Morgunblaðið - 10.05.2014, Side 33

Morgunblaðið - 10.05.2014, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014 Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi Íslands hefst í Stúkunni a Kópavogsvelli þann 23. maí nk. og eins og fyrir tveimur árum þegar mótið fór fram á þessum sama stað er það vel skipað en þessir 10 skák- menn eru skráðir til leiks: Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Stein- grímsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen, Bragi Þorfinnsson, Helgi Áss Grétarsson, Guðmundur Kjart- ansson, Þröstur Þórhallsson og Björn Þorfinnsson. Þessa móts er beðið með tals- verðri eftirvæntingu; Íslandsmeist- aratitillinn gefur sjálfkrafa sæti í ól- ympíulið Íslands en nýr lands- liðseinvaldur, Jón L. Árnason, mun velja ólympíuliðið eftir mótið. Hann- es Hlífar Stefánsson á titil að verja en af öðrum þátttakendum hafa Héðinn Steingrímsson, Þröstur Þór- hallsson og Henrik Danielsen áður hampað Íslandsmeistaratitlinum. Ekki er hægt að útiloka neinn keppendanna í því að vinna þetta mót. Þar sem keppendur eru tíu en ekki tólf eins og venja er getur Dag- ur Arngrímsson ekki verið með og er það miður. Á Íslandsmótinu fyrir tveim árum var hann aðeins ½ vinn- ingi á eftir efstu mönnum. Dagur er í hópi nokkurra sem hafa verið að tefla á WOW-air móti Taflfélags Reykjavíkur. Þar er teflt einu sinni í viku og þetta hæga tempó virðist ekki vera að virka fyr- ir alla. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur þar skotið öðrum keppendum langt aftur fyrir sig og hefur unnið allar fimm skákir sínar. Guðmundur Kjartansson er í 2. sæti með 3 ½ vinning en í 3.-8. sæti koma Dagur Ragnarsson, Hannes Hlífar, Dagur Arngrímsson, Stefán Kristjánsson, Ingvar Þ. Jóhannesson og Þröstur Þórhallsson allir með 3 vinninga. Í B-flokki er Magnús Pálmi Örn- ólfsson efstur með 4 ½ vinning en Kjartan Maack er annar með 3 ½ vinning. Hjörvar Steinn hafði unnið Hann- es Hlífar og Stefán Kristjánsson fremur auðveldlega í fyrri umferð- um og sl. mánudagskvöld mætti hann Degi Arngrímssyni: Hjörvar Steinn Grétarsson – Dagur Arngrímsson Hollensk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 e6 4. e3 Bd6 5. b3 Skákin hefst með slavneskri vörn en Dagur snýr byrjuninni yfir í grjótgarðinn hollenska. 5. … Rd7 6. Bb2 f5 7. Bd3 Re7?! 8. Re5 Bb4+!? Það verður Degi að falli að hann leggur út í beinar aðgerðir án þess að hafa lokið liðsskipan. Ekkert var að því að hrókera stutt. 9. Rd2 Rxe5 10. dxe5 dxc4 11. Bxc4 Rd5 12. a3 Ba5 13. b4 Bb6 14. Dh5+! Öflugur leikur sem miðar að því að hindra hrókun sem kemur t.d. fram í afbrigðinu 14. … g6 15. Dh6. 14. … Kf8 15. Df3 Kg8 16. e4 fxe4 17. Rxe4 Df8 18. Dg4 Hjörvar sá riddarafórnina, 18. Rf6+!, en ekki fundist hún áhætt- unnar virði. Eftir 18. … gxf6 19. exf6 hótar hvítur 20. f7+ og 19. … Df7 dugar skammt vegna 20. Dg4+ Kf8 21. Dg7+! og vinnur. 18. … Df4 19. De2 Re3 20. fxe3 Dxe4 21. O-O Hvítur lætur sér það í léttu rúm liggja þó e3-peðið falli. Samt var 21. Hd1 betri leikur. 21. … Dxe3 22. Dxe3 Bxe3 23. Kh1 h5 24. Hf3 Bg5 25. Haf1 Kh7 Eina vonin lá í 25. … Bd7 t.d. 26. f7 b5 27. Bb3 Be8! 28. Bxe6+ Kh7 og svartur er með í leiknum. 26. Bd3+ Kh6 27. h4! - og svartur gafst upp. „Houdini“ gefur upp að eftir 27. … Bxh4 sé svartur óverjandi mát í átta leikjum sem hefst með 28. Bc1+ Bg5 29. Bxg5+ Kxg5 20. Hg3+ Kh6 30. Hf7! o.s.frv. Hjörvar Steinn með fullt hús á WOW-air mótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ný og betriheimasíða! NORRÆN SUMUR GERA KRÖFU UM HÁMARKS FRAMM ISTÖÐU Á Íslandi vitum við að sumarveður getur þýtt alls konar veður! Þess vegna hefur Noki an þróað sumar- og he ilsársdekk sem henta fjölbreyttu veður fari norðlægra slóða. NOKIAN FINNSK SUMAR- OG HEILSÁRSDEKK Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Ný dekkja leitarvél á MaX1.is! Finndu réttudekkin undirbílinn þinn! Skoðaðu MAX1.is Mundu : naglad ekkin af fyrir 15. apr íl! Fáðu vaxtalaust kortalán eða 10% staðgreiðsluafslátt af dekkjum! velduMargverðlauNuðNokiaN gæðadekkhjá MaX1 Reykjavík: Bíldshöfða 5a Jafnaseli 6 Knarrarvogi 2 Hafnarfjörður: Dalshrauni 5 515 7190 Opnunartími: Öll verkstæði opin virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjáMAX1.is Aðalsímanúmer: Mikið úrval fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Nýjar umbúðir – sama innihald Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Polarolje „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Til leigu er 39,2m2 húsnæði að Lindargötu 66. Húsnæðið er óinnréttað og hefur verið notað sem vinnustofa listamanns síðustu ár. Húsnæðið verður til sýnis þriðjudaginn 13. maí kl. 14.00-15.00 Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu skal skila í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 fyrir       Nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/leiga Lindargata 66 Til leigu Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.