Morgunblaðið - 10.05.2014, Qupperneq 43
Skjal, í félagi við aðra, og vann þar
myrkranna á milli í þrjú ár. Þá
sagði hann skilið við þýðingarnar og
varð fréttamaður á Fréttastofu út-
varpsins. Hann hefur starfað við
fréttamennsku síðan, á RÚV, við
Fréttablaðið, á Stöð 2 og á frétta-
vefnum Smugunni. Hann er nú rit-
stjóri Reykjavíkur vikublaðs, auk
þess að stýra bæjarblöðum í Hafn-
arfirði og Kópavogi.
Vorið 2009 starfaði Ingimar um
skeið á þýska blaðinu Die Welt og
hefur frá þeim tíma tekið virkan
þátt í starfi þýsku blaðamanna-
samtakanna IJP. Hann hefur auk
þess sinnt blaðamennsku í Dan-
mörku, Noregi og víðar: „Við hjónin
fórum tvisvar til Berlínar. Í fyrra
skiptið starfaði ég á Die Welt og
tveimur árum síðar fórum við þang-
að aftur þegar konan mín starfaði á
Die Tagezeitung um nokkurt skeið.
Berlín er frábær borg og barn-
væn. Mér finnst allt svo miklu af-
slappaðra í þessari milljónaborg
heldur en hér, og okkur leiddist
ekki að þurfa aldrei að ganga mjög
langt á milli mjög góðra leikvalla.
Annars finnst mér landið okkar
dásamlegt. Það er gaman að fara á
Strandirnar og upplifa þar hlýjar og
innilegar minningar. Ég á einnig
góðar minningar frá því við Elva,
konan mín, fórum hringinn saman,
áður en börnin fæddust.“
Ingimar tók virkan þátt í fé-
lagslífi í MS á sínum tíma, einkum í
leiklistarfélaginu Thalíu. Auk þess
sat hann í skólastjórn og skóla-
nefnd. Þá hefur hann tekið þátt í
starfi Vinstri grænna í Reykjavík á
síðustu árum: „Mér finnst skipta
miklu máli að samfélagið einkennist
af jöfnuði þar sem fólk hefur raun-
veruleg tækifæri, óháð efnahag, og
getur látið hæfileika sína blómstra.
Í þeim efnum eigum við enn ým-
islegt ógert.
Íslensk fræði skipa líka stóran
sess hjá mér. Mér finnst gaman að
grúska í gömlum bókum og fræði-
ritum. Ég hafði líka lengi gaman af
íþróttum, en verð að játa að áhuginn
hefur aðeins dofnað, þó að ég sé
samt alltaf Þróttari í hjartanu.
Best og skemmtilegast finnst mér
þó að vera með börnunum mínum.“
Fjölskylda
Eiginkona Ingimars er Elva
Björk Sverrisdóttir, f. 18.3. 1973,
upplýsingafulltrúi í fjármálaráðu-
neyti.
Börn Ingimars og Elvu Bjarkar
eru Flóki Ingólfsson, f. 19.11. 2001;
Hrafntinna Rán Ingimarsdóttir, f.
21.1. 2009; Unnsteinn Dýri Elvuson,
f. 22.11. 2010.
Albróðir Ingimars er Brynjar
Hans Helgason, f. 25.8. 1978, sjó-
maður.
Hálfbróðir Ingimars, sammæðra,
er Ingi Ernir Árnason, f. 2.2. 1986.
Hálfbræður Ingimars, samfeðra,
eru Alexander Annas Helgason, f.
13.12. 1988, forritari, og Gylfi Björn
Helgason, f. 19.2. 1992, há-
skólanemi.
Foreldrar Ingimars eru Helgi
Annas Nielsen, f. 16.5. 1950, sér-
fræðingur hjá Fjársýslu ríkisins, og
Eyrún Ingimarsdóttir, f. 20.12.
1953, kokkur við leikskóla.
Eiginmaður Eyrúnar er Árni
Helgi Ingason, f. 15.12. 1953, en eig-
inkona Helga Annas er Hrafnhildur
Sveinbjörnsdóttir, f. 25.6. 1957.
Úr frændgarði Ingimars Karls Helgasonar
Ingimar Karl
Helgason
Anna Guðrún Áskelsdóttir
húsfr. á Gautshamri
Bjarni Bjarnason
b. á Gautshamri í Steingrímsfirði
Ásta Vigdís Bjarnadóttir
matráðskona og b. í Bjarnarfirði
Ingimar Elíasson
íþróttakennari í Rvík og b. í Bjarnarfirði
Eyrún Ingimarsdóttir
leikskólakokkur í Rvík
Jakobína G. Halldórsdóttir
húsfr. á Mýrum
Elías Páll Bjarnason
b. á Mýrum á Ströndum
Helga Jakobsdóttir
húsfr. á Engjabrekkum
Annas Sveinsson
b. á Engjabrekkum í V-Hún.
Bryndís Annasdóttir
húsfr. í Rvík
Hans Nielsen
pípulagningam. í Rvík
Helgi Annas Nielsen
sérfræðingur hjá Fjársýslu
ríkisins í Rvík
Ingibjörg Waage Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Carl Nielsen
skraddari í Rvík og Álaborg
Afmælisbarnið Ingimar Karl
Helgason ritstjóri.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðinn brokkoli.is
Af hverju
brokkolí?
Heilbrigðar frumur – heilbrigður líkami
Líkaminn verður stöðugt fyrir árásum sindurefna sem skaða frumur okkar. Þessar sködduðu frumur skipta sér líkt og
heilbrigðar frumur og er það ferli talin meginorsök fyrir ótímabærri öldrun, hrukkumyndun og gæti leitt til fjölda sjúkdóma.
Margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni
Árið 1992 uppgötvuðu vísindamenn ensímið sulforaphane í brokkolí sem virkjar líffræðilega ferlið í
frumum líkamans – það sem veitir frumunum vernd gegn skaðlegum áhrifum og stuðlar að endurnýjun þeirra.
Ferlið sem sulforaphane úr brokkolí hrindir af stað er þekkt undir vísindaheitinu Nrf2. Það hjálpar líkamanum að
auka framleiðslu eigin andoxunarefna sem er margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni!
Ensímið sulforaphane í brokkolí kann að vera einn öflugasti hvatinn á
varnarkerfi líkamans sem verndar og styrkir frumur okkar og vinnur
þannig gegn ótímabærri öldrun, hrukkumyndun og ýmsum sjúkdómum.
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Í Cognicore er áhrifaríkustu efnunum úr brokkolí safnað saman eina í töflu.
Það inniheldur sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí spírum að
viðbættu túrmeric og selenium.
Daglegur skammtur af Cognicore Daily tryggir þessa stórkostlegu virkni sem
sulforaphane úr brokkolí hefur á varnarkerfi líkamans.
Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí!
Oddur Ólafsson fæddist íReykjavík 11.5. 1914 og ólstupp í Þingholtsstræti 3,
þriðji yngstur átta barna þeirra
hjóna, Ólafs Oddssonar ljósmyndara
og Valgerðar Haraldsdóttur Briem
húsfreyju.
Ólafur var sonur Odds Eyjólfs-
sonar, bónda á Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð, af Víkingslækjarætt, og Ingi-
bjargar Ketilsdóttur húsfreyju.
Valgerður var dóttir Haraldar
Briem, bónda í Búlandsnesi, bróður
Valdimars Briem, vígslubiskups og
skálds, og Sigríðar, ömmu Davíðs
Stefánssonar, skálds frá Fagra-
skógi. Haraldur var sonur Ólafs
Briem, timburmeistara á Grund í
Eyjafirði, bróður Jóhönnu Briem,
ömmu Hannesar Hafstein, skálds og
ráðherra, og Láru, ömmu Jóhanns
Hafstein forsætisráðherra. Bróðir
Ólafs var Eggert Briem, sýslumaður
á Reynistað, langafi Gunnars Thor-
oddsen forsætisráðherra. Móðir Val-
gerðar var Þrúður Þórarinsdóttir
frá Hofi í Álftafirði.
Sonur Odds og hans fyrri konu,
Guðrúnar P. Helgadóttur skóla-
stjóra, var Ólafur, íslenskukennari
við MR. Sonur Odds og Ingibjargar
K. Lúðvíksdóttur, fyrrv. bankafull-
trúa, er Davíð, ritstjóri Morg-
unblaðsins. Börn Odds og seinni
konu hans, Ólafar Runólfsdóttur pí-
anóleikara: Haraldur sem lést ung-
ur; Lilly Valgerður, fyrrv. ritari;
Runólfur framkvæmdastjóri, og
Vala Agnes flugfreyja.
Oddur lauk stúdentsprófi frá MR
1934, embættisprófi í læknisfræði
frá HÍ 1943 og varð síðan einn fyrsti
sérfræðingur í barnasjúkdómum hér
á landi. Hann var staðgengill hér-
aðslækna í Keflavíkurhéraði, í Rang-
árhéraði og á Akranesi, aðstoð-
arlæknir við Karolinska sjukhuset
og á Epidemisjukhuset í Stokk-
hólmi, aðstoðarlæknir í Laugarás-
héraði, starfandi læknir í Reykjavík
1947-50, í Svíþjóð til 1951 og síðan í
Reykjavík og jafnframt aðstoð-
arlæknir við Kleppsspítala um skeið.
Oddur þótti nærgætinn og fær
læknir, afar greindur, með næmt
skopskyn, vinsæll og vinafastur.
Oddur lést 4.1. 1977.
Merkir Íslendingar
Oddur
Ólafsson
Laugardagur
90 ára
María Pétursdóttir
85 ára
Anna Aðalheiður
Guðmundsdóttir
Bergur Jóhannesson
Erla Sigurjónsdóttir
80 ára
Árni L. Jónsson
Elsa Lára Svavarsdóttir
Erna Sæbjörg Geirsdóttir
Hreinn Ófeigsson
Þorbjörn Benediktsson
75 ára
Alda Halldóra
Hallgrímsdóttir
Alexander Jóhannesson
Anna Margrét Marísdóttir
Gréta Guðlaug Bjarnadóttir
70 ára
Helgi Ásgeirsson
Inger Marie Arnholtz
Ingibjörg Garðarsdóttir
Kári Fanndal Guðbrandsson
Þrúður Helgadóttir
Örn Karlsson
60 ára
Ásdís Guðjónsdóttir
Gunnar Heimir Ragnarsson
Jens Indriðason
Kristín Davíðsdóttir
Rut Óskarsdóttir
Valgerður Morthens
Vilborg Soffía Grímsdóttir
50 ára
Atli Þór Elísson
Berglind Víðisdóttir
Bogey Geirsdóttir
Brynja Hauksdóttir
Herdís Pétursdóttir
Jakob Agnarsson
Ólafur Jón Eyjólfsson
Ragnheiður B. Harðardóttir
Sigríður J. Sigurðardóttir
Sigurður Stefánsson
Sverrir Þór Rudolfsson
40 ára
Agnes Björg Arngrímsdóttir
Aino Freyja Jarvela
Baldvin Jóhann Kristinsson
Erla Þuríður Pétursdóttir
Guðrún Bára Gunnarsdóttir
Hafdís Bjarnadóttir
Halldór Rúnar Stefánsson
Helga Atladóttir
Henryk Jerzy Wasik
Hinrik Heiðar
Gunnarsson
Kristjana Nanna Jónsdóttir
Krzysztof Ambroziak
Sigfús Jónsson
Sigurbjörn Birgisson
30 ára
Björn Þorvarðarson
Kolbrún Guðmundsdóttir
Milena Solecka
Sigurður Fannar
Guðmundsson
Svanhildur Jóna
Erlingsdóttir
Þórdís Huld Vignisdóttir
Þórunn Indiana
Lúthersdóttir
Sunnudagur
95 ára
Sigurlaug Björnsdóttir
90 ára
Jóhannes Nordal
Lilja Ísfeld Kristjánsdóttir
85 ára
Anna M. Jónsdóttir
Ásgerður Guðbjartsdóttir
Hildigunnur Jónsdóttir
Svanbjörg Sigurjónsdóttir
80 ára
Elín Sigrún
Jóhannesdóttir
Ólafur Guðmundsson
Sigrún Þorsteinsdóttir
75 ára
Ingibjörg Margrét
Ólafsdóttir
70 ára
Frank Pétur Hall
Guðbjörn Magnússon
Jónína Þorsteinsdóttir
Sigrún Finnsdóttir
Sigurdís Þóra
Þórarinsdóttir
60 ára
Ásgeir Pétur
Guðmundsson
Eugeniusz Kurcewicz
Gerður Hannesdóttir
Kristján Einarsson
Krystyna Barbara
Matusiewicz
Ólína Guðrún
Gunnarsdóttir
Sigurður Traustason
Þórný Kristín
Sigmundsdóttir
Örn Aðalsteinsson
50 ára
Auður Gunnarsdóttir
Birgir Örn Sveinsson
Guðbjörg Þ.
Kristjánsdóttir
Guðrún Geirsdóttir
Halla Sigríður
Steinólfsdóttir
Hólmfríður Pétursdóttir
Hrönn Hafsteinsdóttir
Jónas Jónasson
Kolbrún Sveinsdóttir
Sigrún Björg
Guðmundsdóttir
Sigurður Ingi Einarsson
Svana Ingibjörg
Steinsdóttir
Sveinn Ingi Sveinsson
40 ára
Arnar Sigurðsson
Arnar Þór Hafþórsson
Edyta Wioletta Pachucka
Friðrikka Jóhanna
Jakobsdóttir
Indriði Freyr Indriðason
Jón Friðrik Hrafnsson
Marteinn Hilmarsson
Pálína Margrét Poulsen
Runólfur Bjarnason
Steinunn Anna Í.
Tómasdóttir
Sveinbjörn Þórhallsson
Sverrir Örn
Valdimarsson
Vala Magnúsdóttir
30 ára
Andri Valsson
Atli Svavarsson
Árni Gunnar Ingþórsson
Björgvin Óli Friðgeirsson
Bragi Þór Einarsson
Gunnar Óli Gunnarsson
Hanna Dís Skúladóttir
Haukur Már Ingvarsson
Helgi Guðmundsson
Hjalti Hjálmarsson
Julius Olaf Hoffmann
Kristína Ösp Steinke
Maciej Sawieljew
Magdalena Rudak
Pétur Örn Svansson
Sara Björg Ágústsdóttir
Seweryn Górski
Sigurjón Bergþór Daðason
Unnar H. Eyfjörð
Fannarsson
Vignir Ingi Bjarnason
Þórður Gunnarsson
Til hamingju með daginn