Morgunblaðið - 10.05.2014, Page 16

Morgunblaðið - 10.05.2014, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014 Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Gróðurinn fer vel af stað þetta vor- ið og er öll garðvinna með fyrra fallinu að sögn Valborgar Einars- dóttur, garðyrkjufræðings og fram- kvæmdastjóra Garðyrkjufélags Ís- lands. „Þetta er með betri vorum a.m.k hér suðvestanlands. Þau tré sem eru fyrst til eru laufguð og önnur tré eru komin vel af stað með að bruma,“ segir Valborg. Þá veit hún til þess að garðsláttur sé hafinn. „Það er ansi snemmt að slá í byrj- un maí en fólk er byrjað að slá, þeir sem eru með bestu áburðar- gjöfina og umhirðuna. Það er þó töluverður munur á milli hverfa á höfuðborgarsvæðinu, garðarnir sem eru fyrstir af stað eru í hverfunum við sjóinn og í suðurhlíðum Foss- vogsins, Kópavogs og Garðabæjar. Það sem er aðeins hærra í landinu er seinna til.“ Telja vorið í fyrra varla með Valborg segir yndislegt að fá svona gott vor enda hafi vorið og sumarið í fyrra verið svo afburða lélegt að garðyrkjufólk telji það varla með. „Gróðurinn fer vel af stað núna og auðvitað vonar maður að það komi ekki hret. Þó það sé kólnandi tímabundið í spánni þá verður hitastigið bara eins og í meðalvori og við höfum ekki áhyggur af áhrifum þess á gróð- urinn.“ Þeir sem rækta sínar eigin kart- öflur eru byrjaðir að setja útsæðið niður. Valborg segir áhugann á að rækta eigin matjurtir hafa aukist mikið. „Garðræktaráhugi hefur verið vaxandi undanfarin ár og sér- staklega frá hruni. Allt sem kallast sjálfbærni í sínum víðasta skilningi er rosalega vinsælt í garðræktinni núna. Fólk er að rækta eigin mat- jurtir í stærri stíl, þá ekki bara grænmeti heldur líka kryddjurtir, ávaxtatré eru gríðarlega vinsæl og þá eru sumir með býflugur. Sjálf- bærnin nær líka til þess að búa til sína eigin mold og nýta allt sem til fellur í garðinum betur.“ Þá segir Valborg að aukning sé í svalaræktun og að fá sem mest út úr litlu garðplássi. Tískusveiflur eru í matjurtaræktun eins og mörgu öðru og auk ræktunar á ávaxtatrjám er núna mjög vinsælt að rækta lauk til matargerðar. „Þá bæði rauðlauk, venjulegan matlauk og graslauk, þeir dafna svo vel,“ segir Valborg. Eins og áður segir er almennur áhugi á garðrækt að aukast en Val- borg segir áhugahópinn líka að vera að yngjast. „Það hefur verið þannig að fólk virðist ekki fá áhuga á ræktun fyrr en um eða upp úr fertugu en okkur finnst þessi hópur aðeins vera að yngjast,“ segir Val- borg sem vonast eftir gróðursælu sumri. Garðræktaráhugi fer vaxandi  Gróðurinn fer vel af stað þetta vorið að sögn garðyrkjufræðings  Vinsælt að rækta ávaxtatré og matlauka Morgunblaðið/G.Rúnar Blómstrar Valborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri GÍ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprettur vel „Garðræktaráhugi hefur verið vaxandi undanfarin ár og sérstaklega frá hruni,“ segir Valborg garð- yrkjufræðingur. Gróðurinn í Laugardalnum blómstraði í rigningunni á fimmtudaginn. „Það virðist vera lenska að fram- boð sem ekki tengjast gömlu flokkunum eiga hljómgrunn meðal fólks. Ég tel þó að við þurfum engu að kvíða ef fólk kynnir sér stefnu okkar og það fólk sem er í framboði,“ segir Guðmundur Bald- vin Guðmundsson, sem er í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins við komandi kosningar til bæjar- stjórnar á Akureyri. Skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun HÍ gerði og birt var í Morgunblaðinu sl. mánudag bendir til að núverandi meirihluti L- listans falli. Hins vegar ná hefð- bundnu flokkarnir ekki sínum fyrri styrk. Þannig mælist fylgi Framsóknarflokksins 12,3% sem er svipað og í síðustu kosningum. „Það eru spennandi tímar fram- undan, þótt niðurstöður skoðana- könnunarinnar hefðu mátt vera betri. Við finnum meðbyr og erum full bjartsýni,“ segir Guðmundur. Hann viðurkennir að staðan í landsmálunum hafi áhrif á sveit- arstjórnarmálin. Tekur Guðmund- ur fram að hann sé ekki alltaf sammála áherslum ráð- herra síns flokks, til dæmis í Evrópumálum. Utanríkisráð- herra hafi farið of geyst í því máli. „Ég vil að það fari fram skynsamleg umræða og þjóðin fái síðan að segja skoðun sína. Það er eina lendingin í því máli.“ Framsóknarmenn á Akureyri leggja áherslu á að styrkja innviði samfélagsins. Betri fjárhagsstaða sem fylgi auknum hagvexti verði nýtt í þágu barna og unglinga og styrkja starf skólanna. Meðal ann- arra athyglisverðra tillagna er frí- stundaávísun fyrir aldraða íbúa til að hvetja þá til aukinnar þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi. helgi@mbl.is Staðan í landsmál- unum hefur áhrif  Oddviti B-lista á Akureyri bjartsýnn Guðmundur Bald- vin Guðmundsson Hljóðbókasafni Ísland hafa verið veitt verðlaun frá European So- ciety for Quality Research fyrir vandaða rannsóknarvinnu, und- irbúning og innleiðingu á útlána- kerfi safnsins. Fram kemur í fréttatilkynningu að fulltrúum safnsins hafi verið boðið til Brussel til að taka við verðlaununum þann 1. júní nk. Þeir hafi hins vegar þurft að afþakka boðið sökum þess að þá eru starfs- menn safnsins önnum kafnir við undirbúning fyrir aðalfund Daisy- samtakanna sem haldinn verður á Íslandi dagana 2.-4. júní. Daisy- samtökin snúast fyrst og fremst um það að gera prentað efni að- gengilegt fyrir prentleturs- hamlaða og eru blindir og sjón- skertir þar fremstir í flokki. ESQR eru samtök með aðsetur í Lausanne í Sviss. Þeirra hlutverk er að fylgjast með og verðlauna framúrskarandi nýsköpun og þykir Hljóðbókasafnið hafa skarað fram úr á því sviði. vidar@mbl.is Evrópuverðlaun til Hljóðbókasafns Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.