Morgunblaðið - 17.03.2014, Page 11
Óreglulegt Allur gangur er á því hvernig motturnar eru í laginu, hér má sjá eina útgáfu.
bætir við að starfið sé líka ögrandi af
því að eðli málsins samkvæmt er ekki
hægt að gera hvað sem er með gólf-
mottur. „Útlit mottu á teikningu fer
ekki alltaf saman við framleiðsluað-
ferðina, þetta krefst stundum mikill-
ar þolinmæði, að telja hnúta og fleira
í þeim dúr, til að finna út hvernig
hægt er að færa teikninguna yfir á
mottuna sjálfa.“
Vön að standa fyrir sínu
Hulda María segir að þessi
spennandi vinna hafi komið upp í
hendurnar á henni eftir óvæntum
leiðum. „Eftir að ég lauk meistara-
námi í umbúðahönnun hér í Barse-
lóna fyrir ári vissi ég ekki alveg hvað
ég vildi gera við líf mitt. Ég ákvað því
að fara í annan skóla hér í umbúða-
hönnun og við lok þess náms var ég
að leita mér að starfsnámi, til að
verða mér úti um reynslu, þegar ég
rakst á auglýsingu þar sem í boði var
starfsnám hjá Nanimarquina, og þar
sem ég þekkti merkið vel þá sló ég til
og sendi umsókn og ég var ráðin á
staðnum. Ég var í starfsnáminu fram
að jólum en núna er ég almennur
starfsmaður,“ segir Hulda María og
bætir við að hún hafi þurft að koma í
viðtal með möppu með verkefnum
sínum og kynna fyrir þeim. „Maður
þarf að sýna það sem maður kann og
láta meta sig, en ég var orðin vön því
að þurfa að standa fyrir mínu í þessu
þriggja ára námi þar sem var stans-
laus pressa og gagnrýni. Ég hef ver-
ið að aðlagast því núna að lifa venju-
legu einkalífi, því það var ekki mikill
tími til þess áður.“
Opnar dyr að kunna spænsku
Hulda María segist alltaf hafa
verið hrifin af Barselóna og hún vissi
sem var að þar væri margt í gangi
tengt hönnun. „Þess vegna fór ég
hingað í nám, en ég vildi líka ná góð-
um tökum á spænskunni og núna fer
öll mín vinna fram á því tungumáli.
Það opnar marga möguleika að
kunna annað tungumál en ensku.“
Hún segist ekki vera á leiðinni að
flytja heim í bráð, enda sé það stórt
tækifæri að vinna hjá svo þekktum
hönnuði sem Nani Marquina er. „Svo
finn ég bara út úr því hvort ég vil
gera eitthvað upp á eigin spýtur eða
hvort ég vil vinna hjá öðrum. Ég ætla
bara að fikra mig áfram. Mér finnst
ég vera á réttri braut hér í þessu fyr-
irtæki, af því að ég hef mikinn áhuga
á að starfa við það sem kemur inn á
textíl í vöruhönnun, að prófa mig
áfram með efni og takast á við eitt-
hvað óvanalegt.“ Þó að hún sé mjög
ánægð og finnist gott að búa í Barse-
lóna þá togar gamla góða Ísland allt-
af í, þar búa jú fjölskylda og vinir.
Ég hef verið að aðlagast
því núna að lifa venju-
legu einkalífi, því það
var ekki mikill tími til
þess áður.
Ghost Þessi motta með drauganafnið er sú nýjasta hjá Nani Marquina.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Það er kannski fullsnemmt að fagna
vori hér á landi en í síðustu viku var
því fagnað í Nandgaon á Indlandi að
vetri væri lokið. Vorhátíðin Holi hófst
hinn 10. mars en þá baða menn sig
gjarnan upp úr lituðu vatni og eru
skreyttir vandlega. Hindúar luku há-
tíðarhöldum í gær á síðasta fulla
tungli.
Ferðamönnum þykir æði skraut-
legt að fylgjast með hátíðarhöldum
þessum þar sem karlmenn kasta lit-
uðu púðri hverjir á aðra og eðli máls-
ins samkvæmt er það býsna mynd-
rænt og um að gera að njóta þess.
Meðan púðurleifar eru enn í loftinu
setjast karlmennirnir niður og biðja
saman. Konurnar bíða þeirra með
prik á lofti, tilbúnar að berja í skildi
mannanna þegar þeir koma frá Bars-
ana. Á meðfylgjandi mynd má sjá
ungan dreng í Siliguri, son götusala,
halda á vatnsbyssu en slíkir gripir
seljast grimmt á Holi. Þá er ekki verra
að vatnsbyssurnar séu skrautlegar í
takt við nýja árstíð sem í garð geng-
ur. Til að fylgjast með hátíðarhöldum
innfæddra leggja ýmsir á sig langt
ferðalag og upplifa indverskt vor.
Vori fagnað á Indlandi
AFP/Siptendu Dutta
Hátíð Í Siliguri er vori fagnað með
skrautlegum hætti um þessar mundir.
Litrík hátíð
lokar vetri
Hann heitir BMW 320d xDrive GT og er nýjasti bíllinn í hinni nýju og frísklegu GT línu frá BMW.
Hærri sæti og meira rými fyrir farþega og farangur eru einkennandi fyrir bílinn en sportlegir eiginleikar
eru heldur ekki langt undan því 320d GT er búinn 184 hestafla dísilvél sem skilar 270 Nm í togi við
einungis 1.250 sn/mín. xDrive fjórhjóladrifið gefur þessum sportlega bíl forskotið á Íslandi.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
18
0
5FJÓRHJÓLADRIF
OG FALLEG HÖNNUN.
BMW 320d xDrive Gran Turismo - 5,1 l/100 km*
Verð frá 7.690.000 kr.
Hrein
akstursgleði
BMW
www.bmw.is
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.