Morgunblaðið - 17.03.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er búin að vinna hér ítæpt ár og ég er enn aðlæra nýja hluti, það er svoótal margt sem kemur
upp í þessari vinnu sem þarf að finna
út úr og leysa,“ segir Hulda María
Gunnarsdóttir vöruhönnuður sem
starfar hjá Nani Marquina, þekktum
hönnuði í Barselóna. „Nanimarquina
er lítið fjölskyldufyrirtæki þar sem
eingöngu eru hannaðar gólfmottur,
en þetta eru mjög frumlegar mottur
og þær eru allar handunnar. Við er-
um líka alltaf að prufa okkur áfram
með tæknina og gera nýja hluti og
öðruvísi en aðrir í þessum bransa.
Ég tek þátt í flestum þáttum hönn-
unarinnar og það er rosalega gaman.
Núna er mikið að gera hjá okkur af
því að það eru margar hönnunarsýn-
ingar á þessum árstíma, við munum
til dæmis kynna nýtt „collection“ í
Mílanó á Ítalíu í apríl.“ Hönnuðurinn
Nani Marquina er katalónsk og mjög
þekkt á Spáni og verður æ þekktari
utan landsteinanna, um sextíu pró-
sent af mottunum hennar eru seld í
löndum utan Spánar.
Krefst þolinmæði
Hulda María segir að fyrirtækið
Nanimarquina leggi mikið upp úr því
að vera í samstarfi við þekkta hönn-
uði úti um allan heim. „Það virkar
þannig að einhver hönnuður kemur
með hugmynd til okkar og við
vinnum úr henni og komum með til-
lögur og svo er þessu kastað á milli.
Fyrir vikið er rosalega mikil fjöl-
breytni í þessu starfi og motturnar
afar ólíkar,“ segir Hulda María og
Gaman að takast á
við ögrandi verkefni
Hulda María Gunnarsdóttir starfar hjá þekktum hönnuði í Barselóna, hinni
katalónsku Nani Marquina, sem hefur skapað sér gott orð bæði á Spáni og úti í
hinum stóra heimi. Hjá fjölskyldufyrirtækinu Nanimarquina eru hannaðar gólf-
mottur sem allar eru handunnar og oft þarf að leysa flókin verkefni.
Á Spáni Hulda María (t.v.) á góðum degi ásamt Hildi Ýri Arnardóttur, hér
eru þær við munkaklaustrið í Montserrat, en það er rétt hjá Barselóna.
Litagleði Sumar motturnar eru mjög litríkar og lífga upp á umhverfið.
Nemendur við Menntaskólann í Kópa-
vogi selja bolla til styrktar Barnaspít-
ala Hringsins. Bollarnir sem um ræðir
kosta 2.500 krónur ef keyptur er einn
en 4.000 krónur séu keyptir tveir.
Allur hagnaður af sölunni rennur til
Barnaspítala Hringsins. Á bollanum
er skrautleg mynd af húsdýrum sem
ung stúlka á spítalanum teiknaði.
Myndin á vel að þola uppþvottavél,
eins og fram kemur á síðu söfnunar-
innar.
Ungir frumkvöðlar koma að söfn-
uninni en það eru frjáls félagasamtök
sem tilheyra alþjóðlegum samtökum
sem heita Young enterprise - Junior
Achievement. Ungir frumkvöðlar
bjóða meðal annars upp á 13 vikna
námskeið fyrir framhaldsskólanema
sem miðar að því að efla skilning
þeirra á fjölbreyttum fyrirtækja-
rekstri og undirstöðuatriðum í at-
vinnulífi.
Vefsíðan www.facebook.com/barnaspitalabollar
Söfnun Nemendur við MK selja bolla til styrktar Barnaspítala Hringsins.
Nemendur styrkja Barnaspítala
Á Háskólatorgi 104 í dag flytur Aly-
son Bailes, aðjunkt við stjórnmála-
fræðideild Háskóla Íslands, fyrir-
lestur um aðdraganda og eftirmál
atburðanna á Torgi hins himneska
friðar sumarið 1989. Á árunum
1987-1989 var Bailes staðgengill
sendiherra, aðalræðismaður og
meðlimur kínversk-breska sam-
starfshópsins um framtíð Hong
Kong í breska sendiráðinu.
Erindið verður flutt á ensku og
hefst klukkan 12 og stendur í
klukkustund. Konfúsíusarstofnunin
Norðurljós býður til þessa fyrir-
lestrar.
Endilega …
…njótið hádeg-
isfyrirlesturs
Morgunblaðið/Kristinn
Sjónarhorn Bailes ætlar að segja frá
sjónarhorni breska sendiráðsins.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Horft til framtíðar í uppbyggingu
raforkuflutningskerfisins
Landsnet býður til fundar um stöðu og
framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi.
Einnig verður staða jarðstrengjamála rædd og kynnt
fyrirkomulag þeirramála í Danmörku ogNoregi.
Fundarstaður: Hilton Reykjavík Nordica, 1. hæð,
20. mars 2014 kl. 9:00-11:30.
Morgunhressing frá 8:30 og á fundi.
Skráning á www.landsnet.is eða í síma 563 9430.
Allir velkomnir!
Áskoranir næstu ára
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets.
Grundvöllur bættra lífskjara er aukin verðmætasköpun.
Dreifing raforku um landið í ljósi umræðu um verndun
náttúrunnar.
Hvaða breytingar þurfa að verða á rekstrarumhverfi
Landsnets til að auka hagkvæmni flutningskerfisins.
Þyngri rekstur, ný kynslóðmannvirkja
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.
Óviðunandi rekstur raforkukerfisins – aðgengi að
öruggri raforku háð búsetu.
Nútímalegri hönnun háspennumastra og tengivirkja.
Flutningskerfið þarf að styrkja í sátt við
samfélagið
Guðmundur I. Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets.
Forgangsröð framkvæmda – Sprengisandslína?
Jarðstrengir – mismunandi útfærslur sem koma
til greina á Íslandi.
Opinn kynningarfundur Landsnets
Dagskrá:
StefnaNoregs í jarðstrengjamálum
Tanja Midtsian, frá NVE (Orkustofnun Noregs).
Loftlínur á hærri spennustigum.
Skipulagsvald raforkumála á einni hendi.
Stefna Danmerkur í jarðstrengjamálum
Jens Møller Birkebæk, frá Energinet.dk.
Þéttbýlt land sem gengur hvað lengst í
heiminum í lagningu jarðstrengja.
400 kV í loftinu í dag – gætu farið í jörð í
framtíðinni.
Ávarp
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri:
Þorgeir J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets.
Bein útsending á www.landsnet.is
AT
H
YG
LI