Morgunblaðið - 10.05.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.05.2014, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2014  Leiklestur á nýju verki eftir Jay O. Sanders, Unexplored Interior, fer fram á morgun kl. 16 í Bíó Paradís í Reykjavík, Kigali í Rúanda og Gyð- ingasafninu í New York. „Verkið verð- ur flutt samtímis á þessum þremur stöðum í tilefni af því að 20 ár eru nú liðin frá því að þjóðarmorðin í Rú- anda hófust,“ segir um viðburðinn í tilkynningu. Verkið fylgir eftir sögu- manni, gömlum tútsa, sem býður áheyrendum að ganga með sér um einn fegursta stað heims, Rúanda, og leiðir þá í sannleikann um sögu lands síns og þjóðar. Fimmtán leikarar taka þátt í leiklestrinum og verður honum miðlað með nýjustu samskiptatækni með hjálp Google, segir í tilkynningu. Eftir leiklesturinn svara aðstand- endur sýningarinnar spurningum gesta og boðið verður upp á kaffi frá Kigali. Leikið í Reykjavík, Kigali og New York  Enska framúrstefnu-kabarett- listakonan Zoë Martlew kemur fram í tónleikaröðinni Jaðarber í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 14. maí nk. kl. 20 og flytur einleikinn Revue Z sem hún hefur flutt um allt Bretland og á tónlistarhátíðum víða um heim. Í verkinu tvinnar hún saman eigin tón- list og þekkta slagara sem hún velur út frá hverjum tónleikastað. Inn í það fléttast spuni, kynferði, húmor og alls kyns útúrdúrar, skv. tilkynningu. 21. maí kl. 20 í Hafnarhúsi mun Mart- lew svo frumflytja verk sem Gunnar Karel Másson hljóð- skáld og María Dalberg víd- eóskáld hafa verið að vinna að síðan í jan- úar á þessu ári og sömdu fyr- ir hana. Einnar konu kabarett 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Nauðgunin tekin á myndband 2. Hver vinnur Eurovision? 3. Grunaðir um hópnauðgun 4. Bílstjóra bíður langt fangelsi … FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Haraldur Freyr Guðmundsson, mið- vörðurinn sterki í liði Keflvíkinga og fyrirliði liðsins, er leikmaður 2. um- ferðar í Pepsi-deildinni í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins en Haraldur átti mjög góðan leik í hjarta varn- arinnar þegar Keflvíkingar unnu sæt- an 1:0 sigur á Valsmönnum í fyrra- kvöld. Keflvíkingar hafa fullt hús stiga í deildinni eftir tvær umferðir. »2-3 Haraldur Freyr leik- maður 2. umferðar Val tókst að jafna metin í 1:1 í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni um Íslands- meistaratitil kvenna í hand- knattleik þegar hann hafði betur í öðrum úrslitaleik lið- anna í gærkvöld, 25:23. Leikurinn var æsispennandi og langur, því tvíframlengja þurfti hann áður en úrslitin fengust. Hitinn og spennan á Hlíðarenda var því í há- marki í gær. »2-3 Jafnt eftir tví- framlengdan leik Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dóra Haraldsdóttir útskrifast sem stúdent frá félagsfræðibraut Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði eftir hálfan mánuð, en í gær kvöddu stúdentsefnin 23 í Grund- arfirði kennara og þökkuðu þeim fyrir samstarfið. Það eru ekki margir sem útskrif- ast úr framhaldsskóla á áttræðis- aldri, en nú bætist Dóra í þann hóp. Hún segir að frekara nám hafi lengi blundað í sér og tækifæri hafi gefist þegar hún fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum eftir að hafa unnið hjá Pósti og síma í nær 40 ár. „Ég tók gagnfræðapróf á sínum tíma í Reykjavík en kom svo hingað vestur með kærastanum, Móses Geirmundssyni, við stofnuðum heimili og eignuðumst fjórar dæt- ur,“ segir hún. „Á þessum árum, upp úr sextíu, tíðkaðist það að konurnar eignuðust börn og sáu um uppeldið en bóndinn var jafnvel á sjó eins og í mínu tilfelli. Það má því eiginlega segja að ég hafi beðið í 40 ár eftir því að fá tækifæri til þess að fara í frekara nám.“ Ljúfur og yndislegur tími Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Hugmyndafræði leiðsagnarmats er höfð til grundvallar öllu námsmati. Nemendur eru metnir reglulega og í einstaka áföngum eru lokapróf. Áður en Dóra settist á skólabekk á ný 2010, ári eftir að hún hætti að vinna, fór hún í fjarnám og kynnti sér meðal annars svæðisbundna leið- sögn um Vesturland, tölvunám og tungumál. „Það var yndislegt að byrja aftur,“ segir hún. „Ég var með fordóma, taldi að krakkarnir myndu gretta sig og fussa yfir þessum gamlingja. Ekki bætti úr skák að ég lærbrotnaði og hökti á hækju um tíma. En þeir voru ekkert nema elskulegheitin og ég fann aldrei fyrir neinum aldursmun. Þetta hefur ver- ið mjög ljúfur og yndislegur tími.“ Vill ferðast Ferðalög hafa lengi heillað Dóru og hún er staðráðin í að sinna þeim þætti, nú þegar þessum áfanga er náð. „Það kemur í ljós hvað fram- tíðin ber í skauti sér,“ segir hún. „Námið hefur haldið mér við efnið og það verða viðbrigði að hafa ekki eitthvað fast til að stefna að. Það væri gaman að halda áfram í há- skóla, en ég vil skoða heiminn á með- an ég hef heilsu til, því það er ekki nóg að hafa nógan tíma og peninga hafi maður ekki heilsuna. Við höfum reyndar farið víða um heiminn en það vantar heilmikið upp á og alltaf má á sig blómum bæta.“ Alltaf má á sig blómum bæta  Dóra Haralds- dóttir stúdent á áttræðisaldri Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Dimisjón Nemendur kvöddu kennara í gær. Dóra Haraldsdóttir í miðjunni með samnemendum. Fjölbrautaskóli Snæfellinga var stofnaður 2004. Framhaldsskólinn er með sveigjanlegt námsfyrir- komulag þar sem námsrýmin eru opin og allt nám er skipulagt með aðstoð kennslukerfisins „Moodle“. Frá stofnun skólans árið 2004 hef- ur hann nýtt sér upplýsingatækni í skólastarfi. Dóra Haraldsdóttir segir að námið hafi verið skemmtilegt. Hún hafi kynnst mörgu nýju og rifjað upp annað sem hún hafi verið búin að gleyma. „Það er aldrei of seint að fara í svona nám, þó kannski sé betra að byrja aðeins fyrr, því á mínum aldri er maður seinni í hugsun og efnið, sem er verið að reyna að troða inn í mann, lekur fljótt út aftur. En þetta er af- skaplega skemmtilegt og lífs- reynslan skilar sér, ekki síst í rit- gerðum. Ég vona bara að ég hafi ekki íþyngt samnemendum mínum með of miklum umræðum í tímum.“ Aldrei of seint að byrja FJÖLBRAUTASKÓLI SNÆFELLINGA Í 10 ÁR Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guð- mundsson hefur ákveðið að hætta keppni á skíðum, aðeins 25 ára gam- all. Hann segir að kostnaðurinn sé of mikill og ekki hægt að leggja hann á fjölskylduna til lengdar. Brynjar vill þó miðla yngra skíðafólki af reynslu sinni en hann stefnir líka á að spila handbolta og fara í nám í flugumferð- arstjórn. »1 Ólympíufarinn leggur skíðin til hliðar Á sunnudag og mánudag Austlæg átt, víða á bilinu 5-10 m/s. Skúrir sunnantil á land- inu, annars skýjað að mestu og þurrt að kalla. Hiti 1 til 10 stig. Á þriðjudag Gengur í suð- austan og austan 8-13 m/s, en 13-18 m/s með suðvesturströndinni og rigningu sunnan- og vestanlands, annars bjartviðri. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 8-15 m/s fyrir norðan. Dálítil rigning eða súld á Norður- og Norðausturlandi, jafnvel slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 2 til 12 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.