Morgunblaðið - 17.03.2014, Page 23
ur í Núpsskóla í Dýrafirði, því næst í
Kennaraskóla Íslands, þá Íþrótta-
kennaraskóla Íslands á Laugarvatni
og loks í Idrætshöjskolen í Sönder-
borg í Danmörku: „Sundhópurinn
Vinir Dóra í Vesturbæjarlauginni þar
sem ég er óvirkur meðlimur, og
pottavinir í sundlauginni á Hvolsvelli,
fullyrða að ég hafi fengið íþrótta-
kennararéttindin í Bréfaskóla SÍS og
ASÍ.
Ég vona að ég hafi sannað það í síð-
ustu viku þegar ég synti 6,1 km í Guð-
laugssundinu á Hvolsvelli, að prófið
er ekta.“
Ísólfur Gylfi kenndi í Grunnskól-
anum í Ólafsvík, við Gagnfræðaskól-
ann í Mosfellssveit og við Samvinnu-
skólann á Bifröst 1981-87. Hann var
starfsmannastjóri í KRON og Mikla-
garði, sveitarstjóri á Hvolsvelli 1990-
95, alþingismaður Suðurlands fyrir
Framsóknarflokinn 1995-2003, sveit-
arstjóri Hrunamannahrepps með að-
setur á Flúðum 2003-2010 en var þá
kjörinn í sveitarstjórn Rangárþings
eystra og hefur verið sveitarstjóri þar
síðan.
Ísólfur Gylfi hefur spilað í hljóm-
sveitum, sungið í kórum, setið í fjölda
stjórna, m.a. verið formaður Upplýs-
ingamiðstöðvar Reykjavíkur, var
varaformaður Ferðamálaráðs, for-
maður Orkuráðs og Orkusjóðs og
hefur setið í stjórn Íslandspósts.
Hann var formaður Vestnorræna
ráðsins, formaður Íslandsdeildar
Norðurlandaráðs og sat þing Samein-
uðu þjóðanna í New York svo eitt-
hvað sé nefnt.
Áhugamál Ísólfs Gylfa snúast um
tónlist, útivist, íþróttir og skógrækt,
en hann er skógarbóndi í frístundum,
ásamt konu sinni, og hefur nýlega
snúið sér að hænsnarækt og tekur
þátt í varðveislu íslenska landnáms-
hænsnastofnsins.
Fjölskylda
Eiginkona Ísólfs Gylfa er Steinunn
Ósk Kolbeinsdóttir, f. 8.7. 1957, skóg-
arbóndi, kennari og verkefnastjóri
hjá Fræðslunetinu – símenntun á
Suðurlandi. Foreldrar hennar: Jóna
Birta Óskarsdóttir, f. 16.10. 1934, d.
1.6. 2008, verslunarmaður í Ólafsvík
og Reykjavík, og Kolbeinn Ólafsson,
f. 7.12. 1934, d. 17.8. 1976, húsgagna-
smiður í Reykjavík.
Börn Ísólfs Gylfa og Steinunnar
Óskar eru Pálmi Reyr Ísólfsson, f.
8.10. 1979, viðskiptafræðingur en
kona hans er Bergrún Björnsdóttir
viðskiptafræðingur og dóttir þeirra
Kolbrún Myrra Pálmadóttir, f. 2010;
Margrét Jóna Ísólfsdóttir, f. 12.9.
1984, viðskiptafræðingur en maður
hennar er Þórður Freyr Sigurðsson,
viðskiptafræðingur og eru börn
þeirra Þórdís Ósk Þórðardóttir, f.
2008, og Þórunn Metta Þórðardóttir,
f. 2012; Kolbeinn Ísólfsson, f. 16.4.
1986, vöruhönnuður en kona hans er
Berglind Ýr Jónasdóttir, sérfræð-
ingur á flugrekstrarsviði WOW air;
Birta Ísólfsdóttir, f. 12.7. 1988, fata-
hönnuður.
Systur Ísólfs Gylfa eru Guðríður
Björk Pálmadóttir, f. 5.3. 1945, sölu-
maður í Reykjavík; Ingibjörg Pálma-
dóttir, f. 18.2. 1949, hjúkrunarfræð-
ingur og fyrrv. ráðherra og
alþingismaður.
Foreldrar: Ísólfs Gylfa: Pálmi Eyj-
ólfsson, f. 22.7. 1920, d. 12.10. 2005,
sýslufulltrúi á Hvolsvelli, og Margrét
Jóna Ísleifsdóttir, f. 8.10. 1924, fyrrv.
tryggingafulltrúi á Hvolsvelli.
Úr frændgarði Ísólfs Gylfa Pálmasonar
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Bóel Erlendsdóttir
húsfr. í Auraseli
Kristján Jónsson
b. í Auraseli
Ingibjörg Kristjánsdóttir
húsfr. í Miðkoti
Margrét Jóna Ísleifsdóttir
húsfr. á Hvolsvelli
Ísleifur Sveinsson
smiður í Miðkoti í Fljótshlíð
Sveinn Jónsson
b. í Miðkoti
Inveldur Þórðardóttir
húsfr. í Efri-Hreppi
Magnús Magnússon
b. í Efri-Hreppi í Skorradal
Guðríður Magnúsdóttir
rjómabússtýra
Margrét
Magnúsdóttir
húsfr. í Rvík
Þórunn Elfa
Magnúsdóttir
skáldkona
Megas
Guðríður Björk
Pálmadóttir
sölumaður í Reykjavík
Ingibjörg Pálmadóttir
hjúkrunarfr. og fyrrv.
alþm. og ráðherra
Eyjólfur Gíslason
starfsm. Reykjavíkurborgar
Halldór Gíslason
bóndi
Gísli Halldórsson
leikari
Pálmi Eyjólfsson
sýslufulltrúi á Hvolsvelli
Gísli Eyjólfsson
b. í Dalbæ í Flóa og járnsm. í Rvík
Margrét Guðnadóttir
húsfr. í Miðkoti
Ísleifur Guðnason
b. í Kirkjubæ í Eyjum
Matthildur
Ísleifsdóttir
húsfr. í Eyjum
Ísleifur A. Pálsson
framkvæmdastj.
í Rvík
dr. Ólafur
Ísleifsson
hagfræðingur
Sigríður Halldórsdóttir
húsfr. í Dalbæ og í Rvík
Ragnheiður Halldórsd.
húsfr. í Hólmahjáleigu í
Landeyjum
Katrín Jónasdóttir
húsfr. á Núpi í Fljótshlíð
Sigurður Guðmundsson
forstj. á Selfossi
Vigfús Halldórsson
í Frambæjarhúsi á
Eyrarbakka
Kristinn Vigfússon
húsasmíðam. á Selfossi
Guðmundur Kristinsson
rithöfundur á Selfossi
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2014
Arndís Björnsdóttir leikkonafæddist í Reykjavík 17.3.1895. Hún var dóttir Björns
Jenssonar kennara, og k.h., Louise
H. Svendsen húsfreyju.
Arndís útskrifaðist frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Hún var 14
ára er skólinn flutti úr Thorvalds-
senstræti 2 (síðar NASA) og í núver-
andi húsnæði við Fríkirkjuveg.
Hún var þó nátengdari öðru skóla-
húsi sem var henni alltaf hugstætt.
Það var skólahús MR. Þar var hún
fædd og þar ólst hún upp fyrstu árin,
en faðir hennar var yfirkennari við
skólann. Björn var sonur Jens Sig-
urðssonar, rektors við sama skóla,
og Ólafar, dóttur Björns Gunnlaugs-
sonar stærðfræðings sem einnig var
yfirkennari við sama skóla. Bróðir
Jens var Jón Sigurðsson forseti sem
var alþingismaður er Alþingi var háð
í menntaskólahúsinu og þar lét hann
hin frægu orð falla er hann mót-
mælti fundarsköpum á Þjóðfund-
inum 1851.
Louise, móðir Arndísar, var dóttir
Henriks Svendsen, kaupmanns á
Eskifirði, og Ágústu Svendsen sem
var fyrsta konan til að stofna og reka
verslun í Reykjavík.
Arndís hóf ung störf við hann-
yrðaverslun ömmu sinnar, Verzlun
Augustu Svendsen í Reykjavík, vann
við hana í 30 ár, síðast sem eigandi
og verslunarstjóri en seldi versl-
unina 1950. Auk þess dvaldi hún í
Bandaríkjunum um skeið að námi
loknu.
Arndís hóf leikferil sinn hjá Leik-
félagi Reykjavíkur 1922, var einn
helsti leikari félagsins fram að stofn-
un Þjóðleikhússins, 1950, og lék þar
til 1964 er hún lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Hún var án efa, einn
fremsti kvenleikari þjóðarinnar á
sínum ferli. Þekktasta hlutverk Arn-
dísar sem hún lék reyndar nokkrum
sinnum, er kerlingin hans Jóns í
Gullna hliðinu.
Arndís var heiðursfélagi Félags
íslenskra leikara og Leikfélags
Reykjavíkur og var sæmd heið-
ursmerki Finnska leikarasambands-
ins eftir velheppnaða leikferð til
Finnlands, árið 1948.
Arndís lést 19.5. 1969.
Merkir Íslendingar
Arndís
Björnsdóttir
90 ára
Ragnheiður Bjarnason
85 ára
Guðbjörg Benediktsdóttir
Guðný Magnúsdóttir
Gunnar Hjálmar Jónsson
Hermann Einarsson
80 ára
Helga Ágústsdóttir
Hörður Sigtryggsson
Valgerður Þorbjarnardóttir
75 ára
Andrés Kristinsson
Guðrún V. Sigurðardóttir
Jóhannes Björnsson
Jón Adolf Guðjónsson
Sigríður Þórarinsdóttir
70 ára
Guðný Pála
Rögnvaldsdóttir
Lúðvík R. Kemp
Nanna Jónsdóttir
Þóranna Þórarinsdóttir
60 ára
Árni Þór Traustason
Ása Gígja
Jón Bjartmar Sæmundsson
Jón Wayne Wheat
Sigríður Ósk Jónsdóttir
Þuríður Erna
Geirlaugsdóttir
50 ára
Aðalsteinn E. Sigurðsson
Björgvin Jónsson
Björn Arnar Rafnsson
Elísabet Halldóra
Árnadóttir
Gunnar Þór Friðriksson
Hulda Hörn Karlsdóttir
Indro Indriði Candi
Ívar Sigurgíslason
Jóna Karen Jensdóttir
Kristbjörg Kemp
Lene Kristina Grönholm
Manuela Gomes Atanaia
Soffía Magnúsdóttir
Þóra Guðmundsdóttir
40 ára
Ásta Björk Hermannsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir
Ester Jóhannsdóttir
Fríða Birna Andrésdóttir
Gísli Reyr Stefánsson
Ísleifur Birgir Þórhallsson
Kolbrún Vala Jónsdóttir
Kristján Ragnar
Þorsteinsson
Mariusz Napiorkowski
Marzena Wioletta Kapera
Sveinn Guðjónsson
Valdís Arnardóttir
30 ára
Aron Már Albertsson
Emilia Bialobrzeska
Eygló Björk Pálmarsdóttir
Katarzyna Kapszukiewicz
Lára Kristín Brynjólfsdóttir
Magnús Karl Gylfason
Marlena Paulina Wysocka
Ragnar Þór Bjarnason
Sigurður Ingason
Tomasz Marcin Dreksa
Til hamingju með daginn
30 ára Þórhallur ólst upp
í Sandgerði, er þar bú-
settur og er nú að ljúka
námi í flugvirkjun.
Maki: Brynhildur Ösp
Þorsteinsdóttir, f. 1984,
húsfreyja.
Börn: Gísli Steinn, f.
2004, og María Lilja, f.
2007.
Foreldrar: Helga Bylgja
Gísladóttir, f. 1964, deild-
arstjóri hjá IGS, og Gísli
Þór Þórhallsson, f. 1962,
flugvirki.
Þórhallur
Gíslason
40 ára Lilja ólst upp í
Neskaupstað, býr þar og
er afgreiðslustjóri hjá
Íslandspósti.
Maki: Hafsteinn Már
Þórðarson, f. 1967, starfs-
maður Nýherja.
Börn: Hjörtur Logi, f.
1996; Heiðar Jökull, f.
2000, og Júlía Björg, f.
2002.
Foreldrar: Margrét Björg-
vinsdóttir, f. 1944, og
Gunnlaugur Sigurðsson, f.
1937, d. 2006.
Lilja Salný
Gunnlaugsdóttir
30 ára Barbara ólst upp í
Hrísey, er nú búsett á Ak-
ureyri, vann á leikskóla
þar og er að hefja
fæðingarorlof.
Maki: Erling Tom Erlings-
son, f. 1978, vélamaður
hjá Akureyrarbæ.
Foreldrar: Erna Erlings-
dóttir, f. 1955, sjúkraliði
við öldrunarheimilið Hlíð,
og Hjörtur Gíslason, f.
1952, rafvirki hjá Rafeyri.
Þau eru búsett á
Akureyri.
Barbara
Hjartardóttir
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is