Morgunblaðið - 07.05.2014, Page 11

Morgunblaðið - 07.05.2014, Page 11
Styrkur Æfingarnar eru mjög styrkjandi og liðleika búa þeir yfir nægum sem stunda capoeira. Onca Branca, sem merkir hvítur tígur. Í Brasilíu er capoeira í raun sérstakur menningarheimur, sér- staklega í suðrinu.“ Mikil tungumálakona og vinnur við þýðingar Þeir sem stunda og kenna capoeira ferðast mikið og því hefur Magdalena farið víða. Hún er fædd og uppalin í Póllandi en flutti til Þýskalands þegar hún var tvítug. Þar staldraði hún aðeins við í eitt og hálft ár, en þá flutti hún til Spánar þar sem hún bjó í tíu ár. Einnig bjó hún í Brasilíu í hálft ár. „Ég er mikil tungumálakona og vinn meðal annars við þýðingar. Ég tala sjö tungumál, pólsku, þýsku, spænsku, ítölsku, frönsku, portú- gölsku og rússnesku. Og ég er að sjálfsögðu að læra íslensku,“ segir Magdalena sem starfar einnig sem leiðsögumaður og hún er óskaplega hrifin af íslenskri náttúru. Hún nýt- ur þess að stunda útivist, hvort sem það er fjallamennska eða eitthvað annað. Gaman Samvera og tónlist er mikill hluti af capoeira. Á jökli Magdalena nýtur útivistar. Hún hvetur alla til að koma og prófa capoeira í bardagaklúbbnum VBC við Smiðjuveg 28 í Kópavogi. www.vbc.is Facebook-síða: Capoeira á Íslandi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Heyrnarlausir og blindir fá allt of sjaldan að njóta margs sem þeir heyrandi og sjáandi njóta, en nú verður ráðin bót á því. Nk. laugardag, 10. maí, kl. 13 verður í fyrsta sinn á Íslandi hægt að sjá og heyra leiksýn- ingu með bæði sjónlýsingu og tákn- málstúlkun. Þetta er leiksýningin Hamlet litli, sem nýlega var frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Sýningin á laug- ardaginn er í samstarfi við List án landamæra og hægt verður að fá heyrnartól fyrir sjónlýsingarnar en einnig verða þrír táknmálstúlkar sem skuggatúlka hverja og eina persónu verksins. Í verkinu segir frá Hamlet litla sem missir föður sinn og er harmi sleginn og fer að haga sér stórfurðulega. Ekki batnar það þegar mamma hans ætlar örfáum dögum eftir útförina að giftast bróður pabba hans – og bróð- irinn hefur örugglega eitthvað óhreint í pokahorninu. Óbærilegt verður þó ástandið þegar bestu vinir hans eru fengnir til að njósna um hann. Þau halda öll að hann sé að fara á límingunum. Í þessari leiksýn- ingu er leikið á als oddi, enda býr hugarheimur barnsins yfir ótal verk- færum til að takast á við áföll, sorgir og jafnvel stríð. Og það gerir leik- húsið líka. Kristín Þóra Haraldsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson fara með hlutverkin en Kristjana Stefánsdóttir sér um tónlistina. Sjónlýsing og táknmálstúlkun Hamlet litli Hann fer að haga sér furðulega við fráfall föður síns. Hamlet litli fyrir heyrnar- lausa og blinda Víst er að margir hafa velt fyrir sér mörkum skáldskapar og sagnfræði, og nú er lag að demba sér í þá djúpu laug, því í kvöld kl. 20 standa útgáfu- félagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar fyrir pallborðs- umræðum um sagnfræði og skáld- skap á Loft-hosteli við Bankastræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helga- son rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðar- dóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og rithöf- undurinn Sjón. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagn- fræði og meðal annars spurt: Hvað geta sagnfræðingar og rithöfundar lært af og stolið hver frá öðrum? Um- ræðum stýra Kári Tulinius rithöf- undur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld. Mörk skáldskapar og sagnfræði könnuð Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Pálsdóttir Ein af þeim sem taka þátt í pallborðsumræðum. Hvað geta þeir lært og hverju geta þeir stolið hver af öðrum? Gunnar Kristjánsson, prestur í Reyni- vallaprestakalli og prófastur í Kjalar- nessprófastsdæmi, heldur í dag fyr- irlestur um Martein Lúther og siðarbótasöguna. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í stofu 101 í Odda kl. 16.30 og er aðgangur ókeypis. Á vormánuðum kom út bók eftir Gunnar og heitir hún Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðabótarsögu. Hann mun segja frá því hvernig hann vann það verk en vinnsla þess tók um ára- tug og var mikið í lagt. Rannsókn- arvinnan fór mikið til fram við er- lenda háskóla og segir Gunnar að hann hafi átt gott samband við er- lenda fræðimenn á sama sviði. „Ég mun segja frá aðdragandanum og því hvernig Lúther kom mér fyrir sjónir áður fyrr og hvernig viðhorf mitt til hans breyttist,“ segir Gunnar. Þegar Gunnar var sjálfur í guð- fræðinni var rannsóknum á Lúther öðruvísi háttað en í dag og áhuginn á þessu sviði takmarkaður. „Það hefur breyst og rann- sóknir í dag eru mjög öflugar. Kalda stríðið hafði mjög mikil áhrif á rannsóknir því flestar lúth- ersku borgirnar lentu austan járn- tjalds. Þá fóru í gang miklar rann- sóknir á sögu Lúthers austan járntjalds og miklu frekar verið að rannsaka hinn sögu- lega bakgrunn siðbótarinnar.“ út- skýrir Gunnar. Fyrirlesturinn mun skiptast í þrjár hugleiðingar eða þrjá þanka um Lúther. Rætt verður um kenningu Lúthers um hinn almenna prestdóm sem hristi mjög upp í kaþólsku kirkjunni en einnig verður rætt um aðrar meg- instoðir kenninga hans um heilindi og samviskuna og áhrif hans á tón- og myndlist, svo fátt eitt sé nefnt. Þrír þankar um Lúther Hvaða áhrif höfðu siðaskiptin á samfélagið og menninguna? Sr. Gunnar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.