Morgunblaðið - 07.07.2014, Page 13

Morgunblaðið - 07.07.2014, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. ekki lengi að afklæðast. Það stóð þó stutt því á meðan síðustu úrslitin í B-flokki fóru fram tók að rigna. Sigurður Sigurðarson vann B- flokk gæðinga á Loka frá Selfossi Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það er ánægjulegt hversu margir komu þrátt fyrir veðrið en um tíu þúsund manns mættu á Gaddstaða- flatir,“ sagði Axel Ómarsson, fram- kvæmdastjóri landsmóts, en því lauk um miðjan dag í gær. Um fjögur þúsund erlendir gestir voru á mótinu. „Það sást best hversu marg- ir útlendingar voru í brekkunni þeg- ar þulirnir báðu áhorfendur að klappa hrossunum lof í lófa. Þegar þeir töluðu ensku heyrðust mun há- værari fagnaðarlæti í brekkunni.“ Axel benti á að markaðssetning er- lendis hefði skilað sér vel samanber fjölda erlendra gesta. Um sex þús- und Íslendingar mættu á Hellu og fjölgaði gestunum mest yfir helgina. „Við keppum við marga viðburði sem eru á sama tíma eins og heims- meistaramótið í fótbolta og fleiri við- burði. Það er umhugsunarefni,“ sagði Axel. Óvenjugóðir vellir „Mótssvæðið stóðst vatnsveðrið með ólíkindum vel. Mælanlega vel því það voru sett met í skeið- greinum, hæstu einkunnir í A-flokki sáust og met voru slegin í kynbóta- dómum þrátt fyrir veðrið,“ sagði Sigurður Ævarsson, mótsstjóri landsmóts. Han sagði vellina hafa komið mörgum á óvart; að þeir skyldu ekki verða hreinlega ófærir í vatnsveðrinu. Sigurður var ánægður í mótslok enda hestakosturinn með eindæm- um góður. Fyrsti dagur mótsins á sunnudag- inn var sá eini þar sem rigndi ekki. Sólin skein fyrripartinn á síðasta degi mótsins og voru mótsgestir með 9,39 í einkunn. Sigurður vann B-flokinn á landsmóti í þriðja sinn og gerði það af öryggi en hann vann einnig A-flokkinn á síðasta lands- móti. Þórdís Inga Pálsdóttir var best unglinga, á hestinum sínum Kjarval frá Blönduósi. Þá sigraði Vigdís Matthíasdóttir í 100 metra skeiði og skaut Sigurbirni Bárðarsyni ref fyr- ir rass. Margir erlendir gestir mættu  Skin og skúrir á landsmóti  Ein- staklega góðir vellir í óvenjulega miklu vatnsveðri  Fyrsti dagurinn var þurr Morgunblaðið/Eva Björk Stemning Um tíu þúsund manns mættu á landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum og voru flestir yfir helgina. „Betri hest get ég ekki hugsað mér,“ sagði Þórarinn Ragnarsson eftir að hafa unnið A-flokk gæðinga á lands- móti á hestinum Spuna frá Vest- urkoti með einkunnina 9,3. Trymbill frá Stóra-Ási og Gísli Gíslason veittu þeim harða keppni. A-flokkurinn var mjög sterkur að þessu sinni, til að mynda klikkaði enginn skeið- sprettur. Einkunn Spuna í A-flokknum er nokkuð nálægt hæfileikadómnum sem hann hlaut á landsmótinu árið 2011 á Vindheimamelum. Spuni fékk 9,25 fyrir hæfileika þá fimm vetra gamall og aðaleinkunnin var 8,92 sem er heimsmet sem stendur. Stóðhesturinn Arion frá Eystra- Fróðholti jafnaði þó hæfileikadóm Spuna. Arion var hæst dæmdi sjö vetra og eldri stóðhestur á mótinu og jafnframt með hæsta hæfi- leikadóminn og hlaut að launum far- andgrip FEIF. Arion hlaut einnig sömu verðlaun á síðasta landsmóti. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Eva Björk A-flokkur Spuni frá Vesturkoti og Þórarinn Ragnarsson í sveiflu. „Betri hest get ég ekki hugsað mér“  Sterkur A-flokkur  Spuni bestur „Geggjað, alveg geggjað. Ég hef stefnt á þetta lengi og hef verið með hestinn í þriggja ára prógrammi. Þetta er meiriháttar skepna,“ sagði Árni Björn Pálsson eftir að hafa sigrað í tölti á landsmóti hestamanna á hestinum Stormi frá Herríðarhóli. Þeir hlutu 9,39 í einkunn. Þeir leiddu eftir hæga töltið og hlutu tíu fyrir tölt hjá einum dómaranna. Töltið var firnasterkt og hver gæðingurinn var á fætur öðrum. Í öðru sæti varð Sigurbjörn Bárðar- son, tengdafaðir Árna Björns, á hestinum Jarli frá Mið-Fossum með einkunnina 8,59. Árni Björn Pálsson hlaut reið- mennskuverðlaun Félags tamninga- manna fyrir sýninguna á Stormi frá Herríðarhóli. Í umsögn FT er hún sögð „ein besta töltsýning allra tíma“. Hann sýndi glæsilegan árang- ur á mótinu, bæði í kynbótadómi og gæðingakeppni. Einnig voru Gústaf Ásgeir Hinriksson, Þórarinn Ragn- arsson og Teitur Árnason heiðraðir fyrir góða reiðmennsku. thorunn@mbl.is Frábær töltsýning Árna á Stormi  Reiðmennsku- verðlaun FT Morgunblaðið/Eva Björk Tölt Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli. Landsmót hestamanna 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.