Morgunblaðið - 17.03.2014, Side 17

Morgunblaðið - 17.03.2014, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014 Stuðningur Hópur fólks kom saman við Hörpu á laugardag til að sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki með því að sleppa blöðrum á loft, en yfir 100 þúsund manns hafa fallið þar frá 2011. Golli Tollvernd er hluti af utanríkisstefnu stjórnvalda á hverj- um tíma. Þetta fyr- irkomulag er ekki bundið við Ísland, heldur er þetta al- mennt fyrirkomulag í flestum löndum, einkanlega í Vestur- Evrópu. Meginreglan er sú að innflutningur á vörum er að jafnaði heimill, en tollar eru stundum lagðir á til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Oftast er rætt um tolla í samhengi við innflutning á landbúnaðarvörum en tollar eru lagðir á fleiri vöruflokka. Áætlað er að þeir skili rúmlega fjögurra milljarða króna tekjum í ríkissjóð á yfirstandandi ári, eða 0,8% af ríkistekjum. Í landbúnaði geta til dæmis lagst tollar á rúm 37% af vörum í tollskrá sem skilgreindar eru sem landbúnaðarvörur. Fjöl- margar landbúnaðarvörur eru samhliða fluttar inn tollfrjálst; all- ar kornvörur, ávextir, pasta, hrís- grjón, sykur, kaffi og margt fleira. Eigi að endurskoða tollvernd þarf að meta fyrirfram hvaða áhrif einstakar breytingar hafa. Tollverndin er ætluð til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart erlendri og er þannig vernd fyrir innlenda starfsemi eins og nafnið gefur til kynna. Þeirri starfsemi tengist fjöldi fyrirtækja og starfa um land allt, bæði í dreifbýli og þéttbýli, og skipta íslenskt samfélag veru- legu máli. Breyting á einum stað hefur áhrif á öðrum, þótt toll- verndin sé misjafnlega mikilvæg fyrir einstakar greinar landbún- aðarins. Tollverndin skiptir til dæmis kjúklinga- og svínabændur mun meira máli en sauð- fjárbændur ef horft er á grein- arnar eins og þær standa í dag. Ef horft er á þær saman kemur hins vegar fljótt á daginn að afnám tollverndar á kjúklingi og svína- kjöti hefði veruleg áhrif á kjöt- markaðinn í heild og þar með sauðfjárbændur. Í einni af skýrslum utanrík- isráðuneytisins sem unnin var í tengslum við aðildarumsókn Ís- lands að ESB var því spáð að innan- landsmarkaður fyrir lambakjöt myndi dragast saman um 38% ef Ísland gengi í sambandið. Ekki vegna stórfellds inn- flutnings á erlendu lambakjöti, heldur vegna þess að inn- flutt svína- og kjúk- lingakjöt myndi ryðja því af mark- aðnum. Það hefði svo aftur veruleg áhrif á afurða- stöðvar og vinnsluaðila og þau störf sem þeim tengjast. Þetta þarf að hafa í huga þegar tollverndin er tekin til skoðunar. Eðlilegt er að gera þá kröfu að þeir sem njóta hennar misnoti hana ekki og þar með traust neyt- enda. Hins vegar verður líka að gera þá kröfu að breytingar séu ekki gerðar án þess að nokkur til- raun sé gerð til að meta heildar- áhrifin. Rétt er að ítreka að aðstæður á Íslandi til búvöruframleiðslu eru að mörgu leyti einstakar. Land- rými er mikið, gnægð af vatni og fáir sjúkdómar landlægir ef miðað er við þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við. Notkun hormóna er bönnuð og lyfjanotk- un afar lítil. Fram kemur í nýrri skýrslu frá Lyfjastofnun Evrópu að sýklalyfjanotkun í dýrum hér- lendis er sú næstminnsta í Evr- ópu. Aðeins Noregur er neðar. Þar sem notkunin er mest er hún 65-föld miðað við Ísland. Að þessu öllu þurfum við að gæta því ef þessari stöðu verður spillt er eng- in leið til baka. Eftir Gunnar Braga Sveinsson » Tollverndin er ætl- uð til að jafna sam- keppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu gagnvart erlendri og er þannig vernd fyrir innlenda starfsemi eins og nafnið gefur til kynna. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er utanríkisráðherra og 1. þingmaður NV-kjördæmis. Hvað er tollvernd? Hinn 13. febrúar sl. sýknaði Hæstiréttur Ís- lands Trygginga- miðstöðina hf. af kröfu þriggja fyrrverandi stjórnenda Glitnis, sbr. dóm réttarins í máli nr. 481/2013. Kröfu stjórn- endanna mátti rekja til málskostnaðar þeirra í dómsmáli slitastjórnar bankans gegn þeim í New York-ríki. Vildu þeir fá þennan kostnað greiddan úr stjórnendatrygg- ingu Glitnis hjá Tryggingamiðstöðinni. Þótt fréttir af þessum dómi hafi ratað í fjölmiðla þá tel ég að fjölmiðlum hafi yfirsést raunverulegt fréttagildi dóms- ins. Það er ekki sérlega merkilegt að þremenningarnir þurfi að bera sinn eigin málskostnað. Það eru hinir und- irliggjandi hagsmunir sem vekja at- hygli. Málið dæmdu sjö hæstaréttardóm- arar. Það er fremur sjaldgæft. Til að sjö dómarar dæmi í máli þarf málið að vera sérlega mikilvægt. Undirliggj- andi hagsmunir af niðurstöðu dóms- málsins þurfa þó ekki endilega að vera í húfi fyrir málsaðilana sjálfa, heldur getur ástæða þess að sjö dómarar sitja í máli einnig ráðist af því að nið- urstaðan hafi verulegt almennt gildi. Í þessu tiltekna máli varðaði sakarefnið rúmlega 20 milljóna króna kröfu, sem kallar almennt ekki á fjölskipaðan Hæstarétt. Hvað olli þessum fjölda dómara? Hinir raunverulegu hagsmunir af niðurstöðu Hæstaréttar Það hefur tíðkast í rekstri þeirra fyrirtækja sem stunda viðskipti er varða háar fjárhæðir að keypt sé sér- stök stjórnendatrygging hjá vátrygg- ingafélögum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að tjón sem stjórnendur valda í störfum sínum getur verið af þeirri stærðargráðu að ólíklegt verður að telja að þeir geti staðið undir því gagnvart þolendum tjónsins. Stjórn- endatryggingu er ætlað að bæta þetta tjón. Tryggingin er því keypt af fyr- irtækinu til hagsbóta fyrir stjórnendur þess en er jafnframt til verulegs hag- ræðis fyrir tjónþola. Þegar rýnt er í umræddan dóm Hæstaréttar verður ekki betur séð en að niður- staða málsins varði slita- stjórn Glitnis og kröfu- hafa Glitnis mestu, þótt það komi hvergi fram í dóminum. Rétt er að út- skýra þetta nánar. Ástæða þess að Hæstiréttur sýknaði tryggingafélagið af kröfu fyrrverandi stjórnenda Glitnis var í stuttu máli sú að slit- astjórn Glitnis endur- nýjaði ekki stjórnendatryggingu bank- ans hjá Tryggingamiðstöðinni og ákvað að kaupa nýja tryggingu af öðru tryggingafélagi. „Gamli Glitnir“ hafði verið með stjórnendatryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni en hún rann út hinn 1. maí 2009. Þessari stjórnenda- tryggingu hafði verið ætlað framan- greint hlutverk. Í málinu var byggt á því af hálfu þremenninganna að trygg- ingaverndin hefði framlengst í sex ár frá lokum vátryggingatímabilsins. Það hefur þær afleiðingar að tjón, sem valdið var fyrir hrun, þarf að koma fram og tilkynna til tryggingafélagsins innan sex ára frá lokum trygginga- tímabilsins. Til einföldunar má því segja að allt tjón sem stjórnendur bankans ollu á meðan þeir stýrðu bankanum (fyrir hrun) þurfi að til- kynna fyrir 1. maí 2015. Að öðrum kosti bætir tryggingin ekki tjónið. En víkjum þá aftur að ástæðu sýkn- unnar. Það var óumdeilt í málinu að tjónið uppgötvaðist vel innan um- rædds sex ára frests og fékk Trygg- ingamiðstöðin tilkynningu um það. Í skilmálum tryggingarinnar var hins vegar ákvæði sem var efnislega á þá leið að ef tryggingin væri ekki end- urnýjuð eða bankinn keypti nýja stjórnendatryggingu, þá gilti ekki sex ára reglan. En það var einmitt það sem gerðist. Sú ákvörðun slitastjórn- arinnar gæti reynst afdrifarík fyrir hana sjálfa og kröfuhafa í þrotabúi bankans. Af hverju? Þar sem slitastjórn Glitnis end- urnýjaði ekki stjórnendatrygginguna hjá Tryggingamiðstöðinni og keypti aðra tryggingu hjá erlendu trygginga- félagi haustið 2009 féll fresturinn til að tilkynna tjón sem stjórnendur bank- ans ollu í stjórnartíð sinni niður hinn 1. maí 2009. Það kann að þýða að tjón sem kom í ljós eftir 1. maí 2009 fæst ekki bætt úr tryggingunni. Það tjón fæst heldur ekki bætt úr nýju stjórn- endatryggingunni þar sem hún tekur ekki til fyrra tímabils. Það sem er athyglisvert við þennan dóm Hæstaréttar er að Trygginga- miðstöðin þarf ekki að bæta tjón, sem varð fyrir bankahrun en kom ekki í ljós fyrr en síðar, vegna þess að slit- astjórn Glitnis endurnýjaði ekki trygginguna og keypti aðra tryggingu í staðinn. Við þetta féll niður vátrygg- ingavernd Tryggingamiðstöðvarinnar með þeim hugsanlegu afleiðingum að sækja þarf tjónið á fyrrverandi stjórn- endur bankans persónulega. Það skal ósagt látið hvort eða hve mikið hugs- anlegt tjón má rekja til fyrrverandi stjórnenda bankans. Þá verður það einnig látið liggja á milli hluta hverjir urðu fyrir tjóninu. Ef eitthvert tjón varð þá er „gamli Glitnir“ sjálfur væntanlega meðal stærstu tjónþola. Sá banki er nú í eigu kröfuhafa og starfar slitastjórn bankans í þágu þeirra. Slitastjórn Glitnis hefur til þessa höfðað nokkur skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum bankans. Má þar nefna skaðabótamál í tengslum við svokölluð Stím-mál og Aurum-mál. Ef slitastjórn hefur sigur í þessum skaða- bótamálum mun „gamli Glitnir“ eiga skaðabótakröfur á fyrrverandi stjórn- endur bankans. Þessar skaðabótakröf- ur skipta milljörðum króna en ólíklegt verður að teljast að stjórnendurnir séu borgunarmenn fyrir þessum kröfum. Eftir stendur þá spurningin: Leiddu aðgerðir slitastjórnar Glitnis til þess að kröfuhafar í þrotabúi bankans geta ekki sótt bætur til Trygginga- miðstöðvarinnar vegna tjóns sem kom ekki í ljós fyrr en eftir bankahrun? Eftir Hauk Örn Birgisson » Þótt fréttir af þessum dómi hafi ratað í fjöl- miðla þá tel ég að fjöl- miðlum hafi yfirsést raunverulegt fréttagildi dómsins. Haukur Örn Birgisson Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Voru tryggingar stjórnenda Glitnis einskis virði?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.