Morgunblaðið - 17.03.2014, Síða 7

Morgunblaðið - 17.03.2014, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) var kallað út í gær vegna elds sem logaði í geymsluskúr hjá badmintonvöllum við Víkingsheim- ilið í Fossvogi í Reykjavík. Greið- lega gekk að slökkva eldinn en skúrinn er ónýtur. Engan sakaði. Ari Hauksson, varðstjóri hjá SHS, sagði við mbl.is, að tilkynn- ing hefði borist kl. 14.18. Hann sagði að reykkafarar hefðu verið sendir inn í skúrinn, sem var 14 fermetrar að stærð, til að tryggja að hann væri mannlaus. Slökkvi- starfið stóð til rétt rúmlega 15 en þá tók lögreglan við stjórn á vett- vanginum. Það er allt ónýtt þarna; þetta var gamall timburskúr, segir Ari. Hann sagði aðspurður að elds- upptök væru ókunn. Timbur- skúr brann í Fossvogi  Eldsupptök ókunn Ljósmynd/Árni Karl Harðarson Alelda Skúrinn er talinn ónýtur. Tillaga utanríkis- ráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evr- ópusambandinu og aðrar tillögur um sama efni verða ekki á dag- skrá Alþingis næstu tvær vikur að lágmarki. Á þingfundi aðfaranótt föstudags var samþykkt að vísa þremur fyrir- liggjandi tillögum um málið til um- fjöllunar í utanríkismálanefnd. Nefndin kemur saman til fundar á morgun, þriðjudag. Að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndar- innar, verða tillögurnar sendar til umsagnar ýmissa aðila utan þings og munu þeir fá tveggja vikna frest til að senda inn álitsgerð. Ekki ligg- ur fyrir hverjir það verða sem beðnir verða um að segja álit sitt. Birgir sagðist eiga von á því að til- lögurnar þrjár yrðu ræddar á nefnd- arfundum meðan beðið væri eftir umsögnunum. gudmundur@mbl.is ESB ekki rætt á þingi næstu tvær vikurnar Birgir Ármannsson Málþing UMKRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins boðar til málþings um krabbamein í blöðruhálskirtli. Þriðjudaginn 18. mars kl. 17:00-18:15 í húsi félagsins að Skógarhlíð 8. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. 17:00— SETNING Stefán Eiríksson, varaformaður Krabbameinsfélags Íslands setur málþingið og stýrir því 17:05 — FORVARNIROGEINKENNI Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir 17:20—GREININGOGMEÐFERÐ Baldvin Þ. Kristjánsson, þvagfæraskurðlæknir 17:35 — LÍFSGÆÐIOGHUGSANIR EFTIR GREININGU Þórdís K. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur 17:50— STUÐNINGSHÓPURINNGÓÐIRHÁLSAR Sigurður H. Oddsson 17:55 — FRAMFÖR Hinrik Greipsson 18:00— FRÍSKIRMENN (VIRKT EFTIRLIT) Þráinn Þorvaldsson 18:05 — FYRIRSPURNIROGUMRÆÐUR #MOTTUMARS — SKRÁÐU ÞIG — WWW.MOTTUMARS.IS — EÐA GEFÐU 1000 KRÓNUR — 908 1001 — NETKÓRINN — SYNGDU „HRAUSTAMENN“ OG SENDU INNMYNDBAND ARION BANKI STYRKIR HVERJA INNSENDINGU WWW.MOTTUMARS.IS/NETKORINN Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill nýta Bæjarbíó undir fjölbreyttari starf- semi samhliða rekstri Kvikmynda- safns Íslands í húsinu. Hefur verið auglýst eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur hússins. Menntamálaráðuneytið, sem Kvik- myndasafnið heyrir undir, er ósátt við þau áform og einhliða ákvarð- anir bæjarstjórnarinnar í málinu. Hyggst það hætta starfseminni í Bæjarbíói ef öðrum aðilum verður leyfð afnot af húsnæðinu. Verða eigur safnsins fjarlægðar úr hús- næðinu að lokinni vetrardagskrá náist ekki samkomulag. Þetta kemur fram í bréfum sem farið hafa á milli Illuga Gunnars- sonar menntamálaráðherra og Guð- rúnar Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra. Kvikmyndasafnið hef- ur haft aðstöðu til sýningarhalds í Bæjarbíói mörg undanfarin ár. Húsnæðið er í eigu Hafnarfjarðar- bæjar en Kvikmyndasafnið hefur farið með umsjón þess og allan rekstur. Bæjaryfirvöld í Hafnar- firði telja að húsnæðið sé ekki nægilega vel nýtt og hafa ýmsir að- ilar í bænum borið sig eftir aðstöðu þar. Fram kemur í bréfi bæjar- stjórans til menntamálaráðherra 13. mars að sýningar Kvikmynda- safnsins í húsinu hafi aðeins verið tvisvar til þrisvar í viku. Við það geti bæjaryfirvöld ekki sætt sig. Deila um rekstur Bæjarbíós  Hafnfirðingar vilja fjölbreyttari starfsemi í húsinu  Kvikmyndasafnið flytur brott missi það yfirráðin Bæjarbíó Framtíð Kvikmyndasafns Íslands i Hafnarfirði er í óvissu. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.