Morgunblaðið - 07.05.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 07.05.2014, Síða 32
201432 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Traust og góð þjónusta Í 17 ÁR HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 Umgjarðir í miklu úrvali Er ekki kominn t ími á sjónmæl ingu Bassaleikarinn Richard Andersson Tríó Richards Anderssons kemur fram á Múlanum Tríó danska bassaleikarans Rich- ards Anderssons kemur fram á tón- leikum djassklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Tríóið skipa auk Anderssons þeir Agnar Már Magnússon á píanó og Jón Páll Bjarnason á gítar. Sam- kvæmt upplýsingum frá skipuleggj- endum hefur Andersson getið sér gott orð fyrir frábæran bassaleik. Hann mun hafa leikið með mörgum af fremstu djassleikurum samtím- ans, m.a. Dave Liebamn, Jeff „Tain“ Watts og George Garzone. Hann starfar bæði í Danmörku og New York. Plötur hans hafa hlotið góða dóma og hefur hann hlotið ýmsar viðurkenningar. Á efnisskrá kvölds- ins eru lög úr Amerísku söngbókinni sem allir djassunnendur þekkja og eiga ekki að verða sviknir af. Tónleikar kvöldsins eru þeir síð- ustu að þessu sinni, en djassklúbb- urinn Múlinn snýr aftur á Björtuloft í lok sumars. Miðar fást á harpa.is og midi.is. Erlendir blaðamenn fara ófögrum orðum um keppnisstað Eurovision- keppninnar, B&W-skálana á Refs- halaeyju í Kaupmannahöfn. Í um- fjöllun danska dagblaðsins Politiken um málið kemur fram að m.a. sé kvartað undan erfiðum samgöngum á keppnisstaðinn, vondum mat og of fáum salernum. „Þetta er misheppnaðasta keppn- ishöll sem ég hef kynnst frá því ég byrjaði að fjalla um Eurovision í Aþenu 2006,“ er haft eftir Tobbe Ek sem skrifar um keppnina fyrir hönd sænska dagblaðsins Aftonbladet. Tekur hann fram að áhorfendur heima í stofu muni að öllum lík- indum njóta sjónarspilsins, en að keppnisstaðurinn sé „hreint helvíti“ fyrir áhorfendur í sal, keppendur sem og fjölmiðlafólk. Á heimasíðu Aftonbladet kvartar hann undan erf- iðri staðsetningu keppnisstaðsins m.t.t. samgangna og að biðraðir á salernin hafi verið mjög langar á æf- ingadögunum þrátt fyrir að salurinn hafi ekki verið fullsetinn áhorf- endum. Hanna Fahl, sem skrifar fyrir sænska dagblaðið Dagens Nyheter, tekur undir gagnrýni koll- ega síns á samgöngumálin og segir fráleitt að ekki hafi reynst unnt að leysa vandann. Michael Booth, sem sérhæfir sig skrifum um ferðalög og mat hjá breska dagblaðinu The Guardian tístir um matinn á keppnisstað og segir hann „hræði- legan“. Í framhaldinu biður hann Rene Redzepi á veitingastaðnum Noma að senda mat til Refshalaeyju. Ljósmynd/Albin Olsson Keppnisstaðurinn B&W-skálarnir voru notaðir sem skipasmíðastöð til árs- ins 1996. Samtals er pláss fyrir um 10.000 Eurovision-gesti í salnum. „Hreint helvíti“ á Refshalaeyju Steinunn Vala Pálsdóttir heldur útskriftar- tónleika sína í Salnum, Kópa- vogi í kvöld kl. 20, en hún út- skrifast með BMus-gráðu í þverflautuleik frá tónlistardeild LHÍ í vor. Á efn- isskrá eru Partíta í a-moll BWV 1030 eftir Johann Sebastian Bach, Flautukonsert nr. 2 í D-dúr K. 314 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Dauði flugunnar eftir Báru Gísla- dóttur, en það verk var samið sér- staklega fyrir Steinunni Völu árið 2013, Fantaisie Pastorale Hongr- oise op. 26 eftir Albert Franz Dopp- ler, Le Merle Noir eftir Olivier Messiaen og Flautusónata í D-dúr op. 94 eftir Sergei Prokofiev. Rich- ard Simm leikur með á píanó. Aðgangur er ókeypis. Flaututónleik- ar í Salnum Steinunn Vala Pálsdóttir Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við vorum mjög sáttir við flutning- inn okkar, það gekk allt upp og það var mikil gleði og hamingja,“ segir Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleikari Pollapönks. Hann neitar því þó ekki að hópurinn hafi verið orðinn mjög stressaður þegar búið var að tilkynna níu af þeim tíu þjóðum sem kæmust áfram, og Ís- land ekki þar á meðal. „Við höfum oft lent í því að vera dregnir síðastir upp úr hattinum og ég bjóst ekki við því að það myndi gerast aftur, en gleðin var ólýsanleg.“ Um 11.000 manns voru í salnum í undankeppninni. „Ég hugsa að þetta sé stærsta giggið okkar,“ segir Heið- ar, en þó hafi hugsanlega verið svip- aður fjöldi þegar Botnleðja spilaði á Reading-tónlistarhátíðinni á Eng- landi. Heiðar vildi senda þau skila- boð heim til Íslands að fólk ætti að gera sér glaðan dag á laugardaginn. „Fagnið fjölbreytileikanum,“ sagði Heiðar að lokum. Velgengni Pollapönks náði inn á kvöldfund á Alþingi, og óskaði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, hljómsveitinni til hamingju úr ræðu- stóli forseta þegar úrslitin voru ljós og tók þingheimur undir. Hlaut 6. varaforseti þingsins og bakradda- söngvari Pollapönks, Óttarr Proppé, þar sérstakar hamingjuóskir. Ljósmynd/Helgi Jóhannesson Ánægð Vel fór á með íslenska hópnum og Sönnu Nielsen, yst til hægri, eftir að ljóst var hvaða lög færu áfram. Svíarnir góðir Sanna Nielsen þykir sigurstrangleg með lag sitt, Undo. Fjölbreytileikanum fagnað í Köben  Gleðin ólýsanleg þegar ljóst var að Ísland hefði komist áfram  Hamingjuóskir lesnar upp á Alþingi Þjóðirnar sem komust áfram í fyrri undankeppni Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, Eurovisi- on, í gærkvöldi eru: Svartfjallaland, Ungverjaland, Rússland, Armenía, Aserbaídsjan, San Marínó, Úkraína, Svíþjóð og Holland, auk Íslands. Alls tóku sextán þjóðir þátt í undan- keppninni í gærkvöldi. Seinni und- ankeppnin fer fram annað kvöld og lokakeppnin verður síðan á laugar- daginn kemur. Tíu komust áfram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.