Morgunblaðið - 17.03.2014, Page 12

Morgunblaðið - 17.03.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Hér á landi eru aðeins tveir landnýt- ingarkostir til staðar sem hægt er að segja að skapi sjálfbær heilsársstörf. Það eru ferðaþjónustan og naut- griparækt. Hins vegar getur frekari uppbygging í þessum tveimur grein- um styrkt búgreinar á borð við skóg- rækt, garðyrkju og sauðfjárrækt og bætt afkomuna í þeim, en hún hefur farið versnandi undanfarin ár. Þetta er mat Eggerts Þrastar Þórarinssonar, verkfræðings hjá Seðlabanka Íslands, en hann fjallaði um hagfræði mismunandi landnýt- ingarkosta á árlegri fagráðstefnu skógræktar, Skógur og skipulag, sem haldin var á Selfossi í seinustu viku. Í samtali við Morgunblaðið segir Eggert það vera sérstaklega áber- andi hvað sauðfjárbændur víða um land eiga erfitt uppdráttar. „Það hef- ur orðið algjör afkomubrestur í sauðfjárræktinni eftir fall krónunnar árið 2008,“ segir hann. „Afkoman var kannski ekki mjög góð fyrir en hún hefur verið óviðunandi á undan- förnum árum.“ Tókst að fækka búunum Hann segir að búin hafi ekki bol- magn til að greiða af skuldum sem geri það að verkum að þau gangi þess í stað á eignir sínar. Þau séu einnig of lítil og verði nauðsynlega að stækka og auka framleiðsluna til að geta unnið upp tekjutapið. „Eins og er þá er sauðfjárræktin dýrt áhuga- mál,“ bendir hann á. Eggert segir að nautgriparæktin sé kjölfestan í landbúnaði og land- nýtingu vítt og breitt um landið og að svo verði líklegast áfram raunin á næstu árum. Sem kjarnagrein styðji hún við aðra landnýtingu, svo sem með afleiddum störfum, og þá hafi nautgripabændum tekist – ólíkt sauðfjárbændum – að fækka búum sínum. Þannig hafi fjöldi nautgripabúa verið 193 árið 2003 en 145 árið 2011. Á sama tíma fjölgaði sauðfjárbúum um átta, fóru úr 86 í 94. Ferðaþjónusta skapar tækifæri Eins megi nefna ferðaþjónustuna sem sé orðin ein af þremur grunn- atvinnugreinum í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar. Eggert bendir á að mikið verk hafi verið unnið í að efla heilsársstarfsemi innan greinarinn- ar seinustu ár og nú sé svo komið að hún skapi fjölmörg tækifæri í öðrum greinum. Sauðfjárbændur séu til að mynda farnir í auknum mæli að afla tekna utan bús, með annarri land- nýtingu, svo sem að leigja út eitt til tvö sumarhús til ferðamanna, til að tryggja afkomu sína. Í erindi sínu fjallaði Eggert einnig um gengi krónunnar og áhrif þess á hinar ýmsu greinar. Hann segir að varast beri að taka langtímaákvarð- anir um til dæmis landnýtingu á grundvelli skammtímasveiflna í gengi krónunnar. „Loðdýraræktin átti til að mynda mjög erfitt uppdráttar fyrir hrun, þegar gengið var sterkt, en undan- farin fimm ár hefur afkoman í grein- inni verið afar góð. Ef menn hefðu einungis horft á gengi krónunnar væru flestir loðdýrabændur löngu búnir að gefast upp. Það sama má segja um sauðfjárræktina.“ Fjölbreytnin mikilvæg Eggert segir að sterkustu sam- félögin sé byggð upp með mörgum mismunandi landnýtingarkostum, jafnvel á einu og sama búinu. Með þeim hætti hafi samdráttur í einni grein ekki eins mikil áhrif á aðrar greinar og afkomuna í heild. Alla jafna sé mikilvægt að fjölbreyti- leikinn sé í hávegum hafður. Nautgriparækt kjöl- festan í landbúnaði  Aðeins tveir landnýtingarkostir skapa sjálfbær heilsárs- störf  Afkomubrestur í sauðfjárrækt eftir fall krónunnar Morgunblaðið/Steinunn Bregða á leik Eggert segir að nautgriparæktin sé kjölfestan í landbúnaði vítt og breitt um landið og að svo verði áfram raunin á næstu árum. Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is GERÐU FRÁBÆR KAUP HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 03/13, ekinn 30 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.290 þús. Rnr. 281523. TOYOTA AURIS SOL HYBRID Nýskr. 10/13, ekinn 6 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.220 þús. Rnr. 131011. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LAND ROVER DISCOVERY 3 S Nýskr. 06/09, ekinn 94 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 281527. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.280 þús. Rnr. 281339. SUBARU XV Nýskr. 02/12, ekinn 23 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.190 þús. Rnr. 281456. KIA CEEDWAGON Nýskr. 05/12, ekinn 35 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.870 þús. Rnr. 141973. FORD FOCUS TREND Nýskr. 04/11, ekinn 62 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.190 þús. Rnr. 141939. Frábært verð 6.990 þús. TÖKUMNOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust Hentar fyrir LKL mataræði H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.