Morgunblaðið - 10.05.2014, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014
✝ Jóhannes Jó-hannesson
fæddist á Slit-
vindastöðum í
Staðarsveit 24.
apríl 1924. Hann
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Jaðri, Ólafsvík, 30.
apríl 2014.
Foreldrar hans
voru Vilborg Matt-
hildur Kjart-
ansdóttir, f. 5. desember 1885,
d. 28. mars 1972, og Jóhannes
Guðmundsson, f. 17. nóvember
1878, d. 14. apríl 1924. Jó-
hannes var yngstur tólf systk-
ina. Systkini hans voru: Una, f.
12. september 1908, d. 21. jan-
úar 1996, Jónfríður, f. 10. des-
ember 1909, d. 22. maí 1967,
Anna Guðmunda, f. 28. janúar
1911, d. 21. febrúar 1932, Ól-
ína, f. 1. september 1912, d. 8.
mars 1935, Kjartan, f. 27. nóv-
ember 1913, d. 29. janúar
1993, Maríus, f. 23. febrúar
1915, d. 14. júní 1938, Ársæll,
f. 14. maí 1916, d. 6. mars
2003, Vilhjálmur, f. 28. maí
1917, d. 8. júní 1925, Ingunn, f.
18. apríl 1980, þau eiga fjögur
börn, b) Gunnar Valdimar, f.
6. júní 1979, hann á einn son.
3) Kristmann Viðar, f. 14. jan-
úar 1962, maki Svanborg
Tryggvadóttir, f. 26. nóv-
ember 1963, börn: a) Val-
gerður Hlín, f. 16. ágúst 1988,
maki Þiðrik Örn Viðarsson, f.
1. ágúst 1988, b) Alma Rún, f.
26. nóvember 1993, c) Andri
Viðar, f. 17. október 1996.
Jóhannes ólst upp frá unga
aldri á Efra-Hóli í Staðarsveit,
hjá Unu móðursystur sinni og
Jóni bónda hennar, síðar flutti
hann að Glaumbæ í Stað-
arsveit með Vilborgu móður
sinni og Kjartani bróður sín-
um. Þar kynntist hann Þuríði
sem þá bjó á Hoftúnum hjá
Narfa bróður sínum, 1958
fluttu þau til Ólafsvíkur, að
Sandholti 19, sem þau byggðu
og undu sér vel alla tíð. Jó-
hannes vann við múrverk í
áraraðir og síðar við fisk-
vinnslu. Hann hafði búið sér
sælureit fyrir hesta sína og
kindur inni í Dal við Ólafsvík
þar sem þau hjónin nutu sín
við bústörf. Síðasta árið dvaldi
Jóhannes á Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Jaðri, Ólafs-
vík, við góða umönnun.
Útför Jóhannesar fer fram
frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 10.
maí 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
16. desember
1919, d. 19. júlí
1945, Ingvar, f. 14.
mars 1922, d. 26.
febrúar 1986, Jón
Júlíus, f. 12. apríl
1923, d. 19. maí
1941.
Jóhannes giftist
17. apríl 1954 eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Þuríði Krist-
jánsdóttur, f. 19.
maí 1929. Börn þeirra eru: 1)
Inga Ólína Anna, f. 3. október
1951, maki Ágúst Ingimar Sig-
urðsson, f. 28. ágúst 1945,
börn: a) Sigurður, f. 26. apríl
1974, maki Rakel Óladóttir, f.
2. janúar 1973, þau eiga þrjár
dætur, b) Kristín Björk, f. 19.
apríl 1977, maki Börkur Hrafn
Árnason, f. 4. nóvember 1975,
þau eiga þrjá syni, c) Guðbjörg
Þuríður, f. 9. des 1980, hún á
tvær dætur og fósturdóttur úr
fyrra hjónabandi. 2) Berg-
sveinn, f. 21. júní 1953, maki
Ragnheiður Gunnarsdóttir, f.
29. júní 1956, börn: a) Jóhann-
es, f. 24. desember 1977, maki
Lea Hrund Sigurðardóttir, f.
Elsku afi, Nú ertu farinn og
við kveðjum þig með söknuði í
hjarta og miklu þakklæti.
Þegar við vorum ungir gerð-
um við okkur ekki grein fyrir
þeim forréttindum sem þið og
amma gáfuð okkur.
Ótal minningar frá Sandholt-
inu þar sem hver heimsókn hófst
á stoppi uppi hjá ömmu með til-
heyrandi kræsingum, svo niðri í
bílskúr þar sem við gátum alltaf
gengið að því vísu að þú værir
eitthvað að bardúsa. Minning-
arnar af Afatúni eru óteljandi.
Heyskapur upp á gamla mátann
með traktorsferðum, heysátum
og ævintýrum í hlöðunni. Sauð-
burður að vori, smölun og réttir
að hausti. Lífsins gangur. Út-
reiðartúrar inn í bug. Virðing og
umhyggja fyrir dýrunum.
Það er óhætt að segja að mað-
ur hefur aldrei verið jafn lifandi
og í kringum þig. Eftir að við
fluttum frá Ólafsvík skildum við
betur hvað þú varst gefandi. Þú
varst og amma er best í heimi.
Lífsstíllinn þinn og gildi, húm-
orinn þinn, jafnaðargeð þitt og
dugnaður þinn mun veita okkur
innblástur það sem eftir er.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig í sorg þinni, þú ert
umlukin börnum, barnabörnum
og barnabarnabörnum sem elska
þig.
Takk fyrir allt, elsku afi Jói,
og Guð geymi þig.
Gunnar og Jóhannes.
Elsku afi Jói.
Það eru margar minningar
sem koma upp í huga okkar
systkinanna þegar við hugsum
til áranna sem við áttum með
þér. Við áttum margar yndisleg-
ar stundir með þér sem gaman
er að rifja upp.
Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar ömmu á Sand-
holtið enda vorum við systkinin
tíðir gestir hjá ykkur. Þið áttuð
alltaf eitthvað gott í gogginn og
varstu iðinn við það að bjóða
okkur kaffisopa með gotteríinu,
það fannst þér fyndið. Þú áttir
þín hlutverk í eldhúsinu. Þú sást
um að steikja kleinurnar og ást-
arpungana og sömuleiðis bakaðir
þú vöffludeigið sem amma
hrærði. Mjög oft vaskaðir þú
upp eða þurrkaðir leirtauið í ró-
legheitunum eftir matinn og
horfðir út á Breiðafjörðinn í
gegnum eldhúsgluggann. Þessi
verk voru kjörin fyrir þig þar
sem þú varst þolinmóðasti og yf-
irvegaðasti maður sem við
þekktum og naust þín við að
dunda þér við þetta. Eftir heim-
ilisverkin settistu yfirleitt í sætið
þitt við eldhúsborðið sem var
heilagt í okkar augum. Þetta var
„sætið hans afa“ og settumst við
yfirleitt ekki í það þótt þú byðir
okkur það. Þetta er og verður
alltaf sætið þitt.
Það var sama í hversu ærsla-
fullum leik við systkinin vorum,
þú æstir þig aldrei yfir því enda
munum við ekki eftir því að þú
hafir hafið upp raust þína eða
hvað þá skammað okkur. Yfir-
leitt fengum við bara glott frá
þér eftir að þú hafðir skotið á
okkur einhverju gríni. Þú hafðir
gaman að því að grínast og varst
alltaf svo fljótur í tilsvörum sem
kom okkur til þess að hlæja. Þú
sást alltaf spaugilegu hliðina á
hlutunum og það var sama í
hvernig ástandi þú varst, alltaf
varstu til í grín. Þegar þú varst
eitthvað slappur þá varstu vanur
að glotta og segja „Þetta er bara
bölvuð leti“. Andrúmsloftið var
alltaf svo létt og gott í kringum
þig.
Þú verður alltaf mikil fyrir-
mynd okkar því þú varst svo ið-
inn og duglegur, elsku afi. Ef þú
varst ekki niðri í bílskúr að
dunda þér við skemmtileg verk-
efni eða að huga að garðinum þá
varstu inni í dal að sinna bú-
skapnum. Þar var alltaf eitthvað
hægt að laga og bæta og það
leystir þú ávallt vel af hendi. Þú
varst einstaklega laghentur. Við
eyddum mörgum stundum sam-
an inni í dal og munum við syst-
urnar eftir öllum skemmtilegu
útreiðartúrunum sem við fórum í
með ykkur pabba. Þú hafðir un-
un af því að fara hratt yfir og
þótti okkur það ekki leiðinlegt.
Fyrir utan alla reiðtúrana nutum
við systkinin þess að vera í
kringum ykkur ömmu við bú-
störfin þar sem þú kenndir okk-
ur svo margt gagnlegt og
skemmtilegt. Að þeirri reynslu
munum við alltaf búa og á þeirri
minningu munum við um alla tíð
lifa.
Við eigum eftir að sakna þín
svo mikið, elsku afi, en þú verður
ávallt hjá okkur. Nú ertu kominn
á góðan stað og án efa farinn að
rölta um túnin með beisli í hönd-
unum fyrir aftan bak, með bláu
derhúfuna á höfðinu að gera þig
tilbúinn til þess að leggja á einn
af viljugu og fallegu klárunum
þínum. Síðan þeysist þú af stað
með bros á vör.
Elsku afi okkar, takk fyrir
allt. Þín barnabörn,
Valgerður Hlín, Alma Rún
og Andri Viðar.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
minningarnar. Þær eru svo
margar að við vitum vart hvar
við eigum að byrja. Það sem
stendur helst upp úr hjá okkur
systkinunum eru þær yndislegu
stundir sem við áttum með þér í
dalnum, „litlu sveitinni þinni“.
Þar var svo yndislegt að vera
með þér í heyskap, í kringum
hestana þína og kindurnar. Þar
geislaðir þú af ánægju og gleði.
Það sem einkenndi þig var
þinn einstaki húmor, stríðni og
jafnaðargeð sem barnabarna-
börnin fengu líka að upplifa, því
þú nýttir hvert tækifæri til að
gantast og gleðja okkur öll.
Það gaf okkur svo mikið að fá
að eiga góðan dag með þér á 90
ára afmælinu þínu 24. apríl síð-
astliðinn.
Við munum ávallt minnast þín
með gleði og ást í hjarta.
Blessuð sé minning þín.
Þín barnabörn,
Sigurður Ágústsson, Kristín
Björk Ágústsdóttir, Guð-
björg Þuríður Ágústsdóttir
og fjölskyldur.
Jóhannes
Jóhannesson
✝ Pálmi Héð-insson skip-
stjóri fæddist 18.
júlí 1930. Hann lést
á Skógarbrekku,
heilsustofnun Þing-
eyinga, 3. maí
2014.
Pálmi ólst upp á
Túngötu 12, Héð-
inshúsi, á Húsavík,
sonur hjónanna
Helgu Jónsdóttur,
húsmóður frá Fossi, Húsavík, f.
16.2. 1897, d. 1.6. 1989, og Héð-
ins Maríussonar, útvegsbónda
frá Hlöðum (Marahúsi), Húsa-
vík, f. 18.12. 1899, d. 22.3. 1989.
Pálmi var sjötta barnið í hópi
níu systkina: Elst var Krist-
björg, f. 2.9. 1922, d. 5.9. 2012,
Maríus, f. 21.10. 1923, d. 22.5.
2004, Guðrún, f. 20.1. 1925, d.
14.4. 2002, Jón Ármann, f. 21.6.
1927, Helgi, f. 31.12. 1928, Þór-
unn, f. 8.11. 1933, Benedikt, f.
4.12. 1934, og Sigurður f. 5.4.
1937.
Pálmi kvæntist árið 1953
Ólöfu Emmu Kristjánsdóttur
frá Ísafirði, f. 13.4. 1928, og ól
upp með honum son hennar,
Ingvar Grétar Ingvarsson, f.
15.10. 1948. Þau eignuðust tvö
börn; Helga, f. 24.2. 1954, og
Margréti Jóhönnu,
söngkonu og kór-
stjóra, f. 28.4.
1956. Þau slitu
samvistir árið
1958. Börn Helga
eru Agnes Helga,
f. 1978, Ásdís Inga,
f 1985, Pálmey, f.
1991, og Guðrún
Fanney, f. 1994.
Börn Margrétar
eru Maríus Her-
mann, f. 1973, Hjalti Þór, f.
1978, Sigríður Soffía, f. 1989,
Matthildur Guðrún, f. 1994, og
Kristján Helgi, f. 1997. Eigin-
maður Margrétar Jóhönnu er
Hafliði Arngrímsson, leik-
húsfræðingur og leikstjóri. Eft-
irlifandi eiginkona Pálma er
Ingveldur Árnadóttir frá Höfða
í Presthólahreppi N-Þing, f.
22.12. 1929.
Pálmi gekk í barnaskóla
Húsavíkur en hóf sjómennsku
snemma með föður sínum hvað
reyndist honum dýrmætur
skóli. Hann útskrifaðist frá
Stýrimannaskólanum árið 1954
og stundaði sjómennsku alla tíð
og oftast á sínum eigin bátum.
Útför Pálma verður frá
Húsavíkurkirkju í dag, 10. maí
2014, klukkan 14.
Elsku afi okkar, Pálmi, hefur
kvatt okkur fyrir fullt og allt. Við
systkinin þökkum honum fyrir
dásamlegar minningar. Æska
okkar var umvafin náttúru og
fegurð sem umlukti hann á
Húsavík. Hann afi þekkti svo vel
fuglana og fiskana og náttúrlega
veðrið sem honum var aldrei
óviðkomandi. Hann skipti sér
mjög mikið af veðrinu. Sjóferðir
á Skjálfandaflóa með hoppandi
hnísum og fjörugum fiskum sem
bitu á öngulinn, stundum nokkrir
í einu. Það var engu líkara en
þeir vildu spjalla við afa. Hann
vissi nákvæmlega hvar fiskarnir
héldu sig og ef þeir voru ekki á
staðnum, þá grunaði hann alltaf
hvert þeir hefðu skroppið, – og
þar voru þeir. Við komum aldrei
tómhent úr veiðiferð. Þvert á
móti.
Fallegi garðurinn hjá þeim
Ingu ömmu með fossi og ævin-
týraniði. Harðfiskssteinninn.
Stóri rabarbarinn og sultan, ról-
an, – og báturinn. Allt á sínum
stað. Nesti með afadjús og
þvottabalar sem sundlaugar á
góðviðrisdögum á grasflötinni við
lækjarbakkann innan um bónda-
rósir og himinhá grenitrén.
Gönguferðir um skrúðgarð
Húsavíkur sem líður beint út frá
húsgaflinum þeirra afa og ömmu.
Heilsað upp á endurnar fyrir of-
an fossinn. Berjamór upp með
Búðaránni og margt, margt
fleira er veganesti sem aðeins af-
ar og ömmur geta gefið eftir
langa og stranga starfsdaga.
Kvöldkaffi og Smjörbitasögur
fyrir háttinn. Ekki síst einlæg
hlustun eða pössun á tónleika-
ferðum fjölskyldumeðlima til
Húsavíkur í fylgd Kórs Flens-
borgarskóla, Vox feminae, Fjög-
urra klassískra og Stúlknakórs
Reykjavíkur undanfarin næstum
30 ár. Kórarnir hennar mömmu
sem þú varst svo stoltur af. Hvað
er dýrmætara en að þroskast
með fjölskyldumeðlimum þar
sem hver og einn lærir smátt og
smátt að meta hina.
Takk fyrir allt og allt elsku afi,
við gætum Ingu ömmu og fallega
garðsins sem minnir á Paradís.
Þín barnabörn,
Maríus Hermann, Hjalti
Þór, Sigríður Soffía, Matt-
hildur Guðrún og Kristján
Helgi.
Mig langar að minnast Pálma
Héðinssonar. Liðin eru 24 ár síð-
an ég kynntist honum og Ingu
konu hans á Húsavík. Pálmi var
föðurbróðir eiginkonu minnar,
fæddur og uppalinn á Húsavík,
sjötti í röð níu systkina. Hann
stóð teinréttur, handtakið þétt og
traust, viðmótið hlýlegt. Pálmi
stundaði sjó alla sína tíð og sam-
ræðurnar snérust fljótt um fisk-
veiðar og aflabrögð. Hann hafði
frá mörgu áhugaverðu að segja.
Pálmi mundi tímanna tvenna
og vissulega skynjaði maður
vissa eftirsjá að þeim tíma sem
hann stundaði sjóinn ásamt
Benedikt bróður sínum á Þráni
ÞH 2. Sjóminjasafnið á Húsavík
fékk síðar bátinn til eignar. En
auðvitað gat Pálmi ekki verið
bátlaus með öllu og átti áfram lít-
inn bát sem skilaði vel sínu hlut-
verki. Hann bauð mér og mínum
á sjó í góðu veðri í fyrstu fríunum
okkar á Húsavík. Svo heillandi
var sú upplifun að ákveðið var að
fjárfesta í bát. Þegar kom að því
að finna bátnum geymslustað yf-
ir veturinn leitaði ég ráða hjá
Pálma. Eitt og annað kom til
greina. Þá kemur Pálmi með til-
lögu sem lýsir gjafmildi hans og
vinarþeli vel. Hann taldi bátinn
best geymdan á sinni lóð, nóg
væri plássið, eftirlitið auðvelt og
Inga sín hefði örugglega ekkert á
móti því. Boðið var höfðinglegt
en mér var engan veginn stætt á
að þiggja það og lét málið niður
falla. Morguninn eftir bankaði
Pálmi á dyr í Héðinshúsi, léttur í
bragði og sagði brosandi að allt
væri tilbúið, það væri bara að
koma með bátinn. Hann hafði
sem sagt ekki setið við orðin tóm
heldur sagað niður tvö stór
grenitré í garðinum á Ásgarðs-
vegi og búið svo um hnútana að
ekki var stætt á öðru en hlýða
skipstjóranum. Síðan eru liðin
mörg ár og þakklæti er mér efst í
huga.
Pálmi kenndi mér og mínum
ýmislegt varðandi handfæraveið-
ar og var alltaf boðinn og búinn
að rétta fram hjálparhönd. Allar
upplýsingar um góð fiskimið
voru vitanlega vel þegnar og
þeim fróðleik miðlaði Pálmi fús-
lega. Undirritaður var ekki vel
kunnugur staðháttum í byrjun og
gátu því sum kennileitin hljómað
framandleg í fyrstu en með þol-
inmæði endurtók hinn gamal-
reyndi sjómaður miðin fyrir ný-
græðingnum og hægt og bítandi
síuðust þau inn. Hann stakk allt-
af brjóstsykri og eplasafa í brúsa
að börnunum fyrir sjóferð „til að
hafa eldsneyti og bægja sjóveik-
inni frá“. Það hreif. Jafnan fylgd-
ist hann með frá landi og það var
öryggi að vita af honum nálægt
ef eitthvað færi nú úrskeiðis.
Margar góðar spjallstundir
hef ég átt með þeim hjónum í eld-
húsinu þeirra og börnin mín
lögðu leið sína þangað svo til
daglega þegar þau voru yngri.
Alltaf var öllum tekið opnum
örmum. Hjónin hjálpuðust að,
Inga sá um kaffið og bakkelsið,
Pálmi um eplasafann og ísinn.
Áður en haldið var heim á leið
suður í lok hvers sumarfrís á
Húsavík buðu þau sex manna
fjölskyldunni í mat, ef gestir voru
með í för var fleiri diskum bætt
við. Við minnumst öll þeirra
miklu gestrisni og frábæru mat-
arboða.
Að leiðarlokum þakka ég þess-
um öðlingsmanni góð kynni. Við
fjölskyldan sendum Ingu, börn-
um og þeirra fjölskyldum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Stefán Bj. Gunnlaugsson.
Pálmi Héðinsson
! " # $%
& & '(' )*++ '(' )**+!
, -.
/
0
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA SIGMARSDÓTTIR,
Anna á Löndum,
lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnu-
daginn 4. maí.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum laugardaginn 17. maí kl. 14.00.
Erna Ragnarsdóttir, P-O Malmgren,
Elva Ragnarsdóttir, Gísli Þór Garðarsson,
Bylgja Ragnarsdóttir, Egill Haraldsson,
Eðvald Eyjólfsson,
Eydís Eyjólfsdóttir, Halldór Kristinn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn og fósturfaðir okkar,
HERMANN ÞORSTEINSSON,
Espigerði 2,
lést mánudaginn 5. maí á Vífilsstöðum.
Helga Rakel Stefnisdóttir,
Steinunn Sara Helgudóttir,
María Helgudóttir.