huga að þeim atvinnu- möguleikum sem þeim stendur til boða í sumar. Hjá mörgum stórfyrir- tækjum er um- sóknarfrestur um sumarstörf liðinn. Mörg stærri sveitarfélaganna sjá fram á að geta útvegað öllum ung- mennum sumarstörf, sér í lagi nem- endum efstu bekkja grunnskólanna, en erfiðara getur reynst að fá vinnu þegar komið er á framhaldsskóla- aldurinn. Slegist er um hverja stöðu hjá ál- verunum og bönkunum. Um 1.260 umsóknir bárust um auglýst sumar- störf hjá álverunum í Straumsvík og á Grundartanga en aðeins 275 stöð- ur eru í boði. Þá sóttu hátt í 900 manns um sumarstarf hjá Arion banka, en bankinn kemur til með að ráða tæplega 130 starfsmenn í sum- ar, og yfir þúsund manns hjá Lands- bankanum. »6 Yfir 1.260 sóttu um sumarstörf hjá tveimur álverum Heildareign heimila í hlutabréfa- sjóðum hefur fimmfaldast á síðustu tveimur árum. Í lok janúar nam hún tæpum nítján milljörðum króna en í lok janúarmánaðar 2012 nam hún tæpum 4 milljörðum króna. Á sama tíma hafa innlán heimila hjá innlánsstofnunum dregist sam- an um 23 milljarða króna. Því virð- ist óhætt að draga þá ályktun að íslensk heimili séu farin að taka hlutabréf í sátt sem sparnaðarform á nýjan leik. Hlutafjáreign almennings hefur einnig tekið að aukast á ný, en einstaklingar eiga nú tæplega 6% af öllu skráðu hlutafé á landinu. Hlutfallið var um 4,5% fyrir fjór- um árum, að sögn Magnúsar Harðarsonar, forstöðumanns við- skiptasviðs Kauphallarinnar. Magnús segir hins vegar að enn sé mikið verk óunnið. Árið 2007 hafi einstaklingar til dæmis átt um 11-12% af öllu skráðu hlutafé hér á landi. Fyrir 12 árum var hlutfallið um 17%. kij@mbl.is »4 Hlutabréf tekin í sátt Morgunblaðið/Ómar Kauphöll Áhugi íslenskra heimila á hlutabréfum hefur aukist.  Vaxandi ásókn almennings í hlutabréfasjóði  Eign heim- ila í sjóðunum hefur fimmfaldast á síðustu tveimur árum  Átta ár eru frá því að landris vegna kvikusöfn- unar í Heklu varð jafn mikið og þegar fjallið gaus árið 2000. Páll Einarsson, prófessor í jarð- vísindum við Há- skóla Íslands, segir að Hekla sé þekkt fyrir að gjósa fyrirvaralaust en bendir á að þótt kvikusöfnunin sé meiri nú þýði það ekki endilega að næsta Heklugos verði stærra en fyrri gos. »6 Kvikusöfnun meiri í Heklu en árið 2000 Heklugos Hekla gaus árið 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.