Morgunblaðið - 07.07.2014, Page 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
NýlegirMitsubishi Pajero á
rekstrarleigu til fyrirtækja
Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu.
Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar-
gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast
mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans.
Dæmi:
Pajero 3.2 Instyle
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur
Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar
200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru
leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti
(7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný
heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu).
Mánaðarlegt leigugjald:
136.041 kr.m/vsk
Gaman Hafsteinn Gunnarsson, faðir brúðgumans, ekur með litlu fjölskylduna til veislunnar.
klaka í gamlan áburðardreifara og
mjólkurtank, til að halda drykkjum
köldum.
Ég gat ekki staðið í kerrunni
Brúðarbíllinn var ekki af verri
endanum, gullfallegur Massey
Ferguson árgerð 1959, en kerra var
sett aftan í hann til að ferja brúð-
hjónin milli staða. „Ég sá fljótt að
ekki gæti ég staðið í kerrunni svo við
settum tvo gamaldags stóla í hana
og þá var þetta fullkomið. Við feng-
um Fergusoninn lánaðan hjá Guð-
jóni Traustasyni sem er með bústað
að Hamragörðum, en faðir hans átti
þennan Ferguson á sínum búskapar-
árum. Áratugum síðar fann Guðjón
traktorinn í niðurníðslu í Land-
eyjum og gerði hann upp. Það hefur
tekist afar vel, enda er Guðjón mikill
„altmulig“-maður. Okkur fannst vel
við hæfi í sveitabrúðkaupi að láta
feður okkar keyra með okkur milli
staða á þessum Ferguson, pabbi
keyrði mig upp að bústaðnum okkar
þar sem athöfnin var á pallinum
undir berum himni, en að athöfn lok-
inni ók tengdapabbi okkur á Fergu-
soninum í myndatöku hjá Erlu
Berglindi Sigurðardóttur ljósmynd-
ara. Þeir voru mjög spenntir fyrir
þessu pabbarnir okkar, að fá að
keyra þennan eðalgrip, og brúðgum-
inn reyndar líka, en hann fékk að
keyra hann daginn eftir, til að skila
honum til síns heima. Fergusoninn
setti mikinn svip á brúðkaupið okkar
og Agli syni okkar fannst svo
skemmtilegt að sitja í kerrunni að
hann spurði hvenær við ætluðum að
gifta okkur aftur.“
Afslappaður prestur
Gestirnir í brúðkaupinu komu
víða að, meðal annars frá Bandaríkj-
unum. „Bandaríski ljósmyndarinn
Bruce McMillan er fjölskylduvinur
okkar og mikill Íslandsvinur og við
buðum honum í brúðkaupið. Ég hef
þekkt hann frá því ég var tíu ára, en
þá tók hann myndir af systur minni
fyrir barnabókina Night of the Puff-
lings. Einnig var frændfólk okkar
frá Hollandi meðal gesta, en hluti af
því býr í Aruba. Allir voru mjög
ánægðir, þetta var vel heppnað og
veðrið lék við okkur, alveg kjörið
fyrir útibrúðkaup. Fólk var meira
úti en inni í veislunni, það sótti í að
sitja úti í blíðunni.“ Haraldur Krist-
jánsson prestur í Vík gaf þau Rann-
veigu og Atla saman og hún segir að
hann hafi verið mjög afslappaður.
„Hann var léttur og skemmtilegur,
enda vildum við ekki hafa neinn stíf-
leika yfir þessu.“
Nýgift Það fór vel um þau í kerrunni og Egill spurði hvenær þau ætluðu að gifta sig aftur.
Sveitabrúðkaup Útihúsin hentuðu afar vel fyrir brúðkaupsveisluna og stemningin var góð.
Amma og afi Óli og Bína rölta með Þórdísi Láru heim í bústað í ból. Stóri Dímon að baki.
viskusöm þar sem hún gefur unganum
sínum mýs í matinn. Fiðurfé þetta á
heima í dýragarði í Þýskalandi, en
myndin var tekin í liðinni viku.
itt
s í matinn
AFP