Morgunblaðið - 07.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
VELDU VIÐHALDSFRÍTT
Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700
• Barnalæsing
• Mikil einangrun
• CE vottuð framleiðsla
• Sérsmíði eftir málum
• Glerjað að innan
• Áratuga ending
• Næturöndun
PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég kom fyrst til Íslandsfyrir tveimur árum, tilað kenna bardagíþrótt-ina capoeira á námskeiði
eða því sem kallað er work shop. Þá
bjó ég í Barcelona og eignaðist þar
íslenska vinkonu, en við æfðum
saman capoeira. Kennarinn okkar
fékk þá snilldarhugmynd að hóp-
urinn okkar færi til Íslands til að
breiða út boðskapinn og halda nám-
skeið, sem við og gerðum. Þetta var
skemmtilegur tími en ég stoppaði
ekki nema í tvær vikur þá á Íslandi.
Fljótlega eftir að ég kom til Spánar
flutti ég til Brasilíu og var þar í
hálft ár en ákvað svo að flytja til Ís-
lands og hér hef ég búið undanfarið
ár og er heilluð af landinu,“ segir
Magdalena Sabina Nowak, sem
kennir nú þessa gömlu íþrótt hér á
landi hjá bardagaklúbbnum VBC í
Kópavogi, en nýlega fengu þeir sem
iðka capoeira æfingaastöðu þar.
Nafnið mitt er Hvítur tígur
Magdalena kynntist capoeira
fyrir sex árum, en þá átti hún
heima á Spáni og hún skrapp
nokkrum sinnum til Brasilíu í æf-
ingabúðir og á viðburði tengda
capoeira. „Ég féll alveg fyrir því
sem capoeira stendur fyrir, því
þetta er heill heimur með sterkan
menningarlegan bakgrunn og mikla
sögu. Þetta er ekki aðeins bardaga-
íþrótt, þetta snýst líka um sálina, að
túlka með líkamanum. Þetta er
samspil sem snýst mikið um orku,
að gefa af sér, hjálpa öðrum og
læra af öðrum.“
Magdalena segir að þó að æ
fleiri Íslendingar leggi stund á
capoeira, sé þetta ennþá frekar ný
íþrótt hér á landi. „Margir hika við
að prófa eitthvað nýtt sem þeir
þekkja ekki, þetta er líka íþrótt
sem þarf að gefa sig allan í og vera
hluti af hóp, það hafa ekki allir þol-
inmæði í að bíða eftir árangri, því
það gerist ekki í fyrsta tíma. En
það er sannarlega þess virði að
halda áfram, þetta gefur mikið og
er frábær líkamsrækt. Hjá mér er
þetta lífsstíll og dulnefnið mitt er
Hvítur tígur sem
talar sjö tungumál
Æ fleiri stunda hér á landi capoeira, afró-brasilíska bardagalist með fimleika-
ívafi. Sumir lýsa því sem listformi, enda snýst þessi forna íþrótt um miklu meira
en líkamsæfingar. Magdalena kennir capoeira og vinnur sem leiðsögumaður.
Sólskinsdagur Magdalena undir regnboga við Skógafoss.
Full ástæða er til að benda fólki á að
fara í bíltúr til Grindavíkur og koma
við í Guðbergsstofu, sem er safn og
sýning um líf og feril Guðbergs
Bergssonar rithöfundar og heiðurs-
borgara Grindavíkur. Heimsókn á
Guðbergsstofu er bæði fróðleg og
skemmtileg. Fyrir þá sem af ein-
hverjum ástæðum komast ekki á sýn-
inguna er um að gera að fara inn á
vefsíðu safnsins en þar skrifar Guð-
bergur frábæra pistla. Einnig er gam-
an að fylgjast með Guðbergi á fés-
bókarsíðu safnsins, þar eru settar
reglulega inn myndir af Guðbergi við
hin ýmsu tækifæri, á rölti um
heimabæinn, á flakki um Dalina, í út-
landi, í kaffi með öðrum listamönnum
eða á flugi með Guðna Þorbjörnssyni
í TF-ULV, nú síðast birtist mynd frá
Spekingaflugferð þeirra á Selfoss.
Vefsíðan www.facebook.com/Guðbergsstofa
Flugvinir Guðbergur og Guðni fjúga víða í lofti og í huga í þessari litlu vél.
Guðbergur flýgur og flakkar
Á Handverkskaffi maímánaðar í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í
kvöld kl. 20 gefst gestum kostur á að
kynnanst prjónakerlingu að störfum.
Það er Hélène Magnússon textíl-
hönnuður sem ætlar að segja gestum
frá sér og verkum sínum. Aðgangur
er ókeypis og allir eru velkomnir.
Hélène hefur gefið út prjónabækur,
hún framleiðir sitt eigið garn og
skipuleggur göngu- og prjónaferðir
fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi.
Hélène segir að sér finnist gaman að
bregða á leik með íslenskar prjóna-
hefðir og að hönnun sem hefur sterk
tengsl við Ísland og íslenska menn-
ingu höfði sérstaklega til hennar.
Hefðbundin munstur sem eru sett í
nýtískulegt samhengi vekja áhuga
hennar. Óþrjótandi áhugi hennar á ís-
lenskri prjónahefð, ásamt reynslu
hennar sem fjallaleiðsögumaður á Ís-
landi, er hvatinn að prjónaferðum
hennar. Ferðirnar bjóða upp á blöndu
af stórfenglegri íslenskri náttúru, ís-
lenskri menningu og prjónanám-
skeiðum. Hélène er frönsk og hún
lauk meistaraprófi í lögum og starf-
aði um skeið sem lögmaður í París.
Árið 1995 söðlaði hún um og flutti til
Íslands þar sem hún vann árum sam-
an sem fjallaleiðsögumaður meðfram
því að læra textíl og fatahönnun við
Listaháskóla Íslands. Hún útskrif-
aðist árið 2005. Hún er einna þekkt-
ust fyrir rannsóknir sínar á íslensku
rósaleppaprjóni og gaf í því sam-
hengi út bókina Rósaleppaprjón í
nýju ljósi, sem nú er fáanleg á þremur
tungumálum. Hún hefur tekið þátt í
fjölmörgum hönnunarsýningum á Ís-
landi og erlendis og verk eftir hana
hafa verið birt í virtum tímaritum og
bókum. Nánar á heimasíðu hennar:
www.prjonakerling.com
Endilega …
… kynnist
prjónakonunni
Hélène Með göngu- og prjónaferðir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Í kvöld klukkan 20 opnar Trans-
Ísland, félag transfólks á Íslandi,
fatamarkað í húsakynnum félagsins á
Laugavegi 3 í Reykjavík. Markaðurinn
er bæði vettvangur fyrir þá sem vilja
losa sig við föt og þá sem vantar föt.
Því er um að gera að renna yfir fata-
skápinn og sjá hvort ekki sé tími
kominn á tiltekt. Félagið mun fá föt
frá Kiki – queer bar og nokkuð ljóst
að margt óvænt verður á þessum
fatamarkaði.
Einstakur fatnaður
Fatamarkaður
Trans-Íslands
Föt Fatamarkaðurinn verður opn-
aður í kvöld og verður fjölbreyttur.
Capoeira á uppruna sinn að rekja til
Afríku þegar afrískir þrælar skipu-
lögðu uppreisn á 17. öld. Þeir máttu
ekki berjast en vildu æfa bardaga-
list. Þeir dulbjuggu því æfingarnar
sem dans og notuðust við tónlist á
meðan. Þar sem þetta var ólöglegt
fengu allir sem stunduðu capoeira
dulnefni og hefur sú hefð haldist til
dagsins í dag líkt og flestar aðrar
hefðir greinarinnar. Capoeira þró-
aðist seinna í Brasilíu fyrir til-
stuðlan afkomenda afrísku þræl-
anna.
Á æfingum eru gerðar styrktar-,
liðleika- og úthaldsæfingar. Capo-
eira er spilað í því sem heitir rota.
Þá fara allir í hring og á einum
staðnum í hringnum er tónlist. Spil-
uð eru capoeira-lög á capoeira-
hljóðfæri sem heitir berimbau, og
sá sem spilar á hljóðfærið stjórnar
rotanu. Tveir og tveir koma og spila
inni í hringnum.
Æfingar dulbúnar sem dans
CAPOEIRA