Morgunblaðið - 17.03.2014, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Ég er enn í fullu fjöri og þakka það m.a. útiveru og hreyfingu.Hef ánægju af því að ganga góðan hring hér um bæinnþrisvar til fjórum sinnum í viku. Þetta eru fimm kílómetrar
og klukkutímagangur. Hins vegar fer ég fjölfarnar slóðir, kannski
af ásettu ráði, til þess að hitta fólk, fræðast og spjalla. Ferðirnar
dragast því stundum á langinn,“ segir Grétar H. Jónsson á Selfossi
sem er 67 ára í dag.
Grétar er Rangæingur að uppruna, fæddur á Brúnum undir Vest-
ur-Eyjafjöllum. Þar bjó endur fyrir löngu sá frægi Eiríkur sem tók
mormónatrú og flutti til nýrra heimkynna í Saltvatnsdalnum í Utah
í Bandaríkjum. „Auðvitað kynntist ég sögunni af Eiríki sem strákur,
en annars var ég aðeins nokkurra mánaða þegar foreldrar mínir
fluttu út í Flóa og sjö ára kom ég á Selfoss,“ segir Grétar sem er tré-
smiður og vann í áratugi hjá Sigfúsi Kristinssyni byggingameistara
á Selfossi. Í dag starfar hann á verkfræðistofu, meðal annars við
gerð eignaskiptasamninga.
„Þátttaka í félagsmálum var þroskatími. Ég var í forystu stéttar-
félags og sex ár í bæjarstjórn. Sveitarstjórnarmál gáfu mér nýja sýn
á tilveruna. Fólk leitaði til bæjarfulltrúa með mál oft mjög persónu-
legs eðlis og af því lærði ég að máltækið um að hver sé sinnar gæfu
smiður á ekki alltaf við,“ segir Grétar sem er í sambúð með Jónínu
Sigrúnu Bjarnadóttur. sbs@mbl.is
Grétar Jónsson er 67 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smiður „Af því lærði ég að máltækið um að hver sé sinnar gæfu
smiður á ekki alltaf við,“ segir Grétar Jónsson á Selfossi.
Félagsmálin voru
þroskandi tími
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Ólafur Árni fæddist
19. nóvember kl. 8.32. Hann vó 3.384
g og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Hildur Árnadóttir og Ari Björn
Ólafsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Erla Dís fæddist 15. júní
kl. 3.31. Hún vó 3.850 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru Ásgerður
Alda Friðbjarnardóttir og Haraldur
Björnsson.
Í
sólfur Gylfi fæddist í húsi for-
eldra sinna á Hvolsvelli 17.3.
1954 en þau voru í hópi frum-
byggja kauptúnsins:
„Mamma ætlaði fyrst að
dvelja á Hvolsvelli í þrjá mánuði. En
hún verður níræð í haust og hefur átt
heima við sömu götuna hér í 72 ár.“
Ísólfur Gylfi var í sveit á sumrin í
Hallgeirsey í Landeyjum hjá Jónu
Vigdísi Jónsdóttur og Jóni E. Guð-
jónssyni: „Þau hjónin gerðu heiðar-
lega tilraun til þess að gera mig að
manni og Jón smitaði mig svo af
hljómsveitarbakteríunni sem gras-
serar enn í okkur báðum. Það er að
vísu talsverður aldursmunur á okkur
vinunum, en tónlistin hefur þann kost
að sameina kynslóðirnar.“
Synti Guðlaugssundið, 6,1 km
Síðan tók við brúarvinna í flokki
Huga Jóhannessonar í fjögur sumur:
„Það var dásamlegur tími. Við sváf-
um í tjöldum og þvoðum okkur áður
en farið var á sveitaböllin.“
Ísólfur Gylfi stundaði nám í Hvols-
skóla á Hvolsvelli, var hann einn vet-
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra – 60 ára
Fríður hópur Hér eru saman komin börn, tegndabörn og barnabörn Ísólfs Gylfa og Steinunnar Óskar.
Síkátur Sunnlendingur
Á faraldsfæti Ísólfur með konu sinni, Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is