Morgunblaðið - 10.05.2014, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014
Fáum dylst að trúariðkun landsmanna hefur beðið hnekki ogber þar margt til. En kannski má líta svo á að siðskipti hafiorðið, rétt eins og þegar Lútherstrú tók við af kaþólskum sið.Það er nefnilega staðreynd að á meðan kirkjur landsins tæm-
ast óðum fjölgar mjög fólki á annars konar tilbeiðslustöðum, nefnilega
knattspyrnuvöllunum.
Raunar má segja að á þeim völlum sé boðið upp á margt sem kirkjan
hafði á takteinum. Þar fer fram dýrkun guða, þar eru menn fordæmdir
og reknir út af (úr Eden), þar fara fram trúarbragðastyrjaldir, oft blóð-
ugar, og ekki má gleyma því að stundum fara fylgjendur eins guðsins í
krossferðir eins og í gamla
daga til að berja á áhang-
endum annars guðs. Þeir
sem engan áhuga hafa á
knattspyrnu munu vera
dæmdir trúleysingjar
(ateistar) af þeim trúuðu og
þar yrði mér fundinn staður
(síðast þegar ég fór á völlinn var Ellert Schram fyrirliði KR).
Það lætur að líkum að þegar slík siðskipti verða og nýir guðir líta
dagsins ljós birtist það í tungumálinu og orðaforðabúr þjóðarinnar
stækkar sem oftast er gleðiefni enda verður tungan að fylgja nýjum
tímum og þróast með þeim.
Þó gerist það stundum að okkur (sumum) finnst sem myglaðir eða
úldnir bitar komist í fyrrnefnt búr. Þannig fór mér er ég fyrsta sinni
heyrði orðið fagn og fannst lítið sem ekkert til koma, orðið reyndar fer-
lega ljótt.
Orðið fögnuður er ævagamalt karlkynsorð og tekur til þess er fólk
gleðst yfir einhverju, t.d. fæðingu barns. „Sjá, ég færi yður mikinn fögn-
uð,“ sögðu englarnir forðum daga við hirðana sem gættu hjarðar sinnar.
Við hljótum því að spyrja hvað olli því að orðinu fögnuði var ekki treyst
til að lýsa gleði fólks þegar knattspyrnumönnum tekst að vinna fyrir of-
urlaunum sínum og skora mark. Er fagn e.t.v. ekki sama og fögnuður?
Sakir vanþekkingar minnar á þessu sviði varð ég að leggjast í rann-
sóknir og í þeim komst ég að því að fagn er alls ekki hið sama og fögn-
uður, og auk þess notað í fleirtölu sem fögnuður er ekki. Fagn felst í alls
kyns líkamskúnstum leikmanna og áhorfenda eftir vel heppnað mark –
og er raunar orðið að listgrein sem t.d. er kennd á netmiðlunum, enda
fjölgar tegundum fagna jafnt og þétt og til þess tekið er leikmenn eða
áhorfendur sýna nýtt vel heppnað fagn.
Rannsóknir mínar drógu úr fordómum mínum. Fagn er gott og gilt
íslenskt orð, beygist auðveldlega (eins og t.d. gagn) og þjónar sérstöku
hlutverki.
En sjaldan er ein báran stök. Nú hef ég spurt að orðið söknuður hafi
hlotið sömu örlög og fögnuður. Því get ég kvatt ykkur, kæru lesendur,
með kveðju sem orðin er algeng í fésbókarbréfum ungmenna enda læt
ég nú af tungutaksskrifum. Knús og sakn.
Málið
El
ín
Es
th
er
Svo krossfestum
við dómarann á
eftir, er það ekki?
Sjá, ég boða
yður mikið fagn
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Er allt sem sýnist í efnahagslegri endurreisnÍslands eftir hrun? Flestar ef ekki allarspár benda til þess að við séum á réttrileið. Ríkisfjármálin að komast í jafnvægi,
útflutningur á réttu róli, lofuð skuldaleiðrétting í
aðsigi, fasteignaverð hækkandi o.s.frv.
Hvernig var þetta fyrir hrun? Voru ekki allar spár
jákvæðar? Tvær skýrslur skrifaðar sem gáfu bönk-
unum gæðavottorð, ráðherrar fóru til útlanda og
sögðu –áreiðanlega skv. beztu vitund – að allt væri í
stakasta lagi en samt hrundu bankarnir. Að vísu var
ein skýrsla skrifuð sem komst að annarri niðurstöðu
en frá henni var ekki sagt.
Á dögunum sat ég á spjalli við gamlan vin minn,
sem ég hef talað við um pólitík í meira en hálfa öld.
Hann sagði að stóra málið væri að afnema gjaldeyr-
ishöftin. Af hverju spurði ég. Tókst okkur ekki sæmi-
lega vel að byggja samfélagið upp með gjaldeyris-
höftum í áratugi þangað til þau voru afnumin vegna
aðildar okkar að EES? Höftum fylgir alltaf spilling
sagði hann og svo er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina
að komast út með sína fjármuni. En leiddi frelsi í
gjaldeyrisviðskiptum þá ekki til
útrásaræðis, sem endaði með mestu
ósköpum sem yfir íslenzkt samfélag
hefur gengið á okkar tímum? Hver
er tryggingin fyrir því að það gerist
ekki aftur?
En auðvitað eru þarfir lífeyris-
sjóðanna að þessu leyti sterkustu rökin fyrir afnámi
gjaldeyrishaftanna.
Talið barst að þrotabúum gömlu bankanna. Það er
ekki hægt að haga sér þannig að leggja hald á ann-
arra manna fé, sagði viðmælandi minn. En er eitt-
hvað að því að gömlu bankarnir, sem óumdeilanlega
ollu samfélaginu miklu tjóni borgi skaðabætur fyrir
það, spurði ég. Nei, sagði hann. Það er út af fyrir sig
rétt en þetta er allt fyrnt. Er það?
Tveir bankar af þremur eru í einkaeign sagði ég.
Hvernig á að koma í veg fyrir að þeir endurtaki leik-
inn? Með ströngu eftirliti sagði hann. En hér var eft-
irlit sagði ég. Hvernig á að tryggja að það verði öfl-
ugra en það var? Og það sem meira er: Við hverju er
að búast þegar bankar greiða kostnað við eftirlit með
þeim sjálfum?
Sumir segja að það sé nauðsynlegt að afnema
gjaldeyrishöftin til þess að laða að erlenda fjárfesta.
En dugar það til? Við sem samfélag viljum ekki að
erlendir fjárfestar geti keypt upp íslenzkan sjávar-
útveg. Við viljum heldur ekki að þeir geti keypt
Landsvirkjun. Hafa þeir áhuga á að fjárfesta í mat-
vöruverzlun eða byggingarvöruverzlun? Tæplega.
Markaður sem er ekki stærri en 320 þúsund manns
er varla freistandi fyrir slíka fjárfesta.
Gjaldeyrishöftin skekkja allar efnahagsstærðir
sagði viðmælandi minn og það er rétt. Sennilega er
fasteignamarkaðurinn skýrasta dæmið um það. Er
hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum
ekki fyrst og fremst vegna þess að fjármagnið og þá
fyrst og fremst fjármagn lífeyrissjóðanna finnur sér
ekki annan farveg? Með öðrum orðum að hér sé orðin
til fasteignabóla.
En það þarf ekki gjaldeyrishöft til þess að fast-
eignabólur verði til. Á síðustu misserum hefur orðið
til fasteignabóla á Lundúnasvæðinu, þótt þar séu
engin gjaldeyrishöft vegna mikils innstreymis fjár í
fasteignir frá auðkýfingum víða um heim, rúss-
neskum, arabískum o.fl.
Við urðum sammála um að afnámi gjaldeyrishafta
að þessu sinni yrði að fylgja miklu strangara eftirlit
og takmarkanir en í fyrri umferð.
Og víst er um það að hinn almenni borgari verður
ekki fyrir óþægindum vegna gjaldeyrishaftanna í sínu
daglega lífi.
Greiningardeildir bankanna virðast telja að hag-
vöxtur næstu missera verði drifinn áfram af aukinni
einkaneyzlu. Fyrst má spyrja: hvernig á hún að verða
til? Ekki hafa ráðstöfunartekjur fólks
hækkað svo mikið. Hvaðan eiga þeir
peningar að koma sem standa undir
aukinni einkaneyzlu? Það er að vísu
uppsveifla í ferðaþjónustu en það eru
blikur á lofti í sjávarútvegi og lækk-
andi verð á erlendum mörkuðum. Ál-
markaðurinn hefur ekki enn náð sér á strik. Hvar er
uppsprettan sem á að standa undir aukinni einka-
neyzlu?
En að auki er auðvitað ljóst að mikilvægast er að
hagvexti sé haldið uppi með auknum útflutningi.
Til viðbótar þetta:
Afkoma íslenzka þjóðarbúsins og lífskjör fólksins í
landinu eru mjög háð því sem er að gerast annars
staðar. Evrusvæðið er ekki komið út úr evrukrepp-
unni. Það er viðvarandi efnahagslægð í mörgum evru-
löndum. Að sjálfsögðu fyrst og fremst í Suður-
Evrópu en líka í norðlægari löndum. Uppsagnir eru
tíðar í Finnlandi og Svíþjóð er á mörkum efnahags-
legs samdráttar. Deildar meiningar eru um uppsveifl-
una í Bretlandi sem margir telja bólu. Kínverjar eru
að reyna að ná mjúkri lendingu en viss svartsýni rík-
ir um þróunina þar.
Þess vegna má spyrja með tilvísun til framan-
greinds: Eru einhverjir – sem hafa af því hagsmuni,
annaðhvort pólitíska eða viðskiptalega – að reyna að
tala upp efnahagsþróunina á Íslandi?
Það er lítið vit í því ef svo er.
Í gær, föstudag, féllu niður 26 ferðir milli Íslands
og annarra landa á vegum Icelandair vegna dags-
verkfalls flugmanna. Þeir sem fyrir því standa hljóta
að vera fullir sjálfstrausts og trúa því að við-
skiptavinir þeirra fari ekkert annað. Hafa þeir
kannski blindast af velgengni síðustu missera í ferða-
þjónustu? Eða af bjartsýnistali sem ekki eru for-
sendur fyrir?
Netbólan um síðustu aldamót byggðist á vænt-
ingum um hagnað í framtíðinni. Þær hrundu.
Og það lifir enginn á væntingum.
Er allt sem sýnist í endurreisn Íslands?
Er afnám gjaldeyris-
hafta töfraorðið sem
leysir allan vanda?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Árið 1982 kom út í íslenskri þýð-ingu Hersteins Pálssonar skáld-
sagan Óhæft til birtingar eftir blaða-
mennina Arnaud de Borchgrave og
Robert Moss. Á ensku nefndist hún
The Spike. Hún var um tök rúss-
nesku leyniþjónustunnar KGB á
ýmsum vestrænum blaðamönnum,
sem birtu ekki fréttir óþægilegar
Kremlverjum.
Leiðir það hugann að tvennum
frægum ummælum, sem ég hef
stundum vitnað í. Önnur eru eftir dr.
Björn Sigfússon háskólabókavörð,
sem sagði í formála Ljósvíkinga sögu:
„Þögnin er fróðleg, þó að henni megi
ekki treysta um hvert einstakt at-
riði.“ Hin er eftir Arthur Conan
Doyle, höfund leynilögreglusagnanna
um Sherlock Holmes. Watson læknir
segir eitt sinn í sakleysi sínu: „Hund-
urinn gerði ekkert sérstakt þá nótt.“
Holmes svarar að bragði: „Það er líka
einmitt það skrýtna við þetta.“
Í svipuðum anda var mælt um æsi-
fréttablað, sem Agnar Þórðarson gaf
út áratugum saman í Reykjavík,
Mánudagsblaðið, að það, sem birtist
þar, væri venjulega miklu síður for-
vitnilegt en hitt, sem ekki birtist þar.
Efnamenn, sem kærðu sig ekki um
blaðaskrif, greiddu Agnari að sögn
stórfé fyrir að þegja, jafnvel þótt eitt-
hvað væri bitastætt að segja.
Því minnist ég á þetta, að á Ama-
zon.com er til heimasíða um bók, sem
koma átti út 4. febrúar 2008 hjá John
Blake Publishing í Lundúnum. Hún
var eftir bresku blaðamennina Jonat-
han Edwards og Ian Griffiths, hét
The Ice Man Cometh (með augljósri
tilvísun í leikrit O’Neills) og var um
engan annan en Jón Ásgeir Jóhann-
esson. Löng lýsing er á síðunni á efni
bókarinnar. Átti hún að vera um upp-
gang og umsvif Jóns Ásgeirs á Ís-
landi og í Bretlandi, ýmis hneyksli
tengd honum og lögreglurannsóknina
á fjármálum hans. Í mars 2007 hitti
ég höfundana tvo stuttlega að þeirra
ósk á Vínbarnum við Kirkjustræti, en
þeir voru þá staddir hér á landi í efn-
isleit. Þeir voru skrafhreifnir, vin-
gjarnlegir og vínhneigðir hrappar,
eins og vefarar út úr ævintýri eftir
H.C. Andersen. En hvað skyldi hafa
orðið um bókina, sem þeir skrifuðu?
Reyndist hún óhæf til birtingar? Og
hver skyldi hafa ákveðið það?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H.
Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Óhæft til birtingar
FLUGFELAG.ISFERÐIR ELDRI BORGARA SUMARIÐ 2014
SKELLTU ÞÉR Í FRÓÐLEGA SKEMMTIFERÐ TIL GRÆNLANDS
FORNAR SLÓÐIR
12.–15. JÚLÍ
GRÆNLAND
FORNAR BYGGÐIR NORRÆNNA MANNA
OG GRÆNLAND Í DAG – EYSTRIBYGGÐ
Flug fram og til baka • Hótelgisting með morgunverði •
Hádegisverður • Bátsferðir, akstur og skoðunarferðir •
Íslenskur fararstjóri og grænlensk/dönsk leiðsögn
198.000 kr.
Verð á mann í tvegg ja manna herbergi.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ fræðandi skemmtireisum
til grannþjóða okkar í góðum félagsskap eldri borgara.
Nánari upplýsingar gefa Sigurður Aðalsteinsson í síma 896 5664 eða sigurdura@flugfelag.is
og hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570 3075. Sjá einnig www.flugfelag.is
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.IS
/F
LU
68
92
1
05
/1
4