Morgunblaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014
✝ Guðný Ingi-björg Þor-
valdsdóttir fæddist
15.2. 1922 á Hálsi,
sem var heiðabýli
milli Miðfjarðar og
Hrútafjarðar. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 21.5.
2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þor-
valdur Kristmunds-
son, f. 15.2. 1892, d. 15.5. 1942,
og Elín Björnsdóttir, f. 28.12.
1894, d. 14.9. 1949. Systkini
Guðnýjar eru Kristín, f. 1919, d.
2012, Guðrún, f. 1921, d. 2012,
Björn, f. 1927, d. 2006, Böðvar,
f. 2.1. 1940.
Guðný giftist 4.8. 1944 Val-
garði Lyngdal Jónssyni, f. 14.11.
1916 á Þrándarstöðum, d. 1.8.
2010. Foreldrar hans voru hjón-
in Jón Ólafsson, f. 1896, d. 1971,
og Jónína Jónsdóttir, f. 1894, d.
1920. Börn þeirra eru: 1) Þor-
valdur, f. 1945, m. I Dröfn Sum-
arliðadóttir, f. 1944, d. 1979. B.
þar fyrstu árin. Vorið 1931 flyt-
ur fjölskyldan að Útibleiks-
stöðum á Heggstaðanesi og þar
elst hún upp. Vorið 1942
drukknaði faðir hennar er bát
hans hvolfdi á milli Hvamms-
tanga og Útibleiksstaða. Hún
hjálpaði móður sinni með bú-
skapinn ásamt bræðrum sínum
eftir það. Haustið 1943 fer hún
til Reykjavíkur til vinnu og þar
kynnist hún Valgarði. Guðný og
Valgarður hófu búskap á Akra-
nesi 1944. Í nóvember 1953
keyptu þau jörðina Eystra-
Miðfell og bjuggu þar mynd-
arbúi til margra ára. Guðný
starfaði í kvenfélaginu Lilju,
einnig söng hún með kirkjukór
Saurbæjarsóknar. Við fráfall El-
ínar, móður Guðnýjar, tóku þau
Böðvar að sér og ólu hann upp
sem væri þeirra barn. Árið 1979
hættu þau búskap og fluttu til
Akraness. Þau hjón voru meðal
þeirra fyrstu sem fluttu í ein-
býlishús fyrir eldri borgara á
Höfðagrund, þar bjuggu þau í
17 ár. Haustið 2001 fluttu þau á
Höfða og bjuggu þar til æviloka.
Á Akranesi starfaði hún hjá Ak-
raprjóni við prjónaskap í níu ár
og kom sér vel eins og alls stað-
ar. Útför Guðnýjar fer fram frá
Akraneskirkju í dg, 30. maí
2014, kl. 14.
þ; Friðrik Drafnar,
synir hennar: Hall-
dór, Sigurður og
Jónas. M. II, Val-
gerður Gísladóttir,
f. 1944. 2) Jón f.
1946, m. Heiðrún
Sveinbjörnsdóttir,
b: Sigurrós, Val-
garður Lyngdal,
Reynir. 3) Jónína
Erla, f. 1948, b.:
Guðný Ingibjörg og
Kristín Ósk Guðmundsdætur. 4)
Elín, f. 1953, m. Bjarni Stein-
arsson, b.h.: Bergný Dögg Sóf-
usdóttir. Sigurður Þór og Sædís
Ösp Runólfsbörn. 5) Valdís Inga,
f. 1958, m. Sæmundur Víglunds-
son, b.: Brynjólfur. 6) Jóhanna
Guðrún, f. 1962, m. Bragi Guð-
mundsson, b.h.: Aðalheiður og
Dagný Sif Snæbjarnardætur. 7)
Kristmundur, f. 1965. 8) Fóst-
ursonur og bróðir, Böðvar, m.
Þórunn Árnadóttir, b.: Árni og
Elín Þóra. Barnabörnin eru 12
og barnabarnabörnin 26.
Guðný fæddist á Hálsi og bjó
Elskuleg móðir mín hefur
kvatt þennan heim á nítugasta
og þriðja aldursári. Það eru for-
réttindi að fá að hafa foreldra
sína svona lengi hjá sér en samt
er erfitt að kveðja og sennilega
er maður aldrei tilbúinn.
Mamma var einstök kona, hún
hafði hvílíkt langlundargeð að
það er ótrúlegt. Hún var alltaf
glöð og alltaf jákvæð. Ég man
ekki eftir að hún hafi nokkurn
tíma skammað okkur krakkana
þegar við vorum lítil, þótt oft
hafi verið líf og fjör í svo stórum
hóp. Mamma var líka alltaf til
staðar, hún var vakandi þegar
maður fór að sofa á kvöldin og
komin á fætur þegar maður
vaknaði. Stundum hélt ég að hún
svæfi aldrei, þyrfti bara ekki að
sofa. Hún var endalaust að og
vann bæði úti og inni í sveitinni
og þá voru ekki þessi þægindi
eða sjálfvirku tæki sem við erum
vön í dag. Hún kenndi okkur að
elda, baka, þrífa og allt sem
maður þarf að læra í lífinu. Ég
man eins og það hefði gerst í
gær þegar hún kenndi mér faðir
vorið. Ég sat á rauða eldhús-
bekknum og hún á stól á móti
mér. Þá skildi ég ekki hvað þetta
þýddi en það kom seinna. Þegar
maður varð unglingur treysti
hún manni. Og þegar við börnin
fórum að ná okkur í maka tókum
hún öllum vel, sem sínum eigin
börnum. Hún elskaði fjölskyld-
una sína óendanlega mikið og
gerði öllum jafnt undir höfði.
Litlu barnabarnabörnin áttu
stóran stað í hjarta hennar og
það gladdi hana virkilega þegar
hún fékk þau í heimsókn til sín.
Það sýnir best dugnaðinn og
hugarfarið að hún prjónaði alltaf
sokka og vettlinga til að gefa
þeim í jólagjöf og síðustu jól
náði hún að gefa þeim öllum
þrátt fyrir að heilsan væri farin
að bila. Auðvitað þurfti hún að
reyna sitt í lífinu og það var
henni örugglega mikið áfall að
missa foreldra sína á besta aldri.
Einnig var það henni án efa erf-
itt að Diddi bróðir var í burtu yf-
ir vetrartímann frá sjö ára aldri
þar sem hann gat ekki vegna
fötlunar sinnar stundað hefð-
bundinn skóla. Svona var þetta
þá en hún lét á engu bera. Eftir
að foreldrar mínir hættu búskap
og fluttur á Akranes áttu þau
mörg góð ár og eignuðust góða
vini og endurnýjuðu við aðra.
Þau höfðu gaman af að ferðast
og gerðu mikið af því. Á Dval-
arheimilinu Höfða leið þeim vel
og fengu góða umönnun. Eftir
að pabbi lést og mamma varð
ein eignaðist hún einstaklega
góðar vinkonur, þær Sjöfn og
Ólöfu. Á hverjum laugardegi
hittust þær hjá Ólöfu í „sauma-
klúbb“, það var einstök vinátta
og tryggð sem myndaðist á milli
þeirra. Á sunnudagsmorgnum
heimsótti ég mömmu alltaf þeg-
ar ég gat. Það verður tómlegt án
þessara dýrðarstunda sem við
áttum saman. En nú er komið að
leiðarlokum og öll þurfum við að
venjast því að hafa hana ekki hjá
okkur sem var miðpunkturinn
okkar og tengiliður. Guð geymi
þig, elsku mamma mín, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir
Valdís Inga.
Mig langar að minnast
tengdamóður minnar, Guðnýjar
Þorvaldsdóttur, sem lést 21. maí,
92 ára gömul. Núna í maí eru 45
ár síðan ég fluttist með Jóni syni
hennar að Miðfelli og við fórum
að búa með þeim hjónum Guð-
nýju og Valgarði. Saman bjugg-
um við síðan í 10 ár.
Betri tengdamóður en Guð-
nýju hefði ég ekki getað hugsað
mér. Hún var þá með stóra fjöl-
skyldu og stórt bú. Hún var af
þeirri kynslóð þar sem konan
var í eldhúsinu og sá um allt sem
því tilheyrði, en hún tók líka þátt
í því sem átti að gera úti. Hún
hafði nefnilega sínar aðferðir við
að halda fólkinu að verki, en það
tók enginn eftir því nema
tengdadóttirin unga því Valgarð-
ur var sá sem skipaði fólki til
verka og allir tóku tillit til.
Guðný var þessi kona sem
stóð sem klettur á hverju sem
gekk, alltaf sátt og jákvæð.
Aldrei dæmdi hún eða skammaði
nokkurn mann. Oft var margt í
heimili hjá þeim hjónum, þrír til
fjórir krakkar í sveit til viðbótar
við heimilisfólkið. Hún lét samt
ekki sitt eftir liggja og þegar
þörf var á fór hún út að moka í
blásarann eða bera upp í hey. Þá
var hún í essinu sínu.
Árið 1979 fluttu þau Valgarð-
ur og Guðný út á Akranes og þá
fór hún að vinna í Akraprjóni.
Það þótti henni gaman því hún
var einstaklega félagslynd og
þar eignaðist hún góða vini. Þá
fóru þau líka að ferðast og njóta
þess að vera til. Síðan kaupa þau
hús á Höfðagrund og þangað var
alltaf gott að koma. Svo fluttu
þau að Höfða og þar var hún síð-
ustu árin. Alltaf var gott að
koma til Guðnýjar og maður fór
alltaf glaður heim með þakklæti
í hjarta að fá að eiga svona góða
og jákvæða tengdamóður. Ef við
fórum eitthvað með hana og við
spurðum hvort hún væri orðin
þreytt, þá var alltaf svarið: „Ég
er ekki þreytt, ég er ekkert að
gera.“ Það voru líka síðustu orð
hennar þegar við Jón kvöddum
hana á sjúkrahúsinu.
Guðný mín, ég vil þakka þér
fyrir öll árin sem við áttum sam-
an og fyrir það að vera amma
barnanna minna. Þau minnast
þín með gleði og þakklæti.
Barnabörnin þakka fyrir sokk-
ana og vettlingana sem þau
fengu í pakkanum frá langömmu
um hver jól. Þú ferð nú á nýjar
slóðir en eftir sitjum við öll,
þökk sé þér, með hlýjar hendur
og hlýtt hjarta.
Heiðrún Sveinbjörnsdóttir.
Elsku amma er látin eftir
langa og gæfuríka ævi. Amma
var yndisleg kona og átti engan
sinn líka, skipti aldrei skapi og
talaði alltaf vel um alla. Amma
hélt sinni stóru fjölskyldu alltaf
þétt saman og maður gat alltaf
fengið fréttir hjá ömmu af öllum
í fjölskyldunni. Nú verðum við
að vera dugleg að halda hópnum
saman fyrir ömmu.
Ég var ekki há í loftinu, að-
eins fjögurra ára gömul, þegar
ég fékk að fara fyrst í sveitina til
ömmu og afa. Í sveitinni hjá
ömmu leið mér alltaf vel og fékk
ég að fara í sveitina á hverju
sumri í mörg ár. Amma sagði
mér nýlega að hennar bestu ár
hefðu verið á meðan hún bjó í
sveitinni á Eystra-Miðfelli, þó
oft hafi verið mikið að gera og
margt um manninn naut hún ár-
anna í sveitinni.
Við Hrafndís Jóna heimsótt-
um ömmu fyrir nokkrum dögum
og er sú heimsókn okkur nú
ómetanleg. Hún kvaddi okkur
með stóru faðmlagi eins og alltaf
og ósk um góða ferð suður.
Elsku amma mín, það er erfitt
að sætta sig við að þú sért farin
en ég veit að þú varst orðin
þreytt og tilbúin að fara að hitta
afa. Ég á eftir að sakna þín
óendanlega mikið en nú er kom-
inn tími til að ég óski þér góðrar
ferðar, elsku amma mín.
Takk fyrir allt og alla þína
yndislegu hlýju, elsku amma
mín.
Þín nafna,
Guðný Ingibjörg.
Hún Guðný amma mín féll frá
núna í maí, orðin 92 ára gömul.
Amma mín var mér alla tíð mjög
góð og kær, svo hlý og yndisleg
kona sem hún var. Ég sakna
hennar auðvitað mjög mikið, en
fyrst og fremst er ég þakklátur
fyrir að við skulum hafa fengið
að njóta þess að hafa hana hjá
okkur svona lengi.
Fyrstu sjö ár ævi minnar
bjuggu þau amma og afi á neðri
bænum á Eystra-Miðfelli. Það
voru mikil forréttindi fyrir lítinn
strák í sveitinni að geta lallað
niður eftir og inn í eldhús til
ömmu sinnar. Það var alltaf
hlýtt og notalegt í eldhúsinu
hennar ömmu, oftast einhver
soðning á eldavélinni svo mat-
arlyktin lá í loftinu og ekki var
óalgengt að jólakökusneið,
kleinu eða upprúllaðri pönnu-
köku væri gaukað að ömmust-
ráknum. Það var gott að sitja á
bekknum hjá henni því þar ríkti
ró og friður á meðan allt var
undirlagt í ys og þys sveitastarf-
anna á hlaðinu fyrir utan.
Á meðan amma og afi bjuggu
á Miðfelli voru samverustundir
hjá þeim stór hluti af jólunum. Á
aðfangadagskvöld, þegar búið
var að opna pakkana, var farið
niður eftir til að þakka fyrir
gjafirnar og þá var að sjálfsögðu
boðið upp á heitt súkkulaði og
smákökur. Daginn eftir, á jóla-
dag, kom síðan Miðfellsfjöl-
skyldan öll saman í jólaboð hjá
ömmu og það voru þær vegleg-
ustu kökuveislur sem ég hef
nokkurn tímann á ævinni vitað,
eða þannig er það að minnsta
kosti í minningunni. Ég man það
alltaf hve mikið ég saknaði þess
að geta farið til ömmu og afa á
aðfangadagskvöld eftir að þau
fluttu á Akranes. Jólaboðin hjá
ömmu héldu samt sem betur fer
áfram og enn höldum við fjöl-
skyldan í þann sið að hittast öll
einu sinni yfir jólin. Þeim sið er
mikilvægt að halda áfram, sér-
staklega nú þegar bæði amma
og afi eru farin frá okkur.
Hún amma mín var einstök
amma og langamma. Alltaf
fylgdist hún með öllum ömmu-
og langömmubörnunum sínum
og hafði áhuga á öllu því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Ekk-
ert gladdi hana meir en það þeg-
ar börnin nutu velgengni í námi,
tómstundum eða öðru því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Börn-
in mín urðu ekki síður elsk að
henni en ég var sjálfur á sínum
tíma, svo einstaklega barngóð og
hugulsöm var hún alltaf í þeirra
garð.
Fyrir tveimur árum fór hann
Váli minn til langömmu sinnar
til að taka viðtal við hana fyrir
skólaverkefni sem hann var að
vinna um skólann í gamla daga.
Amma mundi hvert einasta smá-
atriði og gat sagt nákvæmlega
frá skólagöngu sinni, ár fyrir ár
og það var yndislegt að sjá
hvernig kynslóðabilið var þarna
brúað í klukkustundarlöngu
spjalli barns og langömmu þess.
Þetta litla skólaverkefni barns-
ins er nú ómetanlegur fjársjóður
fyrir okkur fjölskylduna, dásam-
leg minning um dásamlega konu.
Valgarður Lyngdal Jónsson.
Ég kveð hana ömmu mína
með miklum söknuði, en ég veit
að nú líður henni betur og afi
hefur tekið vel á móti henni, það
var svo dásamlegt að sjá þau
saman, þau voru svo samrýmd
og flott hjón. Stundum skil ég
ekki hvernig amma fór að því að
gera allt í einu, hún var alltaf að
elda, baka og prjóna en hafði
samt alltaf tíma til að spila og
sjalla við okkur barnabörnin og
það var alltaf stutt í grínið hjá
henni. Amma talaði mikið um
Húnavatnssýsluna og Útibleiks-
staði þar sem hún var uppalin og
þótti voða vænt um þegar maður
stoppaði þar og tók myndir til að
sýna henni. Stelpurnar mínar,
Hafdís og Guðný, eru svo heppn-
ar að hafa fengið að alast upp
með langömmu sinni og við trú-
um því að nú fái Ásdís Birta að
kynnast henni. Hafdís er skipti-
nemi í Ekvador og á ekki nema
fjórar vikur eftir af dvölinni.
Henni þykir voðalega sárt að
geta ekki fylgt langömmu sinni
síðasta spölinn.
Ég kveð mína ömmu af einlægri ást
öll hennar kynni mér geymast.
Umhyggja hennar mér aldrei brást,
atorkan engum mun gleymast.
(VLJ)
Blessuð sé minning hennar.
Bergný Dögg Sophusdóttir.
Elsku amma mín, yndislega
kona. Mikið sem ég gleðst yfir
að hafa komið til hennar kvöldið
áður en hún kvaddi okkur. Að
halda í höndina, strjúka ennið,
bara það að vera hjá henni veitir
hlýjuna. Þegar hún fór að tala
um það þá að hún hafði hugsað
svo mikið til afa þetta kvöld þá
vissi ég að hugurinn væri kom-
inn hálfa leið. Loksins eru þau
sameinuð á ný, loksins geta þau
haldist í hendur. Þótt maður vilji
alltaf meira, bara eina heimsókn
í viðbót. Ég get svo sannarlega
sagt það með stolti að amma hafi
verið og mun alltaf vera mín
besta fyrirmynd í lífinu, núna
reynir á að kenna börnunum
mínum það sem hún hefur kennt
mér, segja þeim sögurnar sem
amma hefur sagt mér. Syni mín-
um finnst svo gaman að keyra
Hvalfjörðinn bara til að heyra
„langömmusöguna“ sem hún
kenndi okkur. Ég er þakklát fyr-
ir allan þennan tíma sem hún
hefur verið hjá okkur þótt ég
hefði svo sannarlega viljað hafa
árin mun fleiri. Ég er þakklát
fyrir að börnin mín hafi fengið
að hitta hana. Þegar ég kom
með þau til hennar, þá leyndi sér
ekki hamingjan. Ekkert skipti
hana meira máli en afkomend-
urnir, enda nóg af þeim.
Frá unga aldri hef ég mikið
leitað til hennar með ósvaraðar
spurningar, alltaf kom hún með
réttu svörin og fyrir mér vissi
hún allt.
Í þau skipti á síðustu árum
sem hún hefur þurft á sjúkra-
húsdvöl að halda héldum við
jafnvel í fáein skipti að nú væri
komið að síðustu metrunum, en
þá stóð hún upp, alltaf. Þvílík
kona. Minningarnar um hana, og
þau bæði, koma til með að lifa í
hjörtum okkar allra.
Sofðu lengi, sofðu rótt
aldrei muntu vakna.
Þá þú sérð að hjartað hljótt,
sárt því finnst að sakna.
Elsku amma mín, það sem ég
sakna þín mikið.
Þín,
Sædís Ösp.
Elsku amma mín. Nú hefur
þú kvatt okkur í hinsta sinn.
Eins erfitt og það nú er að þurfa
að kveðja þig, þá höfum við verið
einstaklega heppin að fá að hafa
þig hjá okkur svona lengi. Þú
hefur alla tíð verið svo heilsu-
hraust en þó hafði heilsu þinni
hrakað undanfarin ár. Þú kvart-
aðir þó aldrei og stóðst þessi
veikindi af þér eins og sönn
hetja. Þar til í síðustu viku þá
fannst þér vera kominn tími á
kveðjustund.
Það hefur verið svo ljúft að
rifja upp æskuminningarnar
með ykkur afa, fyrst í sveitinni á
Eystra-Miðfelli og síðar á Skag-
anum. Alltaf var opið hús hjá
ykkur fyrir okkur systurnar og
fengum við oft að koma til ykkar
þegar mamma var að vinna, þó
man ég sérstaklega eftir heim-
sóknum í rauðu blokkina.
Þú varst alltaf svo gestrisin,
elsku amma mín, alltaf voru
kræsingar á borðum þegar mað-
ur kom í heimsókn. Þó þú værir
orðin veikburða á Höfða undir
það síðasta, þá var samt alltaf
aðalmálið að bjóða uppá kaffi-
veitingar. Svo varstu svo ein-
staklega lagin í höndunum,
prjónaðir peysur, sokka og vett-
linga á alla afkomendur þína.
Þetta hafa alltaf verið uppá-
haldsflíkurnar hjá mér og dóttur
minni.
Elsku amma, þú varst svo ein-
stök kona og ein yndislegasta
manneskja sem ég hef fengið að
kynnast. Þú varst alltaf svo blíð
og góð, alltaf brosandi, skiptir
aldrei skapi og talaðir aldrei illa
um nokkurn mann. Ég veit að
það var þín einlæga ósk að frið-
ur og gleði ríkti ávallt hjá stór-
fjölskyldunni frá Eystra-Mið-
felli.
Nú kveð ég þig, elsku amma.
Ég veit að afi tekur vel á móti
þér, yndislegu konunni sinni. Ég
sá það alltaf hvað afi var stoltur
af þér og bar ávallt mikla virð-
ingu fyrir þér, enda ekki annað
hægt. Nú komið þið til með að
eiga aftur ljúfar stundir saman.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Þín ömmustelpa
Kristín Ósk
Guðmundsdóttir.
Morguninn sem amma lést
vaknaði ég við símhringingu frá
mömmu, sem væri svo sem ekk-
ert óvenjulegt ef það væri undir
venjulegum aðstæðum, en það
er ekki tilfellið. Það vill svo til að
ég er við að klára skiptinámið
mitt í Ekvador og það er ekki
beint á hverjum degi sem
mamma hringir, þannig að ég
vissi um leið að það væri ekki
allt í lagi. Ég fór út vitandi að
amma væri mjög veik og var al-
veg búin að fá að vita að hún
myndi kannski ekki þrauka
þessa tíu mánuði sem ég myndi
vera í burtu, svo mér var ráðlagt
að kveðja hana vel af því að það
gæti verið að ég myndi ekki fá
tækifæri til þess seinna. Núna er
ég alveg óendanlega ánægð með
að hafa gert það af því að það
svo sannarlega hjálpar að geta
minnst góðu tímanna. Amma var
ein yndislegasta og jákvæðasta
kona sem ég þekkti og er án efa
ein af mínum helstu fyrirmynd-
um. Amma talaði aldrei illa um
neinn og í hennar huga voru allir
frábærir. Hún gat alltaf komið
manni í gott skap alveg um leið
og maður labbaði inn um dyrnar
af því að maður bæði heyrði og
sá hvað hún var glöð að sjá
mann og ekki skemmdi svo fyrir
að fá alltaf nammimola á leiðinni
út. Amma var frá því að ég sagði
henni frá skiptináminu einn af
mínum helstu stuðningsmönnum
í þessu öllu. Hún var sennilega
spenntari en ég og vildi endilega
heyra allt um allt, þegar allir
fengu nóg af mínum endalausu
útskýringum gat ég alltaf farið
til ömmu sem fannst alltaf jafn
gaman að hlusta á allt sem ég
sagði. Hún var alltaf að segja
mér hvað hana langaði að fara
svona og kynnast nýjum hlutum
svo hún hefur verið með mér í
anda og mun alltaf vera það.
Þótt það verði erfitt að koma
heim og fá ekki að segja henni
allar sögurnar og sýna henni all-
ar myndirnar er það smá hug-
hreysting að vita að núna er hún
hérna hjá mér að upplifa þetta
allt með mér. Elsku amma, ég
sakna þín alveg ólýsanlega mik-
ið, þú studdir mig í gegnum allt
og munt alltaf vera ljósið í lífi
mínu, ég hlakka til dagsins sem
við munum hittast á ný.
Þín
Hafdís Ósk.
Guðný amma er dáin og það
er mjög erfitt að ætla að koma
fyrir í nokkrum málsgreinum
minningu um konuna sem hún
var. Að öðru fólki ólöstuðu var
amma langbesta manneskja sem
ég hef kynnst á ævinni. Ég held
hún hafi aldrei sagt neikvætt orð
um neinn, hún var alltaf jákvæð
og glöð og hafði góð áhrif á alla í
kringum sig. Hún var svo góð að
við systurnar kunnum ekki einu
sinni við að rífast þegar við vor-
um í heimsókn hjá henni og afa.
Amma bakaði líka bestu kök-
urnar og hver einasti kaffitími
var eins og fermingarveisla, ég
held að við öll barnabörnin sem
bjuggum á Skaganum höfum
hjólað til ömmu og afa daglega í
sumarfríunum okkar til að borða
kökur og spila við ömmu. Hún
hafði alltaf tíma til að spila við
okkur eða bara spjalla. Skipti-
nemaforeldrar mínir frá Banda-
ríkjunum komu í heimsókn til
mín sumarið 2003 og ömmu og
afa langaði til að hitta þau. Svo
ég fór með þau í kaffi á Höfða-
grundina og enn í dag, meira en
tíu árum seinna, eru þau ennþá
Guðný Ingibjörg
Þorvaldsdóttir