Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í mars. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Flugmenn Flugfélags Íslands settu tvö hraðamet um helgina, það er í Kulusuk-ferð og Egilsstaðaflugi. Jóhann Skírnisson flugstjóri og Guðmundur Kr. Sigmundsson flug- maður fóru til Grænlands á laugar- dagsmorgun á Dash 8-200 og voru 2:45 klst. yfir Grænlandssund með 160 hnúta mótvind. Á heimleiðinni snérist dæmið við og flugið frá Kulu- suk til Reykjavíkur í 25 þúsund feta hæð tók aðeins 1:15 klst. Algengur tími er 1:45 klst. „Heimflugið frá Kulusuk er met. Við fórum þetta á 360 hnúta hraða við bestu aðstæður, það er með vind- inn á eftir okkur,“ segir Jóhann um þennan leiðangur. Hann segir þetta munu í sínu minni verða sögulegt, en eftir meira en 25 ára flugmannsferil eru Grænlandsferðirnar orðnar mörg hundruð. Áætlunin var 39 mínútur Áætlunarferðin á Egilsstaði sl. laugardag var líka söguleg. Vestlæg- ar áttir voru yfir landinu og náðu Elvar Þór Hjaltason flugstjóri og áhöfn hans á Fokker 50 austur á land á aðeins 44 mínútum. Alla jafna er flugtími á þessum legg 55 mín- útur. Í gærmorgun, sunnudag, fór svo Dash 8-vélin austur. Georg Han- sen var í flugstjórasætinu og náði nákvæmlega sama tíma og Elvar á laugardaginn. Hins vegar hafði verið búist við betri byr því flugáætlunin, þar sem vindátt, þyngd og fleiri þættir voru teknir með í dæmið, var aðeins 39 mínútur, segir Jóhann Skírnisson sem var þjálfunarflug- stjóri í ferðinni. Fokkermetið frá 2001 „Það gengur bara betur næst,“ segir Jóhann ennfremur. „Gaman hefði verið að slá Egilsstaðametið á Dash 8 frá í maí í fyrra sem var einn- ig 44 mínútur. Við náðum allt að 403 hnúta hraða í fluginu á sunnudags- morgun, sem er um það bil 750 km hraði miðað við jörð – en til saman- burðar má nefna að hljóðhraðinn er um 1.000 km. Keppikeflið hjá okkur flugmönnum FÍ sem erum á Dash 8 er að toppa Fokkermetið frá 2001. Það er 42 mínútur og verður eigin- lega að falla, því Dashinn er hrað- fleygari vél en Fokkerinn.“ Morgunblaðið/Golli Flugstjóri Jóhann Skírnisson við Dash 8-200 á Reykjavíkurflugvelli. „Tíminn er fugl sem flýgur hratt,“ er oft sagt. Met í meðvindinum  Voru 1:15 klst. frá Kulusuk á Grænlandi til Reykjavíkur  44 mínútur á Egilsstaði  402 hnútar og 750 km hraði Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ferðamenn í einni rútu á vegum Snæland Grímsson hættu við að skoða Geysi á laugardag eftir að þeir fengu upplýsingar um að þeim væri gert að greiða 600 króna aðgangseyri að svæðinu. Engu að síður greiddu um 1.000 manns aðgangseyri yfir daginn að sögn Garðars Eiríkssonar, talsmanns landeigenda. Ekki fengust staðfestar tölur yfir fjöldann í gær en áætlanir gera ráð fyrir álíka fjölda. Garðar segir að gera megi ráð fyrir því að laugardagurinn hafi því skilað landeigendafélaginu um 500 þúsund krónum. „Nokkrir hópar greiddu ekki. Við munum ræða það við for- svarsmenn fyrirtækjanna,“ segir Garðar. Ríkið fái ríflega helming Tíu manns hafa verið ráðnir til að sinna þrifum, öryggisgæslu og gjald- töku. „Það er alveg sama hvernig reiknað er. Ríkið fær alltaf meira en helming af veltunni. Annaðhvort í formi skatta eða í gegnum eignar- hluta,“ segir Garðar. „Vonandi nást endar saman og það verði einhverjar milljónir eftir til framkvæmda á svæðinu,“ segir Garðar. Hann gerir ekki ráð fyrir því að landeigendur muni fá nokkuð í sinn vasa. ,,Ekki til að byrja með,“ segir Garðar. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda hefur til- kynnt landeigendum að fyrirtækið muni ekki taka gjald af sínum farþeg- um áður en þeir koma á svæðið eins og beðið hafði verið um. Vildu for- svarsmenn þess fá endanlega niður- stöðu um lögmæti gjaldtökunnar áð- ur. „Þessi aðili er sá eini sem er ósáttur og ég hef sagt að ef forsvars- menn eru ósáttir við okkur, þá eiga þeir að tala við okkur í stað þess að láta það bitna á starfsfólki. Þeir gerðu það með því að reyna að komast frítt inn um efra hliðið og við létum það átölulaust í gær, [laugardag] en gerð- um það ekki í dag [sunnudag],“ segir Garðar. Minnir á ráðstjórnarríki í austri Aðspurður segir Garðar að land- eigendur séu ekki andsnúnir fyrir- huguðum náttúrupassa sem ætlað er að fjármagna framkvæmdir umhverf- is náttúruperlur í gegnum sjálfseign- arstofnun. Þeir séu hins vegar ekki talsmenn hans heldur. „Ég hef nú séð meiri kapítalisma heldur en þann sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins er að bera á borð. Ég vissi ekki að við vær- um komnir austur í ráðstjórnarríkin. Svo má ekki horfa framhjá því að við erum að búa til störf í fámennu sveit- arfélagi,“ segir Garðar. Um tvö þúsund greiddu gjaldið  Ferðamenn hættu við að skoða Geysi Morgunblaðið/Kristinn Geysissvæðið Um 2.000 manns greiddu aðgangseyri um helgina. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Heil 4,2 kíló af auðnutittlingum flugu inn í fuglagildru Jóns Magn- ússonar, fuglamerkingamanns á Ak- ureyri, í fyrradag. Í ljósi þess að hver fugl vegur 16-19 grömm, eru þetta talsvert margir fuglar. „Ég skaust til vinkonu minnar sem er með gróinn garð, þar sem mikið er af fugli og setti þar upp nýju gildruna mína,“ segir Jón. „Þegar ég kom aftur eftir klukku- tíma voru þessi ósköp komin í hana. Mér féllust einfaldlega hendur.“ Umrædd gildra er ný smíði Jóns og var hann að reyna hana í fyrsta skipti. Í gildruna setur hann fuglafræ og á henni eru tvö lítil op sem fuglarnir fljúga inn um, en finna síðan ekki leið til að komast út. Jón tekur síðan fuglana, einn í einu, vigt- ar þá, mælir og merkir og sleppir þeim aftur út í frelsið. Hafa veitt 1.800 frá áramótum Jón er meðal afkastamestu fugla- merkingamanna landsins og hefur merkt fugla í samstarfi við Náttúru- fræðistofnun frá árinu 1986. Hann vinnur gjarnan með Sverri Thor- stensen á Akureyri að merkingunum og saman hafa þeir merkt um 1.800 fugla frá áramótum, sem þeir gera í frítíma sínum í sjálfboðavinnu. Jón segir athæfi sitt stundum hafa vakið nokkra furðu fólks og hefur hann verið vændur um að veiða sér til matar eða að veiða fyrir kött eða kyrkislöngu. En hvað skyldu 4,2 kíló af auðnutittlingum vera margir fugl- ar? „Þeir eru 211,“ svarar Jón. Ljósmynd/Jón Magnússon 211 fuglar Jón með 4,2 kíló af auðnutittlingum sem flugu inn í gildru hans. Veiddi rúm fjögur kíló af auðnutittlingum á klukkustund  Hefur verið vændur um að veiða smáfugla sér til matar Að sögn Hallgríms Lárussonar hjá Snælandi Grímsson voru það ferðamenn frá Taílandi sem vildu ekki greiða gjaldið. Aðrir hafi gert það. „Þetta kemur fólki á óvart því þetta kemur svo óundirbúið. Fólkið sem ferðast með okkur bókaði með 3-4 mánaða fyrirvara. Vanda- málið er hve þetta gjald er sett á með stuttum fyrirvara. Við fengum bara fregnir af því í einhliða bréfi. Ég hefði talið það heillavænlegast að vinna þetta með ferðaþjón- ustufyrirtækj- unum í stað þess að tala niður til okkar og segja að við séum eins og óþekkir krakkar sem búið er að taka af sleiki- brjóstsykurinn,“ segir Hallgrímur. Kemur fólki á óvart GAGNRÝNIR SAMRÁÐSLEYSI OG STUTTAN FYRIRVARA Hallgrímur Lárusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.