Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 52
Amerísk áhrif í byggingarlist hérlendis náí raun aftur á 19. öld. Það eru einstakadæmi um það, til dæmis Hofskirkja í Vopnafirði en hún var hönnuð með ákveðna kirkju í Vesturheimi sem fyrirmynd,“ segir Pét- ur H. Ármannsson arkitekt sem sjálfur lærði arkitektúr vestanhafs. Fyrstu menningartengsl Íslands við Ameríku voru í gegnum vesturfar- ana. Áhrif þaðan mátti sjá hérlendis á hinum ýmsu sviðum og þar á meðal jafnvel í húsagerð. „Á þessum tíma var það auðvitað ekki í miklum mæli en það eru skjalfest dæmi um það og það er mjög merkilegt.“ Síðar fer áhrifa frá Bandaríkjunum að gæta í nokkrum skrefum. Fyrstu íslensku arkitekt- arnir, Rögnvaldur Ólafsson og Guðjón Sam- úelsson, fylgdust vel með straumum og stefnum beggja vegna Atlantshafs. „Þeir keyptu og lásu bækur og fagtímarit um arkitektúr í Bandaríkj- unum og til dæmis má greina áhrif frá Art deco- listastefnunni sem var áberandi í Bandaríkjun- um á 3. áratug 20. aldar í verkum Guðjóns. Má þar sem dæmi nefna Þjóðleikhúsið.“ Fyrsti íslenski arkitektinn sem lærði í Banda- ríkjunum var Þórir Baldvinsson en hann kom til starfa hérlendis um 1930 eftir að hafa stundað nám í Kaliforníu. „Ein þeirra nýjunga sem hann innleiddi í húsagerð var svokölluð forskalning; múrhúð utan á timburklædda veggi sem fest er á vírnet. Þessi byggingaraðferð er mjög algeng víða í Ameríku og þá sérstaklega í Kaliforníu. Hún reyndist ekki mjög vel í íslenskri veðráttu en engu að síður var þetta merkileg nýjung og klárlega komin frá Ameríku.“ Er seinni heimsstyrjöldin skall á lokaðist fyr- ir flest viðskiptasambönd við Evrópu sem þýddi að mikið af byggingavörum var eftirleiðis keypt frá Bandaríkjunum. Þetta hafði viss áhrif á þró- unina hérlendis. „Á 4. áratug 20. aldar höfðu margir af helstu frumkvöðlum nútímaarkitekt- úrs flúið undan nasistum frá Þýskalandi og Evr- ópu til Ameríku. Meðal þeirra sem voru tveir af leiðtogum Bauhaus-skólans, Walter Gropius og Mies van der Rohe. Báðir urðu virtir arkitektar og kennarar þar í landi og höfðu mikil áhrif á þróun arkitektúrs eftir stríð. Vaxtarbroddur nýsköpunar í arkitektúr færðist þannig frá Evr- ópu til Ameríku og á Norðurlöndunum fylgdust ungir arkitektar með því sem var að gerast í arkitektúr á þessum tíma í Ameríku.“ Í Kaliforníu þróaðist ákveðinn skóli í nútíma- arkitektúr sem hafði mikil áhrif á hönnun íbúð- arhúsa bæði hér og á Norðurlöndunum. Þessi áhrif urðu grunnurinn að þeim nýtískulega byggingarstíl sem varð einkennandi milli 1960 og 1970. Áhrifin komu beint og óbeint frá Bandaríkjunum en einnig Japan. Íslendingar fóru jafnframt að sækja nám í arkitektúr í Bandaríkjunum í auknum mæli á 7. og 8. ára- tugnum. Í Garðabæ er eitt hreinræktað amerískt hús frá þessum tíma, Hraun við Álftanesveg, sem teiknað var af kunnum arkitekt í Portland, Ore- gon um 1950. Efnið var flutt tilsniðið hingað til lands frá vesturströnd Bandaríkjanna með skipi um Panamaskurðinn og húsið reist í hrauninu við Álftanes. Þá stóð til að byggja mikla út- varpshöll á þeim stað þar sem Þjóðarbókhlaðan er í dag. Árið 1946 birtist grein um það í Út- varpstíðindum með ljósmyndum af módeli. Frægur amerískur arkitekt, William Lescaze, gerði uppdrættina að húsinu en hann teiknaði m.a. einn þekktasta skýjaklúf Philadelphiu, PSFS-bygginguna svokölluðu, og einnig bygg- ingar fyrir CBS-sjónvarpsfyrirtækið. Útvarps- höllin á Melunum átti að vera mjög veglegt og nýtískulegt hús en ekki varð af byggingu þess. „Síðan má segja að lífsstíllinn sem varð vin- sæll á eftirstríðsárunum, þegar einkabílaeign varð almennari og það fór að verða vinsælt að byggja einbýlishús á einni hæð í úthverfum með garði og tvöföldum bílskúr, sé hugmynd sem kom beint frá Ameríku. Þessi lífsstíll mótaði ákveðnar út- hverf- abyggðir á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópa- vog, Garðabæ og Mosfellssveit. Þetta er öfugt við það sem er nú efst á baugi þar sem allir vilja búa í 101 Reykjavík. Hverfi eins og Arnarnesið í Garðabæ er til dæmis mjög „amerískt“ að flestu leyti. Þar er algjört skilyrði að vera á einkabíl því enga þjónustu er hægt að sækja innan hverfisins. Húsin eru stórar villur sem margar hverjar voru teiknaðar undir miklum áhrifum frá amerískum nútímaarkitektúr.“ Víða í einbýlishúsum, til dæmis á Arnarnes- inu er að finna hugmyndir sem eiga rætur í am- erískum arkitektúr eftirstríðsáranna; t.d. að klæða arinveggi með náttúrugrjóti. Hér heima voru t.d. hellur úr Drápuhlíðarfjalli notaðar í þannig klæðningar. Síðast en ekki síst má nefna að fyrsta íslenska konan sem lærir innanhúshönnun, Kristín Guð- mundsdóttir híbýlafræðingur, lærði í Banda- ríkjunum, nánar tiltekið í Chicago. Hún var brautryðjandi í merkum nýjungum varðandi fyrirkomulag heimila á 6. og 7. áratugnum og lagði grunninn í sínu fagi hérlendis. Meðal nýjunga sem rekja má til Banda- ríkjanna má til dæmis nefna það að hafa mörg baðherbergi í hverri íbúð, sérstakt fata- herbergi og bað í tengslum við svefnherbergi, stór og rúmgóð eldhús með vel skipulagðri vinnuaðstöðu og vönd- uðum heimilistækjum. Hverfi eins og Arnarnesið í Garðabæ er til dæmis mjög „amerískt“ að flestu leyti. Þar er algjört skilyrði að vera á einkabíl,“ segir Pétur H. Ármannsson arkitekt. Morgunblaðið/Ómar Arnarnesið nokkuð amerískt ARKITEKTÚR HEIMILA Úttekt 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014 Í dag myndi ég segja að við séum aðnýta okkur það besta frá Evrópu ogAmeríku hvað útlit og stíl varðar,“ segir Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslu- meistari sem í áratugi hefur fylgst með tískustraumum og -stefnum hérlendis og erlendis. „Ef ég ætti að nefna eitthvað sérstakt sem hægt er að áætla að sé undir amer- ískum áhrifum þá tengist það lífsstíl öðru fremur. Ég nefni sem dæmi íslenskar önnum kafnar konur sem þurfa flestar að sinna fjölbreyttum verkefnum yfir daginn. Þær hafa tileinkað sér það sem amer- ískar konur þekkja og kunna vel en það er að vera við öllu búinn. Að vera bæði með flatbotna og háhælaða skó í bílnum til að grípa í eftir því hverju er verið að sinna hverju sinni. Við kunnum orðið að klæðast þægilegum fatnaði en vera samt fínar og þannig er vinnu og sporti bland- að saman. Sjálf var ég fljót að læra það þegar ég fór að ferðast og fara á sýningar og annað í tengslum við starfið að ég varð að velja mér fatnað að morgni sem dugði mér langt fram á kvöld því maður komst ekki í það að skipta um föt.“ Elsa segir Íslendinga fljóta að tileinka sér nýjungar í tísku og þeir séu ekki að spá í hvaðan þær koma. Hennar tilfinning er sú að Íslendingar grípi fremur það sem er að gerast í tísku poppheimsins vestanhafs en það sem er að gerast í Evr- ópu. En hártískan, er hún amerísk? „Bandarískar konur voru lengi taldar vera með fallegasta hárið af öllum kon- um í heiminum. Í hári þeirra var mikill hreyfanleiki og þær notuðu góða hárliti og -vörur. Oft var talað um að þessi dama og hin væru með „milljón dollara hár“,“ segir Elsa og var þá verið að vísa til bandarískra kvenna. „Hins vegar má segja að í dag sé hár- tískan hér alþjóðleg og á íslenskum hár- greiðslustofunum eru frönsku fagtímarit- in vinsælli en þau amerísku. Í dag er bandarísk hárgreiðsla oft mjög settleg, hvort sem það er sítt eða stutt hár, en ís- lenskar konur velja frjálslegri greiðslu og eru fljótar að breyta til. Íslenskar konur myndu aldrei stæla bandaríska hár- greiðslu nema ef um er að ræða kvik- myndarstjörnur eða tískufyrirmyndir.“ Mjög stutt hár hjá karlmönnum er afar áberandi núna sem er ekki síður af prakt- ískum ástæðum en tískutengt. „Mörgum þykir það þægilegt þegar mikið er um íþróttaæfingar og sturtuferðir sem þeim fylgja. En það er þetta sportlega útlit sem má kannski tengja við Bandaríkin.“ Elsa segir Íslendinga heppna og klára að því leyti að þeir pikki það besta upp úr öllum áttum og í seinni tíð séu áhrif frá Asíulöndum einnig orðin áberandi. Annar sérfræðingur í útliti kvenna, eða öllu heldur klæðnaði kvenna og hefðum og venjum þar, er Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður. Hún er á sama máli og Elsa með að áhrif tónlistararfsins banda- ríska hafi áhrif á tískuna hérna megin. Áður var það Elvis Presley og djassinn en í dag er það sérstaklega menningin í kringum rappið og hipphopp-tónlist. „Í rappklæðnaði eru sterkar tilvísanir í fatnað sem hægt er að tengja við fanga og þræla. Þeir þurftu ósjaldan að notast við föt í yfirstærð þar sem yfirleitt var einungis fram- leitt í einni stærð fyrir þá og þá stór svo allir kæmust í fötin. Strákar í dag eru í mjög stórum fötum, buxurnar hanga niður og mittið er allt of stórt. Þetta hefur haft gríð- arleg áhrif á tískuna um alla heim,“ segir Linda. Yfir það heila er sú tíska sem við þekkjum hérlendis þó evrópsk varðandi sniðagerð en fatatískan er þó þannig að hún tekur til sín alls konar úr ýmsum áttum og blandar saman nýj- ungum og klassík og jafn- vel fatnaði fortíðar, svo sem stíl miðalda. „Amerísk áhrif eru alls ekki dvínandi þótt ennþá séum við meira evrópsk. Og við erum talsvert þróaðri í okkar stíl en Ameríkanar. ELSA HARALDSDÓTTIR OG LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR Milljón dollara hár Ekki eru margir sem gera sér grein fyrir því en íslenskir piltar eru undir áhrifum bandarísks þræla- og fangaklæðnaðar. Bandaríska kvikmyndastjarnan Rita Hay- worth var öfunduð um víða veröld af milljón dollara hári sínu.  Fyrsti íslenski arkitektinn sem lærði vest- anhafs innleiddi nýjungar hérlendis sem þekktust í Bandaríkjunum. Ein af þeim var svokölluð forskalning.  Í Kaliforníu þróaðist ákveðinn skóli í nú- tímaarkitektúr sem hafði mikil áhrif á hönn- un íbúðarhúsa bæði hér og annars staðar á Norðurlöndunum.  Íslendingar fóru að sækja nám í arkitektúr í Bandaríkjunum á 7. og 8. áratugnum.  Víða í íslenskum einbýlishúsum er að finna hugmyndir sem eiga rætur í amerískum arkitektúr eftirstríðsáranna.  Íslenskar önnum kafnar konur hafa tileinkað sér tísku amerískra kvenna sem eru bæði með háhælaða skó og flatbotna í bílnum til að grípa í.  Frönsk fagtímarit eru vinsælli en þau amerísku á íslenskum hárgreiðslustofum en íslenskum konum þykir mörgum banda- rískar greiðslur of settlegar.  Mjög stutt hár er áberandi hjá karl- mönnum og sportlegt útlit þeirra má kannski tengja við Bandaríkin.  Bandarískur rappklæðnaður hefur haft mikil áhrif á karlmenn hérlendis. Í þeim klæðnaði eru sterkar tilvísanir í fatnað fanga og þræla; mjög stór föt sem áttu að passa á alla.  Íslenska tísku má yfir það heila fremur rekja til Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.