Morgunblaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 Heimir Ólafur Hjartarson er þrítugur í dag. Hann er búsetturá Akureyri ásamt unnustu sinni, Elínu Heiðu Ólafsdóttur,og tveggja ára syni þeirra, Róberti Elís. Heimir er rafvirki og starfar sem tæknimaður á tæknisviði Nor- tek á Akureyri. Auk þess hefur hann spilað á bassa fyrir hljómsveit- ina Sign síðan 2007 en Sign gaf út plötuna Hermd í desember síðast- liðnum og hélt í kjölfarið útgáfutónleika í Austurbæ nú í febrúar þar sem platan var spiluð í heild sinni. Þar að auki er Heimir aðalsöngvari sveitarinnar Nevolution sem hann stofnaði ásamt þremur öðrum árið 2004, en aðeins ári síðar hitaði sveitin upp fyrir Iron Maiden á tónleikum þeirra í Egilshöll árið 2005. Heimir segir þá félaga í Nevolution vera ennþá virka en sveitin tók upp tvö ný lög í síðustu viku og hefur annað þeirra nú þegar verið gefið út til hlustunar á Spotify. Aðspurður segist Heimir vera við vinnu í dag og ætlar sér ekki að halda sérstaklega upp á afmælið en hann segir þó líklegt að hann fái sér eitthvað gott að borða með fjölskyldunni. Þá stefnir hann á að njóta sumarfrísins í júlí, en þá liggur leiðin meðal annars til Neskaupstaðar þar sem hann spilar á hátíðinni Eistnaflugi með bæði Sign og Nevolution. sh@mbl.is Heimir Ólafur Hjartarson er þrítugur í dag Á góðri stund Heimir hefur lengi verið á kafi í tónlistinni og mun leika á als oddi á Eistnaflugi í sumar. Með tvær sveitir á Eistnaflugi Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. K atrín Hall fæddist 30.5. 1964 og ólst upp á Sel- tjarnarnesi frá sex ára aldri. Hún átti heima á Nesinu þar til hún flutti úr foreldrahúsum. Hún gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og fór svo í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist árið 1984. Ferillinn hófst snemma Katrín byrjaði ung að dansa hjá Ís- lenska dansflokknum. Hún var t.a.m. utan skóla síðasta árið sitt í MR því hún var komin á samning hjá Ís- lenska dansflokknum. „Fyrsta alvöru þátttakan mín var í dansverkinu „Blindisleikur“ í uppsetningu Joc- hens Ulrich sem Jón Ásgeirsson samdi tónlist við.“ Katrín starfaði hjá Íslenska dans- flokknum til 1988 en á þeim tíma dansaði hún mörg burðarhlutverk og vann með fjölmörgum danshöf- undum, erlendum sem innlendum. Hún tók einnig þátt í fjölmörgum söngleikjum, óperu og leiksýningum. Frá 1988-1996 starfaði Katrín í Þýskalandi. Hún var sólódansari við Tanzforum, dansflokk óperuhússins í Köln, og ferðaðist víða um heim með hópnum. „Fyrrnefndur Jochen, sem hefur verið mikill örlagavaldur í mínu lífi, skapaði sýninguna „Ég dansa við þig“ árið 1987 sem var vinsælasta sýning Dansflokksins frá upphafi. Eftir þá sýningu bauð Jochen mér að dansa í verki fyrir flokk hans, Tanz- forum sem ég þáði, en vissi ekki að um aðalhlutverkið væri að ræða. Í kjölfarið var mér boðinn samningur og ílengdist ég með Tanzforum í átta ár.“ Árin 1996 til 2012 starfaði Katrín sem listrænn stjórnandi Íslenska Katrín Hall, danshöf. og fv. listrænn stjórnandi Ísl. dansfl. – 50 ára Í Hljómskálagarðinum Katrín, Frank Fannar, Gío, Nala, heimilishundurinn, og Matthea Lára sumarið 2011. Þrífst á áskorunum Með Íslenska dansflokknum Í kveðjuhófi Katrínu til heiðurs sumarið 2012 þegar hún hætti sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins eftir 16 ár. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 Sjónvarpsrásir fyrir hótel, gistiheimili og skip Bjóddu þínum gestum upp á úrval sjónvarpsstöðva Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst TDX IP-Pool

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.