Morgunblaðið - 24.04.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 24.04.2014, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2014 6 VIÐSKIPTI BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is K PMG telur að fjárfest sé of mikið í uppbyggingu hótela miðað við spár um fjölgun ferða- manna. „Fjárfestar sem hafa áhuga á greininni ættu því líklega frekar að horfa á fjárfest- ingatækifæri í afþreyingu. Vinsælir viðkomustaðir eins og Bláa lónið, Gullfoss og Geysir eru komnir að þol- mörkum og anna varla fleiri ferða- mönnum,“ segir í úttekt fyrirtæk- isins um arðsemi í hótelrekstri. Framboð hótelherbergja hafi aukist umtalsvert á undanförnum fimm árum en þó ekki í takt við fjölg- un ferðamanna. Þrátt fyrir að fram- boð hafi aukist mikið hafi nýting- arhlutfall hækkað í öllum landshlutum. Í úttektinni segir að spár um komur erlendra ferðamanna geri ráð fyrir 6% árlegum jafn- aðarvexti á milli áranna 2014 og 2017. Á sama tíma geri áætlanir ráð fyrir að framboðsaukning verði held- ur meiri á landinu öllu eða 12% árleg aukning meðal bæði núverandi og nýrra rekstraraðila. „Að öðru óbreyttu mun nýtingarhlutfall þ.a.l. lækka á ný. Ef tekið er mið af nýt- ingu herbergja yfir háönn ferðaþjón- ustunnar og vexti síðustu ára í kom- um erlendra ferðamanna er ljóst að fjárfestingarþörfin er fyrir hendi. Hins vegar er einnig þörf fyrir að nýta fjárfestingar í hótelherbergjum betur á heilsársgrundvelli og auka frekar á markaðssetningu vetr- aráfangastaða sem hefur verið að skila sér í vexti utan háannar,“ segir í skýrslunni. Vanda þarf til verks Í úttektinni er mælt með því að vanda til verks við uppbyggingu ferðaþjónustu. Ef ekki verði byggt hótelrými af meiri gæðum en raunin sé og betri þjónusta veitt, gæti ís- lensk ferðaþjónusta orðið að lág- launagrein sem geri út á magn frem- ur en gæði. „Miðað við þann vöxt sem átt hefur sér stað er ekki langt þangað til að við Íslendingar verðum ósáttir við alla þessa ferðamenn í lausagöngu,“ segir KPMG í úttekt- inni. Hættumerki „Ákveðin hættumerki leynast í þess- ari aukningu þar sem tölfræði um menntun starfsfólks í námi sem nýt- ist í hótelstarfsemi gefur til kynna að lítil fjölgun virðist hafa átt sér stað. Sú þróun getur komið til með að bitna á þjónustu hótela og ánægju þeirra gesta sem sækja Ísland heim,“ segir í úttektinni. Rekstraraðilar virðast meðvitaðir um að auka þurfi hæfni starfsmanna, að því fram kem- ur í könnun á vegum KPMG. Frá árinu 2009 hefur fjöldi þeirra sem sækja námskeið tengd hótel- og veitingarekstri hjá Fræðslusetri Iðunnar dregist saman. Þá hefur fjöldi útskrifaðra nemenda á námsbrautum Menntaskólans í Kópavogi tengdum hótel- og veit- ingarekstri staðið í stað. Verði raunin sú, segir í úttektinni, að framboð hót- elherbergja vaxi hraðar en fjöldi þeirra sem sækja sér viðeigandi menntun er hættan sú að gæði þjón- ustunnar líði fyrir vikið. „Þetta kann að spila saman við gæði þeirra hótela sem á að byggja upp. Fæst þeirra munu vera í hærri gæðaflokkum en þau sem fyrir eru og því er frekar verið að skapa umhverfi láglauna- starfa,“ segir í úttekt KPMG. Minni árstíðasveiflur Minni árstíðasveiflur eru grundvöllur að stöðugri rekstri í ferðaþjónustu. „Eins og gefur að skilja er aukin eft- irspurn eftir hótelherbergjum afleið- ing af þeim fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Það eru jákvæð merki að á samanburðarárunum 2009 og 2013 er greinilegur vísir að sam- drætti í árstíðasveiflum komu er- lendra ferðamanna sem eru mjög já- kvæð tíðindi fyrir hótelrekstraraðila. Hinsvegar greiða ferðamenn allt að þrisvar sinnum lægra verð utan há- annar (janúar til maí og september til desember) og því er reksturinn enn í járnum, ef ekki tapi, á þessum mánuðum. Jafnara flæði erlendra ferðamanna yfir árið skapar grund- völl fyrir stöðugri heilsárs rekstri. Fyrirtækin geta þannig ráðið og haldið hæfara starfsfólki, sem grund- vallast á því að starfsfólk býr við öruggari starfsskilyrði, helst lengur í starfi og ætti þ.a.l. að geta veitt betri þjónustu,“ segir í skýrslunni. KPMG segir of mikið f  KPMG mælir með því að fjárfestar sem eru áhugasamir um ferðaþjónustu fjárfesti frekar í afþreyingu  Ef ekki er vandað til verka við uppbyggingu við ferðamannastrauminn og það getur komið niður á upplifun ferðamanna  „Miðað við þann vöxt sem átt hefur sér stað er ekki langt þangað til að EBIT* hótela á hvert herbergi Meðaltal *Earnings before interest and taxes eða hagnaður fyrir vexti og skatta Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Suðurland 2009 2010 2011 2012 1.000 800 600 400 200 0 -200 Fjöldi nema í fullu nám Útskrifaðir úr hóteltengdum greinumMK Umsóknir um lán vegna hótelstjórnunar og 100 80 60 40 20 0 2009 2010 76 24 70 18 60 Brottfarir ferðamanna frá Leifsstöð Fjöldi ferðamanna 2009 (v.ás) Fjöldi ferðamanna 2012 (v.ás) Aukning 2009-2013 (h.ás) 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% Jan Feb Júní oktApr Ág DesMars Júlí NóvMaí Sept Hagfræðideild Landsbankans spáir því að á næsta ári megi bú- ast við meira en milljón erlend- um ferðamönnum til landsins og þá eru komur erlendra ferða- manna með skemmtiferðaskip- um ekki meðtaldar. Til sam- anburðar komu hingað rétt um 300 þúsund erlendir ferðamenn um aldamótin. „Ef til vill væri nær að tala um byltingu en breyt- ingu á svo skömmum tíma,“ seg- ir í spánni. Bylting í ferða- mannafjölda MILLJÓN FERÐAMENN VÆNTANLEGIR Minningar Ferðamenn taka myndir við Gullfoss um páska.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.