Morgunblaðið - 17.03.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 17.03.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 Síðumúla 11, Sími 5686899, netfang vfs@vfs.is, 108 Reykjavík. www.vfs.is RAFMAGNSVERKFÆRI FAGMANNSINS FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Mikil fagnaðarlæti brutust út á göt- um Simferopol, höfuðborgar Krím- skagans, í gærkvöld eftir að í ljós kom að mikill meirihluti kjósenda á skaganum, 95,5% samkvæmt fyrstu tölum, samþykkti að segja sig úr lög- um við Úkraínu og sameinast Rúss- landi. Héraðsstjórnin í Krím hyggst leggja fram formlega umsókn um að- ild að rússneska sambandsríkinu í dag, að sögn Sergiy Aksyonovs, for- sætisráðherra héraðsins. „Ég er hamingjusamur. Í hrein- skilni sagt er ég sextíu ára og hélt að ég myndi aldrei upplifa þennan gleði- dag,“ sagði einn íbúi Krímskaga, sem hélt rússneska fánanum hátt á lofti á Leníntorgi í Simferopol, við AFP. Vestrænir leiðtogar fordæmdu at- kvæðagreiðsluna og sögðust ekki ætla að viðurkenna niðurstöðurnar. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu þeir Herman van Rompuy, forseti leiðtog- aráðs Evrópusambandsins (ESB), og José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, að atkvæða- greiðslan væri ólögmæt og bryti gegn alþjóðalögum. Utanríkisráð- herrar Evrópuríkja munu koma sam- an í Brussel í dag og meta stöðuna eftir atburði gærdagsins. Til greina kemur að beita refsiaðgerðum, að því er segir í frétt AP. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng en hann sagði við Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, að banda- rísk stjórnvöld myndu ekki viður- kenna niðurstöðurnar. Þá sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að atkvæðagreiðslan væri „lítilsvirðing“ við lýðræðið. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, símleiðis í gærkvöldi og sagði að atkvæðagreiðslan hefði verið í fullu samræmi við alþjóðalög. Hann lagði jafnframt áherslu á að Rússar myndu virða vilja Krímverja. Obama sagði við Pútín að Banda- ríkin muni aldrei viðurkenna at- kvæðagreiðsluna í gær. Hvatti hann Rússa til að fallast á alþjóðlegt eftirlit með landamærahéröðum. Fengu Krímskaga að gjöf Krímskagi var hluti af Rússlandi frá átjándu öld en Níkíta Krústsjov, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, gaf Úkraínu héraðið í tilefni af því að 300 ár voru liðin frá sameiningu land- anna. Eftir að Úkraína fékk sjálf- stæði frá Sovétríkjunum árið 1991 hélt landið yfirráðunum yfir Krím- skaga en hins vegar var gerður samningur við Rússa um að þeir héldu herstöðinni í hafnarborginni Sevastopol. Samkvæmt manntali frá árinu 2001 eru Rússar um 58% íbúa Krímskaga, 24% Úkraínumenn og 12% eru tatarar. AFP Fagna Þúsundir íbúa á Krímskaga fjölmenntu á Leníntorg í höfuðborg Krím, Simferopol, í gærkvöld og fögnuðu þar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Héraðsstjórnin í Krím hyggst leggja fram umsókn um aðild að Rússlandi í dag. Samþykktu aðskilnað  Mikill meirihluti íbúa Krímskaga samþykkti að segja sig úr lögum við Úkraínu  Sótt verður um aðild að Rússlandi í dag Kosningar Kjörsóknin var með allra mesta móti í gær, að sögn kjörstjórn- arinnar. Margir sniðgengu þó kosningarnar, þar á meðal ósáttir tatarar. Kosið á Krímskaga » Kjósendur á Krímskaga greiddu í gær atkvæði um hvort þeir væru hlynntir sam- einingu héraðsins við Rússland eða hvort stjórnskipun frá árinu 1992 yrði tekin upp. » Óbreytt ástand var ekki í boði. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is 25 þjóðir taka nú þátt í leitinni að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hefur verið saknað í níu daga en leit- in hefur engan árangur borið. His- hammuddin Hussein, samgöngu- og varnarmálaráðherra Malasíu, sagði á blaðamannafundi í gærmorgun að leitarsvæðið næði nú allt frá Mið- Asíu suður í Indlandshaf. Ljóst varð um helgina að slökkt hefði verið vísvitandi á fjarskipta- búnaði þotunnar og henni snúið við. Najib Razak, forsætisráðherra Mal- asíu, staðfesti á fundi með blaða- mönnum á laugardaginn að gervi- hnettir hefðu numið merki frá þotunni sex og hálfri klukkustund eftir að hún hvarf af ratsjánum. Nú þykir sennilegast að henni hafi annaðhvort verið flogið í norðvestur, í átt að Kasakstan, eða í suðvestur, í átt að Suðurskautslandinu. Leit á Indlandshafi hefur verið hætt en indversk flugmálayfirvöld telja útilokað að þotan hafi flogið inn í indverska lofthelgi áður en hún hvarf. Hins vegar hafa flugvélar frá Ástralíu tekið þátt í leitinni á stóru hafsvæði vestur af Ástralíu. Lögðu hald á flughermi Um helgina leitaði lögreglan á Malasíu á heimilum flugmanna þot- unnar en meðal annars var lagt hald á flughermi sem var á heimili flug- stjórans, Zaharie Ahmad Shah. Engar fregnir hafa hins vegar borist af því hvort rannsóknin á flugmönn- unum hafi varpað nýju ljósi á afdrif farþegaþotunnar. Til viðbótar við húsleitirnar hefur lögreglan kannað fjölskylduaðstæður, andlegt heilsu- far og aðra persónulega hagi mann- anna beggja. AFP greindi jafnframt frá því að á Facebook-síðu flugstjór- ans kæmi fram að hann væri svarinn andstæðingur ríkisstjórnarinnar í landinu, en aðeins nokkrum klukku- tímum áður en þotan tók á loft var Anwar Ibrahim, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir samkynhneigð. Zaharie og aðstoðarflugmaðurinn, Fariq Abdul Hamid, höfðu ekki sóst sérstaklega eftir því að vera saman í fluginu, að því er sagði í frétt AFP, og þykir því ólíklegt að þeir hafi skipulagt samsæri. 25 þjóðir aðstoða við leit að þotunni  Slökkt var á fjarskiptabúnaðinum  Rannsókn beinist að flugmönnunum AFP Leitin Najib Razak, forsætisráð- herra Malasíu, á blaðamannafundi. Rupert Murdoch lætur sér ekki nægja að fjar- stýra mesta fjöl- miðlaveldi heims heldur er orðinn virkur þátttak- andi í um- ræðunni á netinu með færslum á Twitter. Lætur hann móðan mása um hvaðeina sem í hug kem- ur, jafnt fjölskylduhagi sem al- þjóðamál. Hann gerir m.a. hvarf farþegaflugvélar Malaysia Airlines að umræðuefni og telur að um sé að ræða hryðjuverk herskárra íslam- ista. Vill hann að atvikið verði til- efni aukinnar samvinnu stjórnvalda í Peking og Washington. FJÖLMIÐLAKÓNGUR Í STUÐI Murdoch lætur móð- an mása á Twitter Murdoch er kominn á Twitter. Einhverjum, sem þóttist vera Harry Bretaprins á samskiptamiðl- inum Facebook, tókst að svíkja þúsundir evra út úr austurrískum iðnaðarmanni. Svikahrapp- urinn bauð iðn- aðarmanninum að endurnýja park- etið í Buckingham-höll en sá böggull fylgdi skammrifi að Austur- ríkismaðurinn þurfti að leggja jafn- virði 4,3 milljóna króna inn á nokkra breska bankareikninga til að fá leyfi til að starfa í Bretlandi. Lögregla hefur sagt iðnaðar- manninum að ólíklegt sé að hann endurheimti féð. SVIKAHRAPPUR Þóttist vera Harry Bretaprins Harry Bretaprins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.