Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Qupperneq 13
16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Hjalti Hafþórsson vinnur í mötu- neyti á Reykhólum þar sem eldað er ofan í nemendur grunn- og leikskóla, auk íbúa dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Barmahlíðar. Öllum frístund- um ver hann hins vegar við smíðar tilgátubáta; báta eins og líklegt er talið að Íslendingar hafi notað fyrr á tíð. Sá fyrsti var Vatnsdalsbáturinn, sem nú er til sýnis á minjasafninu á Hnjóti en Hjalti getur sér til um að slíkur bátur hafi verið notaður fljót- lega eftir landnám. Sá næsti er nán- ast tilbúinn. Það er Króka-Refur, en sá var mikill völundur og skipa- smiður og segir frá honum í Króka- Refs sögu. Báturinn verður sjósett- ur í vor. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið veitti Hjalta tvær milljónir króna í styrk í fyrra og aftur núna vegna verkefnisins, sem hann kallar Horfin verkþekking. Fyrir tveimur árum fékk hann styrk frá mennta- og meningarmálaráðuneyti. Þriðji og síðasti báturinn verður allt öðru vísi en hinir fyrri. „Ég tek stórt upp í mig með þeim þriðja: á teikniborðinu er skip eins og mögu- lega var notað í millilandasiglingum á miðöldum, 15 metra langt, sem ég vinn á sömu nótum og hin tvö. Ég hef reynt að finna bæði teikningar og ritaðar heimildir til að hægt sé að leiða að því líkur hvernig slíkur bát- ur hafi verið. „Ég reyni að tileinka mér vinnubrögð þessa tíma og það er gríðarlega skemmtilegt.“ REYKHÓLAR Hjalti Hafþórsson við Vatnsdalsbát- inn sem nú er á minjasafninu á Hnjóti. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Króka-Refur langt kominn Hinn daglegi leiðangur Emils Guð- jónssonar landpósts er 290 kílómetr- ar. Hann leggur upp í býtið frá Sel- fossi og hefur viðkomu á nokkrum stöðum í Flóanum. Fer á hvern bæ á Skeiðum og Gnúpverjahreppi, alla leið að Búrfellsvirkjun í Þjórsárdal. Á bakaleiðinni tekur hann hring um lágsveitir Flóans. „Fimmtudagsskammturinn er stór, þá kemur auglýsingapóstur, héraðsblöðin og fleira. Svo kemur kúfur gluggabréfa um mánaða- mótin,“ segir Emil sem hefur séð um póstdreifingu á þessu svæði frá 1981. Raunar verið viðloðandi starf- ið, sem hann tók nánast í arf að tengdaföður sínum látnum, frá 1978. Hefur alltaf séð um sama dreifing- arsvæðið og er því aðstæðum vel kunnugur. „Færðin í vetur hefur verið góð. Reyndar lagðist hálka á vegi strax í haust og hefur hún haldist yfir síðan. Síðan koma illviðraskot inn á milli og auðvitað er skafrenningurinn þreyt- andi, að ég tali nú ekki um blindhríð þegar himinn og jörð renna saman í eitt í birtunni. Þá er ekkert að gera nema fara hægt og lesa sig áfram milli stika,“ segir Emil. Starfsins vegna ekur hann um 75 þúsund kílómetra á ári. Er á fólksbíl þegar færðin er góð, en yfir veturinn er Hyundai Galloper traustur ferða- félagi. „Ég hlusta mikið á Rás 1 í bílnum, næ morgunleikfimi og mið- degissögu,“ segir Emil sem tekur sér smápásu í hádeginu. Nær þá í bitaboxið, þar sem hann er með smurt brauð með osti að heiman, og djús á brúsa. sbs@mbl.is SUÐURLAND Landpóstur með smurt að heiman Pósturinn Emil og ferðafélaginn Hyundai Galloper sem reynist vel í vetrarfærð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Margir vita að lambakóte-letta er herramanns-matur, helst steikt upp úr miklu smjöri og hjúpuð raspi. Haraldur Bóasson, vert á veitinga- staðnum Dalakofanum á Laugum, Halli Bó, greip tækifærið þegar það gafst og blés til kótelettuveislu sem haldin er vor og haust og orð- in vinsæl. Dalakofann reka Halli og eig- inkona hans, Þóra Fríður Björns- dóttir, í gamla húsi Kaupfélags Þingeyinga í „þéttbýlinu á Laug- um“ eins og hann kýs að taka til orða og hefur gaman af. „Það voru starfsmenn hjá Laugafiski sem áttu í raun hug- myndina. Þeir spurðu hvort ég vildi ekki bjóða upp á kótelettur eitthvert kvöldið og eftir að hafa hugsað málið smástund hafði ég samband við kunningja minn úr Kótelettufélagi Íslands, sem er með höfuðstöðvar í Reykjadal. Það varð úr að við sammæltumst um að félagsmenn kæmu og sæju um eldamennskuna.“ Fyrsta veislan var haustið 2012, endurtekin að vori og hausti 2013 og sú fjórða var haldin á dögunum. „Kótelettufélagið sá um matseldina í tvö fyrstu skiptin en ég ákvað svo að prófa þetta sjálfur þótt vissu- lega væri gaman að hafa þá með.“ Haraldur er ekki menntaður kokkur. „Ég er náttúrubarn!“ segir hann. „Hef alltaf haft gaman af því að elda og þetta er ekki mjög flók- ið. Ég hef látið Norðlenska á Húsavík velja handa mér hryggi og saga þá sérstaklega; þeir þurfa að vera af stórum lömbum, dálítið feitir og hver kóteletta um það til tomma á þykkt. Annars er smjör- ið lykilatriðið við matseldina; það má alls ekki spara smjörið þegar kjötið er steikt því annars verður það of þurrt.“ Gestir komu víða að á síðasta kótelettukvöld, sumir alla leið norðan úr Kelduhverfi. „Ég stefni á að þetta verði fastur liður vor og haust,“ segir Halli. Meðlæti er sulta, rauðkál og grænar baunir, auk kartaflna, og til að leggja enn frekar áherslu á gamla tímann var eftirrétturinn ís og blandaðir ávextir úr niðursuðudós. LAUGAR Í REYKJADAL Kótelettan hafin til vegs og virðingar á ný HALLI BÓ VERT Í DALAKOF- ANUM Á LAUGUM HELDUR KÓTELETTUVEISLU TVISVAR Á ÁRI OG HEFUR SAM- KOMAN SLEGIÐ Í GEGN. Ábót á kræsingarnar borin fram. Auður Katrín Víðisdóttir, Eydís Helga Pét- ursdóttir, Haraldur Bóasson vert og dóttir hans Ásdís Inga Sigfúsdóttir. Ljósmynd/Þóra Fríður Björnsdóttir Kótelettur Halla Bó með tilheyrandi. Fjórir af fimm í nýrri stjórn Íslandspósts eru Akureyringar; Eiríkur Haukur Hauksson, Preben Jón Pétursson og Jón Ingi Cæsarsson búa nyrðra og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, er einnig í stjórninni. Vikudagur bendir á þetta. Akureyrarpósturinn Grindavíkurbær fagnar 40 ára kaupstaðarafmæli í ár og óskar eftir tilnefningum bæjarbúa um heiðursviðurkenn- ingar. Þær getur fólk hlotið fyrir mikilvægt framlag til sam- félagsins, verulega umfram venjubundin störf. Hvern skal heiðra? SEX FLUGLEGGIR MILLI ÁFANGASTAÐA INNANLANDS Flugfélag Íslands mælir með Flugfrelsi ef þú átt oft erindi út á land eða til borgarinnar. Nýttu þér frelsið til að fljúga innanlands á hagstæðari kjörum. FLUGFELAG.IS SEX FYRIR 68.100 Ekkert breytingarg jald Ekkert afbókunarg jald Takmarkað sætaframboð Hvert Flugfrelsi gildir fyrir einn farþega Bókanlegt í síma 570 3030 is le ns ka /si a. is FL U 68 17 9 03 ’1 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.