Morgunblaðið - 17.03.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
✝ Erlingur Norð-mann Guð-
mundsson bóndi
fæddist í Reykja-
vík 19. febrúar
1932. Hann lést á
dvalarheimilinu
Silfurtúni í Búð-
ardal 8. mars 2014.
Hann var sonur
Guðmundar Krist-
jánssonar mynd-
skera, f. 1901, d.
1979, og Beatrice Marie
Stocke, f. 1908, d. 1982. Sam-
feðra hálfbróðir hans var Páll
Guðmundsson, f. 1927, d. 1995,
og fóstursystir hans er Una
Auður Kristjánsdóttir, f. 1948.
Erlingur kvæntist árið 1959
Ragnhildi Hafliðadóttur, f.
1937. Þau skildu 1984. Börn
þeirra eru: 1) Ragnhildur Beat-
rice, f. 1958. Eiginmaður henn-
ar er Sigurjón Hannesson, f.
1955. Börn hennar af fyrra
hjónabandi eru: a) Gunnlaugur
Már Sigurðsson, f. 1978,
kvæntur Sigríði Höllu Steins-
dóttur, f. 1980. Börn þeirra eru
Jökull Logi, f. 2005, og Freyja
Ísold, f. 2008. b) Sandra Rún
Sigurðardóttir, f. 1981. Sam-
býlismaður hennar er Antonio
Costanzo, f. 1979 og barn
hjónabandi eru: a) Sighvatur
Sveinn Davíðsson, f. 1990. b)
Hildur Karen Davíðsdóttir, f.
1991. Unnusti hennar er Lasse
Holm Jensen, f. 1990. c) Krist-
ján Leó Davíðsson, f. 1999. 5)
Guðmundur, f. 1968. Unnusta
hans er Ninna Karla Katr-
ínardóttir, f. 1985. Barn hans
úr fyrra sambandi er Kolbeinn
Sturla Guðmunds Heiðuson, f.
1996.
Erlingur ólst upp í Reykja-
vík en fluttist að Hörðubóli í
Dalasýslu ásamt foreldrum sín-
um árið 1952. Hann lauk námi
við Bændaskólann á Hvanneyri
og tók við búi af föður sínum,
og starfaði einnig sem frjó-
tæknir í Dalasýslu. Á seinni ár-
um starfaði hann m.a. hjá
Rafha í Hafnarfirði og Húsa-
smiðjunni í Reykjavík og innti
störf sín af hendi af alúð. Er-
lingur tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum og var virkur í
starfi Lionshreyfingarinnar og
Breiðfirðingafélagsins. Hann
spilaði á gítar á dansleikjum á
Nesodda í Dalasýslu og var
virkur í starfi Þjóðdansafélags-
ins.
Útför Erlings er gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 17. mars
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
þeirra er Sunna
Alba Costanzo, f.
2011. 2) Kristrún
Erna, f. 1960. Eig-
inmaður hennar er
Baldur Kjart-
ansson, f. 1958.
Börn þeirra eru: a)
Kjartan, f. 1982.
Sambýliskona hans
er Sandra Dögg
Pálmadóttir, f.
1989. b) Erling
Orri, f. 1984. c) Áslaug, f. 1985.
Sambýlismaður hennar er Páll
Júlíus Gunnarsson, f. 1975.
Börn hennar af fyrri sam-
böndum eru: Ingólfur Myrkvi
Torfason, f. 2004, Rakel Emma
Róbertsdóttir, f. 2006, og Erna
Kristín Róbertsdóttir, f. 2008.
d) Hafliði, f. 1991. 3) Guðríður.
Sambýlismaður hennar er
Valdimar Stefán Hólm-
steinsson, f. 1958. Börn hennar
af fyrra hjónabandi eru: a)
Ingiberg Þór Þorsteinsson, f.
1985, sambýliskona hans er
Elena Rebekka Götting, f.
1984. b) Helgi Steinar Þor-
steinsson, f. 1987, unnusta hans
er Hilde Smith, f. 1994. c)
Ragnhildur Lind Þorsteins-
dóttir, f. 1995. 4) Líneik Dóra,
f. 1967. Börn hennar af fyrra
Hvernig minnist maður föður
síns? Pabbi var afar blíður mað-
ur og strauk okkur krökkunum
gjarnan um kinn þegar hann var
sáttur við eitthvað sem við höfð-
um gert vel og brosti hlýja bros-
inu sínu. Hann sinnti sínum
verkum af alúð og vandvirkni svo
eftir var tekið, og fór ekki með
hávaða í gegnum lífið. Hann var
orðvar og minnti mann alltaf á að
þakka fyrir sig og vera kurteis.
Sem barn var maður alltaf stolt-
ur af honum því hann gerði allt
svo vel, og á afmælisdögum
skreytti hann alltaf afmælistert-
una mjög fallega. Hann var
traustur og trúr sínum vinum, en
hleypti ekki öllum að sér og það
voru viss forréttindi að ná trausti
hans. Hann náði góðum
tengslum við tengdabörnin sín,
en sérstaklega náði Baldur,
tengdasonur hans, vel til hans.
Hann var heimakær og leið
hvergi betur en á Hörðubóli í
litla fallega dalnum í Suður-Döl-
um og eyddi þar síðustu æviár-
unum. Það var honum þó styrkur
þegar Rabbý og Sigurjón hófu að
byggja sumarbústað í landi
Hörðubóls.
Pabbi var bóndi og listamaður
sem hafði næmt auga og eyru
fyrir fegurð og formum. Listir,
menning og náttúra er breitt
áhugasvið en það voru áhugasvið
pabba. Í tónlistinni var það helst
jazz og harmonikkutónlist sem
vöktu áhuga hans og hann spilaði
á gítar sem ungur maður og
elskaði að dansa. Mikinn áhuga
hafði hann á myndlist og var
duglegur að fara á ýmsa menn-
ingarviðburði þann tíma sem
hann bjó í Reykjavík og Kópa-
vogi. Hann hafði mikinn áhuga á
kvikmyndum og ljósmyndavélin
var alltaf við höndina, eins og
ógrynni mynda sem hann skilur
eftir sig bera vitni um. Þar var
myndefnið skoðað vel sem heild
áður en smellt var af. Pabbi
teiknaði og málaði listavel og sat
stundum með okkur krökkunum
að vatnslita og málaði þá gjarnan
fjöllin í Hörðudalnum sem hon-
um þótti svo vænt um og tók
einnig ótal ljósmyndir af. Og oft
sat hann á svölunum hjá Rabbý
systur og dáðist að útsýninu yfir
Elliðavatn og Heiðmörk og lang-
aði þá helst til að vera með pensil
í hönd. Pabbi kunni að njóta því
hann gat gleymt stund og stað
við það sem vakti áhuga hans.
Pabbi upplifði tíma mikilla
breytinga í sögu okkar. Hann
var vel lesinn og hafsjór af sög-
um. Það var aldrei dauð stund á
bílferðum um Dalina og Borg-
arfjörðinn, því pabbi virtist
kunna sögur um hverja þúfu og
hverja laut. Pabbi naut þess
sömuleiðis að ganga um gamla
miðbæ Reykjavíkur þar sem
hann sleit barnsskónum og
gönguferðir þar voru sömuleiðis
uppspretta líflegra frásagna frá
hans yngri árum. Ekki síst voru
stríðsárin ofarlega í huga hans
og þær breytingar sem urðu í
kjölfar þeirra. Hann hafði mik-
inn áhuga á ættfræði og þótti
vænt um uppruna sinn og var
sérstaklega stoltur af norskum
rótum sínum. Í hans augum var
flest betra ef það reyndist vera
norskt að uppruna.
Takk fyrir okkur, elsku pabbi.
Margt er hér að muna og þakka
– mjúklát þögnin geymir allt.
Innst og dýpst í okkar vitund
áfram heill þú lifa skalt.
Vorið kemur – lóuljóðin
lifna brátt, þó enn sé kalt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ragnhildur, Kristrún,
Guðríður, Líneik
og Guðmundur.
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman,
þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti’ um stéttar urðu þar
einatt skrítnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.
(Þorsteinn Erlingsson)
Elsku langafi, nú ertu farinn
frá okkur. Það verður tómlegt að
koma í heimsókn á Hörðuból í
sumar en við vitum að englarnir
taka vel á móti þér uppi hjá guði.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíl í friði elsku langafi.
Kveðja frá Nýja-Sjálandi.
Jökull Logi og
Freyja Ísold.
Enginn má við Elli kerlingu
þegar hún ber að dyrum með
einbeittum vilja. Erling á Hörðu-
bóli, kær frændi og vinur, er nú
fallinn í valinn eftir stutt stríð í
langri og hægfara baráttu við
kerlinguna. Það er alltaf erfitt að
sjá á bak kærum vinum og nán-
um ættingjum, en oft kom upp í
hugann á síðastliðnum mánuðum
að baráttunni gæti lokið fyrr en
varði. Þannig hafði heimurinn og
umhverfið smám saman fjar-
lægst Erling sem lifði orðið mik-
ið í minningum um eldri tíma
þegar dægurþrasið var ekki
lengur efst á baugi. Eftir ára-
tuga búskap á Hörðubóli í Mið-
dölum vestur og áralanga þjón-
ustu við bændur sem
sæðingamaður brá hann búi á ní-
unda áratug síðustu aldar og
flutti í höfuðstaðinn, þar sem
hann leigði lengi hjá okkur á
Reynimelnum og starfaði við
timbursölu hjá Húsasmiðjunni.
Erling vildi hins vegar aldrei láta
frá sér Hörðuból, flutti þangað
aftur eftir að hann hætti að vinna
vegna aldurs og bjó þar síðan
uns yfir lauk. Hann vildi ekki
heyra það nefnt að flytja þaðan
þótt ekki hafi alltaf verið auðvelt
að þreyja þorrann og góuna síð-
ustu árin einsamall án farartæk-
is. Þrjóska, sjálfstæðisþörf og
einbeittur vilji liggur í ætt okkar.
Þar sem við hjónin bjuggum
lengi erlendis voru heimsóknir á
Hörðuból ekki alltaf tíðar en
þangað var alltaf gaman að
koma. Á síðustu árum hittum við
Erling einna helst þegar hann
átti erindi í höfuðborgina þar
sem hann átti alltaf athvarf hjá
dætrum sínum. Stundum leit
hann inn í kaffi þegar hann var í
gönguferðum um gamlar slóðir
með myndavél meðferðis og
myndaði gömul hús og umhverfi
sem tengdist sögu fjölskyldunn-
ar. Á þessum samverustundum
snerust samtöl okkar oft um
sameiginlega fjölskyldu, lífskjör
og aðstæður á fjórða og fimmta
áratugnum, tímabil og atburði
sem hann lifði, en gerðust fyrir
mína tíð. Sérstaklega var mér
mikils vert að heyra frásagnir
hans af afa okkar, sem lést áður
en ég leit dagsins ljós. Það er eft-
irsjá að þessum samtölum og
margs var enn að spyrja. Síðasti
fundur okkar var svo á sjúkra-
húsinu á Akranesi fyrir fáeinum
vikum, en þá virtist nokkuð ljóst
að brugðið gæti til beggja vona.
Nokkru síðar var svo lífsferð Er-
lings lokið. Elsku Rabbý, Krist-
rún, Guja, Lína og Guðmundur.
Við sendum ykkur og fjölskyld-
um ykkar okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Minning um góðan
dreng lifir í hjörtum okkar.
Hans og Sólveig.
Erlingur Norðmann
Guðmundsson ✝ Erla Þorvalds-dóttir fæddist í
Reykjavík 9. nóv-
ember 1931. Hún
lést á heimili sínu,
Hringbraut 50,
Reykjavík, 10.
mars 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Þorvaldur
R. Helgason, f. 3.
okt. 1893, d. 26.
nóv. 1974, og Krist-
ín Súsanna Elíasdóttir, f. 11. júlí
1896, d. 22. okt. 1985. Systkini
Erlu voru Anna Svandís, f. 1919,
Helgi, f. 1923, Birgir, f. 1925, og
Elías, f.1927. Þau eru öll látin.
Hinn 18. nóvember 1950 gift-
ist Erla eftirlifandi eiginmanni
sínum, Bjarna Gíslasyni mál-
arameistara, f 17. júlí 1929. For-
eldrar hans voru Gísli Ingi-
mundarson, f. 1897, d. 5. maí
1976, og kona hans Helga
Bjarnadóttir, f. 1905, d. 12. júní
1980. Börn Erlu og Bjarna eru:
1) Helga hárgreiðslumeistari, f.
17. mars 1951, d. 24. júní 2009.
Maki Eggert Valur Þorkelsson.
Börn Helgu eru: Sigríður Mar-
grét Einarsdóttir hár-
greiðslumeistari, f. 13. október
17. febrúar 1982. Maki Freyr Al-
exandersson knattspyrnuþjálf-
ari. Börn þeirra eru Alexandra
Ósk, f. 17. september 2008, og
Embla Marín, f. 7. september
2010. Fanney Ósk söngkona, f.
25. október 1991, sonur Þórir
Jökull, f. 26. mars 2013. 3) Anna
Kristín viðskiptafræðingur, f.
18. janúar 1964. Maki Carsten
Fröslev kennari. Sonur Önnu er
Brynjar Árni Heimisson tónlist-
amaður, f. 29. júní 1986, sonur
þeirra er Benjamín Fröslev, f. 9.
maí 2006. Synir Carstens eru
Mattias, Sebastian og Magnus
Fröslev.
Erla vann sem ung kona í eld-
húsi Landspítalans. Einnig
starfaði hún sem gangavörður í
Garðaskóla um allnokkurt
skeið. Í 16 ár starfaði hún í Frí-
múrarahúsinu í Reykjavík við
ýmis störf. Erla starfaði mikið í
félagsmálum. Hún var formaður
kvenfélags Karlakórs Reykja-
víkur í tvö kjörtímabil. Seinustu
ár Erlu bjuggu þau Bjarni á
dvalarheimilinu Grund (Litlu-
Grund).
Útför Erlu verður gerð frá
Háteigskirkju í dag, 17. mars
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
1972. Maki Einar
H. Rögnvaldsson
verkfræðingur.
Börn: Fjölnir Þór
Einarsson, f. 10.
janúar 1996, Einar
Örn Steinarsson, f.
25. ágúst 1999, Em-
ilía Ósk Steinars-
dóttir, f. 17. febr-
úar 2003. Einar
Geir Einarsson bíl-
smiður, f. 20. sept-
ember 1974. Maki María Ósk
Einarsdóttir. Dóttir Einars: Re-
bekka Lind, f. 20. júní 2005.
Bjarni Þór Einarsson bílamál-
ari, f. 20. september 1974. Maki
Guðlaug Jóhannsdóttir leik-
skólakennari. Börn: Aron Þór, f.
18. febrúar 2008, og Helga, f. 22.
nóvember 2010. Erla Rut Egg-
ertsdóttir nemi, f. 17. júlí 1994,
maki Þórir Már Davíðsson. 2)
Þórir bifreiðastjóri, f. 8. júní
1956. Maki Sigrún Gunnlaugs-
dóttir matartæknir. Börn Þóris
eru: Ása Lára nemi, f. 5. júlí
1978, gift Sigurði Hervinssyni
húsasmiði. Börn þeirra: Ólöf
Erla, f. 10. desember 2004, og
Gabríel Þór, f. 24. desember
2007. Erla Súsanna kennari, f.
Elsku mamma. Nú ertu farin
frá okkur og orðin láta á sér
standa. Við höfum lengi búið
hvor í sínu landinu en andlegu
tengslin hafa aldrei rofnað. Við
höfum talað saman um allt það
sem skiptir máli og tjáð hvor
annarri hversu mikið við elskum
hvor aðra. Það er ég þakklát fyr-
ir í dag. Ég er búin að halda
nokkrar ræðurnar til þín á þínum
merkisdögum. Þar rifjaði ég upp
allt það fallega, skemmtilega og
góða og þú hlustaðir brosandi á.
Þess vegna þarf ég ekki að skrifa
það í minningargrein um þig. Það
er mér mikilvægast að þú hafir
heyrt það frá mér í lifanda lífi.
Ég samgleðst þér yfir að vera
laus við verkina og að vera komin
yfir til þinna sálufélaga sem þú
hefur hlakkað til að hitta. Við
eigum sameiginlega þá trú að
dauðinn í þessu jarðlífi sé aðeins
áfangi fyrir sálina. Nú ertu kom-
in á vit nýrra ævintýra þar sem
þú getur svifið um, laus við
hulstrið eða m.ö.o. líkamann sem
íþyngdi þér síðustu árin þín.
Þu varst ekki hrædd við dauð-
ann og þú varst tilbúin að fara.
Dauðinn er ekki erfiður þeim
sem deyja saddir lífdaga, heldur
þeim sem eftir lifa og þurfa að
lifa með söknuðinum og sorginni.
Ég trúi því að þér líði vel núna og
sért glöð. Það gerir það auðveld-
ara að missa þig og kveðja. Þú
veist líka að það verður passað
vel upp á pabba.
Takk fyrir að vera mamma
mín. Ég veit við hittumst aftur
þegar minn tími kemur og ég veit
líka að þegar þú ert tilbúin á ég
eftir að heyra frá þér. Hvíldu í
friði fallega sál.
Anna Kristín.
Elsku amma
Það er ekki að ástæðulausu að
margir í fjölskyldunni eru skírðir
í höfuðið á þér. Ég er ein af þeim
heppnu og ég er handviss um að
það eiga fleiri Erlur eftir að fæð-
ast inn í fjölskylduna.
Ef ég ætti að lýsa þér í þremur
orðum væri það hlý, jákvæð og
lífsglöð. Þú tókst alltaf á móti
mér með opnum örmum og ég
sogaðist í faðm þinn eins og bý-
fluga sogast að hunangsblómi.
Faðmlag þitt var sætt sem hun-
ang og ömmuilmurinn svo góður,
ég finn lyktina þegar ég hugsa
um þitt hlýja faðmlag. Þú sleppt-
ir ekki takinu fyrr en ég var
tilbúin að sleppa. Eiginlega
þurfti ég stundum að slíta mig úr
örmum þínum og ég segi þetta
með bros á vör. „Komdu og
kúrðu hjá ömmu,“ þetta sagðir
þú og það skipti engu máli hvort
ég væri fullorðin með tvö börn og
mann, þú komst fram við öll
barnabörnin þín eins og þau
hefðu fæðst í gær og þú værir yf-
ir þig hugfangin af nýja barna-
barninu. Mér leið því alltaf eins
og ég væri einstök í þinni návist,
ég fékk athygli, þú horfðir í augu
mín og kærleikurinn skein í
gegn, þú talaðir við mig, þú
spurðir mig spurninga um mitt
líf og ætlaðist til einskis á móti.
Bros þitt einkenndist af hlýju
og jákvæðni. Það var yndislegt
að hlusta á þig og afa þræta eða
eiginlega bara afa þræta og þú að
sussa og sveia yfir þessari vit-
leysu í honum afa, svo brostir þú
til mín og blikkaðir. Hláturinn
þinn var yndislega smitandi. Við
höfum oft fengið hláturskast
saman og það eru góðar minn-
ingar. Lífsglaðari manneskju er
vart hægt að finna á þessari jörð.
Það var alltaf stutt í hláturinn
hjá þér, amma mín. Þú varst
hrókur alls fagnaðar hvert sem
þú fórst og alltaf til í selskap og
stuð. Þú varst mesta félagsvera
sem ég þekki, vildir helst vera í
margmenni allan sólarhringinn.
Þú varst líka mikill húmoristi og
hreinskilin á góðan og fyndinn
hátt.
Þegar ég hugsa til baka, hugsa
til bernskunnar, þá eru einar af
mínum bestu æskuminningum
samverustundirnar með ykkur
afa. Mig langar til þess að þakka
þér fyrir allar yndislegu stund-
irnar sem við áttum uppi í sum-
arbústaðnum Birkihól. Takk fyr-
ir að nenna að spila við mig heilu
klukkustundirnar. Birkihóls-
stundirnar eru mínar bestu
æskuminningar og þær mun ég
varðveita að eilífu. Ég vil þakka
þér fyrir öll skemmtilegu fjöl-
skylduboðin sem þið afi hélduð
þar sem við dönsuðum í kringum
risastórt jólatré þar sem afi fór
hamförum á píanóinu og allan
góða matinn sem þú framreiddir.
Ég vil þakka þér fyrir að sinna
öllum í kringum þig svona vel og
sýna öllum einstaklingum fjöl-
skyldunnar svona mikla nær-
gætni og hlýju eins og þú gerðir.
Ég vil þakka þér fyrir að vera
mér svona góð fyrirmynd og ég
mun eftir fremsta megni reyna
að tileinka mér þessa góðu kosti
sem ég hef skrifað um í þessari
minningargrein. Ég vil að lokum
þakka þér fyrir að sýna mér og
mínum alltaf skilyrðislausa ást
og gefa af þér þessa óendanlegu
hlýju.
Amma, mig langar svo að kúra
hjá þér núna. Ég veit að einn
daginn fæ ég að kúra hjá þér aft-
ur, en bara ekki núna.
Ég elska þig, amma mín, hvíl í
friði.
Erla Súsanna Þórisdóttir.
Elsku amma mín. Kallið er
komið.
Ég veit að þú varst tilbúin að
takast á við ný verkefni á nýjum
stað og það huggar mig á þessum
erfiða tíma þegar þú hefur kvatt
okkur í þessari jarðvist. Það
huggar mig líka og ég trúi því að
nú hafið þið mamma hist á ný og
mikið hlýtur að vera mikil gleði
hjá ykkur, þið voruð svo nánar.
Æskuminningarnar rifjast upp á
tíma sem þessum og er mér efst í
huga þegar ég var sex ára gömul
og tók strætó í Faxatúnið og við
dunduðum svo mikið saman, fór-
um á flakk í búðaráp og oftar en
ekki fékk ég eitthvert gotterí.
Þegar þú varst að vinna í Garða-
skóla fékk ég stundum að vera
með þér í vinnunni og þótti það
nú aldeilis skemmtilegt, þú varst
líka elskuð af krökkunum þar.
Austur í Biskupstungum eydd-
um við fjölskyldan ófáum stund-
um saman í sumarbústaðnum
ykkar Birkihól, það var einskon-
ar hreiður fjölskyldunnar, stund-
um kom ég bara ein með rútunni
og var sett út uppi á vegi, þetta
voru dýrmætar stundir. Jólaboð-
in hjá ykkur afa eru ofarlega í
huga, þá hittumst við fjölskyldan
og afi spilaði jólalög á píanóið og
héldum stundum bara lítið jóla-
ball fyrir okkur. Þið afi snertuð
líf svo margra og fenguð jafnan
orð á ykkur sem „mamma og
pabbi eða amma og afi“ vina ykk-
ar á öllum aldri, svo einlæg og
hlý voruð þið. Þið þekktuð svo
margt fólk enda mjög dugleg að
taka þátt í félagsstörfum. Afi í
Karlakór Reykjavíkur í tugi ára
og þar lést þú ekki þitt eftir
liggja og stjórnaðir kvenfélaginu
af krafti og það voru ófáir bas-
ararnir og flóamarkaðirnir sem
ég fór með þér og fékk að taka
þátt í. Þið afi ferðuðust um allan
heim og þar á meðal til Kína og
ég man hvað mér þótti það
merkilegt því það var nú ekkert
endilega land sem fólk var að
ferðast til fyrir svona mörgum
árum. Þú gekkst í gegnum áföll í
þínu lífi eins og við flest en æðru-
leysið var ávallt það sem ein-
kenndi þig gagnvart því, þú
misstir unga systur þína og svo
eru bræður þínir þrír látnir,
þannig að þú varst eina systkinið
sem eftir var á lífi. Þegar
mamma dó var eins og eitthvað
hafið dáið innra með þér enda
ekki hægt að setja sig í þau spor
að missa og lifa barnið sitt, en nú
hafið þið örugglega öll fundið
hvort annað á ný. Síðustu ár höf-
um við fjölskyldan verið svo
heppin að fá að hafa ykkur hjá
okkur á jólunum og það var okk-
ur mikils virði og það verður
skrítið að hafa þig ekki með okk-
Erla Þorvaldsdóttir