Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 47
að koma fjölda öflugra eldflauga á Gasasvæðið. Þær flaugar gátu dregið til hvers einasta staðar innan Ísr- aels. Það er eitt dæmið um ástandið í heiminum að þeg- ar forsætisráðherra Ísraels sýndi upptækt vopnabúrið náði sú sýning ekki neinni umræðu. Tyrkland, sem lengi hefur verið fyrirmyndarríkið í þessum heimshluta, er í miklu uppnámi og stjórn Er- dogans hangir á bláþræði. Herinn bíður enn átekta, en óttast er að þar sé þolinmæðin á þrotum. Erdogan lét lausan nýdæmdan hershöfðingja til að reyna að blíðka herinn, en líklegt er að það verði aðeins skilið sem ótví- rætt merki um veika stöðu forsætisráðherrans. Þetta allt minnir á land sunnar á svæðinu. Egypta- land gerir ekkert lengur með umvandanir Bandaríkja- manna. Sisi hershöfðingi býr sig undir „forsetakosn- ingar“ en annar herforingi, Mubarak, fór áratugum saman létt með slíkar kosningar. Þar er allur leyndar- dómurinn falinn í talningunni. Lýðræðistilburðir eru því að fjara út í Egyptalandi, og herinn telur að auki að Obama hafi ekki aðeins svikið Mubarak á síðustu metr- um hans, en að hann hafi beinlínis ýtt undir ofstækis- manninn Morsi og grafið undan viðleitni hersins til að tryggja stöðugleika í landinu. Sisí hefur því hallað sér að Rússlandi Pútíns að undanförnu. … ver því ætíð var um þig Og þegar hann er nefndur opnast upp margar gáttir fyrir þá sem hafa áhyggjur. Rússland er annað mesta kjarnorkuveldi í heimi. Á tímum Sovétríkjanna sálugu óttaðist umheimurinn að alræðismenn kommúnismans kynnu að grípa til slíkra vopna með ógnvænlegum af- leiðingum. Eftir hrun hans þar eystra kom í ljós að ótt- inn við gjöreyðingarstríð hafði verið jafnþrúgandi fyrir leiðtoga í Kreml og aðra. En Rússland er eftir sem áð- ur eina landið í heiminum sem (fræðilega) getur eytt Bandaríkjunum. Lítið er enn gert úr efnahagslegri stöðu Rússlands, þótt blaðamenn séu hættir að bera hana helst við stöðu Hollands og Belgíu. En þótt efnahagslegar brotalamir Rússlands séu miklar eru Vesturlönd ekki í neinni stöðu núna til að taka þetta landmesta ríki heimsins efnahagslega í nefið. Því sú staðreynd er að renna upp fyrir sífellt fleiri að Evrópa og evrulöndin sérstaklega standa sjálf á brauðfótum. Rússland getur svo sann- arlega gert þessum ríkjum efnahagslegan miska af margvíslegu tagi ef þau reyna að fylgja hótunum sín- um eftir. Efnahagsvandinn í Evrópu er verulegur án hugsanlegra vandamála tengdum Úkraínu og yfir- gangi Rússlands þar. Evrópa er komin á beinan nið- ursnúning núna, eins og sumir spáðu fyrir um, þegar árið 2012. Seðlabanki ESB vísaði slíkum spám á bug þá. En afneitun af því tagi dugar ekki lengur. Bullandi ágreiningur er í Seðlabanka Evrópusam- bandsins um það hvernig við eigi að bregðast. Þess vegna mun lítið gerast og það litla mun gerast of seint. Ástandið hefur enn ekkert lagast í löndum eins og Grikkland þar sem atvinnuleysi náði enn nýjum hæð- um í síðasta mánuði. Samdrátturinn er svo mikill á Ítalíu núna að jafnvel tiltölulega ábyrg stjórn á fjár- lagahalla hefur ekki dugað til að vega upp á móti. Stjórnmálalegur og efnahagslegur órói fer því hratt vaxandi í landinu. Evrópuríkin horfa með miklum ugg til Kína. Þar hef- ur þörf ríkisins á að veikja gjaldmiðil sinn farið vaxandi upp á síðkastið og hefur hann þegar veikst verulega á fyrstu mánuðum ársins gagnvart evru og dollar. Með- an sú lækkun er þó ekki meiri en orðið er, ætti breyt- ingin að jafnaði ekki að valda áhyggjum. En evrusvæð- ið má ekki við neinu. Það hefur komið sér í þá stöðu að þola ekki andbyr úr austri. Vafalítið er, að taki Kína þá dýfu núna, sem forsætisráðherra landsins sagði í vik- unni að kynni að vera óhjákvæmileg, þá mun ástandið í efnahagsmálum Evrópu verða illviðráðanlegt. Í Suður-Ameríku er Argentína í efnahagslegu upp- námi. Venesúela er nánast í pólitísku og efnahagslegu borgarastríði og staðan í stórríkinu Brasilíu er orðin mjög alvarlegt. Ástandið í nokkrum ríkjum Mið-Afríku er vægast sagt hrikalegt, en umheimurinn hefur ekki burði til að bregðast við. Hann hefur í augnablikinu nóg með sig. Einhverjir geta sjálfsagt fundið út að Nostradamus hafi séð þetta allt fyrir eða lesa hafi mátt þróunina í tæka tíð út úr stjörnumerkjunum. Ekki skal gert lítið úr slíkri speki eða annarri frammi fyrir hinni yfirgrips- miklu fáfræði sem mannkyn, sem aldrei hefur verið upplýstara en núna, stendur óneitanlega frammi fyrir. Það er auðvitað ekkert samhengi í því, en engu að síður setur óhug að mörgum, þegar að risavaxin þota getur horfið „sporlaust“ með á þriðja hundrað manns innanborðs og það í tilveru sem menn töldu einkennast af því að spíónar með ólíkindalegan tæknibúnað og gervitungl fylgdust með hverjum einasta jarðarbúa frá mínútu til mínútu eða þar um bil. En í öllu þessu fári er það þó huggun hættum gegn að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, stóð upp á Alþingi Íslendinga og lýsti því þungbúinn yfir að Birgir Ármannsson, formaður íslensku utanríkis- nefndarinnar, hefði brugðist „degi of seint“ við ástand- inu í Úkraínu. Morgunblaðið/Ómar Það verður mikill skjálfti ef 20 prósenta umframeyðslu mannkyns verður eytt með sveiflu 16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.