Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 40
Hvenær kviknaði áhuginn á tísku?
Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Eldri systir mín, Eva Valdimarsdóttir, sem
heldur úti blogginu dusty-reykjavik var alltaf að ferðast þegar við vorum
yngri og kom heim með flottustu hlutina. Ég elskaði fataskápinn hennar og
varð svo ánægð þegar hún gaf mér eitthvað af sínum gömlu fötum.
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Ég elska strigaskó og herraföt. Ég blanda þröngum fötum við víð, og fínum
munum við hversdags. Ég er vog í stjörnumerki þannig að það þarf að vera
jafnvægi í öllu, haha.
Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut?
Biker-jakkann minn frá Acne. Ég elska leðurjakka, og sniðið hjá Acne er
fullkomið.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Þau eru mörg, eins og Phoebe Philo, yfirhönnuður Céline, mér finnst Rih-
anna líka geðveik og Olsen-tvíburarnir eru rosalega svalar. Ég
gæti haldið áfram lengi.
Hvaða sumartrend ætlar þú að tileinka þér?
Ég var að kaupa mér gulllitaða sundsandala frá Stine Goya x
H2O. Ég ætla að vera í þeim í allt sumar, helst med sokkum.
Sundsandalar eða Birkenstock eru ennþá voða vinsælir.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar
kemur að fatakaupum?
Ég reyni að vera svolítið íslensk, og hugsa „þetta
reddast allt“ en svo er mottóið mitt líka gjörsamlega
að vera jákvæð þá koma jákvæðir hlutir inn í líf
manns.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Það breytist með hverri árstíð. Fyrir sumarið 2014,
eða SS14, finnst mér fötin frá hönnuðunum Yang Li
mjög áhugaverð. Vans skór blandaðir klassískum
sniðum, og gamaldags spennubelti. Elska það.
Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að
nota?
Nei, ég nota allt og er eins og krakki, ég get ekki beðið
með að fara í flíkurnar ég nota allt strax. Fólkið í kring-
um mig er dýrmætt, ekki hlutirnir.
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns?
Ég keypti svarta rúllakragapeysu í H&M í vetur, ég þarf
að þvinga sjálfa mig til að fara í eitthvað annað Hún er al-
gjört æði …
En þau verstu?
Þegar kampavínsfyr-
irtækið Moët et Chand-
on flaug með mig til
New York í afmæl-
isveisluna sína og ég
uppgötvaði þegar ég
kom á hótelið að ég
hafði gleymt flottu háæl-
uðu skónum mínum. Ég
þaut út og keypti skó, og
fékk blöðrur upp á hné
þetta voru lélegustu skór
fyrr og síðar.
Pheobe Philo,
yfirhönnuður
Céline, er með
flottan stíl.
ELSKAR STRIGASKÓ OG HERRAFÖT
Þarf að vera
jafnvægi
í öllu
ÞÓRA VALDIMARSDÓTTIR STARFAR SEM
AÐSTOÐARTÍSKURITSTJÓRI DANSKA
TÍSKUTÍMARITSINS COSTUME. ÞÓRA BÝR
Í KAUPMANNAHÖFN ÞAR SEM HÚN LIFIR
OG HRÆRIST Í HEIMI TÍSKUNNAR OG SEGIR
SOKKA VIÐ SANDALA HALDA ÁFRAM
AÐ VERA SJÓÐHEITT Í SUMAR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Biker jakkin frá Acne er virkilega
flottur með góðu sniði.
Yang Li er í uppáhaldi hjá
Þóru þessa stundina.
Þóra hefur
alltaf haft mikinn
áhuga á tísku.
Stine Goya x H2O, 14.600 kr.
Tíska *Búið er að tilkynna þá sem tilnefndir eru til tískuverð-launanna CFDA 2014 en það eru ein virtustu verðlaunsem veitt eru í tískuheiminum. Fyrir kvenfatnað ársins eruþað Marc Jacobs, Altuzarra og Alexander Wang sem erutilnefnd. Fyrir herrafatnað eru Thom Browne, Rag & Bone ogMaxwell Osborne og Dao-Yi Chow hjá Public School tilnefnd tilverðlaunanna. Fyrir aukahluti eru þau Wang, The Row og Pro-
enza Schouler tilnefnd. Verðlaunin verða afhent 2. júní 2014.
Tilnefnd til tískuverðlauna