Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Side 42
É g hef alltaf haft áhuga á sögufrásögn en það tók mig bara svolítið langan tíma að uppgötva hver mín leið væri til þess að túlka hana,“ segir Karen Briem búningahönnuður. Karen útskrifaðist með meistaragráðu í búningahönnun úr Uni- versity of the Arts í desember og starfar nú hjá Her Majesty’s Theatre í London sem hún segist sérstaklega ánægð með. „Það er mjög gaman að geta farið strax að vinda sér út í eitthvað sem tengist náminu, beint eftir nám, sérstaklega því ég hef aldrei unnið í leikhúsi áður. Það er mikil og góð reynsla að fá að kynnast svona stóru leikhúsi þar sem eru ótrúlega margir búningar. Búningarnir eru svo mikill partur af því sem er að gerast í leikhúsinu,“ segir Karen Briem. Karen ólst upp í Mexíkó þar sem hún bjó til níu ára aldurs. Þá flutti hún til Íslands og gekk í Melaskóla, Hagaskóla og síðar Menntaskólann í Reykjavík. „Eftir menntaskóla fór ég að velta því fyr- ir mér hvað ég ætlaði að gera. Ég ætlaði alltaf í læknisfræði, fór á náttúrufræði- braut … En svo einhvern veginn fór ég bara til Kína,“ segir Karen og hlær. „Mig langaði að læra kínversku og hugsaði bara, hvar er það betra en í Kína. Það er frekar rökrétt,“ segir Karen sem var 21 árs þegar hún tók þá ákvörðun að flytja til Kína og læra kín- versku. „Ég bjó í Kína í eitt ár og ákvað í kjölfarið að flytja til Kaupmannahafnar og læra alþjóðaviðskiptafræði með áherslu á Fórnarkostnaður að láta draumana rætast kínversku. Þegar ég lauk náminu var ég fljót að komast að því að ég var ekki fullkomlega að finna mig í þessu umhverfi og fór þá bara að velta því fyrir mér „hvað er það þá?“ Hið óþekkta alltaf ógnvekjandi Við tók u-beygja þegar Karen tók ákvörðun um að hefja diplómanám við fatahönnun í Copenhagen mode design school þar sem hún lærði að gera snið og sauma. „Ég var með frábæran hönnunarkennara þar, Christi- an Westphal, sem hvatti mig til að fara út í eitthvað ýktara og stærra heldur en það sem gengur og gerist í fatahönnun,“ segir Karen og bætir við að þá hafi hún farið að sjá þetta koma heim og saman og sótti um í búninga- hönnun við University of the Arts í London og fékk inngöngu. Var það ekki erfið ákvörðun að fara úr viðskiptafræði yfir í hönnun? „Algerlega. Þetta var algjör u-beygja. Það er alltaf fórnarkostnaður í því að láta draumana sína rætast, eins mikil klisja og það er. Hið óþekkta er alltaf svolítið ógn- vekjandi og maður borgar alltaf visst verð fyrir það en það er algerlega búið að vera þess virði.“ Karen segist hafa verið viss um að búninga- hönnunin væri það sem hana langaði að gera og þess vegna tók hún áhættuna að hefja námið, en segir einnig að það sé vissulega undir henni sjálfri komið hvernig hún spili úr náminu. „Ég ætlaði að sigra heiminn í viðskipta- fræði en núna ætla ég bara að sigra heiminn í búningahönnun, það er bara annað sjónar- mið,“ segir Karen og hlær. Sígauni að eðlisfari Spurð hvort ferðalög og flakk hafi áhrif á bæði hönnunina og það sem hún er aðhafast í lífinu segir Karen algerlega svo vera. Hún segist vera sígauni að eðlisfari og sífellt sækja í ævintýri. Karen segir jafnframt að upplifanir, sjónarhorn og lífsreynsla hafi allt- af áhrif, hvort sem fólki líki það betur eða verr. „Ég er hef oft reynt að vera sem dæmi mínímalísk og skandinavísk í hönnuninni en fundist erfitt að halda mig eingöngu við það þar sem minn heldur óhefðbundni bak- grunnur kemur alltaf í ljós með einum eða öðrum hætti. Maður getur lítið falið svona. Hver sem þú ert og hvað sem þú hefur gert, það brýst alltaf út ef þú ert einlægur í því sem þú gerir.“ Karen segist opin fyrir heiminum og hana langi alltaf að prófa eitthvað nýtt. „Það hefur hentað mér vel. Þannig læri ég, með því að prófa og gera mistök og læra af þeim. Það hefur verið mín leið til að koma hlutunum frá mér,“ segir Karen en þetta hugarfar hef- ur fylgt henni í gegnum bæði nám og störf. Karen býr nú í London og er að vinna í nokkrum verkefnum samhliða starfinu í leik- húsinu. Hún segir leikhúsið góðan stað til þess að kynnast fólki með svipaða hugsjón. „Ég er að vinna í mínum eign sjálfstæðu verkefnum út fyrir leikhúsið. Leikhúsið er góður og agaður staður til þess að læra inn á hvernig sá heimur virkar á búningahönnun. Síðan er hin hliðin á búningahönnun sem ég er mjög spennt fyrir sem er sjálfstæðari leið þar sem búningahönnun er ákveðið listaverk. Það vinn ég ein og með fólki úr skólanum, sem ég geri restina af sólarhringnum.“ Karen verður með listasmiðju á LungA- hátíðinni á Seyðisfirði í sumar. Þar ætlar hún að kynna búningahönnun sem eigið listform. „Búnigahönnun er oft álitin hliðargrein af kvikmyndum eða leikhúsi en mér finnst bún- ingahönnun vera sitt eigið listaform sem get- ur staðið eitt og sér. Það er ákveðið listaverk útaf fyrir sig þó svo að það sé ekki endilega partur af leikriti eða kvikmynd.“ KAREN BRIEM ER FYRST ÍSLENDINGA TIL AÐ LJÚKA MEISTARANÁMI Í BÚNINGAHÖNNUN FRÁ UNIVERSITY OF THE ARTS Í LONDON OG STARFAR NÚ HJÁ HER MAJESTY’S THEATRE Í LONDON. KAREN VERÐUR MEÐ LISTASMIÐJU Á LUNGA-HÁTÍÐINNI Í SUMAR ÞAR SEM HÚN KYNNIR BÚNINGAHÖNNUN SEM EIGIÐ LISTFORM. Sigurborg Selma Karsldóttir sigurborg@mbl.is 1 Lokaverkefni Karenar úr meistaranáminu. Karen Briem segir búningahönnun hafa sitt eigið listform sem staðið getur eitt og sér. 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014 Tíska Hátíðin Reykjavík Fashion Festival eða RFF fer fram í fjórða sinn þann 29. mars næstkomandi. Þau átta hönnunarhús sem munu sýna nýjustu línur sínar eru; Cintam- ani, Ella, Farmers Market, JÖR by Guð- mundur Jörundsson, Magnea Einarsdottir, REY, Sigga Maija og Harpa Einarsdóttir.. Þórey Eva Einarsdóttir framkvæmdarstýra hátíðinnar segir hátiðina sérstaklega fjöl- breytta í ár „Við leggjum áherslu á að þetta sé flott og spennandi dagskrá og verðum samhliða hönnunarmarsinum í ár.“ Reykjavík Fashion Festival ásamt Hönn- unarmiðstöð og KPMG eru að fara af stað með samstarfsverkefni „Við ætlum að taka út bransann og reyna að fá tölur svo að við fáum tilfinningu fyrir umfanginu. Við fáum að sjá hvað hátíðin er að velta til að geta tekiði ákvarðanir út frá því. Það náttúrulega breytir því hvernig stefnumótunin verður með hátíðina,“ segir Þórey Eva sem telur samstarfsverkefnið virkilega spennadi. „Það er um að gera að klæða sig upp og taka þátt í RFF og Hönnunarmars, þetta er hrikalega flott dagskrá og eitthvað við allra hæfi. Harpan verður í brennidepli og það veður gaman að sjá hana í fullum skrúða fyr- ir hönnunina,“ segir Þórey bendir á miða- sölu RFF á harpa.is TÍSKUHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Harpa í hönnunarskrúða Reykjavík Fashion Festival verður samhliða Hönnunarmars í Hörpu þann 29. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.