Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.03.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandað vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Stjórnvöld í Kína tilkynntu á laugar- dag um víðari viðskiptaheimildir á gjaldeyrismarkaði. Breytingin felst í því að leyft er að kaupa eða selja kín- verska yuanið á verðbili sem er allt að 2% hærra eða lægra en daglegt viðmiðunargengi kínverska seðla- bankans. Fyrir þessa tilslökun voru vik- mörkin í viðskiptum 1%, eftir að hafa verið hækkuð úr 0,5% í apríl 2012 og úr 0,3% í maí 2007. Fréttaveita Bloomberg segir að með útspili sínu séu ráðamenn í Pek- ing að standa við fyrirheit um að losa tökin á gengi kínverska gjaldmiðils- ins og auka frelsi í fjármagnsflutn- ingum til og frá Kína. Í tilkynning- unni sem birt var á laugardag sagði Seðlabanki Kína að til stæði að halda áfram að breikka spönnina í gjald- eyrisviðskiptum með „öguðum“ hætti á þessu ári. Gegn vaxtamunarviðskiptum Markaðsvefur Wall Street Journ- al, MarketWatch, bendir á að stjórn- völd í Kína hafi verið að stýra yuaninu hægt og rólega niður á við síðan í byrjun árs 2013. Markaðs- greinendur segja þessa veikingu einkum gerða til að stemma stigu við vaxtamunarviðskiptum (e. carry trade) á yuaninu og öðrum gjald- miðlum, s.s. Bandaríkjadollar. Mikið innflæði erlends fjármagns verkar alla jafna til að styrkja yuanið, gera þar með kínverskar útflutningsvörur dýrari og, að sögn MarketWatch, ýtir undir bólumyndun á fasteigna- markaði og öðrum mörkuðum innan- lands. Frá árinu 2005 hefur kínverski gjaldmiðillinn styrkst um 30% gagn- vart Bandaríkjadollar en frá byrjun þessa árs hefur yuanið veikst um 1,6% gagnvart dalnum. ai@mbl.is Kína eykur svigrúm á gjaldeyrismarkaði  Vikmörk frá viðmiðunargengi hækkuð upp í 2% AFP Framfarir Viðskipti með yuanið eru smám saman að verða frjálsari, en seðlabankinn ætlar samt ekki að sleppa takinu alveg. Frá undirbúningi kín- verska landsþingsins sem haldið var fyrr í mánuðinum. Ónafngreindur milljarðamæringur í Silíkondal komst í heimsmetabæk- urnar á dögunum þegar hann keypti stærstu líftryggingu sem sögur fara af. Að sögn Forbes mun tryggingin borga út 201 milljón dala ef auðmað- urinn skyldi kveðja þennan heim. Árleg iðgjöld eiga að hlaupa á nokkr- um milljónum dala, jafnvirði nokk- urra hundraða milljóna króna. Að baki líftryggingunni standa nítján ólík tryggingafélög sem þann- ig dreifa með sér áhættunni ef eitt- hvað hendir milljarðamæringinn. Fyrra met átti David Geffen, stjórnandi hljómplötufyrirtækisins Geffen Records, en árið 1990 keypti hann 100 milljóna dala líftryggingu. Nafn nýja methafans hefur ekki verið gefið upp af öryggisástæðum. Mögulega Musk? Fyrirtækið sem annaðist sölu líf- tryggingarinnar hefur aðeins gefið upp að um sé að ræða vel þekktan fjárfesti úr tæknigeiranum í Kali- forníu. Forbes segir þetta ekki þrengja hópinn mjög en í Kaliforníu búa núna nákvæmlega 111 milljarða- mæringar og hefur þriðjungur þeirra auðgast af tæknigeiranum. Forbes bendir þó á að upphæðin, 201 milljónir dala, er nákvæmlega sú sama og miðað var við þegar Elon Musk skráði fyrirtækið SolarCity á markað árið 2013. En af hverju er milljarðamæring- ur að kaupa svona dýra líftryggingu? Á hann ekki digran sjóð fyrir erf- ingjana að hugga sig við ef allt skyldi fara á versta veg? Að sögn fyrirtæk- isins sem seldi trygginguna eru mjög háir erfðaskattar í Kaliforníu, en líf- tryggingar eru ekki skattlagðar að sama marki. Ef hinn látni hefur tekið lán út á eignir sínar þá eru skuld- irnar innheimtar við andlát og þegar það fer saman við háa skatta geta erfingjar átt í hinu mesta basli. ai@mbl.is Auðmaður kaupir stærstu líftrygg- ingu sögunnar  Meðal annars hugsuð sem vörn gegn háum erfðasköttum í Kaliforníu Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlar Tryggingin er upp á jafn- virði 23,5 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.