Morgunblaðið - 24.04.2014, Page 1

Morgunblaðið - 24.04.2014, Page 1
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014 VIÐSKIPTABLAÐ Vanda þarf til verka við uppbyggingu á ferðaþjón- ustu. Vanda skal uppbyggingu 6-7 Jóhann í Litlu dóta- búðinni í Mjódd unir sér fjarska vel í vinnunni. Fáir eftir í leikföngunum 9 Þrívíddarprentun gæti orðið að næstu stóru byltingu mann- kynsins. Verður fram- tíðin í þrívídd? 4 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Skipan sérstakrar nefndar vegna áforma stjórnvalda um losun fjármagnshafta er á lokametrunum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er áætlað að þau mál skýrist á næstu vikum en fjölga á þeim sem vinna í fullu starfi við áætlun um afnám hafta. Á meðal þeirra sem munu skipa nefndina eru Benedikt Gíslason, aðstoðarmaður efna- hags- og fjármálaráðherra, Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, og Freyr Her- mannsson, forstöðumaður Fjárstýringar Seðlabanka Íslands. Ekki er ólíklegt að fleiri aðilar verði í nefndinni. Til stendur jafnframt að fá aðstoð erlendra sérfræðinga til að veita stjórnvöldum ráðgjöf við tiltekin verkefni í tengslum við vinnu nefndarinnar. Reimar var einn af sex sérfræðingum sem ríkisstjórnin fékk til ráðgjafar sl. haust til að leggja mat á stöðu þjóðarbúsins og koma með tillögur að leiðum við afnám fjármagns- hafta. Benedikt starfaði einnig náið með hópn- um. Starfsmenn nefndarinnar munu hafa það hlutverk að vinna nánar að útfærslu á þeim tillögum sem sérfræðingahópurinn hefur nú þegar kynnt helstu ráðamönnum þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum verður einkum horft til þess að kanna hvort eitthvað standi í vegi fyr- ir því að slitameðferð föllnu bankanna ljúki með gjaldþrotaskiptum – en ekki nauðasamn- ingi líkt og slitastjórnir og kröfuhafar hafa stefnt að. Eru ýmsir innan stjórnkerfisins þeirrar skoðunar að gjaldþrotaleiðin sé eina raunhæfa leiðin til að losa höftin án þess að fjármála- stöðugleika sé ógnað og hætta á viðvarandi gengisveikingu krónunnar. Seðlabankinn hef- ur sagt að undirliggjandi viðskiptaafgangur á næstu árum verði ekki nægur til að standa undir samningsbundnum afborgunum er- lendra lána – hvað þá að hleypa út krónueign- um búanna eða aflandskrónueigendum. Við gjaldþrotaskipti yrði erlendum eign- um Glitnis og Kaupþings – samtals um 1.600 milljörðum – umbreytt í gjaldeyri fyrir krónur á gjaldeyrismarkaði og greiddar út til kröfu- hafa. Seðlabankinn gæti takmarkað fjárfest- ingakosti þessara krónueigna og fest þær inni á vaxtalausum reikningum. Sumir hafa bent á að með gjaldþrotaleiðinni gæti Seðlabankinn eignast umtalsverðan óskuldsettan gjaldeyr- isforða. Fyrirsjáanlegt er að mikil andstaða yrði við það af hálfu kröfuhafa ef slík leið yrði farin. Ljóst þykir að þeir myndu leita til er- lendra dómstóla í því skyni að reyna að stöðva slíka fjármagnsflutninga til Íslands. Skipa nýja haftanefnd  Vinna að útfærslu á tillögum um afnám hafta  Erlendir sérfræðingar til ráðgjafar Morgunblaðið/Þórður Herra Ísland Jeremy Lowe (í fremstu sætaröð til hægri) á kröfuhafafundi Glitnis 9. apríl en hann stýrir Burlington Loan Management, stærsta einstaka kröfuhafa föllnu bankanna. Benedikt Gíslason Reimar Pétursson Freyr Hermannsson Íslensku bankarnir féllu á sama tíma og Lehm- an Brothers og Washington Mutual. Skiptum á búum bandarískra móðurfélaga þeirra, sem áttu eignir að andvirði 900 milljarða dala, lauk í ársbyrjun 2012. Þótt félögin hafi tæknilega séð farið í nauðasamningaferli í samræmi við 11. kafla bandarísks gjaldþrotaréttar þá hafa þau það eina markmið að losa um eignir og nota söluandvirðið til greiðslu skulda. Forsendur fyr- ir áframhaldandi fjármálastarfsemi eru brostn- ar. Erlendir kröfuhafar íslensku slitabúanna eru hins vegar áfram um að klára slitameðferð bú- anna með nauðasamningi – og að í kjölfarið verði til eignarhaldsfélög undir kjörinni stjórn kröfuhafa. Ýmsir annmarkar, sem ættu flestir hverjir að vera vel þekktir á þessum tíma, standa þó í vegi fyrir því að þau áform geti gengið eftir. Nauðasamningsumleitanir kröfu- hafa, um undanþágu frá höftum til að breyta krónukröfum sínum í erlendan gjaldeyri, munu að óbreyttu ekki bera neinn árangur. Búin hljóta því að verða fyrr en síðar tekin til gjald- þrotaskipta. Slíkt væri enda eðlilegt miðað við stöðu mála. Gjaldþrotaskipti þýða ekki nauðungarsölu á eignum á hrakvirði. Viðskiptaáætlanir föllnu bankanna sýna að eignir þrotabúanna munu innheimtast allt fram á næsta áratug. Við gjald- þrotameðferð fá kröfuhafar sem fyrr greitt út allt laust fé slitabúanna. En reyndar í krónum, lögeyri Íslands. Skoðun Gjaldþrot Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eðlileg niðurstaða Prentgripur FYRSTA FLOKK S Þ JÓNUSTA VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Á NETINU Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is VERÐBRÉFAVEFUR VÍB Verðbréfavefur VÍB gefur þér kost á að eiga milliliðalaus viðskipti í Kauphöllinni í rauntíma. Á verðbréfavef VÍB nýtur þú lægri þóknana, afsláttar á kaupum í sjóðum auk þess sem þar er ekkert afgreiðslugjald. Nú getur þú með einföldum hætti haft yfirsýn yfir verðbréfasafnið þitt og nýtt fjárfestingartækifærin um leið og þau bjóðast. Kynntu þér málið á vib.is eða fáðu nánari upplýsingar í síma 440 4900. » Lægri kostnaður og ekkert afgreiðslugjald* » Milliliðalaus kauphallarviðskipti » Upplýsingar í rauntíma » Þægilegt viðmót *25% afsláttur af kaup- og söluþóknun vegna viðskipta með hlutabréf á verðbréfavef VÍB og 10% afsláttur af upphafsgjaldi vegna kaupa í sjóðum Íslandssjóða hf. á verðbréfavef VÍB, skv. vaxta- og verðskrá verðbréfaþjónustu VÍB, en hana má finna á www.vib.is. Ekkert afgreiðslugjald skv. verðskránni er greitt vegna viðskipta á verðbréfavef VÍB. Öll viðskipti með fjármálagerninga fela í sér áhættu. Rétt er að fjárfestir meti fyrirhugaða fjárfestingu út frá þekkingu sinni og reynslu, fjárhagsstöðu og fjárfestingamarkmiði. Varhugavert er að eiga viðskipti með fjármálagerninga án þess að hafa fullan skilning á eðli og umfangi áhættunnar sem í viðskiptunum felst. E N N E M M / S ÍA / N M 6 18 5 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.