Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Page 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Page 55
gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. www.gamma.is Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands� � Félagarnir Rúnar Vilbergsson og Roland Hartwell eru ekki við eina fjölina felldir. Rúnar:Hér er maður eitt hjól í stórri vél, stjórnandinn ræður en það erum samt við á sviðinu sem á endanum sköpum töfrana. Roland: Nákvæmlega. Þetta er allt bara tónlist. Það er þá kannski helst að hávaðinn sé aðeins meiri í rokkinu. Það er sérkennilegt til þess að hugsa að margt af þeirri tónlist, sem í dag er leikin í hátimbruðum tónleikasölum fullum af alvarlegum áheyrendum, var á sínum tíma léttúðug skemmtitónlist. Fyrir meðlimi í sinfóníuhljómsveit getur verið skemmtilegt að skipta um gír og sleppa fram af sér beislinu þegar kjól- fötin eru farin að þrengja að. Þessa tilfinningu þekkja vinnufélagarnir Rúnar Vilbergsson fagottleikari og Roland Hartwell fiðluleikari býsna vel. Rúnar er þurs. Hann blés í fagottið á sínum tíma með hinni goðsagnakenndu hljómsveit Þursaflokknum og lagði mikið til þess einstaka hljóðheims sem þar var skapaður. Roland er í dag mikilvægur tengiliður milli klassíska hluta tónlistarlífsins og annarra sviða þess og tekur þátt í fjölmörgum popp- og rokktónlistarverkefnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.