Morgunblaðið - 12.04.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 12.04.2014, Síða 17
Áður en þriðja gólfið var gert voru reknir staurar langt niður í mýrina og settar undirstöður þar ofan á. Flugkennslunni útrýmt Stefnt er að því að leggja æfinga-, kennslu- og einkaflug af í Reykjavík þegar á næsta ári. Jara sagði að Keflavíkurflugvöllur væri lokaður fyrir snertilendingum frá kl. 7-9 á morgnana og kl. 15-17 síðdegis. „Hér á að leggja niður flugnám. Þessu á bara að loka eftir næstu ára- mót,“ sagði Hallgrímur Jónsson. „Það er engin vísbending um hvað tekur við. Hvað yrði sagt ef loka ætti Listaháskólanum eða Tækniskól- anum snemma á næsta ári og ekkert sem tæki við? Ég er hræddur um að þá heyrðist eitthvað.“ Hann benti á að árið 2012 hefðu verið 55.937 flug- hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af voru snertilendingar 31.546 eða 42%. Hallgrímur sagði að nú þegar væri Reykjavíkurflugvöllur lokaður fyrir snertilendingum eftir klukkan 17 á daginn og lokaður á laugardögum og sunnudögum. „Flugnemar eru meira eða minna gerðir brottrækir. Það að gera lítið úr námi flugmanna og fluginu í heild byggir á algjörri vanþekkingu,“ sagði Hallgrímur. Hann sagði suma líta á flug og flugnám sem einhvern leikaraskap. „Þetta er grafalvarlegt atvinnunám sem á í fullu tré við hverja aðra námsgrein.“ Aukin eftirspurn er eftir flug- mönnum og má rifja upp að Ice- landair réð í vetur 30 nýja flugmenn og hafði þá ráðið 58 nýja flugmenn á þremur árum. Vaxandi ferðaþjón- usta mun væntanlega kalla á enn fleiri flugmenn. Íslenskir flugmenn starfa um allan heim. Flugnámið er vinsælt og allir bekkir í bóklegu námi fullsetnir, að sögn Hallgríms. Hingað sækja sífellt fleiri erlendir flugnemar í nám. Reidar sagði hvergi betri skilyrði en hér fyrir flugnema að kynnast fjölbreyttu veðri. Þar fyrir utan er hagkvæmt fyrir flugnema að koma frá útlöndum og læra hér. Reidar sagði fæsta gera sér grein fyrir þeirri miklu starfsemi sem fer fram á Reykjavíkurflugvelli og vegna hans. Hjá Flugfélaginu Erni starfa um 60 manns og telst það þó vera lítið fyrirtæki. Á Reykjavíkur- flugvelli vinna um 600 manns og með afleiddum störfum eru þau yfir eitt þúsund talsins sem tengjast flugvell- inum. Sölvi Axelsson benti á að yrði Reykjavíkurflugvelli lokað myndu einnig tapast störf við flugið á áfanga- stöðum flugfélaganna úti á landi. Margir flugvellir í þéttbýli „Ég flýg út um allan heim,“ sagði Sölvi. „Það eru yfir 300 flugvellir inni í stórborgum í heiminum. Það kemst enginn upp með að loka þess- um völlum að ástæðulausu vegna þess hvað þeir eru mikilvægir fyrir samgöngur og flugöryggi. Stærsta ógnin við flugöryggi á Íslandi er sú að Reykjavíkurflugvöllur fari.“ Hörður nefndi að þegar Ernir flygi með sjúklinga til Stokkhólms væru þeir beðnir um að lenda á Bromma flugvelli sem er inni í borg- inni því hann er næstur sjúkrahús- inu. Sé flogið sjúkraflug til Kaup- mannahafnar er lent í Hróarskeldu sem er næsti flugvöllur við sjúkra- húsið þar. Í Gautaborg er lent á gamla flugvellinum í Säve (Göteborg City Airport) sem er nálægt sjúkra- húsinu. „Reykjavíkurborg þarf að gefa út yfirlýsingu, eins og gert var í Bromma, um að flugvöllurinn verði hér til næstu 30 ára,“ sagði Hörður. „Við sem rekum þjónustu við byggð- ir landsins þurfum að vita til næstu 30 ára hvað er í gangi. Bæði við og Flugfélag Íslands erum með áætl- unarflug um allt land. Það er erfitt að byggja upp ef við vitum ekki hvað verður á morgun.“ Varaflugtaksvöllur Keflavíkur Sölvi sagði það vera eitt mikilvæg- asta hlutverk Reykjavíkurflugvallar að vera flugtaksvaraflugvöllur (Take Off Alternate) við flugtök í slæmu skyggni frá Keflavík. Eitthvað getur farið úrskeiðis í flugtaki og þá verð- ur að vera hægt að lenda flugvélinni fljótlega aftur. Sé um tveggja hreyfla flugvél að ræða er almenna reglan sú að það taki minna en klukkustund að fljúga á flugtaks- varaflugvöllinn á öðrum hreyflinum. Sölvi sagði að aðflugshorn að Ak- ureyrarflugvelli væri yfir þeim mörkum sem yfirleitt er miðað við um flugtaksvaravelli. Sölvi sagði að til að mega nota sjálfan flugtaksvöllinn sem flugtaks- varavöll séu almennt gerðar ákveðnar kröfur um lágmarks skyggni upp á 1.600 metra. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður ekki lengur til vara mun þetta geta valdið því að seinka þurfi brottförum frá Keflavík, sé skyggnið ekki nógu gott, þar til skyggnið batnar. Því er viðbúið að falli Reykjavíkurflug- völlur út verði seinkanir á brott- förum flugvéla frá Keflavík algeng- ari en nú er með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir far- þega. Sölvi sagði svona aðstæður skapast nokkrum sinnum á ári í Keflavík. Hann taldi liggja ljóst fyrir að lokun Reykjavíkurflugvallar myndi hafa í för með sér hækkun á flugfargjöldum til og frá landinu. Þorkell benti á að gerð hefði verið skýrsla um kostnaðaraukningu inn- anlands, vegna ferðalaga milli lands- byggðar og borgarinnar, ef flugvöll- urinn færi. Hún myndi nema 6,7 milljörðum á ári. Kostnaður flug- félaganna muni einnig aukast fari flugvöllurinn. Þá hafi ekki verið slegið tölu á hvað það muni kosta að skipta um jarðveg og byggja undir fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni. Ljóst sé að það yrði óhemju dýrt. „Flugvöllurinn vinnur auðveldlega rökræðuna á þjóðhagslegum og kostnaðarlegum forsendum. Þá erum við ekki farin að taka með í reikning- inn heilsu og líf fólks sem á sitt undir sjúkrafluginu,“ sagði Þorkell. Sölvi bætti því við að byggja þyrfti nýja viðhaldsaðstöðu fyrir Land- helgisgæsluna og hús fyrir flugskóla og flugstjórn ætti að flytja starfsem- ina til Keflavíkur. Þessa aðstöðu verði að byggja áður en starfsemin flytji því ekki sé hægt að gera hlé á henni vegna flutninga. Morgunblaðið/Ernir Millilandaflug Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur varaflugvöllur vegna lendingar og flugtaka í Keflavík. SJÁ NÆSTU SÍÐU ?? FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2014 Kynntu þér ítarlegar upplýsingar um starfsemi og afkomu Landsvirkjunar á landsvirkjun.is/arsskyrsla2013. Árið 2013 er komið á netið Raforkusala Landsvirkjunar árið 2013 var sú mesta í sögu fyrirtækisins eða 13.186 GWst sem er aukning um 416 GWst frá fyrra ári. Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar 2013 er komin út. Þetta er í fyrsta sinn sem ársskýrsla fyrirtækisins er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Með þessu viljum við tryggja betra aðgengi að árlegu uppgjöri Landsvirkjunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.