Morgunblaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is SuperCut FJÖLNOTAVÉL Tækið sem alla iðnaðarmenn dreymir um: Trésmiðinn, píparann, rafvirkjann, bílasmiðinn, flísalagningamanninn, dúkarann, málarann FM 14-180 Steinskurðarvél Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst að menn ættu að minnsta kosti að sníða sér stakk eft- ir vexti. Kaupglaðir bændur hafa farið illa út úr viðskiptum við véla- sala og fjármálaleigufyrirtæki,“ seg- ir Ágúst Rúnarsson, bóndi í Vestra- Fíflholti í Landeyjum. Hann er gagnrýninn á umfjöllun um að þörf sé orðin á mikilli endurnýjun drátt- arvéla. „Það hefur verið svolítill áróð- ursbragur hjá vélasölum við að koma út þessum tækjum og hræða menn með því að ella gætu þeir lent í skattgreiðslum. Sem betur fer er skattkerfið frekar hagstætt bænd- um. Það er spurning hvort vel gróin bú sem rekin eru með hagnaði eigi ekki frekar að greiða skatt en að leggja í kostnað til að auka vélafyrn- ingarnar,“ segir Ágúst. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu á dögunum að sala dráttarvéla og tækja til landbúnaðar væri að aukast aftur en hún hefur lítil verið frá bankahruni. Ágúst í Fíflholti er ekki trúaður á það mat vélasalans að þörf sé á að endurnýja 200-250 drátt- arvélar á ári. Hann bendir á að bú- unum hafi snarfækkað. „Þessir gömlu Fergusonar og Fordar geta snúist áratugum saman.“ Hann veltir þörfinni fyrir sér. Bendir á að akuryrkja hafi að vísu aukist frá því að ein dráttarvél sá um að vinna nánast öll flög í sýslunni. Núna séu slíkar vélar á mörgum bæjum og sjálfur sagðist hann hafa séð fimm 150 hestafla vélar á sama hlaðinu á dögunum. Frúin var ekki ánægð Í Vestra-Fíflholti hafa framundir þetta verið fjórar gamlar drátt- arvélar og dugað að mestu. Sú yngsta er 12 vetra og sú elsta 34 vetra. Meðalaldurinn er 22 ár. Allar hafa vélarnar verið keyptar notaðar og allar af sömu gerð, Ferguson. „Þetta passar mér ágætlega við dag- leg bústörf. Ég hef að vísu þurft að kaupa verktakavinnu við akuryrkj- una,“ segir Ágúst og viðurkennir um leið að fimmti traktorinn hafi nú bæst við, 150 hestafla vél. „Ég var góðglaður þegar ég festi kaup á hon- um og frúin var ekki ánægð. Ég varð að fela hann í nokkra daga,“ segir Ágúst. Hann segir að nokkuð mikið álag hafi verið á stærri vélunum. Hann hafi verið að velta því fyrir sér að setja eina upp í öflugri dráttarvél en þá dottið niður á notaða vél og fengið á hagstæðum kjörum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tengsl Ferguson 135 er uppáhalds-dráttarvél Ágústs Rúnarsonar enda hefur hann ekið þannig vél frá sjö ára aldri. Bændur ættu að sníða sér stakk eftir vexti  Frúin var ekki ánægð með nýjustu vélakaup bóndans Uppáhaldstraktor Ágústs í Vestra-Fíflholti er Massey-Ferguson 135. „Ég var 7 ára þegar ég var fyrst settur upp á svona vél.“ Ein slík er á bænum, til skrauts og notkunar eftir þörfum, 35 ára gömul. Ferguson 135 er sú dráttarvél sem mest hefur verið seld á heimsmark- aði, frá upphafi. „Hún var algeng hér í sveitum og reyndist ótrúlega vel, bar uppi búskapinn í mörg ár. Vinsælt er að gera upp Ferguson 135 og hefur Ágúst í Fíflholti látið gera einn upp fyrir sig. Hann tekur fram að traktorinn sé framleiddur í Bretlandi. Eftir að verksmiðjunum í Coventry hafi verið lokað og fram- leiðslan flutt til Frakklands hafi margt breyst. Nú sé lítill munur á drátt- arvélategundunum, annar en liturinn og merkið. Til skrauts og notkunar MASSEY-FERGUSON 135 Í UPPÁHALDI „Tekjurnar af taðinu koma sem þriðja lambið og slaga upp í það fjórða. Þær hækka eftir verðlaginu en ekki er hægt að treysta á það með kjötið,“ segir Ágúst Rún- arsson. Hann þurrkar sauðatað og selur í reykhús. Á Vestra-Fíflholti er búið með sauðfé og nautgripi til kjötframleiðslu undir merkjum Njálunauts og ræktað korn. Sauðataðið er hliðarafurð sem Ágúst hefur verið að þróa í 25 ár. „Það er lífsstíll að vera sauðfjárbóndi. Tekj- urnar eru ekki miklar. Með því að nýta taðið er hægt að bæta þær upp. Taðið slagar upp í tekjurnar af kjötinu.“ Um 200 kíló af þurrkuðu taði fást eftir hverja kind á ári. Taðið er þurrkað á velli og þegar það er orðið hæfi- lega þurrt er því rakað saman og flutt í geymslu. Það er síðan afgreitt til kjötvinnslufyrirtækja eftir þörfum. Þar er það notað til að reykja kjöt. Sauðataðið slagar upp í tekjurnar af lambakjötinu  Þurrkar tað og selur kjötvinnslufyrirtækjum „Það er með ólíkindum hvað menn leggjast sumir lágt í tilraunum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þegar menn seil- ast svo langt að saka heilu hópana um kynþáttaníð að ósekju þá er það ekki bara al- varlegt mál fyrir þá sem fyrir því verða heldur fyrir samfélagið allt. Með því að mis- beita slíkum ásökunum er ver- ið að draga úr þeim mikilvæga þunga sem þarf að liggja að baki baráttu gegn kynþáttahyggju.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fa- cebook-síðu sína í gær undir yfir- skriftinni „Hugrenningar á fjöllum.“ Sumt er ómögulegt að ræða Í upphafi pistilsins tekur forsætis- ráðherra fram að hann ætli ekki að blanda sér í umræðu um það hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trú- félögum lóðir eða ekki. Um það hafi frambjóðendur ólíkra flokka ólíkar skoðanir og stuðningsmenn þeirra líka. „Eftir að hafa litið yfir umfjöll- un undanfarinna daga finnst mér þó óhjákvæmilegt að skrifa nokkur orð um umræðuna, nú þegar tækifæri gefst til á leið milli Húsavíkur og Eg- ilsstaða. Ljóst er að um sum mál virðist ómögulegt að ræða í sam- félaginu af yfirvegun. Það á jafnvel enn frekar við á Íslandi en í ná- grannalöndunum þar sem nálægðin er minni og menn hafa að einhverju leyti lært hversu varasamt það getur verið að bæla niður umræðu. Það er vísasta leiðin til að veita öfgahreyf- ingum hljómgrunn,“ segir Sigmund- ur Davíð á síðu sinni. Forsætisráðherra tekur fram að frá upphafi hafi Framsóknarflokkur- inn verið í fararbroddi í eflingu al- mannahags og mannréttinda. „Það eru ekki frjálslyndir menn sem grípa til þess ráðs að ráðast á pólitíska andstæðinga með því að gera þeim upp þær skoðanir sem verstar þykja. Þeir sem ganga fram með þeim hætti bera litla virðingu fyrir staðreynd- um. Oft á tíðum er það vegna þess að þeir hafa sjálfir svo lítið fram að færa að þeir þurfa að búa sér til andstæð- ing til að réttlæta sjálfa sig. En þetta fólk leggur ekki í hvaða andstæðing sem er, það er ekki burðugra en svo að reynt er að festa á andstæðinginn stærsta skotmark sem völ er á.“ Með ólíkindum hve lágt er lagst  Ekki aðferðir frjálslyndra manna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.