Morgunblaðið - 07.05.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
Elsku Freyja mín, mér finnst
eins og þú hafir alltaf verið í lífi
mínu en þó mætti segja að frá því
að þú fluttir fyrst á Svalbó hafi
myndast ákveðin tengsl á milli
okkar sem rofnuðu aldrei. Fyrstu
minningarnar eru úr Jakobshúsi
en flestar eru úr Gömlubúð sem
oft var kölluð félagsmiðstöðin.
Lífið í Gömlubúð var yndislegt,
þar var alltaf eitthvað að gerast
og vorum við krakkarnir úr
hverfinu duglegir að koma niður-
eftir til ykkar. Þó held ég að ég
hafi verið sú allra duglegasta
enda var ykkar heimili eins og
mitt annað heimili.
Til þín var alltaf gott að koma
og hefur þú alltaf reynst mér
ótrúlega vel. Við eigum saman
minningar úr lífinu, bæði af erf-
iðum tímum en flestar minning-
arnar eru þó af þeim hlátri sem
umlukti nærveru þína. Ég hef
stundum talað um Gömlubúðar-
heilkennið, en það er þegar mað-
ur hlær, getur ekki hætt en veit
ekki af hverju maður er að hlæja.
Gleði, sköpun og vitleysis-
gangur er það sem mér dettur í
hug þegar ég hugsa um Freyju
mína. Ég hef hér komið nokkuð
inn á gleðina en sköpun af ýmsum
toga einkenndi hana. Það er varla
til sú sköpun sem hún lagði ekki
fyrir sig en ef svo er tel ég að
mótpartur hennar hafi tekið það
að sér. Freyja var listfeng, sem
Freygerður Anna
Baldursdóttir
✝ FreygerðurAnna Baldurs-
dóttir fæddist á
Vestara-Landi í Öx-
arfirði hinn 21.
september 1955.
Hún lést 15. apríl
2014.
Freygerður
Anna var jarð-
sungin í Akureyr-
arkirkju 28. apríl
2014.
litaði heimili hennar
sem alltaf var
snyrtilegt og fínt,
enda var henni í nöp
við óhreinindi. Líkt
og hún orðaði við
mig þegar ég vann
hjá henni í Allanum:
„Við förum ekki
eina umferð með
moppurnar, það
kallast ekki að
skúra, það er að
blautmoppa.“
Hvað varðar vitleysisgang þá
má segja að gleðin og sköpunin
hafi átt rætur að rekja í léttleika
Freyju. Það er eitt af því sem ég
tel mig hafa tileinkað mér frá
henni; að taka hlutina ekki of al-
varlega, hætta að velta sér upp úr
því hvað öðrum finnst og hafa
gaman af. Þegar við komum sam-
an og vorum í þeim gírnum áttum
við það til að mana hvor aðra upp
í einhverja vitleysu og vildu
margir meina að við værum að
gera okkur að fíflum. Hins vegar
sagði Freyja alltaf: „Við erum að
hafa gaman af lífinu.“
Margar eru þær til minning-
arnar um hana Freyju mína og
finnst mér erfitt að taka einhverj-
ar og segja frá því allar eru þær
mér svo kærar. Ég elska þig
Freyja, „hin mamma mín“ sem
stóðst alltaf við bakið á mér,
varst alltaf til staðar ef ég þurfti á
þér að halda, gat alltaf leitað til
þín ef mig vantaði eitthvað (því
þú áttir næstum allt) og sýndir
mér hvernig maður lifir lífinu
(eða með öðrum orðum, þú sýndir
mér hvað skiptir mestu máli í líf-
inu, það er að njóta þess). Far nú
í friði mín kæra, það munu ófá tár
renna niður vanga mína en get
samt glaðst í hjarta mínu fyrir
þau forréttindi að hafa fengið að
hafa þig í lífi mínu öll þessi ár.
Saknaðarkveðja,
Ingibjörg.
✝ IngibjörgKristjánsdóttir
(Inger) fæddist í
Reykjavík 17. júlí
1952. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 18.
apríl 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Edilon Hjálm-
arsson, f. 14. júní
1931, d. 9. nóvember 1996, og
Hulda Margrét Hermóðsdóttir,
f. 24. desember 1930, d. 5. jan-
úar 2012. Ingibjörg átti börnin
Hans Guðmund, f. 4. nóvember
1969, Huldu Margréti, f. 13.
apríl 1973, og Kristján Edilon,
urjónsdóttur, f. 2. febrúar 1982,
og börn þeirra eru Rebekka
Rut, f. 12. október 2006, og Edi-
lon Edward, f. 10. nóvember
2008. Árið 1989 kynntist Ingi-
björg eftirlifandi eiginmanni
sínum, Guðjóni Hólm Guð-
bjartssyni, f. 6. maí 1948. Þau
áttu saman börnin Hólmar
Hólm, f. 20. nóvember 1990, og
Ólafíu Þyrí Hólm, f. 20. febrúar
1992. Hólmar er í sambúð með
Daníel Hauki Arnarssyni, f. 28.
febrúar 1990. Ólafía er í sam-
bandi með Hafþóri Erni Þór-
issyni, f. 22. nóvember 1990.
Ingibjörg gekk í Lækjarskóla
í Hafnarfirði og var einnig við
nám í Reykholti í Borgarfirði.
Þaðan fór hún í Húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli. Ingibjörg
starfaði lengst af sem dagmóðir
í Reykjavík .
Að ósk Ingibjargar fór útför
hennar fram í kyrrþey frá
Brautarholtskirkju hinn 29.
apríl 2014.
f. 23. júní 1974, úr
fyrra hjónabandi
með Magnúsi Mó-
berg Hanssyni, f.
21. desember 1949,
en árið 1989 slitu
þau Magnús sam-
vistir. Hans er í
sambúð með Önnu
Katarzynu Woz-
niczka, f. 5. janúar
1983. Hulda er gift
Valtý Bergmann
Benediktssyni, f. 28. ágúst
1975, og börn þeirra eru Orri
Bergmann, f. 18. janúar 1996,
Aron Atli Bergmann, f. 29
ágúst 1999, og Sara Bergmann,
f. 26. júlí 2000. Kristján er
kvæntur Bergrúnu Lilju Sig-
Ingibjörg Kristjánsdóttir, mág-
kona okkar, er látin, 61 árs að
aldri. Leiðir okkar lágu saman
fyrir meira en tveimur áratugum
þegar hún og Gaui bróðir urðu
par. Fíngerð og brothætt við
fyrstu sýn en það var bara yfir-
borðið. Undir fíngerðu útlitinu var
sterkur og hispurslaus karakter
sem líkaði illa við allt miðjumoð og
fór óhrædd sínar eigin leiðir. Vin-
ur í raun og mesta og besta bak-
land sem börnin hennar gátu átt.
Fyrir þau hefði hún vaðið eld og
brennistein.
Inger hafði lag á að gera fallegt
í kringum sig og sína og var með
endalaust hugmyndaflug í að betr-
umbæta og skapa fallega hluti.
Enda bera heimilið og garðurinn
þess vitni.
Við kveðjum kæra mágkonu
með virðingu og söknuði og vitum
að sorg fjölskyldunnar er yfir-
þyrmandi og dagarnir endalausir.
Enginn stóð hjarta hennar nær en
fjölskyldan. Börnin fengu gott
veganesti út í lífið. Með fordæmi
sínu kenndi hún þeim hvað það er
að vera ærleg og góð manneskja.
Hún vissi líka að það skiptir máli
að nota tímann vel. Stundum
finnst manni að lífið sé handan við
hornið en andartakið í dag er lífið
sjálft. Hugur okkar er hjá fjöl-
skyldunni sem er í sárum eftir
sviplegt fráfall elskulegrar konu.
Bráðum kemur vorið og þá vaknar
náttúran til lífsins og dagarnir
verða bjartari. Inger er ekki farin.
Hún lifir áfram í hjörtum þeirra
sem þótti vænt um hana.
Anna Margrét, Hólmfríður
og Steinunn.
Ingibjörg
Kristjánsdóttir
Bergþóra Guð-
mundsdóttir skóla-
systir okkar er horfin til nýrra
heimkynna. Hún eins og við spratt
upp og dafnaði í faðmi fjalla
blárra. Að vera fædd 1961 og eiga
sameiginlegar minningar úr leik
og starfi æskuáranna sameinar
okkur líka ævinlega.
Við skólasystkin hennar frá
Ísafirði hugsum með hlýhug til
hennar og reiðum okkur á friðinn
sem við erum sannfærð um að hún
hafi öðlast. Við hugsum öll sem
eitt að blessuð sé minning þeirrar
Bergþóru sem við munum frá
æskuárunum á Ísafirði og steig
sín fyrstu skref með okkur.
Æskuárin á Ísafirði voru uppfull
af ævintýrum, hvort sem við vorum
í teygjutvist, parís, brennó, kýló,
barbí eða röktum píluna. Frelsið
var mikið og auðvitað þótti okkur
gaman að hlaupa upp í hlíð, leika
okkur í fjörunni, róa á Pollinum,
fara í sund, selja blöð og tína ber.
Þegar við í ’61-áragangnum vorum
að alast upp var Ísafjörður eins
konar paradís fyrir börn og ung-
linga, með góða skóla, tónlistar-
skóla, öflugt félags- og trúarstarf.
Félagsmiðstöðvarnar okkar gátu
verið kirkjan hjá séra Sigurði, sam-
komur á Hernum eða í Salem, bíó-
ferðir í Alþýðuhúsið, samveru-
stundir í sjoppunni hjá Úlfari og
Ínu eða andaglas í Aðalstrætinu.
Það kom snemma í ljós að
Bergþóra var listræn, næm á ís-
lenskt mál og með ríka sköpunar-
gáfu. Í huga okkar var hún sú hug-
rakka, óhrædd við að prófa
eitthvað nýtt, og fátt virtist henni
óviðkomandi. Hún var kraftmikil í
Bergþóra
Guðmundsdóttir
✝ Bergþóra Guð-mundsdóttir
fæddist á Ísafirði
16. nóvember 1961.
Hún varð bráð-
kvödd á Akranesi
22. mars sl.
Útför Bergþóru
fór fram í kyrrþey
4. apríl 2014.
leik og starfi og góð-
ur skólafélagi. Ákaf-
ur dýravinur og naut
þess að annast þau.
Bergþóra var
sterk og hraust
stelpa og kunni því
vel að vinna líkam-
lega vinnu. Hún fór
ung til sjós og vann
líka við að beita. Hún
reyndi og upplifði
margt í lífinu, sumu
vissum við af, öðru kynntumst við
aldrei nema af afspurn og jafnvel
ekki.
Lífið á Ísafirði var skemmtilegt
og fagurt á þessum árum en það
hafði jafnframt sínar hörku- og
skuggahliðar; hafið og náttúran
tóku sinn toll. Það getur líka verið
flókið að vaxa úr grasi og verða
fullorðin manneskja. Margir um-
hverfis- og erfðaþættir þurfa að
samstillast til að okkur farnist vel í
lífinu. Við lifum flest í samræmi
við eitthvert gildismat og reynum
að fara eftir reglum sem samfélag-
ið setur. Margir eiga erfitt með þá
sem fara út fyrir þann ramma og
dæma þá hart. Víst er hver sinnar
gæfu smiður en þó skiptir miklu
máli hvernig gefið er í upphafi. Við
skólasystkin Bergþóru munum
hana glaða og galsafengna, stelpu
sem mætti okkur með bros á vör
og hlýju. Stelpu sem mátti ekkert
aumt sjá og var tilbúin að rétta
fram hjálparhönd þegar á reyndi.
Við kveðjum Bergþóru með
þökk fyrir samfylgdina og okkur
verður hugsað hvað við erum ráða-
laus gagnvart ýmsu í lífinu. Í lífinu,
sem er kröftugt og viðkvæmt í
senn, eins og blómstrið eina sem
upp vex á þessum árstíma, þegar
sumarið er handan við hornið og ló-
an syngur okkur sín dirrindí.
Við vottum Diddu, móður Berg-
þóru, börnum, barnabörnum, syst-
kinum og öðrum sem þótti vænt
um hana okkar dýpstu samúð.
F.h. árgangs 1961 frá Ísafirði,
Dagný Annasdóttir og
Guðrún Guðmundsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Kvisthaga 3,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 19. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn
8. maí kl. 13.00.
Guðrún, Gylfi og Gauti Magnúsarbörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
LÁRUS ÁGÚSTSSON,
Indriðakoti,
sem lést þriðjudaginn 29. apríl verður jarð-
sunginn frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn
10. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Dvalarheimilið Kirkjuhvol, Hvolsvelli.
Ingibjörg Hildur Jónsdóttir
Margrét Kristín Lárusdóttir, Nathanael Björgvin Ágústsson,
Jón Smári Lárusson, Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir,
Ágúst Ármann Lárusson, Kristín Sigtryggsdóttir,
Pálína Auður Lárusdóttir, Kristján Erling Kjartansson,
Svavar Þór Lárusson, Anna Lilja Hvanndal Magnúsdóttir,
Eyrún Ósk Lárusdóttir, Rahim Kamali,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku konan mín,
GUÐRÚN H. GUÐBRANDSDÓTTIR
frá Ólafsvík,
Eikjuvogi 5,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
föstudaginn 9. maí 2014 kl. 15.00.
Guttormur Þormar.
✝
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
HJARTAR KRISTJÁNSSONAR,
Goðatúni 24,
Garðabæ,
sem lést laugardaginn 26. apríl, fer fram frá
Vídalínskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.00.
Anna Margrét Einarsdóttir,
Birta Hjartardóttir,
Hulda Hjartardóttir,
Klara Hjartardóttir,
Bóel Hjartardóttir, Hjálmar Þorsteinsson,
Guðmundur Hjörtur Þorgerðarson,
Ian Wayne Collington
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DAGRÚN ERLA JÚLÍUSDÓTTIR,
Skipalóni 16,
Hafnarfirði,
lést á Landspítala, Fossvogi, föstudaginn
25. apríl.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 8. maí kl. 13.00.
Harry Jóhannes Harrysson,
Valdís Erla Harrysdóttir, Sigurður Pálmason,
Geir Júlíus Harrysson,
Harry Erik Jóhannesson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJARNI JÓHANNSSON
skipstjóri og útgerðarmaður
frá Eyrarbakka,
andaðist á Landspítalanum að kvöldi
föstudagsins 2. maí.
Hann verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 10. maí kl. 13.00.
Sigurborg Garðarsdóttir, Ásgeir Ingi Eyjólfsson,
Sigríður Garðarsdóttir, Tyrfingur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN HALLDÓRA SIGVALDADÓTTIR
frá Stafni,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést miðvikudaginn 30. apríl á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.00.
Haukur Björgvinsson,
Sigvaldi Hauksson, Guðleif Jónsdóttir,
Björgvin Hauksson, Birna G. Björnsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar,
GESTUR GUNNARSSON,
lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 9. maí kl. 15.00.
Eyrún Gestsdóttir,
Ragna Gestsdóttir.