Morgunblaðið - 08.04.2014, Side 7

Morgunblaðið - 08.04.2014, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014 BÍLAR 7 Þau tíðindi bárust fyrir helgi að eitt eintak af VW Golf R væri kom- ið til landsins og notuðu Heklu- menn tækifærið og frumsýndu gripinn á laugardaginn. R-bíllinn var frumsýndur á bíla- sýningunni í Frankfurt í fyrra og er 30 hestöflum kraftmeiri en fyrir- rennarinn. Vélin er tveggja lítra bensínvél með forþjöppu og skilar hún 300 hestöflum. Það dugar til að skjóta þessum spræka hlaðbak úr núlli í hundraðið á aðeins 4,9 sekúndum. Líklega mun þó aldrei reyna á hámarkshraðann hér á landi því að hann er takmarkaður við 250 km á klst. Þrátt fyrir að vera jafnöflugur og hann er sagð- ur er uppgefin eyðsla aðeins 6,9 lítrar á hundraðið með DSG- sjálfskiptingunni. Bíllinn sem hing- að kom er með 4Motion- fjórhjóladrifinu svo að hann ætti að haldast við götuna þrátt fyrir öll hestöflin. Í útliti er Golf R ekk- ert ólíkur hefðbundnum Golf úr fjarlægð en þegar nær kemur má sjá stærri loftinntök og stuðara og það sem kemur upp um hann er fjögurra stúta pústið að aftan- verðu auk vindskeiðarinnar undir bílnum. njall@mbl.is Heitur Golf R sýndur í Heklu síðustu helgi Morgunblaðið/Árni SæbergTveggja lítra bensínvél með forþjöppu skilar 300 hestöflum og kemst bíllinn úr núlli í hundrað á 4,9 sekúndum. Úlfur í sauðargæru? Golf R minnir á venjulegan Golf úr fjarlægð en þegar betur er að gáð má m.a. sjá stærri loftinntök og fjögurra stúta púst. Pústið sýnir að þarna er villidýr á ferðinni. Bíleigendur finna alveg fyrir því að það kostar sitt að kaupa og reka bíl. Koma þar meðal annars til tryggingar, eldsneyti og almennt viðhald. En hverjir skyldu vera 10 ódýrustu bílarnir í rekstri? Þessari spurningu verður ekki svarað fyrir Ísland nema að und- angenginni sérstakri rannsókn, sem verðug væri. Til að komast að niðurstöðu þarf að draga fram alls konar tölur til útreiknings, svo sem kaupverð, eldsneytiskostnað, af- skriftir, bílagjöld og viðgerðar- og varahlutakostnað. Í Englandi hefur bílaritið Auto- Express gert úttekt af þessu tagi og birt lista yfir 10 hagkvæmustu bílana. Í útreikningum sínum sleppti blaðið tryggingakostnaði þar sem hann er breytilegur og ræðst fyrst og fremst af eiganda bílsins en ekki bílmódelinu. Niðurstaða ritsins er að Volks- wagen Up 1.0 Take Up sé ódýrastur að eiga. Litlir svonefndir borgar- bílar drottna á listanum sem lítur annars út sem hér segir: 1. Volkswagen Up 1.0 Take Up 2. Skoda Citigo 1.0 S 3. SEAT Mii 1.0 S 4. Kia Picanto 1.0 1 5. Dacia Sandero 1.5 dCi Ambiance 6. Suzuki Alto 1.0 SZ 7. Peugeot 107 1.0 Access 8. Citroen C1 1.0i VT 9. Dacia Logan MCV 1.5 dCi Ambiance 10. Mitsubishi Mirage 1.0 Í sætum 11-20 voru bílar sem voru ekki fjarri því að komast í hóp hinna 10 rekstraródýrustu, en sá listi er annars fróðlegur og lítur út sem hér segir: 11. Hyunda i10 1.2 Classic 12. Fiat 500 1.2 Pop 13. Ford Ka 1.2 Studio 14. Peugeot 208 1.0 VTi 15. Ford Fiesta 1.25 Studio 16. Skoda Roomster 1.2 TSi limited Edition 17. Kia Rio 1.25 1 18. Hyundai i20 1.2 Classic 19. Smart ForTwo Edition21 Auto 20. Vauxhall Agila 1.0 ecoFLEX Expression Sé kíkt í einstaka geira bílmark- aðarins þá eru ódýrustu bílarnir að reka í hverjum flokki sem hér segir: Borgarbílar: Volkswagen Up 1.0 Take Up Ofursmábílar: Dacia Sandero 1.5 dCi Ambiance Forstjórabílar: BMW 518d SE Minni fjölskyldubílar: SEAT Toledo 1.2 E Stórir fjölskyldubílar Skoda Octavia 1.2 TSI S Fjölnotabílar (MPV) Skoda Roomster 1.2 TSI Limited Edition Jeppar Dacia Duster 1.6 Access+ agas@mbl.is 10 ódýrustu bílarnir í rekstri Morgunblaðið/Styrmir Kári Samkvæmt út- tekt AutoExpress er ódýrast að reka Volkswagen Up 1.0. Bílar Íslenskir trúlofunar- og giftingahringar 3.5mm 14k gullpar, 70.900,- með áletrun. Smíðum hringa úr öllu mögulegu!. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðarþjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Nýr Chrysler Town & Country Diesel. Eftirársbíll 2012 modelár á 2,1 milljón lægra verði en 2013. Leðurinnrétting. Álfelgur. Sæti fellanleg niður í gólf. ofl. Eyðsla 7,9L í blönduðum akstri. Verð: 8.790.000,- www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið kl. 12-18 virka daga. Pólskt hjólhýsi Gamalt pólskt (Predan) hjólhýsi til sölu. Í toppstandi, eitt af þessum gömlu gullmo- lum, nýlega endurnýjað. Verð kr. 450.000. Uppl. í síma 896 8073. Smáauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.