Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014
Viðtal
Edda, hver myndirðu halda að
væri uppáhaldssjónvarpsþátt-
urinn hans?
„Úff, ef það er ekki eitthvað
um kóngafjölskylduna þá hlýt-
ur það að vera Erfingjarnir.
Hann er dramadrottning og
hann hlýtur að hafa gaman af
svona fjölskyldudrama.“
„Þetta er alveg rétt. Ég
hefði reyndar nefnt House of
Cards, þó með eiginlega alveg
sama rökstuðningi og hún
kom með.“
Guðfinnur, hvaða þáttur
heldurðu að sé í mestu uppá-
haldi hjá henni?
„Mér finnst þetta rosalega
erfið spurning. Jú, ætli hún
horfi ekki bara á House of
Cards líka. Hún er nefnilega
svolítið lík henni Claire Und-
erwood. Hún hefur gaman af
svona ótuktarfólki og kvik-
indisskap, þótt hún sé sjálf
ekki þannig.“
„Já þetta er alveg hárrétt.
Ég elska Claire og illmennin
líka,“ segir Edda.
Þá er það komið á hreint,
Spilaborgin er í uppáhaldi hjá
báðum en þau hafa þó ólíkan
stíl við áhorfið. „Ég tæti þetta,
horfi á marga þætti í einu
gegnum Netflix,“ segir Edda.
„Ég er svolítið gamaldags,
finnst gott að eiga mína stund
á mánudagskvöldum til að
horfa,“ segir Guðfinnur.
En hvernig myndi hann lýsa
Eddu í þremur orðum?
„Bráðgreind, stór-
skemmtileg og röggsöm.“
En hún honum?
„Vandvirkur og eldklár
húmoristi.“
SPILABORGIN Í UPPÁHALDI HJÁ BÁÐUM
É
g hélt að hann væri svakalega formfastur. Það kom
mér skemmtilega á óvart að hann er miklu fyndn-
ari í eigin persónu heldur en ég hélt,“ segir Edda
Hermannsdóttir um samstarfsfélaga sinn Guðfinn
Sigurvinsson en saman munu þau stýra þættinum
Góður dagur á nýrri sjónvarpsstöð, Miklagarði, sem fer í loft-
ið laugardaginn 15. mars. Þátturinn verður á dagskrá kl. 11 á
laugardagsmorgnum.
„Ég var búinn að heyra af Eddu gegnum sameiginlega vini
og það er eiginlega alveg furðulegt að við skyldum aldrei hafa
hist fyrr en núna þegar við erum að fara saman af stað með
þennan nýja þátt. Ég hélt að hún væri mjög alvörugefin týpa.
Hún er reyndar A manneskja, en ég hélt að hún væri leið-
inleg A manneskja,“ segir Guðfinnur og hlær.
Upphaflegar hugmyndir þeirra um hvort annað hafa þó í
engu staðist, enda segjast þau ná saman gegnum húmor og
gleði sem þau vonast til að geta látið að einhverju leyti skína í
gegn í þáttunum.
Manneskjulegt sjónvarp
„Okkur langar til að skapa vettvang í sjónvarpi þar sem fólk
getur komið, verið afslappað, talað um allt mögulegt og verið
svolítið manneskjulegt. Það vantar meiri gleði í íslenskt sjón-
varp, finnst okkur. Maður heyrir mjög mikið um illdeildur á
Alþingi, sjúkdóma og einhvers konar ógæfu fólks. Slíkar um-
fjallanir eiga vissulega rétt á sér en það er annars konar líf í
landinu. Það er til fullt af fólki sem hefur skemmtilegar skoð-
anir og er að gera spennandi og áhugaverða hluti,“ segir Guð-
finnur.
Fyrst um sinn verður þáttur þeirra Eddu og Guðfinns eini
eiginlegi þátturinn á sjónvarpsstöðinni en styttri innslög, bæði
úr þættinum og annars staðar að, verða einkennandi fyrir
dagskrána frá degi til dags. Sjónvarsstöðin sérhæfir sig í
dægurmálum og umfjöllunum um vörur og þjónustu og er í
loftinu allan sólarhringinn og efni hennar má sömuleiðis nálg-
ast á vefsíðunni www.mikli.is og á Facebook.
„Fólk á ekki bara að koma í viðtöl þar sem markmiðið er
að þjarma að viðmælandanum og fletta ofan af einhverjum
misgjörðum. Fólk á líka að koma í sjónvarpið til að ræða
hugðarefni sín og hlæja. Þess vegna heitir þátturinn okkar
„Góður dagur.“ Við viljum á laugardagsmorgnum leggja
grunn að góðum degi og fólk fái hjá okkur allt í senn fjöl-
breytta afþreyingu, skemmtun og fróðleik,“ segir Edda um
nýja þáttinn.
Hafa farið sömu leið gegnum lífið
Guðfinnur starfaði á RÚV frá árinu 2005 og þar til í lok síð-
asta árs, bæði á fréttastofu og sem stjórnandi Síðdegisútvarps
Rásar tvö. Edda þreytti frumraun sína í sjónvarpi sem stjórn-
andi Gettu betur en þeim þætti stýrði hún þrjá síðustu vetur
samhliða störfum fyrir Viðskiptablaðið.
Þótt leiðir þeirra hafi aldrei legið saman fyrr en nú hafa
þau fetað svipaða braut á margan hátt allt frá unglingsaldri.
„Við vorum bæði í Menntaskólanum á Akureyri og gegndum
bæði embætti inspector scholae. Svo fórum við bæði í Há-
skóla Íslands og vorum þar í háskólapólitíkinni. Ég var að
vísu í Vöku en hún í Röskvu. Ég þarf að fara yfir það með
henni hvað fór úrskeiðis þarna hjá henni,“ segir Guðfinnur og
Edda skýtur inn í að þau þurfi að ræða það betur við tæki-
færi.
„Það er mjög fyndið hvað margt í okkar bakgrunni er ótrú-
lega líkt. Við förum eiginlega sömu leið í gegnum lífið,“ segir
Edda en hún er reyndar átta árum yngri en Guðfinnur svo
það skýrir að hluta hvers vegna leiðir þeirra hafa ekki legið
saman fyrr. „Núna finnst mér eins og við höfum þekkst lengi.
Við erum orðin eins og fínustu hjón í dag,“ segir hún í gríni.
Af elsta ljósvakamiðlinum yfir á yngsta
Þau muna ekki til þess að hafa nokkurn tímann hist í höfuð-
stöðvum RÚV í Efstaleiti þrátt fyrir að hafa starfað þar á
sama tíma í þrjú ár. Sennilega er skýringin sú að Guðfinnur
var mest að vinna á daginn en Edda kom hins vegar í tökur á
Gettu betur að kvöldlagi. Þau eru þó sammála um að það sé
einkennilegt að þau hafi getað unnið fyrir sömu stofnun allan
þennan tíma án þess að rekast hvort á annað.
Með því að taka við starfi á Miklagarði, nýrri sjónvarps-
stöð, eru þau bæði að taka þónokkurt stökk frá þeim störfum
sem þau hafa áður sinnt á fjölmiðlum.
„Við erum bæði að koma af elsta ljósvakamiðlinum yfir á
þann allra yngsta,“ segir Guðfinnur. Hann segir umskiptin
spennandi enda sé ákveðinn sóknarandi einkennandi fyrir
stemninguna hjá svona nýstofnaðri og tiltölulega ómótaðri
sjónvarpsstöð.
„Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta er þessi hugsun
að spila sem mest úr því sem við höfum. Hér eru ekki digrir
sjóðir en reynt að gera það besta úr því sem við höfum. Ekki
drepa niður hugmyndir en sníða þó stakk eftir vexti.“
Edda nefnir einnig að þótt sjónvarpsstöðin sé rétt að feta
sín fyrstu skref sé starfsfólk hokið af reynslu í framleiðslu
sjónvarpsefnis. „Hér vinnur alveg ótrúlega fært fagfólk með
mikla reynslu og metnaðurinn er mikill. Við erum spennt að
fá að sýna áhorfendum hvað við gerum. Hér eru allir tilbúnir
að ganga í ólíkustu verkefni og leggja á sig mikla vinnu til að
gera þetta sem vandaðast. Við gerum okkur besta til að skila
því til áhorfenda,“ segir Edda að lokum.
MIKLIGARÐUR FER Í LOFTIÐ MEÐ SPJALLÞÁTT Á LAUGARDAGSMORGNUM
Guðfinnur og Edda.
Morgunblaðið/RAX
Orðin eins og fínustu hjón
EDDA HERMANNSDÓTTIR OG GUÐFINNUR
SIGURVINSSON UNNU Á SAMA VINNUSTAÐ
Í ÞRJÚ ÁR ÁN ÞESS AÐ REKAST HVORT Á ANN-
AÐ. Á SKÖMMUM TÍMA HAFA ÞAU TENGST
STERKUM BÖNDUM GEGNUM SAMEIGINLEGAN
ÁHUGA Á ALMENNUM FÍFLAGANGI. ÞAU ERU
SAMMÁLA UM AÐ MEIRI GLEÐI VANTI Í
SJÓNVARPIÐ OG ÆTLA SÉR AÐ BÆTA ÚR ÞVÍ.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Edda og Guðfinnur
segja mikinn sóknaranda
ríkja á Miklagarði og
þau eru orðin spennt
fyrir fyrstu útsendingu
þáttarins Góður dagur
á laugardag kl.11.