Morgunblaðið - 07.05.2014, Side 16

Morgunblaðið - 07.05.2014, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Gagnaílát fyrir örugga eyðingu gagna Þú setur gögnin í læst ílátið og hringir í okkur þegar þarf að tæma. Við komum, skiptum um ílát og eyðum gögnunum PDC / 32 lítra Tekur allt að 10 kg af pappír S-76 / 76 lítra Tekur allt að 30 kg af pappír Mál: 70 (h) x 28 (b) x 51 (d) E-120 / 120 lítra Tekur allt að 55 kg af pappír Mál: 93 (h) x 48 (b) x 56 (d) E-240 / 240 lítra Tekur allt að 120 kg af pappír Mál: 107 (h) x 58 (b) x 74 (d) Bæjarflöt 4 / 112 Reykjavík / Sími 568 9095/www.gagnaeyding.is Örugg eyðing gagna yfir 20 ár STUTTAR FRÉTTIR ● Helstu iðnríki eru nú loks að ná sér á strik eftir efnahagskreppuna segir OECD. Samtökin birtu í gær efna- hagsspá fyrir aðildarríki, þar á meðal Ísland, þar sem fram kemur að fjárfest- ingar og viðskipti séu loks að taka við sér og atvinnuástand fari skánandi. Spáð er 2,2% hagvexti innan OECD á þessu ári og 2,8% á því næsta. Í umfjöllun sinni um Ísland segir OECD að hagvöxtur hafi verið umfram væntingar á síðasta ári. Vænta megi þess að framleiðsluslaki hverfi árið 2015, sem auki hættu á verðbólgu. Því séu líkur á að vextir verði í hærra lagi. OECD spáir 2,7% hagvexti hér á landi á þessu ári og 3,2% árið 2015. OECD spáir hagvexti ● Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að bjóða til sölu 5,08% hlut sinn, samtals 92.563.782 hluti, í HB Granda, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Miðað við gengi bréfa HB Granda er hluturinn metinn á um 2,47 milljarða króna. Eru hlutirnir í eigu TM fjár ehf. Það er MP banki sem hefur umsjón með sölunni. Lágmarksgengi er 26,65 krónur og skulu tilboðsgjafar bjóða í 4 milljónir hluta. Útboðið stendur til kl. 9 í dag. hordur@mbl.is TM býður 5% hlut sinn í HB Granda til sölu Áætlað tap Icelandair Group vegna boðaðs verkfalls Félags íslenskra at- vinnuflugmanna nemur um 13-15 milljónum dollara eða um 1,5-1,7 milljörðum króna, ef verkfallið varir allan þann tíma sem það hefur verið boðað, segir í tilkynningu til Kaup- hallarinnar. Eigið fé samstæðunnar var 299 milljónir dollara við lok mars eða 33,5 milljarðar króna. Í fjárhæðinni eru áætlaðar tapaðar tekjur að frádregnum sparnaði vegna niðurfellds flugs auk beins áætlaðs kostnaðar vegna aðstoðar við far- þega. Í fjárhæðinni eru hvorki hugs- anleg áhrif yfirvinnubanns né áhrif verkfallsins á bókanir og tekjur fé- lagsins á þeim dögum sem verkfallið stendur ekki yfir. Jafnframt er ekki tekið tillit til hugsanlegra langtíma- áhrifa verkfallsins á Icelandair Group og Ísland almennt sem áfangastað fyrir ferðamenn. Útflutningur á ferskum fiski Icelandair Group rekur auk flug- félags t.d. hótel, ferðaskrifstofur og sinnir farmflutningum. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair Group, segir í samtali við Morgunblaðið að í samantektinni sé tekið tillit til tapaðra tekna t.d. vegna útflutnings á ferskum fiski sem ekki verði af á tímabilinu, afbókana hjá hótelum í eigu samstæðunnar, og eins áhrifa á rekstur ferðaskrifstofunnar. Ef af verkfallinu verður munu flug- menn Icelandair leggja niður störf milli klukkan 6 og 18 dagana 9., 16. og 20. maí. Í framhaldinu verður vinnu- stöðvun frá kl. 6 að morgni 23. maí fram til kl. 6 að morgni 25. maí, og frá kl. 6 hinn 30. maí til kl. 6 hinn 3. júní. Auk þess mun ótímabundið yfirvinnu- bann flugmanna Icelandair hefjast kl. 6.00 að morgni 9. maí. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Flug Icelandair tapar á verkfalli. Verkfall kostar 1,5-1,7 milljarða  Icelandair Group tapar á vinnustöðvun FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Enn ríkir óvissa um endurgreiðslur til kröfuhafa ALMC, áður Straums- Burðaráss fjárfestingabanka, af breytanlegum skuldabréfum eigna- umsýslufélagsins að andvirði 591 milljón evra, jafnvirði 92 milljarða króna. Hefur Seðlabanki Íslands haft greiðsluskilmála bréfanna til skoðunar í meira en ár í tengslum við breytingar sem gerðar voru á lögum um gjaldeyrismál 13. mars 2012. Þetta kemur fram í ársreikningi ALMC fyrir árið 2013 en félagið er stærsti eigandi Straums fjárfest- ingabanka með 67% eignarhlut. Að óbreyttu eru skuldabréfin á gjalddaga í lok þessa árs en með samþykki tveggja þriðju kröfuhafa er hægt að framlengja gjalddagann um tvö ár. Eftir þann tíma verður útistandandi höfuðstól skuldabréf- anna breytt í hlutafé í félaginu. Í árslok 2013 námu heildareignir ALMC 624 milljónum evra. Eignir félagsins í reiðufé fjórfölduðust frá fyrra ári og eru 156 milljónir evra, jafnvirði um 24 milljarðar króna, en um fjórðungur alls reiðufjárs félags- ins er í krónum. Sem hlutfall af heildareignum ALMC er reiðufé 25% en í árslok 2012 var þetta hlut- fall hins vegar aðeins um 7%. Seðlabankinn tók skilmála skulda- bréfanna til skoðunar í kjölfar þess að erlend millifærsla ALMC að fjár- hæð tíu milljónir evra var stöðvuð í lok nóvember 2012, líkt og upplýst var um á viðskiptasíðum Morgun- blaðsins. ALMC hugðist þá greiða kröfuhöfum samkvæmt ákvæði í 170 milljóna evra lánasamningi sem fé- lagið hafði gert við Deutsche Bank. Töldu stjórnendur að greiðslan væri heimil á grundvelli ákvæðis um fyr- irframgreiðslu skulda þegar lausa- fjárstaða fer yfir tiltekin mörk, svo- kallað fjársópsákvæði (e. cash sweep). Að mati Seðlabankans var framkæmd gjaldeyrisviðskiptanna hins vegar ekki í samræmi við und- anþáguheimildir um fjármagnshöft. Þurfti að skipta evrum í krónur ALMC hóf á ný greiðslur inn á lántökuna við Deutsche Bank á öðr- um ársfjórðungi 2013 eftir að hafa fengið heimild til þess frá Seðla- bankanum. Var hún háð þeim skil- yrðum að ALMC þyrfti að vinda of- an af fyrri gjaldeyrisviðskiptum sínum – skipta 25,6 milljónum evra yfir í krónur – og endursemja um skilmála samningsins. Þegar Seðla- bankinn tilkynnti ALMC 20. nóvem- ber 2012 að félagið fengi ekki að skipta krónum í evrur til að greiða af evruláninu bauðst ALMC til þess að nota evrur í sama tilgangi. Því hafn- aði Seðlabankinn einnig. Fram kemur í ársreikningi ALMC að eftirstöðvar lánsins hafi verið tæplega 1 milljón evra í árslok 2013 en lánið var á gjalddaga hinn 14. mars síðastliðinn. Ársfjórðungs- legar endurgreiðslur til kröfuhafa af breytanlegu skuldabréfunum geta aðeins hafist um leið og sá lána- samningur er að fullu greiddur upp. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lýtur endurskoðun Seðla- bankans á skilmálum 92 milljarða króna skuldabréfa ALMC einkum að því að tryggja að ekki verði hægt að hraða gjaldeyrisgreiðslum til er- lendra kröfuhafa á grundvelli fjár- sópsákvæðis um fyrirframgreiðslu skulda. Í lögum um gjaldeyrismál er skýrt kveðið á um að slíkt ákvæði getur aldrei – nema fyrir liggi sér- stök undanþága frá Seðlabankanum – myndað greiðsluskyldu til kröfu- hafa rétt eins og um væri að ræða samningsbundna afborgun sem sé undanþegin höftum. Við samþykkt nauðasamninga ALMC haustið 2010 var kröfum um- breytt í hlutdeildarskírteini – sam- sett hlutabréf og skuldabréf – í ALMC og fengu kröfuhafar þá um leið yfirráð í félaginu. Það er Deutsche Bank AG í Amsterdam sem heldur á yfir 99% af hlutdeild- arskírteinum ALMC sem vörsluaðili fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Þeir eru að langstærstum hluta al- þjóðlegir fjárfestingasjóðir. Óvissa um greiðslur af 90 milljarða skuldabréfi ALMC  Seðlabankinn skoðar enn skilmálabreytingar á 591 milljónar evra skuldabréfi Seðlabankinn Skoðar skilmála 92 milljarða skuldabréfa ALMC. Morgunblaðið/Árni ALMC og kröfuhafar » Seðlabankinn skoðar enn skilmálabreytingar á 92 millj- arða skuldabréfi ALMC. Óvissa um greiðslur til kröfuhafa. » ALMC átti 156 milljónir evra í reiðufé í árslok 2013 en þar af voru krónur um fjórðungur. » Greiðslur af bréfunum geta hafist þegar 170 milljóna evra lánasamningur við Deutsche Bank er greiddur upp. Það lán var á gjalddaga í mars sl. »Kröfuhafar ALMC eru ýmsir alþjóðlegir fjárfestingasjóðir. ALMC á 67% hlut í Straumi fjárfestingabanka.                                      !  " # ! $ #"  %! !"! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 !$ # !  #% ##% $ !%  $# $%" !! # # "  #"! ## " #    $ # !! "  Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.