Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Síða 17
Þátturinn sem öll fjölskyldan getur
horft á? Fjölskyldumeðlimir eru á
ýmsum aldri með fjölbreyttar þarfir.
Við horfum frekar sjaldan á þætti, en
horfum frekar á myndir. Stelpurnar
velja oft myndir sem voru í uppáhaldi
þegar ég var yngri. Má t.d. nefna
hina stórgóðu ET, Goonies, Star
Wars og fleiri klassíkera.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá
öllum? Á föstudögum eru pitsa-
kvöld. Þá hjálpumst við að við að
elda. Allir fá sína eigin pitsu með
því sem þeim þykir best. Stundum
gerum við það sem við köllum „crazy
friday“. Það er sama hráefni og í
pitsu en deigið notað til að gera
formið skemmtilegra, t.d. skrímsli,
hús eða hvað sem okkur dettur í hug.
Skemmtilegast að gera saman?
Okkur þykir mjög gaman að vera saman og
gera það sem hvatvísin segir okkur að gera.
Föstudagspitsan er gott dæmi um það. Við för-
um mikið í sund, þar erum við öll börn og við
foreldrarnir gefum ekkert eftir í rennibraut-
unum.
Borðið þið morgunmat saman? Það er allur
gangur á því hvernig því er háttað. Í svona
stórri fjölskyldu er mjög misjafnt hvenær
menn vakna. Þetta er mjög frjálslegt hjá okkur.
Um helgar reynum við þó að gera eitthvað öðru-
vísi en á virkum dögum og erum grimm í „full english/american“ með
beikon, egg, bakaðar baunir, skonsur og fleira djúsí. Svona kóngafæði dug-
ar langt inn í daginn.
Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Hér er mikið
hlustað á tónlist og jafnvel dansað. Þó ég sé kannski ekki sá sleipasti í
þeim efnum. Annars er þetta bara misjafnt, oft vilja menn bara dunda sér
í friði eftir amstur dagsins.
Eigið þið eftirlætisstað sem þið farið á? Mývatnssveitin er æði stendur
einhvers staðar. Það á svo sannarlega við okkur. Í Mývatnssveit eru marg-
ir uppáhaldsstaðir. Hesthúsið hans afa Kobba þykir skemmtilegur staður
sem og Jarðböðin, garðurinn hennar ömmu og fleira og fleira. Í sumar
ætlum við að rannsaka nýja staði af miklum móð, enda af nógu að taka.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Ljósmynd/Daníel Starrason
Gefur ekkert eftir
í rennibrautunum
Stefán
Jakobsson
16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Hvað? Franska teiknimyndin Ernest og Celestína.
Hvar og hvenær? Bíó Paradís, laugardag og sunnudag kl. 16.
Nánar: Ernest og Celestína er talsett á íslensku. Frábær
vatnslitamynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna.
Vönduð barnamynd
Undanfarin ár hefur Stúdíó Sýrland
staðið fyrir námskeiðum í talsetn-
ingu fyrir börn, unglinga og full-
orðna. Hafa 80-90 manns tekið þátt á
hverju ári. „Við höfum haldið nám-
skeiðin á vorönn undanfarin ár og
það lítur út fyrir sjö námskeið í ár
með 12 manns á hverju námskeiði,“
segir Margrét Valdimarsdóttir hjá
Stúdíó Sýrlandi. Kennd eru undir-
stöðuatriði í framsögn og tjáningu
og síðan fara nemendur í stúdíó þar
sem farið er í gegnum tæknina við
að talsetja, sem er erfiðara en marg-
an grunar. „Setið er við skjá með
teiknimynd, handrit fyrir framan
sig, upprunalegt tungumál mynd-
arinnar í heyrnartólum og svo þarf
að leika karakterinn og láta íslensk-
una passa við varahreyfingar mynd-
arinnar. Þetta er töluverð samhæf-
ing en allir geta prófað og þykir
flestum mjög skemmtilegt.“ Að
námskeiðum loknum fá allir þátttak-
endur viðurkenningarskjal, dvd-disk
með efninu sem þeir talsettu og
raddprufu. Þátttakendur sem skella
sér á námskeið í talsetningu fá
stundum hlutverk í teiknimynd fyrir
sjónvarp eða kvikmyndahús.
TALSETNINGARNÁMSKEIÐ HJÁ STÚDÍÓ SÝRLANDI
Dóra landkönnuður og fjölskylda og vinir eru dæmi um talsetta teiknimynd.
NICKELODEON
Talað yfir teiknimyndir
Hið íslenska svefnrann-sóknafélag hélt alþjóðlegasvefndaginn hátíðlegan
með fræðsludagskrá á fimmtudag.
Þar hélt Erla Björnsdóttir, sál-
fræðingur, fyrirlestur um svefn
unglinga. Þar færði hún rök fyrir
því að skólastarf unglinga byrji of
snemma á daginn. „Allt of margir
unglingar koma í skólann án þess
að hafa náð hinum nauðsynlega níu
tíma svefni sem unglingar þurfa.
Svefnþörfin eykst þegar komið er
á unglingsár. Rannsóknir sýna að
unglingar sem fá minna en sjö
tíma svefn þjást af mikilli dag-
syfju. Án nauðsynlegs svefns er
líklegt að geðheilsa, líkamlegt
ástand, mataræði, einbeiting og
fleira fari úr skorðum með nei-
kvæðum afleiðingum. Unglingar
sem sofa nóg eru hamingjusamari,
lifa heilbrigðara lífi og gengur bet-
ur í skóla,“ sagði Erla meðal ann-
ars en mæting á fundinn var mjög
góð og sköpuðust miklar umræður
eftir hann um að seinka klukkunni
á Íslandi.
97% unglinga með raftæki
í svefnherberginu
Stoðir andlegs og líkamlegs heil-
brigðis eru þrjár segir Erla. Mat-
aræði, hreyfing og svefn. „Alltof
oft gleymist að ræða um svefn í
þessum efnum.“ Á fyrirlestri Erlu
kom fram að börn 5-12 ára þurfi 9-
11 klukkustunda svefn, unglingar
9-10 klukkustunda svefn og full-
orðnir 7-8 klukkutíma. „Um 90%
unglinga sofa minna en átta
klukkustundir á virkum dögum og
25% sofa minna en 6,5 klukku-
stundir. En þegar unglingar geta
sofið að vild kemur í ljós að flestir
sofa í níu klukkustundir.
Í rannsókn sem var gerð árið
2010 kom í ljós að 97% unglinga
eru með að minnsta kosti eitt raf-
tæki í svefnherberginu sínu og
meirihluti unglinga horfir á sjón-
varpið síðasta klukkutímann fyrir
svefn. Svo eru margir í dag í tölv-
unni uppi í rúmi, loka henni og
ætlast til að sofna nánast um leið.
Það virkar hinsvegar ekki því heil-
inn er enn að starfa á fullu.“
Hún bendir á að vansvefta ung-
lingar eigi erfiðara með einbeit-
ingu, þeir eyði minni tíma í heima-
nám og fá lægri einkunnir. „Ráðin
eru þau að hafa regluegan svefn-
tíma bæði á virkum dögum og um
helgar. Hafa minni skjátíma á
kvöldin, snjallsími, iPad og tölvur
eru þar á meðal og forðast koffein,
orkudrykki, tóbak og áfengi. Rúm-
ið á að vera til svefns, ekki til að
gera heimaverkefni eða tala í sím-
ann,“ segir Erla.
HIÐ ÍSLENSKA SVEFNRANNSÓKNAFÉLAG
Skólinn byrjar of snemma
Gott svefnráð fyrir unglinga samkvæmt fyrirlestri Erlu er að leggja sig ekki
lengur en 45 mínútur. Vansvefta unglingar eiga erfiðara með einbeitingu.
Morgunblaðið/Ómar
OF MARGIR UNGLINGAR
MÆTA Í SKÓLANN ÁN ÞESS
AÐ HAFA NÁÐ NAUÐSYN-
LEGUM NÍU TÍMA SVEFNI.
Þetta er nóg, þetta er nóg,
og ég rís eins og morgunsól.
Þetta er nóg, þetta er nóg,
þessi þæga stelpa fór. Elsa í Frosin
FLUGFARÞEGAR FÁVSK
AFÖLLUMGLERAUGUM
SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU