Morgunblaðið - 07.05.2014, Page 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
dóttir. „Til gamans má geta að við
eigum einmitt 20 ára afmæli í dag, 7.
maí.“
„Mér þykir dálítið vænt um sýn-
inguna Gyðjan í vélinni sem við stelp-
urnar í útskriftarbekknum gerðum,
verkið var sýnt í varðskipinu Óðni.
Margir listamenn úr ýmsum grein-
um komu saman og voru með inn-
setningar. Þetta var óvenjuleg og
skemmtileg sýning, mikið fjör og
mikið gaman.“
Meðan á náminu stóð sinnti Katrín
ýmsum störfum, m.a. á Stafafelli í
Lóni þar sem starfrækt var bænda-
þjónusta, þar sá hún aðallega um að
elda fyrir ferðahópa. Tvö sumur eftir
skóla sá hún um lítið kaffihús á Ísa-
firði í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað,
en það var rekið út frá Hótel Ísafirði.
„Þar kynntist ég manninum mínum.“
Katrín hefur unnið aðallega við leik-
list og veitingastörf. „Eftir að börnin
fæddust var ég heimavinnandi að
mestu á meðan þau voru ung en tók
að mér verkefni annað slagið.“ Af
leiklistarstörfum má nefna að hún
hefur starfrækt ásamt Eggerti
Kaaber barna- og unglingaleikhúsið,
Stoppleikhúsið síðustu tíu til fimm-
tán árin. Einnig hefur hún verið í
nokkrum sjónvarpsmyndum. Af veit-
ingastörfum má nefna að hún starf-
aði á Á næstu grösum og sá um dag-
legan rekstur á Dillonshúsi í
Árbæjarsafni. Katrín settist aftur á
skólabekk fyrir tveim árum þegar
hún fór í Ferðamálaskóla Kópavogs.
Í dag vinnur Katrín hjá Norræn-
um myndum eða Nordic Photos,
byrjaði þar í ágúst síðastliðnum. „Ég
sinni ýmsum störfum þar. Við seljum
ljósmyndir um allan heim en ég er
aðallega í því að sinna erlendum við-
skiptavinum, taka pantanir og senda
um allan heim. Einmitt núna erum
við að skanna gamalt ljósmyndasafn,
skrá myndirnar og skrifa texta við
þær.“
Áhugamál
„Ég hef gaman af að ferðast. Við
fjölskyldan fórum til Suður-Spánar í
fyrra, flæktumst þar um milli fjalls
og fjöru, fannst aðeins of heitt í fjöll-
unum og vorum fljót að flýja á
ströndina. Við förum svo til Lundúna
um næstu mánaðamót í tilefni af af-
mælinu mínu. Í sumar ætlum við að
ferðast með ættingjum frá Þýska-
landi um landið. Svo ætlum við
nokkrar bekkjarsystur frá Grunn-
skóla Sauðárkróks að fara til útlanda
í haust í tilefni af 50 ára afmæli okkar
en áfangastaður hefur ekki alveg
verið ákveðinn ennþá. Ég hef einnig
áhuga á tónlist og er dugleg að fara í
bíó. Ég hef náttúrlega áhuga á mat-
reiðslu en þó sérstaklega bakstri.
Svo finnst mér gaman að dansa og
hef farið á nokkur námskeið, t.d. í
suðuramerískum dönsum og svo
skellti ég mér á magadansnámskeið
eitt sinn. Ég stunda líkamsrækt þeg-
ar ég kem því við, fer á líkamsrækt-
arstöðvar, sund er í miklu uppáhaldi,
sérstaklega pottarnir, (telst það ekki
til líkamsræktar?) og skokka, svona á
sumrin. Einnig finnst mér gaman að
lesa, bæði til fróðleiks og skemmt-
unar. Annars er fjölskyldan og vinir
mesta og besta áhugamálið mitt.“
Fjölskylda
Maki: Viðar Finnsson, f. 27.8. 1960,
vélstjóri og rekur Véla- og viðgerðar-
þjónustuna V.F. Foreldrar hans eru
Finnur Finnsson, f. 29.1. 1923, d.
23.10. 2000, kennari á Ísafirði, og
María Gunnarsdóttir, f. 17.5. 1920, d.
10.8. 2006, kennari á Ísafirði.
Börn: Gunnar Viðarsson, f. 3.8.
1980, vélamaður í Reykjavík; Hrafn-
kell Katrínarson, f.. 17.2. 1994, nemi í
Garðabæ; Arnar Freyr Viðarsson, f.
10.3. 2001, og Snædís Lilja Viðars-
dóttir, f. 12.8. 2004.
Systkini: Örn E. Þorkelsson, f. 7.9.
1953, gæðaeftirlitsmaður og sölu-
stjóri hjá Steinull á Sauðárkróki;
Erna Thienelt Þorkelsdóttir, f. 20.8.
1955, tanntæknir í Reykjavík. Hálf-
systkin: Sævar Jensson, f. 1.2. 1949,
d. 7.3. 1980, sjómaður í Reykjavík;
Ósk Þorkelsdóttir, f. 28.8. 1945, Eig-
andi útgerðar á Húsavík.
Foreldrar: Jens Þorkell Hall-
dórsson, f. 1.4. 1922, d. 10.5. 1992,
ýtustjóri og sagnamaður á Sauðár-
króki, og Erika Lina Hedwig Thie-
nelt, f. 31.7. 1927, d. 17.10. 1970, hús-
móðir á Sauðárkróki og var frá
Þýskalandi.
Úr frændgarði Katrínar Þorkelsdóttur
Katrín
Þorkelsdóttir
Marina Radenmacher
húsfreyja í Þýskalandi
Erna Radenmacher/Falarz
húsfreyja í Þýskalandi
Aloies Thienelt
bjó í Þýskalandi
Erika Lína Hedwick Thienelt
húsmóðir á Sauðárkróki
Karólína Guðbrandsdóttir
húsfreyja í Mjóafirði og Súðavík
Jens Haraldur Þorkelsson
bóndi í Mjóafirði, síðar verka-
maður og sjómaður í Súðavík
Sigrún Jensdóttir
húsmóðir í Súðavík
Halldór Guðmundsson
sjómaður og verkalýðsleiðtogi í Súðavík
Þorkell Halldórsson
ýtustjóri á Sauðárkróki
Guðrún Bjargey Guðmundsd.
vinnukona víða í Eyrarsókn í
Seyðisfirði, N-Ís.
Guðmundur Pálmason
vinnumaður í Vigur í Ísafjarðardjúpi, drukknaði átján ára
Afmælisbarnið Katrín.
Hálfdán Sveinsson fæddist íHvammi í Bolungarvík 7.maí 1907. Foreldrar hans
voru Sveinn, bóndi og búfræðingur
í Hvilft í Önundarfirði, sonur Árna
bónda í Króki í Norðurárdal, Mýr.,
Þórðarsonar, og k.h. Friðfinna
Rannveig húsmóðir, dóttir Hálf-
dáns, hreppstjóra í Meirihlíð í Bol-
ungarvík, Örnólfssonar. Systir
Hálfdáns, Mikkelína María Sveins-
dóttir, var móðir Benedikts Grön-
dals, alþingismanns og forsætis-
ráðherra.
Hálfdán útskrifaðist frá
Kennaraskólanum 1933, kenndi í
Stykkishólmi í eitt ár en flutti 1934
til Akraness og kenndi þar og bjó
upp frá því.
Auk kennslu við barna- og ungl-
ingaskólann á Akranesi sinnti
Hálfdán ýmsum trúnaðarstörfum í
bæjarfélaginu. Hann var fyrst kos-
inn í hreppsnefnd Ytri-Akranes-
hrepps árið 1938 en þegar Akranes
hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942
var hann kosinn í fyrstu bæj-
arstjórn kaupstaðarins og átti þar
æ síðan sæti sem fulltrúi Alþýðu-
flokksins þar til hann baðst undan
sæti vorið 1970. Hann sat í stjórn
verkalýðsfélags Akraness 1936-
1962, lengst af sem formaður. Bæj-
arráðsmaður var hann frá 1946 og
forseti bæjarstjórnar 1954-1961.
Hann var bæjarstjóri í tvö ár, á ár-
unum 1960-1962.
Hálfdán hefur setið lengst allra í
bæjarstjórn á Akranesi ásamt Jóni
Árnasyni, í sjö kjörtímabil eða 28
ár. Hann sat í fyrstu stjórn
Skógræktarfélags Akraness 1942
og var fyrstur til að gróðursetja
ásamt unglingum á Akranesi á
landi þar sem nú er Garðalundur
og er skógræktin á Akranesi.
Hálfdán skrifaði greinar um
bæjarmál og verkalýðsmál í Al-
þýðublaðinu og sat í ritnefnd viku-
blaðsins Skagans og skrifaði tölu-
vert í það.
Kona Hálfdáns var Dóróthea
Erlendsdóttir, f. 1.9. 1910, d. 15.1.
1983. Þau áttu fjögur börn, Hilmar
Snæ, Rannveigu Eddu, Svein
Gunnar og Helga Víði.
Hálfdán lést 18.11. 1970.
Merkir Íslendingar
Hálfdán
Sveinsson
90 ára
Ásta Hannesdóttir
85 ára
Guðný Sigríður
Kolbeinsdóttir
Viggo Thorbjörn Nilssen
80 ára
Guðjón Gestsson
Helgi Svavarsson
Ingólfur Tryggvason
Sigurður Gústavsson
Svanlaug Torfadóttir
75 ára
Magndís Guðrún
Ólafsdóttir
70 ára
Björn A. Ingólfsson
Dagný Jóhannsdóttir
Eyjólfur Ólafsson
Guðmundur Laugdal
Jónsson
Hafdís Ingvarsdóttir
Ingibjörg Stella
Sigurðardóttir
Ingjaldur Ásmundsson
Ingólfur Steinar Ingólfsson
Jónas Matthíasson
Ragnar Sigbjörnsson
Þórarinn Pálmason
60 ára
Andrés Proppé Ragnarsson
Dagmar Gunnarsdóttir
Erlendur Árni Garðarsson
Guðmundur B. Gíslason
Herdís Þórhallsdóttir
Hrönn Finnsdóttir
Inga Rún Garðarsdóttir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Magnús H. Traustason
Ragnar Rúnar Jóhannsson
50 ára
Elín Guðrún Ingvarsdóttir
Eyrún Ólafsdóttir
Guðrún K Ástvaldsdóttir
Halldór Þormar
Halldórsson
Helga Guðmundsdóttir
Hermann Guðmundsson
Ísak Tómasson
Pia Maud Petersen
Sigurlín Sæunn
Sæmundsdóttir
Stefán Pétur Pálsson
Steinþór Sævar Jónasson
Wimonrat Srichakham
40 ára
Arnar Hafsteinsson
Bárður Steinn
Jóhannesson
Dóra Hanna Sigmarsdóttir
Edda Hrönn Björgvinsdóttir
Margrét Valdimarsdóttir
Nittaya Chalao
Sigurður Einar Gíslason
Sigurður Jónas
Eysteinsson
Sigurveig Steinarsdóttir
Stefán Freyr Stefánsson
Vaka Sigurðardóttir
Zoran Jakovljevic
30 ára
Adam Pogorzelski
Arnar Ingi Viðarsson
Eggert Páll Einarsson
Enric Már Du Teitsson
Helga Marín Gestsdóttir
Hildur Tryggvadóttir
Jóhann Sævar Jónsson
Judy Guitering Balintad
Modestas Anusevicius
Ragnhildur Steinunn
Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Erla er frá Egils-
stöðum en hefur búið í
Ólafsvík frá því hún var 16
ára. Hún er viðskipta-
fræðingur í fæðingar-
orlofi.
Maki: Örvar Ólafsson, f.
1981, útgerðarstjóri hjá
Hraðfrystihúsi Hellis-
sands.
Börn: Bjarki Freyr, f.
2010, og Arna Eir, f. 2012.
Foreldrar: Gunnlaugur
Bogason, f. 1962, og Kol-
brún Eiríksdóttir, f. 1962.
Erla
Gunnlaugsdóttir
30 ára Óskar býr í
Reykjavík, er fæddur þar
og uppalinn. Hann vinnur
annars vegar sem ljós-
myndari og hins vegar
sem söluráðgjafi hjá
Nýherja.
Maki: Hrund Þórsdóttir,
f. 1981, fréttamaður á
Stöð 2.
Foreldrar: Elvar Harðar-
son, f. 1962, rafvirki í
Keiluhöllinni, og Snjólaug
Óskarsdóttir, f. 1962, dag-
móðir, bús. í Reykjavík.
Óskar Páll
Elfarsson
30 ára Gyða er frá
Hornafirði en býr í Rvík.
Hún er grunnskólakennari
í fæðingarorlofi.
Maki: Finnbjörn Þorvalds-
son, f. 1981, kennari hjá
NTV.
Börn: Ingunn Anna,
stjúpdóttir, f. 2001, Þor-
valdur, f. 2009, og Þula
Björg, f. 2013.
Foreldrar: Bragi Her-
mann Gunnarsson, f.
1965, og Ingibjörg Björns-
dóttir, f. 1962.
Gyða Rós
Bragadóttir
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Óbr
eytt
verð í 4 ár