Morgunblaðið - 07.05.2014, Side 30

Morgunblaðið - 07.05.2014, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Danska hljómsveitin Choir Of Young Believers (COYB) lék fyrir troðfullu húsi á Spot-tónlistarhátíð- inni í Árósum um síðustu helgi og voru það fyrstu tónleikar sveit- arinnar í Danmörku í um eitt og hálft ár. Ljóst var að eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikunum sem fóru fram klúbbnum Voxhall og komust færri að en vildu. Og þeir sem komust inn voru ekki sviknir, tónleikarnir voru með þeim bestu sem blaðamaður sá á hátíðinni í ár og nýtt efni sem sveitin lék lofar góðu fyrir næstu plötu sem vænt- anleg er í haust. COYB hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því hún sendi frá sér fyrstu stuttskífuna, Burn the Flag, árið 2007. Önnur stuttskifa, Choir vs. Evil, kom út sama ár og breið- skífurnar tvær sem hljómsveitin hefur sent frá sér, This Is for the White in Your Eyes (2008) og Rhine Gold (2012), hlutu mikið lof gagnrýnenda. Hljómsveitin er margverðlaunuð í heimalandi sínu. Hún hlaut verðlaun P3, útvarps- stöðvar danska ríkisútvarpsins, ár- ið 2008 sem hæfileikaríkasta hljóm- sveitin, var valin besta nýja hljómsveitin á dönsku tónlist- arverðlaununum árið 2009 og hlaut dönsku gagnrýnendaverðlaunin Steppeulven í fyrra. Þá hefur hljómsveitin átt margan útvarps- smellinn í Danmörku, m.a. ,,Hollow Talk“ sem allir kannast við sem horft hafa á dönsku sjónvarpsþætt- ina Broen þar sem lagið er leikið í upphafi og enda hvers þáttar. Þá var lagið í lykilatriði í endurkomu- mynd Thomas Vinterberg, Submar- ino, auk þess sem óperupopparinn Josh Groban hefur tekið lagið upp á arma sína. Endurkoma COYB var stofnuð árið 2006 af hinum dansk-gríska Jannis Noya Makrigiannis sem syngur og leikur á gítar í hljómsveitinni auk þess að vera höfundur allra laga og texta. Eftir um sex ára stöðugt tónleika- hald og hljómsveitarstrit ákvað Jannis að taka sér hlé frá hljóm- sveitinni í fyrra. Þegar COYB bauðst að hita upp fyrir Depeche Mode í tónleikaferð í byrjun þessa árs var þó ekki annað hægt en að vekja hana aftur til lífsins og lék sveitin á átta tónleikum með De- peche Mode í nokkrum Evrópu- löndum í febrúar og mars sl. Í haust er svo þriðja breiðskífan væntanleg frá sveitinni og forvitnilegt að sjá hvaða stefnu hinn hæfileikaríki Jannis hefur tekið eftir hið langa hlé. Blaðamaður ræddi við Jannis í Árósum föstudaginn sl. og spurði hann hvort það hefði verið brjálað að gera hjá honum og hljómsveit- inni frá því Morgunblaðið ræddi við hann síðast, árið 2010, vegna tón- leika COYB á Nasa í mars það ár. „Já, við vorum afar upptekin í nokkur ár en tókum okkur hlé allt árið í fyrra, héldum ekki neina tón- leika. Við tókum aftur upp þráðinn núna í byrjun árs, fórum í þessa ferð með Depeche Mode sem var góð byrjun og erum núna farin að vinna að nýju efni. Ég er byrjaður að taka upp í hljóðveri og á tónleik- unum í kvöld verður að mestu leikið nýtt efni,“ segir Jannis. – Af hverju tókuð þið ykkur þetta langa hlé? Jannis veltir því fyrir sér í dágóða stund og segir svo heldur hikandi: „Ég hef í rauninni ekkert talað um það, þetta er fyrsta viðtalið sem ég veiti í langan tíma. Það hefur mikið gerst frá því við gerðum síðustu plötuna okkar sem kom út 2012. Við vorum í tónleikaferðum allt það ár og síðasta ferðin sem við fórum í þá, um Bandaríkin í nóvember, var ansi erfið. Yfirleitt skemmtum við okkur vel í tónleikaferðum og njótum þess að vera saman en ég held að sam- veran hafi verið of mikil og of stutt milli tónleika í það skiptið. Það breyttist eitthvað hjá okkur í þessari ferð, ég veit ekki alveg hvað en mig langaði að fara að gera eitthvað ann- að, tónlistarlega séð, fannst eins og ég sæti fastur í hljómsveitinni. Þannig að ég held að hléið hafi verið nauðsynlegt svo við gætum tekið upp þráðinn seinna og við áttum það inni. Eins og ég segi þá er þetta fyrsta viðtalið mitt í langan tíma og ég hef lítið talað um þetta en það er gaman að vera kominn aftur. Tónleikaferð- in með Depeche Mode var mikil lífsreynsla og í samanburði við fyrr- nefnda ferð um Bandaríkin í nóv- ember 2012, sem var mjög þreyt- andi og tók á taugarnar, þá var ferðin með Depeche Mode full- komin. Við skemmtum okkur kon- unglega,“ segir Jannis og bætir við að nauðsynlegt sé að fara í dálitla sjálfsskoðun af og til, koma sér út úr rútínunni til að efla sköp- unargáfuna. Nú taki við nýir tímar hjá COYB. Martin Gore aðdáandi – Hvernig kom það til að ykkur var boðið að spila með Depeche Mode? „Martin Gore er víst aðdáandi okkar og ég held að þeir bjóði alltaf minni og lítt þekktum hljómsveitum að leika með sér í tónleikaferðum.“ – Þannig að þeir höfðu samband við ykkur, ekki einhver umboðs- maður eða -skrifstofa? „Já. Við vorum ekki með neinar tónleikaáætlanir, vorum að velta fyrir okkur að taka upp nýtt efni og þá kom þetta tilboð sem við gátum auðvitað ekki hafnað,“ segir Jannis. – Ég geri ráð fyrir að þú sért aðdáandi þeirra? „Nei, eiginlega ekki, ég er aðeins of ungur til að hafa hlustað á þá sem unglingur, fæddist 1983. Ég þekkti samt sem áður mörg lög með þeim og kann vel að meta tónlistina þeirra. Sem betur fer á ég marga vini sem eru miklir aðdáendur De- peche Mode, þeir slepptu sér alveg þegar þeir fréttu af þessu og ég gat boðið þeim á tónleika,“ segir Jannis og brosir breitt. Hann segir tónleikaferðina hafa verið frekar afslappaða, hún hafi tekið þrjár vikur og hljómsveitirnar leikið annan hvern dag. „Við hófum ferðina á Ítalíu og enduðum í Rúss- landi. Við fórum til landa sem við höfum aldrei komið til áður og gát- um skoðað okkur um,“ segir Jannis og greinilegt af frásögn hans að ferðin var mikið ævintýri. – Þið hafið væntanlega leikið á mjög stórum tónleikastöðum? „Já, það voru um 30 þúsund gest- ir á hverjum tónleikum. Ég fer yf- irleitt ekki sjálfur á svo fjölmenna tónleika og við höfðum ekki leikið fyrir svo marga áður. Fyrir þessa ferð áttum við erfitt með að spila fyrir fleiri en fimm þúsund gesti eða þar um bil í einu. En við nutum þess virkilega, ég hélt að það væri miklu erfiðara að leika á stórum leikvöngum en það reyndist vera. Það var lærdómsríkt,“ segir Jannis. „Hollow Talk“ ekki spilað – Nú er lagið „Hollow Talk“ lík- lega það sem flestir tengja hljóm- sveitina við, það sem hefur verið hvað mest spilað í útvarpi og sjón- varpi. Ertu orðinn leiður á því að spila það? „Ég er auðvitað mjög ánægður yfir því að margir þekkja okkur út af þessu lagi en það er dálítið þreyt- andi að ætlast sé til þess að við spil- um það, t.d. á tónleikunum í kvöld. Þetta lag er frá árinu 2008 og við höfum samið fjölda nýrra laga sem okkur líkar við eftir það. Kannski myndu einhverjar hljómsveitir fagna því að eiga svona smell og spila hann sem oftast en þetta er gegnumgangandi umræða hjá okk- ur í hljómsveitinni. Þótt þetta lag hafi verið mjög vinsælt verðum við að halda áfram og leika nýrra efni. Ef tónleikar eru langir spilum við það kannski en í kvöld munum við leika ný lög,“ svarar Jannis harð- ákveðinn og greinilegt hver á loka- orðið í hljómsveitinni. Endurnærður Jannis  Choir Of Young Believers lék ný lög á Spot-hátíðinni í ár  Forsprakki hljómsveitarinnar tók sér árs hlé eftir erfiða tónleikaferð í Bandaríkjunum  Hituðu upp fyrir Depeche Mode í Evrópuferð Ljósmynd/Renee Rajimaekers Sveimur Jannis á tónleikum Choir Of Young Believers á tónlistarhátíðinni Spot, föstudaginn sl. Sveimkennt indírokkið féll í góðan jarðveg hjá gestum. HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS …OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM. HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI ÞÚ NÝTUR ÞESS AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM Á CANNONDALE SYNAPSE. 229.900.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.