Morgunblaðið - 08.04.2014, Page 1

Morgunblaðið - 08.04.2014, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 BÍLAR Reynsluakstur Þrátt fyrir ein- faldan aðbúnað og útbúnað þá koma aksturseiginleikar jeppans talsvert á óvart. Ökumaður hefur þá tilfinningu að hann sé að stjórna liprum bíl en ekki voldugum vinnuþjarki. Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is NÝ TT Tryllitæki G efin hefur verið út í fyrsta sinn hér á landi Árbók bílgreina. Er það Rannsóknasetur versl- unarinnar sem sá um útgáfuna fyrir Bílgreinasambandið. Árbókin var gefin út síðastliðinn föstudag í tengslum við aðalfund Bílgreina- sambandsins. Árbókin er safn tölfræðilegra upplýsinga um þróun bílgreina hér á landi og fjölmarga þætti sem varða rekstur bíla, kostn- aðarliði tengda bílum og umferð- armál, að því er fram kemur í til- kynningu. Bókina má nálgast á vef Rannsóknaseturs verslunarinnar. Ágjöf undanfarin ár Í árbókinni má glöggva sig á hvers konar kennitölum um af- komu innan bílgreinarinnar á Ís- landi, ásamt tölum um afkomu og umfang greinarinnar hér á landi og leynir sér ekki við lesturinn að greinin hefur fengið vænt og við- varandi högg allt frá hruni. Burt- séð frá því hvort fréttirnar eru af jákvæðum toga eður ei er ljóst að hér er komið fróðlegt uppflettirit sem gagnast mun þeim sem láta sig starfsumhverfi bílgreinafyr- irtækja á Íslandi einhverju varða. Meðal þess sem fram kemur í bókinni er að velta í bílgreinum dróst saman langt umfram aðra atvinnuvegi og hefur lítið jafnað sig frá hruni. Árið 2013 var velta bílgreinafyrirtækja 70 milljarðar kr. en árið áður 81 milljarður á föstu verðlagi. Enda er það svo að áætlað er að fjöldi starfandi í bíl- greinum hér á landi árið 2013 hafi verið um 3.400. Árið 2008 störf- uðu aftur á móti um 4.300 manns í greininni. Árferðið sýnir sig enn- fremur í því hve fáir nýir bílar hafa verið fluttir inn frá 2008. Bílaflot- inn eldist fyrir bragðið hratt og hefur aldrei verið eldri á þeim tíma sem gögn ná yfir. Árið 2013 voru 46% skráðra bíla 15 ára eða eldri. Meðalaldur bíla á Íslandi var á síð- asta ári 12,4 ár en meðalaldur bíla í Evrópusambandslöndunum var um 8 ár árið 2010. Nýrri tölur vantar frá ESB. Þó kemur fram í bókinni að á meðan 6% heildar- samdráttur var í nýskráningum bifreiða árið 2013 samanborið við árið áður fjölgaði nýskráningum atvinnubifreiða á milli ára. Aftur á móti er önnur birtingarmynd kreppunnar sú að raunsamdráttur varð í tekjum ríkissjóðs af vöru- gjöldum af bensíni og olíugjaldi milli áranna 2011 til 2012 sem nam 3%. Þó má leiða líkum að því að þarna spili aukin rafvæðing bíla- flotans inn í, að ógleymdum met- anbílum. Gagn bæði og gaman Hafsjó er sem sagt að finna í ár- bókinni af gagnlegum upplýs- ingum en einnig má hafa gaman af þeim fróðleik sem í árbókinni er. Samkvæmt því sem fram kemur í Árbók bílgreina 2014 er að árlega senda stjórnvöld um 36.000 sekt- arboð vegna vanrækslu á skoðun bifreiða. Upphæð hverrar sektar er 15.000 kr. Skyldi maður ætla að á samdráttartímum væri hægt að fara betur með peningana. Bif- reiðagjöld námu þá að meðaltali um 30 þúsund krónum á hvern skráðan bíl árið 2013. Ánægjulegt er að lesa að hin síðari ár hefur umferðarslysum og umferðaróhöppum fækkað veru- lega. Banaslys síðustu ár eru um helmingi færri en að meðaltali síð- ustu áratugi. Fram kemur í árbókinni að skráningargjöld bíla námu um 245 milljónum króna árið 2013 og voru samtals um 11 milljónum króna hærri en árið áður. Aukninguna milli ára má fyrst og fremst rekja til fjölgunar eigendaskipta á með- an lækkun varð í tekjum vegna ný- skráninga. Af nýskráðum fólks- bifreiðum árið 2013 voru hlutfallslega flestar skráðar á Norðurlandi eystra eða 40 bifreið- ar á hverja 1.000 íbúa. Hlutfalls- lega voru fæstir bílar skráðir á Vestfjörðum á sama tíma, eða um 6 bílar á hverja 1.000 íbúa. Næst- um helmingur nýskráðra bíla er bílaleigubílar, sem gæti skýrt þennan mismun. Góðu heilli er það svo að gjald- þrotum í bílgreinum fer fækkandi. Árið 2013 urðu 28 bílgreinafyr- irtæki gjaldþrota en árið 2011 urðu 40 bílgreinafyrirtæki gjaldþrota. Loks er það áhugaverð stað- reynd að grái liturinn er í miklu uppáhaldi meðal íslenskra bílaeig- enda og hefur verið um langt skeið. Af liðlega 7.000 nýskráðum fólksbílum 2013 var á fjórða þús- und grár. Næstvinsælasti liturinn er hvítur, að því er segir í Árbók bílgreina 2014. jonagnar@mbl.is Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út Árbók bílgreina 2014 Allt á einum stað um bíla á Íslandi AFP Grár litur er í mestum metum hjá Íslendingum þegar kemur að bílum landsmanna. Þá staðreynd og hafsjó annarra er að finna í Árbók bílgreina 2014.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.