Morgunblaðið - 17.03.2014, Side 32

Morgunblaðið - 17.03.2014, Side 32
MÁNUDAGUR 17. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Rannsaka flughermi flugstjórans 2. Stórsigur Liverpool á Old Trafford 3. „Lífið er ekki alltaf auðvelt“ 4. Síðasta verkfall stóð í átta vikur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hörpu á morgun, um er að ræða þá fimmtu og síðustu í tón- leikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu. Flensborgarkórinn mun syngja nokk- ur lög með lúðrasveitinni. Lúðrasveit og Flensborgarkórinn  Pater Jón Sveinsson S.J. Kennimaður með brostna köllun? nefnist erindi sem Gunnar F. Guð- mundsson heldur í dag í Aðalbygg- ingu Háskóla Ís- lands. Hann ritaði ævisögu Jóns sem nefnist Nonni. Rit- höfundurinn Jón Sveinsson er þekkt- ur bæði hér á landi og víðar um lönd fyrir bækur sínar um ævintýradreng- inn Nonna, en þær eru að mestu leyti byggðar á ævi hans sjálfs. Kennimaður með brostna köllun?  Félag viðskiptafræðinga og hag- fræðinga (FVH) hefur í tólfta sinn valið viðskiptafræðing eða hagfræð- ing ársins. FVH valdi Birnu Einars- dóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem viðskiptafræðing ársins 2013. Við valið horfði dómnefnd meðal annars til þess að Birna hefur leitt uppbyggingu Íslands- banka frá endur- reisn bankans í lok árs 2008. Birna viðskiptafræð- ingur ársins 2013 Á þriðjudag Vaxandi austanátt, 8-13 m/s síðdegis en 13-18 m/s syðst. Fer að snjóa á Suðurlandi en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðvestan 5-10 m/s. Dálítil él fyrir norðan og austan, en bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast á norðanverðu landinu. VEÐUR HK lék sama leik og í fyrra og varð bikarmeistari bæði í karla- og kvennaflokki í blaki. Kópavogsliðið vann Aftureldingu úr Mosfellsbæ í úrslitaleik kvenna og Þrótt úr Reykjavík í úrslita- leik karla en báðir leikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni í gær. Sextán ára strákur úr HK var valinn besti leikmaðurinn í karla- leiknum. »2 HK aftur tvöfald- ur bikarmeistari Kristján Arason er kominn til starfa hjá FH-ingum á nýjan leik og verður í þjálfarateymi karlaliðs félagsins í handknattleik það sem eftir lifir Ís- landsmótsins. „Einar Andri kom að máli við mig og bar þessa hugmynd upp við mig og ég ákvað að slá til. Mér rann blóðið til skyld- unnar enda hefur FH skipað stóran sess í mínu lífi og fjölskyld- unni,“ segir Kristján við Morgun- blaðið. »1 Kristján til starfa hjá FH-ingum á nýjan leik Skautafélag Akureyrar á alla möguleika á að tryggja sér Ís- landsmeistaratitilinn í íshokkí karla eftir að hafa unnið stórsigur á Birninum, 6:1, í Egilshöllinni í gærkvöld. Það var annar úrslita- leikur liðanna og staðan í einvíg- inu er 2:0 fyrir norðanmenn sem þar með geta orðið meistarar á heimavelli annað kvöld. »8 Titillinn blasir við Akureyringum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Japönum þóttu íslensku fiskiboll- urnar frumlegur matur, bragðgóðar, einfaldar og fljótlegt að útbúa þær. Sömuleiðis kunnu þeir vel að meta ís- lenska kjötsúpu,“ segir Guðrún Harðardóttir. Þau Stefán Lárus Stefánsson, eiginmaður hennar, sem var sendiherra Íslands í Japan, fluttu heim frá landi hinnar rísandi sólar fyrir nokkrum misserum, eftir góðan og mjög lærdómsríkan tíma eystra. Í þágu lands og þjóðar Verkefnin í þágu lands og þjóðar sem þau hjón sinntu ytra voru marg- vísleg. Eitt það óvenjulegasta var þó líklega að Guðrún var fengin í aðal- hlutverkið þegar japanskt forlag ákvað að gefa út bók með upp- skriftum að réttum. Bókin, sem heit- ir Ambassador’s Table sem í laus- legri þýðingu gæti útlagst sem Veisluborð sendiherrans, kom út 2012 og hefur þegar selst í um 20.000 eintökum. „Það sem fór í bókina er þekking og kunnátta sem ég hef viðað að mér frá því að ég byrjaði sem smástelpa að baka með pabba á Akranesi og elda með ömmu á Hellissandi. Ís- lensk matargerð er það sem ég kann en hef aldrei lært,“ segir Guðrún um tilurð bókarinnar. Upphaf þess var að japanska útgáfu- fyrirtækið Azur var með Íslandsumfjöllun í tímariti sínu. Það óskaði atbeina sendiráðsins við ýmis atriði og var Guðrún fengin í hlut- verk gestakokks, sem svo mætti kalla. Þetta vatt upp á sig, því umfjöllun í blaðinu mæltist vel fyr- ir. Útgáfan ákvað því að gefa út áðurnefnda bók með íslenskum upp- skriftum og aftur var Guðrún í aðalhlutverki. Í sendiráði Íslands í Tokyo er sendiherrann eini útsendi starfsmað- urinn en auk þess starfar þar við- skiptafulltrúi, sem er innfæddur Japani. Humar, skyr og lambakjöt „Aukaverkin komu svolítið í minn hlut, hvort sem það var í eldhúsinu, á Íslandskynningum eða öðru,“ segir Guðrún. Gerð bókarinnar segir hún hafa tekið um einn mánuð en gang- urinn var sá að hún útbjó matinn yfir daginn og svo voru herlegheitin mynduð í framhaldinu. „Við fengum fisk frá Icelandic, ís- lenskur humar fékkst í vestrænni matarbúð og stundum var hægt að fá íslenskt lambakjöt. Skyr fékkst frá Skyr-Japan svo þetta varð sitt lítið af hverju,“ segir Guðrún sem einnig var með uppskriftir að pönnukökum, kreppubrauði og ofnsteiktum laxi svo eitthvað sé nefnt. Íslensk veisla austur í Japan  Uppskriftir sendiherrafrúar í vinsælli matarbók Morgunblaðið/Golli Matur Hjónin Guðrún B. Harðardóttir og Stefán L. Stefánsson sendiherra með íslensku uppskriftabókina. Matarhefð Íslendinga og Japana segir Guðrún vera mjög ólíka. Gildi það raunar um alla menningu og siði þjóðanna. „Matargerð Jap- ana hefur mótast af alda- gömlum hefðum þar sem áhrifa gætir frá gervallri Asíu. Þegar japanskar húsmæður matbúa hugsa þær fyrst fyrir því að í matnum séu þau vítamín sem líkaminn þarf og síðan verður þetta að líta fallega út á disknum. Hinn eiginlegi hversdagsmatur Japana er til dæmis núðlusúpur, hrísgrjón, djúpsteiktur matur og fleira fljótgert. Sushi-réttir sem við Íslendingar þekkjum vel er hins vegar nánast bara sparimatur sem kannski er á borðum fólks einu sinni í mánuði,“ segir Guðrún sem í Japan sótti námskeið hjá Hattori sem er einn fremsti matreiðslu- skólinn í Tokyo. „Þar reyndi ég að læra það sem ég kunni ekki. Ég á eftir að þreifa mig áfram með þá þekkingu sem ég aflaði mér á námskeiðinu, en eitt af mörgu sem ég lærði af Jap- önum er að sýna hógværð í öllu.“ Vítamín á fallegum diski ÓLÍKAR HEFÐIR ÞJÓÐANNA Í MAT OG MENNINGU Japan Gleði í fjar- lægu landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.